Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Æ' Alver vid Eyjafjörð Vinstri meirihlutinn í bæj- arstjórn Akureyrar klofn- aði í fyrradag í afstöðu til orkufreks iðnaðar, þ.e. álvers við Eyjafjörð. Meirihluti atvinnumálanefndar bæjarins hafði sett fram eindregna af- stöðu, þessefnis, að „næsta stóriðjuveri, sem byggt verður á íslandi, verði valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt að rekstur versins stefni lífríki fjarðarins ekki í hættu". Bæjarstjórn gerði þessa stefnumótun atvinnu- málanefndar að sinni með 8 at- kvæðum gegn 3. Mótatkvæði komu frá Alþýðubandalagi og Kvennaframboði. Samkvæmt frétt vikublaðsins íslendings er ekki einhugur meðal liðs- manna Kvennaframboðs um þessa andstöðu. Alþingismennirnir Halldór Blöndal og Lárus Jónsson hreyfðu þessu máli fyrst á þingi fyrir tíu árum og sjálf- stæðismenn fylgdu því eftir með stóriðjuráðstefnu á Akur- eyri. Halldór segir í blaðavið- tali að „síðasta ríkisstjórn hafi ætlað að ganga fram hjá Eyja- firði" varðandi hugsanlegan orkuiðnað. í svari við ítrekuð- um fyrirspurnum sínum á Al- þingi um þetta mál hafi fyrr- verandi iðnaðarráðherra talið að heimamenn væru á móti því. Gegn þessari staðhæfingu hafi verið hart brugðizt. Nú- verandi iðnaðarráðherra hafi hinsvegar lýst þeirri skoðun sinni að álver skuli rísa við Eyjafjörð, að undangenginni stækkun álversins við Straumsvík. Fjórðungssamband Norð- lendinga hefur á þremur síð- ustu þingum tekið einarða af- stöðu með stóriðnaði og virkj- un Blöndu. í tilkynningu frá FSN segir: „Fjórðungssam- bandið er fyrstu heildarsam- tök á Norðurlandi sem tóku einarða afstöðu með stóriðju í Eyjafirði, m.a. fyrir frum- kvæði áhrifamanna í bæjar- stjórn Akureyrar og atvinnu- lífi staðarins. Fjórðungssam- bandið telur það skyldu sína að standa vörð bæði um einbeitta stefnu um stórvirkjanir og uppbyggingu orkufreks iðnað- ar.“ Samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar um álver við Eyja- fjörð vekur athygli fyrir þrennt: 1) hve margir bæj- arbúar vóru viðstaddir um- ræðu og afgreiðslu, sem sýnir áhuga á málinu, 2) að vinstri meirihlutinn, sem þar ræður ríkjum, er klofinn í afstöðu til málsins, 3) að nú liggur fyrir stefnumótandi samþykkt bæj- aryfirvalda um orkuiðnað í Eyiafirði. íslendingar sitja nú í efna- hagslegum öldudal. Minnkandi stofnar nytjafiska og afla- samdráttur hafa sagt til sín í atvinnuleysi og skertum þjóð- artekjum. Þessi staðreynd hef- ur, ásamt skuldastöðu þjóðar- innar og langvarandi tap- rekstri í framleiðslugreinum, skekkt kjarastöðu fólks og at- vinnuöryggi, sem við höfum búið við í hálfan annan áratug. Það er því nauðsynlegt að huga að nýjum leiðum til að tryggja atvinnuöryggi og hliðstæð lífskjör hér á landi og bezt þekkjast annarstaðar. Ef það á að takast þarf að flétta saman þau tækifæri margs konar, sem við höfum í hendi. • í fyrsta lagi þarf að skapa skilyrði fyrir innlendum sparnaði. • í annan stað þarf að stýra sparnaði til þátttöku í at- vinnulífi, m.a. með því að gera sparnað, sem hætt er í at- vinnurekstri, skattalega jafn- réttháan öðrum sparnaði. • í þriðja lagi þarf að njörva niður þann árangur í hjöðnun verðbólgu, sem náðst hefur, og tryggja stöðugleika í efna- hagslífi, sem er nauðsynlegur undanfari