Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 45 VELVAKANDI " SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^ „MUlM-UJnri/B Getur hver sem er klambrað saman erindi um stórviðburði og stórmenni sögunnar — og fengið flutt í hijóðvarpi? Ragnar Lár skrifar á Akur- eyri 16. janúar: „Til Velvakanda Morgun- verið rætt og ritað um forset- ann fyrrverandi, enda voru á síðastliðnu hausti liðin 20 ár frá þeim hörmulega atburði, er þessi ungi forseti var myrt- ur í Dallas í Texas. Svar til Ragnars Ingibjörg Þorbergs skrifar: „f Velvakanda í dag (21. janú- ar) varpar Ragnar Lár á Akur- eyri fram spurningum til Ríkis- útvarpsins. Ég tel mér skylt að svara, þar eð kveikjan að þeim virðist vera þáttur um John heit- inn Kennedy, sem tveir ungir menn, þeir Árni Sigurðsson og Jóhann Hafsteinsson, buðu út- varpinu og Hjörtur Pálsson dag- skrárstjóri fól mér að semja um. Þáttartilboð það, sem þessir ungu skólamenn lögðu fyrir út- varpið, var mjög til fyrirmynd- ar. Þar var gerð nákvæm lýsing á dagskránni sem þeir buðu og allra heimilda ítarlega getið. Þeir tóku fram, að þeir yrðu ekki með vangaveltur frá eigin brjósti, heldur færu einungis eftir staðföstum heimildum. Þátturinn var svo á dagskránni sunnud. 15. þ.m. kl. 14.15. Ragnar spyr m.a. hvort hver sem er geti klambrað saman er- indi um stórviðburði og stór- menni sögunnar og fengið það flutt í Ríkisútvarpinu. Svarið er: nei, og hið sama gildir um þáttagerð. Ég vil taka það fram, að ég geri mikinn mun á erindi og blandaðri dagskrá. í þessu til- felli var ekki um erindi á borð við sunnudagserindi útvarpsins að ræða, þar sem fræðimenn á ýmsu sviði eru fengnir til að fjalla um menn og vísindaleg málefni. Hér var á dagskrá þáttur, þar sem rakin voru í stuttu máli helstu æviatriði J.F. Kennedys. Inn í þáttinn var blandað tónlist frá því tímabili er um var fjall- að, eða átti við að öðru leyti. Einnig var viðtal við Ingva S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Það er augljóst mál, að slík dagskrá flokkast ekki undir er- indi. Útvarpið gæti þess vegna látið flytja erindaflokk um John F. Kennedy. Mér er þó kunnugt, að oft getur reynst erfitt að fá önnum kafna menntamenn til að flytja erindi, þó að margir hafi að sjálfsögðu brugðist vel við, þegar til þeirra hefur verið leit- að. Mér þykir leitt, að Ragnar skuli vera að hnýta í þessa áður- nefndu ungu menn. Fremur tel ég að þakka megi þeim fram- takssemina. Ég sé enga ástæðu til þess að hleypa ekki öðru ungu fólki í útvarpið en þvi sem lifir og hrærist í poppheiminum. Hvað snertir málfar í um- ræddum þætti finnst mér sparðatíningur Ragnars órétt- latur á meðan gagnrýna má fólk í öllum fjölmiðlum, að meira eða minna leyti, og þar með talið margt langskólagengið fólk. Tel ég, að útvarpið standi sig yfir- leitt betur en margir fjölmiðlar að því er varðar vandaðan mál- flutning. Hinsvegar væri óskandi, að skólakerfið tæki móðurmálskennsluna fastari tökum — og á ég þá ekki við y og z — en það er annað mál. Varðandi spurningu Ragnars, hvort erindi séu ekki lesin yfir áður en þau eru samþykkt til flutnings, verð ég að svara, að það fer