Morgunblaðið - 26.01.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.01.1984, Qupperneq 48
Tölvupappír EURDCARD V _____/ HLEKKUR í HEIMSKEÐJU llll FORMPRENT Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1984 Á allsherjarþingi SÞ í desember 1971: Treholt bauð aðstoð við brottför hers- ins og 50 mílurnar Morgunblaðið birtir kafla úr skýrslu fulltrúa þriggja vinstri flokka mS LjÓNtn.: Þorvaidur Axelsnon. Hlöðuviti fallinn ÞESSI mynd var tekin úr flugvél Landhelgisgæslunnar í gær, og sýnir Hlöðuvita skammt frá Breiðdalsvík, sem sjór hefur brotið niður. Ekki er vitað hvenær vitinn hefur fallið af stalli sínum, en Hlöðuviti er einn þeirra vita sem farið er í vor og haust og lýstir eru með gasi. Oljóst er hvenær viðgerð fer fram, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk í gær hjá Landhelgisgæsl- unni, en skammt er um liðið síð- an gagnger viðgerð á vitanum fór fram. LjÓHmynd: Bandnrfaki njóherinn. Arne Treholt, njósnari KGB, á fundi á Keflavíkurflugvelli Arne Treholt, njósnari KGB, kom hingað til lands fyrir ári og skoðaði m.a. varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Var hann í hópi nemenda frá varnarháskóla norska hersins og nutu þeir trausts til aðgangs að leyndarmálum af gráðunni „NATO Top Secret". A meðfylgjandi mynd má sjá Arne Treholt, lengst til vinstri, ásamt þremur öðrum Norðmönnum úr skólanum. Lengst til hægri á myndinni er B.R. Olsen, undirofursti í norska flughernum. Að baki hans má sjá Bill Clyde, blaðafulltrúa varnarliðsins._____Sjá nánar um Treholt-málið í miðopnu Rækjubátur strand- ar á Vigurskerjum ARNE TREHOLT útsendari KGB, sovésku öryggislögreglunnar, lagði á það ráðin með þremur fulltrúum ís- lands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1971 hvernig staðið skyldi að baráttu gegn varn- arliðinu á íslandi og fyrir útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur. Kemur þetta fram í skýrslu sem þremenningarnir úr vinstri flokkunum rituðu Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra, skömmu fyrir jól 1971. Morgunblaðið hefur þessa skýrslu undir höndum og birtist kaflinn þar sem Treholt, sem þá var formaður Sambands ungra jafnað- armanna í Noregi, kemur við sögu á miðsíðu blaðsins í dag. Að svo stöddu er ekki skýrt frá nöfnum annarra en Treholts í þessari frá- sögn. Vinstri stjórn var mynduð á ís- landi undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar í júlí 1971 eftir 12 ára setu viðreisnarstjórnarinnar. Auk Framsóknarflokksins áttu Alþýðu- bandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna aðild að stjórn- inni, sem vildi að varnarliðið færi úr landi í áföngum og sagðist fylgja því sem þá var kallað Ný áning í nágrenni Geysis? „KVKIKJAN að þessu eru hug- myndir um veitingarekstur enda hefur matsala engin verið við Gullfoss og Geysi f allmörg ár. Hvað verður er þó ekkert hægt að segja á þessari stundu, málið verð- ur væntanlega rætt í stjórn fyrir- tækisins á næstu dögum,“ sagði Kristján Jónsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða ferðaskrifstof- anna sf., um kaup fyrirtækisins á íbúðarhúsi og skemmu í landi jarðarinnar Neðra-Dals í Bisk- upstungum. „Húsin eru á leigulandi og skapa vissuiega ýmsa möguleika þótt ekkert hafi verið ákveðið um það enda er ekki nema tæp- ur mánuður síðan gengið var frá kaupunum," sagði Kristján. „Hugmyndir okkar eru ekki bundnar við veitingarekstur Þetta er skammt frá Geysi og þykir álitlegur og fallegur stað- ur gagnvart okkar starfsemi. Það hefur þótt óhagræði fyrir okkur að aka lengri vegalengdir með farþega okkar í eins dags ferðum til þess eins að borða.