grósku í atvinnulífi þjóðarinnar. • í fjórða lagi þarf að setja fleiri stoðir undir atvinnu og afkomu þjóðarinnar. Þar má nefna stóraukið fiskeldi og efl- ingu fjölbreytts iðnaðar, þar á meðal orkufreks iðnaðar, en án hans verður orku fallvatna okkar ekki breytt að ráði í at- vinnu, verðmæti og betri lífs- kjör. Ef framsýni hefði ráðið ferð í stjórnvaldsstýringu 1978—1983, í stað þröngsýni og einangrunarstefnu Alþýðu- bandalagsins, værum við nú betur settir um orkuiðnað og betur í stakk búnir til að tak- ast á við þann efnahagsvanda, sem við er að etja. Þessi þröngsýni hefur tafið lífs- kjarasókn þjóðarinnar um nokkur ár. Vinstri meirihlutinn í bæj- arstjórn Akureyrar er klofinn í afstöðu til mikils hagsmuna- máls norðlenzkra byggða. Þessi atburður sýnir, enn og aftur, að Alþýðubandalagið er einangraður sérvizkuhópur, sem er Þrándur í Götu eðli- legrar framvindu í þjóðar- búskapnum. Þessi sérvizku- hópur taiar títt um kjarabæt- ur en bregst aldrei verri við en þegar bent er á leiðir til að gera þær að veruleika. Hann hefur asklok fyrir himin í flestum málum. Það er kominn tími til að setja þennan forn? eskjuflokk í hæfilegan skamm- arkrók í íslenzkum stjórnmál- um. Arne Treholt á íslandi fyrir ári: Hlýddi á fyrirlestra og skoðaði varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli Upplýsingarnar sem veittar voru skaða ekki varnarstöðina eða NATO, segir Bill Clyde, blaða- fulltrúi Varnar- liðsins ARNE TREHOLT, fyrrum skrifstofu- stjóri norska utanríkisráðuneytisins, sem nú hefur verið afhjúpaður sem njósnari Sovétríkjanna, kom hingað til lands þann 26. janúar á síðasta ári, en Treholt heimsótti fsland með varnarmálaháskóla norska hersins. Daginn eftir hlýddu Norðmennirnir á erindi Hannesar Haf- stein, þáverandi skrifstofustjóra utanrik- isráðuneytisins, um utanríkisstefnu ís- lands og öryggismál, á erindi Helga Agústssonar, deildarstjóra varnarmála- deildar, um varnarstöðina á Keflavíkur- flugvelli og einnig voru haldnir fyrirlestr- ar um íslensk efnahagsmál. Einnig heim- sóttu Norðmennirnir Keflavíkurflugvöll. Sigríður Snævarr, blaðafulltrúi ut- anríkisráðuneytisins, sagði i samtali við Mbl. í gær að Norðmennirnir hefðu ekki fengið neinar upplýsingar á fund- inum sem skaðað gætu íslenska hags- muni, eða hagsmuni varnarstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Norð- mönnunum hefðu aðeins verið veittar almennar upplýsingar, sem fram komu í fyrirlestrum, þar sem fjallað var almenns eðlis um málin. „Samkvæmt öryggiskröfum aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins hefð- um við getað gefið Norðmönnum upp- lýsingar um leyndarmál bandalagsins. En að þvi er ég best veit fengu þeir mjög litlar upplýsingar af þessu tagi,“ sagði Bill Clyde, blaðafulltrúi varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, þegar hann var spurður um heimsókn Norð- mannanna þangað. Sagði hann að upplýsingar sem væru leyndarmál af hæstu gráðu væru ekki gefin, hins vegar væri hugsanlegt að hershöfðinginn sem í hópnum var, R. Torp, hefði getað fengiö slíkar upplýs- ingar í einkasamræðum við aðmírál- inn á Keflavíkurflugvelli, en aðrir ekki. Taldi Clyde að þær upplýsingar sem veittar voru gætu ekki skaðað varnar- FOHSVARETS H0GSKOLE sr.cunmr c:.xa*ahcs orrrrrTCATx tt:t» l* so oojft tty that the Mr«er.lR« Ss»X£ ht th» Kational («(•««« i.).