Morgunblaðið - 26.01.1984, Síða 39

Morgunblaðið - 26.01.1984, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 39 fclk í fréttum „Skiptir öllu máJi aö vera með“ + Ted Kennedy, 23 ára gamall sonur Edward Kennedys öldungardeildaþingmanns, var meö- al þeirra, sem á dögunum tóku þátt í Vetraról- ympíuleikum fatlaðra í Innsbruck í Austurríki. Ted kemur ekki til álita sem verðlaunahafí á leikunum vegna þess, að hann missti af fyrstu dögum kcppninnar, en fyrir því voru tvær góðar og gildar ástæður. í fyrsta lagi vildi svo illa til, að Ted fór til Austurríkis eins og til stóð en farangurinn hans hafnaði í Svíþjóð. „Það kemur ekki að sök. Það, sem máli skiptir, er að vera með,“ sagði Ted, sem hefur systur sína, Cöru, 21 árs gamla, með í förinni. Ted fékk á sínum tíma krabbamein í annan fótinn og var hann þá tekinn af honum. + Mick Jagger og Jerry Hall vissu það fyrir all- nokkru hvort það er drengur eða stúlka, sem mun sjá foreldra sína í fyrsta sinn í næsta mánuði, en þau gæta hins vegar leyndarmálsins vel. Vinir þeirra, sem vilja færa móðurinni eitthvað fallegt á sængina, hafa þess vegna augun opin og fylgjast vel með hvort það er bleikur eða Ijósblár litur, sem kemur til með að einkenna barnaherbergið. É Vill að dóttirin taki viö af sér í Dallas + Priscilla Presley, sem að undanförnu hefur komið fram í Dalias-þáttunum vestra og þegið 600.000 ísl. kr. fyrir þáttinn, hefur nú í hyggju að hætta því. Hún vill hins vegar ólm að 15 ára gömul dóttir hennar og Elvis heitins fái að spreyta sig í þessum vinsælu þáttum. Priscilla hefur síðustu fjögur ár verið í nánu sam- bandi við leikara að nafni Michael Edwards og er talið, að þau muni brátt gifta sig. Fyrir nokkrum dögum sagði Priscilia, að ef af því yrði myndi hún hætta að leika í Dallas-seríunni. Að sjálfsögðu þarf hún ekki á því að halda fjárhagsins vegna að dýfa hendi í kalt vatn þar sem hún erfði of fjár eftir Elvis, en hún vildi hins vegar sanna það fyrir sjálfri sér og öðrum, að hún væri frambærileg leikkona. Lisa Marie, dóttir Priscillu og Elvis, hefur einnig áhuga á leiklistinni og þess vegna leggur móðir henn- ar nú hart að Dallas-framleiðendunum að fá henni hlutverk til að spreyta sig á. skíði Toppskíði í öllum verðflokkum fyrir alla, konur og karla. Hér á eftir eru nokkur verö og tegundasýnishorn. Fyrir unglinga og byrjendur: Racer 90—130 cm. Verö 1.795,- Racer 140—165 cm. Verð 2.289,- Racing Star 140—175 cm. Verö 3.608,- Red Star 160—165 cm. Verð 2.481,- Cup Star Mid og RS 170—190 cm. Verö 3.218,- Fyrir þá sem eru lengra komnir í kunnáttu: Cup Star Team 170—190 cm. Verö 3.985,- Cup Star Mid, nýtt, 170—190 cm. Verð 3.672,- Blue Star Mid 170—190 cm. Verö 4.514,- Blue Star Sportive 175—195 cm. Verö 4,925,- Blue Star Pro. 170—190 cm. Verö 4.712,- Keppnisskíði: White Star Pro SL 180—200 cm. Verð 7.772,- White Star Pro Junior 140—175 cm. Verö 5.228,- Gönguskíði: Touring HC þarf ekki áburö 180—215 cm. Verö 2.397,- Touring fyrir áburö 180—215 cm. Verö 2.247,- Red Star HC þarf ekki áburö 180—215 cm. Verö 2.856,- Okkar tilboö fyrir gönguskíöafólk. Viö vit- um hvaö ganga er holl hreyfing. Því er okkar tilboð skíði, skór, bindingar, stafir og ásetning fyrir aöeins 4.000,- Geri aðrir betur. Jafnframt eigum viö alltaf nóg af skíöa- skóm, göngufatnaöi, stretsbuxum, skíöa- gleraugum, skíöabindingum, skíöaúlpum, o.fl., o.fl., o.fl. Ásetning á meöan beöiö er. Eurocard, Visa. Nýtt! Opið til kl. 4 á laugardögum á meðan snjór er. PÓSTSENDUM « hummel SPORTBUÐIN íe' Ieus*ocab VRA Armúla 38 — sími 83555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.