eftir ýmsu. Slíkt verður að vega og meta hverju sinni. Enginn dagskrárliður fer þó út án þess að einhverjum f viðkom- andi deildum Ríkisútvarpsins sé kunnugt um innihald hans, mál- in rædd, litið yfir handrit eða hlustað á segulhand. Annars verð ég að viðurkenna, að „ritskoðun" útvarpsins er ekki mjög ströng, og stafar það m.a. af tímaskorti sakir anna hinna fáu starfsmanna, sem dagskrárdeildin hefur á að skipa. Handrit að umræddum þætti var t.d. ekki lesið yfir, enda lögðu umsjónarmennirnir greinargerð sína þannig fyrir, að síður virtist ástæða til þess en endranær. Einnig er rétt að hafa hugfast, að við búum í frjálsu landi, og að útvarpið hefur ætíð reynt að koma til móts við sem flesta, því að það er eign þjóðarinnar. Með vinsemd og virðingu, Ingibjörg Þorbergs varadagskrárstjóri útvarpsins. Þessir hringdu . . . Greiða niður skipin Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef nú alltaf haft samúð með þeim sem eiga í einhverjum erfiðleikum og nú hefi ég heyrt að við ættum i svo miklum erfiðleik- um með of stóran skipaflota. Ég hefi heyrt talað um niður- greiðslur á kjöti og landbúnaðar- afurðum og mér var nú að detta í hug hvort við gætum ekki komið þessum fleytum okkar yfir á Fær- eyinga eða einhverjar aðrar þjóðir með því bara hreinlega að greiða þær niður. Ég er viss um að það væri heppilegri lausn en að hnýta þær saman við einhverjar bryggj- ur hér og láta þær grotna þar niður. f mínu ungdæmi var notuð hver fleyta sem til var til að ná í sem mestan afla og þá voru þær oft tví- og þríhlaðnar sama daginn, en þá datt engum í hug að bæta við sig bátum. Menn fóru bara fleiri ferðir á sama bátnum. Nú virðíst það aftur á móti vera kappsmál ef fisktittunum fjölgar um einhver prósent hér við landið að fjölga þá skipunum að sama skapi, til að geta urgað þetta upp á einu bretti. SIGGA V/öGA e ‘íiLVt.WW 20. leikvika — leikir 21. janúar 1984 Vinningsröö: X1X — 111 — 121 — 111 1. vinningur: 12 róttir — kr. 73.605.- 4404(2/11H 6022+ 38091(4/11) 40490(4/11) 60974(4/11)+ 2. vinningur: 11 róttir — kr. 1.303.- 1363 16136 44911 56238 60982+ 91495 42753*+ 3518 20244 44978 56575 61232 91837 58377*+ 3520 20853+ 45252+ 57449+ 61708 92423 60772* 5495 20862+ 47157+ 58147 62331 93378 62344* 6340+ 35115 47681 58371+ 85254 93448+ 91259* 6434 36760 49186 58374+ 87765 94479+ 91717* 6507 38130 51439 58382+ 89198 161730 162250**+ 9966 38131 51145 58383+ 89370 161801 162251*+ 13167 39145 52026 58674 89596 162242+ Úr 19. viku: 13618 39196 52458 59350+ 89716 162243+ 45653 13914 40629+ 52574 59398+ 90166 13623" 13918 41420+ 53093+ 60047+ 90554 38146* 15455+ 41608 53364 60971+ 90555 40666*+ 15615 43944 54812+ 60973+ 90611 42546*+ * = 2/11 * * =4/11 Kærufrestur er til 13. febr. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstöðinni — REYKJAVÍK MILLIVEGGJA- PLÖTUB UR-RAUÐAMÖL FRÁHEKLUROTUM * SölustaÖir: BY KO. Kópavogi Kf. SUÐURNESJA, Keflavík , Grindavik Kf. ARNESINGA, Selfossi |Vistheimilið ^ simi 99-5026 GUNNARSHOLTI JH Wtl M ím MetsÖluHad á hverjum degi! É& HEITI EKKIJÓR. HEITI RIKKfl. .lófl DÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.