«<;<'. Ncrwny, and th» studen** <>tt*ndi n<j í.t * iti.h PrioGlpa.l '.ourm* hdv* for *cc<t*a to olatKifiaú auttaríal up tc arvi RAÍO TO* 5KCPRT. Thi* 1» vallJ witil 2!ít.h April, i»SJ. < inxxxrrtxiAúiri' r H»rv»d ar. Ur*r»tkb*a v*M! ío<ov«*■*»-* h«<jskol« aknr»d«l!.iik»rn* »'>» d* lt»r i KovoJkurs r.r ti *r *r«u íor adian:: til kl*«aif!**tt tll Md «T*K1WT HEkMBtt-: KATO TOP 3ECPET. Kla>:«ri::::<s:; «r 4yMif til 2i> apcii 1*83. Thd NKiSMl 0ní«nc* C»1 : Oetchnr :*íi rcravarots h*-)»k»l«, : oktjcimr •«< Xn<\>»ií4: !.i«r. of Cir«cti»9 St»f? <tnU sf.vlon:.* V«U1í.J.ai* cvtr Ía*:»««t4b 04 kur*d«likV.«ro Bréf R. Thorp, yfirmanns norska herskólans, þar sem Arne Treholt er veitt heimild til að skoða og kynna sér leynilegar upplýsingar. stöðina á Keflavíkurflugvelli eða Atl- antshafsbandalagið á neinn hátt. I vottorði sem fylgdi með Norð- mönnunum í heimsókn þeirra á Kefla- víkurflugvöll, segir að vottað sé að við- komandi aðilar njóti trausts til að- gangs að leyndarmálum, að og með gráðunni „NATO top secret". Heimildin er undirrituð af norska hershöfðingjanum R. Torp, sem er fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu norska hersins. Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, sem er eini íslendingurinn sem stundað hefur nám við varnarmálaháskóla norska hers- ins, sagði í samtali við Mbl., að val nemenda í skólann færi fram í hinum ýmsu stofnunum norska hersins og í þeim ráðuneytum sem tengdust alls- herjarvörnum Noregs. Á hverjum vetri stunduðu 24 nemendur nám við skól- ann, helmingur þeirra væru hermenn og helmingur borgaralegir embættis- menn. Kjartan sagði að i handbók skólans kæmi fram, að markmið skólahaldsins væri að undirbúa sérstaklega valda herforingja og embættismenn, til þess að gegna trúnaðar- og leiðtogastörfum innan allsherjar varnarkerfisins, en það er kerfi, þar sem samræmd eru störf á milli hers og borgaralegra stofnana um allan varnarviðbúnað landsins. Kjartan sagði að flestir nemendurn- ir væru í kringum fertugt, en þó væri það ekki einhlítt, og þeir sem útskrif- ast úr skólanum væru yfirleitt sendir til starfa á ýmsum sviðum í norska hernum eða í stjórnkerfinu; þeir störf- uðu á vegum NATO, væru hernaðar- fulltrúar í sendiráðum Noregs erlendis og svo framvegis. Hins vegar sagði Kjartan að skólinn væri einkum hug- saður fyrir fólk sem þá þegar gegndi mikilvægum trúnaðarstörfum innan stjórnkerfisins og hersins, tii þess að veita því breiðari yfirsýn yfir alla þætti varnar- og öryggismálanna, bæði í Noregi og Noregi sem hluta af Atlantshafsbandalaginu. Varðandi kröfur til væntanlegra nemenda, sagði Kjartan, að til þess að fá skólavist þyrftu nemendur að fá ör- yggisvottorð sem heitir Cosmic Top Secret, en það væri á meðal allra hæstu Oryggiskrafna sem gerðar væru hjá Atlantshafsbandalaginu, enda væru í skólanum veittar ýtrustu trún- aðarupplýsingar. Nefndi Kjartan að í skólanum hefðu verið veittar upplýs- ingar um ísland og um hernaðarstöð- una hvað ísland varðar. Kjartan sagði að á meðan hann var í skólanum hefði bandariski aðmíráll- inn á Keflavíkurflugveili komið í skól- ann og haldið þar mjög opinskáan fyr- irlestur, enda