Morgunblaðið - 26.01.1984, Page 30

Morgunblaðið - 26.01.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI ~ EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — 1. ársfjórðungur reikningsársins 1983/1984: Heildarsala Commandore jókst um liðlega 100% HEILDARSALA Commandore-tölvufyrirUekisins á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins 1983 — 1984, júlí til september, var um 209,3 milljónir dollara, borið saman við 103,3 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er liðlega 102,6%. Tekjur fyrirtækisins á um- Hagnaður á hvern hlut Comm- ræddu þriggja mánaða tímabili andore er 0,79 dollara, en var til voru liðlega 24,3 milljónir doll- ara, en til samanburðar voru tekjur fyrirtækisins á sama tíma á síðasta reikningsári um 14,9 milljónir dollara. Aukningin milli ára er um 63,1%. samanburðar um 0,44 dollara á sama tíma í fyrra. Hlutabréf í fyrirtækinu eru 30.896.000, en voru á sama tíma í fyrra 30.720.000. Þeim hefur því fjölg- að um tæplega 5,73%. Janúar — nóvember: Útflutningur ullarvara dróst saman um nær 8% — Samdrátturinn í skinnavöru um 27% Aðstandendur íslenzkrar endurskoðunar hf., f.v. Tryggvi E. Geirsson, Rúnar Bj. Jóhannsson, Símon Hallsson, Viðar G. Elíasson og Kristleifur Indriðason. Vaxandi að löggilt- ir endurskoðend- ur starfi saman — segir Símon Hallsson, stjórnarfor- maður íslenzkrar endurskoðunar ENDIJRSKOÐUNAR- og ráðgjafarfyrirtækið fslenzk endurskoðun hf. var stofnað sl. haust sem samstarfsvettvangur fimm löggiltra endurskoð- enda, að sögn Símonar Hallssonar, eins þeirra, sem sagði jafnframt, að samstarfið hefði gefið góða raun þessa mánuði. Þeir sem standa að fyrirtæk- inu auk Símonar eru Kristleifur Indriðason, Viðar G. Elíasson, Rúnar Bj. Jóhannsson og Tryggvi E. Geirsson. Stjórnar- formaður er Símon Hallsson, en framkvæmdastjóri Rúnar Bj. Jó- hannsson. „Þróun sú, sem orðið hefur í starfrækslu endurskoðunar- skrifstofa á undanförnum árum, hefur í vaxandi mæli leitt tií þess, að nokkrir löggiltir endur- skoðendur hafi samstarf um reksturinn. Hagkvæmni slíks fyrirkomulags feíst m.a. í sam- eiginlegri nýtingu á hentugu húsnæði, á margvíslegum tækja- kosti og starfskröftum aðstoðar- fólks, auk möguleika á sérhæf- ingu hvers einstaks endurskoð- anda,“ sagði Símon. „íslenzk endurskoðun veitir alhliða endurskoðunar- og reikn- ingshaldsþjónustu. í undirbún- ingi er síðan stofnun sérstakrar tölvudeildar. Annað markmið fyrirtækisins er að veita við- skiptavinum þjónustu á sviði rekstrarráðgjafar, til dæmis við- víkjandi stjórnunar- og skipu- lagsvandamálum, hagræðingu, áætlanagerð og fjárfestingu," sagði Símon Hallsson að end- ingu. ÚTFLUTNINGUR ullarvara fyrstu ellefu mánuði síðasta árs dróst saman um 8%, þegar út voru flutt 1.249,6 tonn, borið saman við 1.360,4 tonn á sama tíma árið 1982. Verðmætaaukningin milli ára var um 80%, eða tæplega 648,1 milljón króna borið saman við lið- lega 359,3 milljónir króna. Útflutn- ingur skinnavara á umræddu tíma- bili dróst saman um 27%, þegar út voru flutt 320,0 tonn, borið saman við 437,1 tonn á sama tíma 1982. Verðmætaaukningin var aðeins um 45%, eða 128,1 milljón króna, bor- ið saman við 88,6 milljónir króna. Meðalgengi dollars hækkaði á um- ræddu tímabili um tæpiega 104%. ULLARLOPI OG BAND Ef litið er á einstaka vöru- flokka kemur í ljós, að útflutn- ingur á ullarlopa og bandi dróst saman á umræddu tímabili um 22,7%, þegar út voru flutt 581,5 tonn, borið saman við 752,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin varð aðeins tæplega 42,5%, eða liðlega 124,5 milljónir króna á móti liðlega 87,4 millj- ónum króna á sama tíma árið 1982. FATNAÐUR ÚR ULL Útflutningur á