Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 „ Hyerrúg stc\.fa.r%u n rr\<5trmafa?Ut" ?" Así er ... 3 o L—£f iz z3> ... að færa ein- mana gamalmenni jólagleði. TM Reg U.S Pat. Otf — all rights reserved e 1980 Los Angeles Times Syndicate Kj; hef það á tilfinninj'unni að það sé fylgst með okkur? HÖGNI HREKKVISI „þ/vféuju yrif? i GAfzpim oicKAZAreiKAfZ- TRMNOM plNUM •• VIP ERDM MEV HLyU." Láta þá vinna fyrir styrkj- unum sem þeir þiggja Vesturbæingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fólk er að væla um at- vinnuleysi og vandræði á öllum sviðum. Það hefði átt að lifa á árunum 1920—1940. Þá gat fólk fengið atvinnuleysisbótavinnu, til dæmis við að moka snjó og fékk þá laun fyrir þá vinnu sem það vann. Því er ekki hægt að láta þá sem þiggja atvinnuleys- isbætur núna vinna fyrir þeim, með því að moka snjó af götun- um eða eitthvað því líkt? Á þessum árum voru heldur ekkert meðlag frá hinu opinbera með börnum fráskilinna hjóna. Ef maðurinn borgaði ekki með- lag með börnunum sínum, þá máttir þú bara deyja úr hor og hungri, ef þú áttir ekki ein- hverja góða að, sem gáfu þér að borða. Nú fer fólk hinsvegar niðrí félagsmálastofnun á leigu- bílum, til að sækja styrkina sína! Mér finnst alveg hörmulegt hvernig búið er að ala íslensku þjóðina. Það þarf að berja í hana svolítinn dug og koma sjálfsbjargarviðleitni í fólk og láta þessa atvinnulausu menn, sem eru hraustir og heilbrigðir, vinna fyrir styrkjunum sem þeir fjþá gat fólk fengið atvinnuleysisbótavinnu, til dæmis við að moka snjó og þiggja! fékk þá laun fyrir þá vinnu sem það vann.“ Stöndum saman! — réttlætið hlýtur að sigra að lokum E.V.B. skrifar: „Ágæti Velvakandi. Ég get nú ekki stillt mig lengur um að dýfa niður penna, þó að all- ir séu senn búnir að fá sig full- sadda af hundamálum borgarinn- ar. Það er samt sem áður vitað, að einhverri reglu þarf að koma á þau strax. Eg er ein þeirra sem brýt lög og mun halda því áfram. Ég hef átt hundinn í rúm fimm ár og eitt mun yfir okkur báðar ganga (þetta er tík). Sennilega hefði ég ekki tekið Tinnu í upp- hafi, hefði ég haft hugmynd um það sem fylgdi í kjölfarið. Enn á ég ógreidda sekt hjá sakadómi upp á 6.500 krónur, en ekki á ég nú svo mikla aura hand- bæra í svipinn. Þeir eru almenni- legir í Borgartúninu, því þeir bjóðt. manni að skipta sektinni og borga hana smám saman. Ég er að hugsa um að bjóða þeim lögtak í skuldum mínum. Jæja, ég ætla nú að komast að kjarna bréfsins og það er náttúru- lega Alberts hundur, sem úlfaþyt hefur vakið um heiminn, enda merkur og ágætur maður á ferð og hundurinn ábyggilega ekki síðri. Ekki hefur nú hvarflað að mér að kæra Albert fyrir hundahald, þó ég hafi um árabil vitað að hann ætti hund. Ég óska engum þess að vera dreginn eins og sakamaður fyrir það eitt að hafa mannlegar tilfinningar gagnvart dýri sem hann á, hvort sem það er á fjórum fótum, eða tveimur, eins og páfa- gauknum mínum. Gárungar mundu nú kannski segja að ég ætti heima í dýragarði. Ég slæ því nú sjálf stundum upp. Þetta er nú þegar orðið of langt, en ég segi: Stöndum saman, hundaeigendur, stórir og smáir, réttlætið hlýtur að sigra að lokum, eða flytjum þá á Seltjarnarnesið eða aðrar nágrannabyggðir. Með þakklæti. Kveðja til Alberts Guðmundssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.