“ Kristján sagði að um væri að ræða nýlegt einbýlishús, sem tengt væri stórri ófullgerðri vélageymslu. Þar mætti e.t.v. koma upp einhverskonar að- stöðu er gagnaðist ferðamönn- um og væri verið að athuga ýmsa möguleika í því sambandi. Um frekari byggingar á svæðinu sagði hann ekkert ákveðið, þó lægi ljóst fyrir að af hálfu land- eigandans væri ekki haft á móti því. „sjálfstæð utanríkisstefna". A alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1971 reyndi á framkvæmd þessarar „sjálfstæðu" stefnu. Efndu þrír fulltrúar aðildarflokka ríkisstjórnar íslands til fundar með þremur fulltrúum Norðmanna á allsherjarþinginu 15. desember 1971. „Tilgangur okkar var fyrst og fremst að ræða við þá um leiðir til þess að við fengjum yfirlýsingar um stuðning stjórnmálasamtaka og stéttarsamtaka í Noregi við stefnu okkar," segir í skýrslunni til Einars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, sem nú er sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn. Þá segir í skýrslunni: „Auk þess Bæjum, 25. janúar. RÆKJUBÁTURINN Arnar, 11 tonn, frá ísafirði, strandaði á svo- kölluðum Togaraboða í Vigur- skerjum fyrir ofan Vigur í Isa- fjarðardjúpi er hann var á heim- leið úr róðri snemma í kvöld. hafði Treholt sagt berlega, og látið fylgja með að við mættum bera sig fyrir því, að Samtök ungra jafnað- armanna í Noregi myndu fúslega styðja þá fyrirætlan okkar að losna við ameríska herinn, enda væri stefna íslands nú í hersetu- málinu í algjöru samræmi við stefnu ungra jafnaðarmanna i Noregi og Svíþjóð." í skýrslunni segir einnig: „Arne Treholt sagði, að nær sem við óskuðum myndu ungir jafnaðar- menn í Noregi kveða upp úr um stuðning sinn við okkur, bæði í hersetumálinu og landhelgismál- inu ... Hann taldi að áhrifaríkast yrði að skipuleggja undirbúning að aðgerðunum með aðstoð íslenska sendiráðsins í Osló, og e.t.v. með því að senda menn til Noregs til þess að undirbúa sameiginlegar aðgerðir í málinu." frá Súðavík kom hinum strand- aða báti til aðstoðar og náði honum á flot óskemmdum um kl. 21.35. Veður var gott á strandstaðnum og svo til sléttur sjór. Tveir menn eru á Arnari og sakaði þá ekki. síðan þýski togarinn Duckwitz strandaði þar 18. desember 1928. Fimmtán manna áhöfn togar- ans var bjargað í land en togar- inn eyðilagðist, skv. upplýsing- um Hannesar Hafstein, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags íslands. VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Keflavíkurflugvöllur: Kona kær- ir nauðgun UNG bandarísk kona á Keflavíkur- flugvelli, eiginkona varnarliðs- manns, kærði á þriðjudagsmorgun nauðgun. Taldi hún að íslenskur maður hefði verið að verki og gat gefið á honum takmarkaða lýsingu. Það mun hafa verið laust fyrir kl. níu á þriðjudagsmorgun, að maður knúði dyra á heimili kon- unnar. Spurði hann hvort maður hennar væri heima. Komst hann inn og beitti konuna þar valdi. Telur hún að hann hafi verið ís- lenskur en þó mun það talið óvíst. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöld, að rannsókn málsins stæði yfir og að mannsins væri leitað. Spurt og svarað um skattamál Morgunblaðið mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattaframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan tvö og þrjú á daginn og beðið um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál“. Hann tekur niður spurningarnar og kemur þeim til ríkisskattstjóra, Sigur- bjarnar Þorbjörnssonar, sem hefur fallizt á að svara þeim. Svör ríkisskattstjóra munu svo birtast í blaðinu. Vélbáturinn Sigurborg í Dal Togaraboði er svo nefndur — Jens í Kaldalóni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.