fatnaði úr ull jókst á umræddu ellefu mánaða tímabili um 9,3%, þegar út voru flutt 472,0 tonn, borið saman við 431.8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er tæplega 91,4%, eða tæplega 467.9 milljónir króna, borið sam- an við tæplega 244,5 milljónir króna á sama tíma 1982. VÖRUR ÚR LOÐSKINNUM Útflutningur á vörum úr loðskinnum dróst saman um tæplega 30% fyrstu ellefu mán- uði síðasta árs, þegar út voru flutt 9,4 tonn, borið saman við 13,4 tonn á sama tíma árið 1982. Verðmætaaukningin milli ára er aðeins tæplega 37%, eða liðlega 20,8 milljónir króna á móti lið- lega 15,2 milljónum króna á sama tíma árið 1982. ULLARTEPPI Útflutningur á ullarteppum dróst saman fyrstu ellefu mán- uði síðasta árs um 12,3%, þegar út voru flutt 104,4 tonn, borið saman við 119,1 tonn á sama tíma árið 1982. Verðmætaaukn- ingin var tæplega 64,9%, eða tæplega 29 milljónir króna, borið saman við tæplega 17,6 milljónir GENGISÞROUNIN VIKURNAR 9 13 0G 16-23 JANUAR 1983 29,9 /$ «14 • 2*2 i » » i 790 i i * • » 2*1 t i t 2*S ( , ! , má. þc mibv fim föst mé. þr m»W fim.föst. 1 D.kr. 2.94 292 290 2** 2» 2.94.............................. mi miiv. trm tost m* þt mi&v Úm fðst 3. ársfjórðungur reikningsársins 1983/1984: Engin breyting á dollara í sl. viku — Pundið hækkaði, danska krónan lækkaði og vestur-þýzka markið hækkaði Hagnaður Honda-verksmiðj- anna jókst um liðlega 28% NETrrÓTEKJUR japanska fyrir- tækisins Honda, sem þekktast er fyrir framleiðslu samnefndra bfla og vélhjóla, á 3. ársfjórðungi reikn- ingsársins 1983/1984, september- nóvember, voru um 22,54 milljarð- ar japanskra yena, en var til sam- anburðar um 18,76 milljarðar jap- anskra yena á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 20%. Hagnaður Honda jókst um 28% milli ára. Hann var um 48,17 milljarðar japanskra yena á umræddu þriggja mánaða tímabili, en var til samanburðar um 37,73 milljarðar japanskra yena á sama tíma í fyrra. Söluaukning Honda á 3. árs- fjórðungi var um 1,9%, en heild- arsala fyrirtækisins á tímabilinu var um 520,64 milljarðar jap- anskra yena, borið saman við 510,69 milljarða japanskra yena á sama tíma í fyrra. Hagnaður á hvern hlut í Honda-fyrirtækinu jókst um 7,4% á umræddu þriggja mán- aða timabili, þegar hann var 23,28 japönsk yen á hlut, borið saman við 21,58 japönsk yen á hlut á sama tíma í fyrra. ENGIN breyting varð á dollaraverði hér á landi í sfðustu viku, en sölugengi Bandaríkjadollars var skráð 29,480 krónur í upphafi vikunnar og það sama sl. föstudag. Frá áramótum hefur Bandarfkjadollar hækkað um 2,68% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi dollarans skráð 28,710 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 0,35% í verði í liðinni viku, en f vikubyrjun var sölugengi þess skráð 41,795 krónur, en sl. föstu- dag var það skráð 41,648 krónur. Frá áramótum hefur brezka pundið hækkað um 0,4% í verði, en f ársbyrjun var sölugengi þess skráð 41.630 krónur. DANSKA KRÓNAN Danska krónan lækkaði um 0,14% í verði í siðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi hennar skráð 2,9105 krónur, en sl. föstudag var sölugengi dönsku krónunnar hins vegar skráð 2,9147 krónur. Frá ára- mótum hefur danska krónan lækkað um 0,20% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,9162 krónur. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,05% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi marksins skráð 10,5506 krónur, en sl. föstudag var það hins veg- ar skráð 10,5500 krónur. Frá áramótum hefur verð á vestur- þýzku marki hækkað um 0,07%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 10,5435 krónur. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.