Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 19 Bresk æsifréttaskrif um hundamálið: Ekki skert áhuga á íslandsferðum „Þau æsifréttaskrif sem hér hafa birst í dagblöðunum The Daily Express og The Daily Mail hafa ekki komið niður á áhuga Breta á ís- landsferðum. En vissulega eru slík skrif heldur slæm landkynning,“ sagði Jóhann Skíðastaðir á Akureyri: Útivistar- dagurá sunnudag Akureyri, 24. janúar. REKSTUK Skíðastaða f Hlíðarfjalli er þessa dagana að komast í fullan gang. Fyrst um sinn verða skíðalyftur opnar kl. 13—18 virka daga og kl. 10—17.30 um helgar og skíðaskólinn, sem þar er alltaf rekinn á veturna, tók til starfa í gær. Nú á sunnudaginn, 28. janúar, verður sérstakur útivistardagur í Hlíðarfjaili. Skíðastaðir bjóða þá bæjarbúum og gestum þeirra upp á frta kennslu á skíðum kl. 13—15, ókeypis verður í allar lyftur, sérstök göngubraut verður lögð fyrir gesti og þeim öllum boðið að þiggja mola- kaffi í skíðahótelinu. Ekki er að efa að bæjarbúar kunna vel að meta. Sigurðsson, forstöðumaður Lundúnaskrifstofu Flugleiða hf., í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Eftir að þessi skrif birtust hafði ég samband við þá aðila sem selja ferðir til íslands og útskýrði hvernig málin stæðu í raun og við hvaða aðstæður þær myndir, sem blöðin hefðu birt af þremur lögreglumönnum að vega Labradorhundinn á Fram- nesveginum, hefðu verið teknar. Slíkt væri ekki dagleg sjón á götum Reykjavíkur eins og The Daily Express gaf í skyn. En þessum ferðaskrifstofum höfðu ekki borist neinar afpantanir eða fyrirspurnir vegna þessa og má geta þess að eftir auglýs- ingaherferð sem nýlega var far- in hafa borist 9.300 fyrirspurnir um f slandsferðir og er það mikil aukning miðað við síðasta ár, þegar alls bárust á tólfta þús- und slíkra fyrirspurna. En þótt samband hafi ekki verið haft við okkur vegna hundamálsins hafa margir hringt eða skrifað íslenska sendiherranum, Einari Bene- diktssyni, vegna þess. Hann hefur svarað öllum fyrirspurn- um og útskýrt hvernig í málinu liggur, auk þess sem leiðrétting frá honum birtist í dagblaðinu Telegraph," sagði Jóhann Sig- urðsson að lokum. Heimdallur: Kvöldverðarfundur með Ragnhildi Helgadóttur „1 KVÖLD kl. 19.00 verður á Hótel Esju kvöldverðarfundur með Ragn- hildi Helgadóttur menntamálaráð- herra. Menntamálin eru mikilvæg og langt síðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft yfirstjórn þeirra. Það er því kærkomið tækifæri fyrir Heim- dellinga að fá Ragnhildi á fund og stjórn Heimdallar hvetur félags- menn til að nota tækifærið og koma á fundinn. Áður hafa komið á slíka fundi þeir Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Fundir þessir voru fjölsóttir og skemmtilegir," segir í fréttatilkynn- ingu frá stjórn Heimdallar, sem Morgunblaðinu hefur borist. Félag bókagerðarmanna Kosningu lýkur í kvöld FORMANNSKOSNINGU í Félagi bókagerðarmanna lýkur klukkan sjö í kvöld, en kosningar hafa staðið yfir frá því í byrjun janúar. Talning hefst strax að kosningu lokinni og verður væntanlega lokið síðar um kvöldið. í framboði eru núverandi formaður félagsins, Magnús E. Sigurðsson, og Margrét Rósa Sigurðardóttir, setjari. Magnús E. Sigurðsson: Erfitt að fá ágreining- inn upp á yfirborðið „MÓTFRAMBOÐIÐ lýsir auðvitað ákveðnu vantrausti af hálfu fram- bjóðandans, án þess að ég vilji út- tala mig sérstaklega um það. Hitt er svo annað mál að maður hefur ekki fengið þann ágreining svo mikið upp á yfirborðið, til dæmis hafnaði mótframbjóðandinn fund- arhöldum til að ræða ágreinings- mál, eins og félagsmenn óskuðu eftir,“ sagði Magnús E. Sigurðs- son, núverandi formaður Félags bókagerðarmanna, en formanns- kosningar fara fram þessa dagana, og hefur Margrét Rósa Sigurðar- dóttir, fyrrverandi formaður Félags bókagerðarnema, boðið sig fram gegn Magnúsi. Stuðningsmenn Margrétar Rósu hafa gefið út átta síðna blað, þar sem m.a. er að finna ítarlegt viðtal við Margréti Rósu. Og Magnús hefur dreift til fé- lagsmanna bréfi þar sem hann óskar eftir stuðningi þeirra í kosningunum. Magnús var spurður hvort hann liti svo á að harka hefði færst í kosningaslag- inn. Magnús Marjjrét Rósa „Blaðið sem stuðningsmenn Margrétar Rósu gáfu út kom það seint að mér gafst ekki tími til að svara því fyrir kosningarnar, eins og vissulega er ástæða til, og því greip ég til þess ráðs að senda félagsmönnum stutt bréf. Mér finnst það vægast sagt dá- lítið skrítin vinnubrögð hjá stuðningsmönnum Margrétar Rósu að gefa út þetta áróðursrit. Það er mjög frjálslega farið með staðreyndir í blaðinu og sums staðar er um beinar rangfærslur að ræða. Ég mun svara þessu lið fyrir lið fljótlega eftir kosningar, enda ekki stætt á öðru, þar sem ég er borinn sökum sem ekki er hægt að sitja undir án leiðrétt- ingar," sagði Magnús E. Sigurðs- son. Margrét Rósa Sigurðardóttin Óánægð með stefnu og störf stjórnarinnar „ÞAÐ HEFUR verið gefið út blað sem dreift hefur verið til allra fé- lagsmanna, þar sem kemur skýrt fram hvers vegna ég býð mig fram til formanns. En í stuttu máli sagt er það vegna þess að ég er óánægð með störf og stefnu stjórnarinnar, sérstaklega í kjaramálum og fag- réttindamálum,“ sagði Margrét Rósa Sigurðardóttir, setjari, þegar hún var innt eftir því hvers vegna hún byði sig fram til formanns í Félagi bókagerðarmanna gegn nú- verandi formanni, Magnúsi E. Sig- urðssyni. „Ég er óánægð með það að blásið sé í herlúðra þegar samn- ingar eru rétt hafnir, þegar fé- lagið hefur ekki styrkleika til að leggja út í verkföll. Félagsleg staða Félags bókagerðarmanna er mjög veik, og í síðasta skipti sem stjórnin fór fram á verk- fallsheimild fékkst hún ekki. í annað stað tel ég að stjórnar- apparatið sé allt of valdamikið og gjörsamlega úr tengslum við hinn almenna félagsmann. Um helmingur stjórnarinnar er í fullu starfi á skrifstofu félagsins og því ekki í beinum tengslum við fagið sem slíkt. En í bókagerð- argreinum er gífurlega ör tækni- þróun, sem félagið þarf að fylgj- ast vel með, einkanlega með til- liti til þess að halda utan um og verja fagréttindi félagsmanna. Stjórnin sýnir enga tilburði til að fylgjast með þessari þróun og verja þau fagréttindi sem kunna að vera í hættu," sagði Margrét Rósa Sigurðardóttir. /7FC0/HáPkrumpan ✓ Hárliðunarjárnið sem gefur hárini hina nýtýskulegu og spennandi ÞEKKING- REYNSLA- ÞJÓNUSTA krumpuáferð. Verð kr. 1.195- FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI .84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.