allt talað í ýtrasta trún- aði og t.d. oft á tíðum bannað að taka nótur undir fyrirlestrum sem haldnir væru í skólanum. Sigríður Snævarr, blaðafulltrúi ut- anríkisráðuneytisins, sagði í gær að hún hefði tekið þátt í skipulagningu dvaiar Norðmannanna í Reykjavík. í kvöldverðarboði, sem haldið var Norð- mönnunum hér, sat hún við sama borð og Treholt og sagði Sigríður að skóla- bræður Treholts hefðu haldið honum mjög fram, eins og hann væri fjöðrin í hatti hópsins og dæmi um það hve menn gætu fengiö skjótan frama í ut- anríkisþjónustu Norðmanna. Sagði Sigríður að Treholt hefði komið mjög vel fyrir, en hann hefði virst standa á vissan hátt utan og ofan við hópinn en þó hafi hann notið hylli þeirra sem í kringum hann voru. Niðurbrotinn gengur Jens Evensen niöur landgöngustigann á Fornebu- fiugvelli við heimkomuna frá Dar es Salaam. Treholt eyðilagði framtíð Evensens JENS Evensen, sendiherra og fyrrver- andi hafréttarráðherra Noregs, kemur ekki lengur til greina sem frambjóð- andi Norðurlanda í dómaraembætti það, sem nú er laust við alþjóðadóm- stólinn í Haag. Skýrði Dagbladet f Osló frá þessu í gær og segir, að í stað þess að halda áfram ferðalagi sínu um Afríkulönd, til þess að afla sér stuðn- ings þeirra til þessa embættis, verði Evensen nú að vera til reiðu til þess að koma fyrir rétt sem eitt helzta vitnið við rannsókn Treholts-njósnamálsins. Evensen var staddur í Dar es Salaam í Tanzaníu á ferðalagi sínu, er flett var ofan af njósnastarfsemi Treholts. Ákvað Evensen þá að binda strax endi á ferðalag sitt og snúa heim til Noregs. Þannig hefur Evensen mátt færa þungar fórnir vegna njósnastarfsemi Treholts. Er það þeim mun biturra fyrir hann, þar sem hann er sá maður sem Tre- holt átti mest að þakka skjótan frama sinn í norskum stjórnmálum. Enginn efast um mikla hæfileika Evensens á sviði þjóðaréttarins, en hann gat sér fyrst mikinn orðstír á þeim vettvangi sem saksóknari í málinu gegn herstjórninni í Grikk- landi. En það var einmitt þá sem samvinna hans og Treholts hófst. „Ég vil ekki tjá mig á neinn hátt um það, sem gerzt hefur. Ég hef ekki þrek til þess.“ Meira fékkst Ev- ensen ekki til þess að segja er hann kom heim til Osló á mánudagskvöld eftir tveggja daga nær samfellt ferðalag frá Dar es Salaam. Mátti glöggt greina af yfirbragði Even- sens, að hann var harmi sleginn og nær bugaður maður yfir því sem gerzt hafði í njósnamálinu. Þrír fulltrúar íslands á allsherjarþinginu: Frásögn af hádegisverðarfundí með Arne Treholt í New York FIMMTÁNDA desember 1971 efndu fulltrúar þriggja vinstri flokka frá ís- landi til hádegisverðarfundar með þremur norskum fulltrúum á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna f New York. íslensku fulltrúarnir höfðu á allsherjarþinginu barist undir merkj- ura „sjálfstæðrar utanríkisstefnu" ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, sem mynduð var í júlí 1971 og ætlaði að reka varnarliðiö úr landi í áfongum og færa fiskveiðilögsöguna út f 50 sjó- mflur. Þessi mál voru því einkum á dagskrá þegar þessir sex fulltrúar frá íslandi og Noregi hittust og snæddu saman. Aðeins einn sexmenninganna skal nafgreindur að svo stöddu, Arne Treholt, sem nú hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa, síðan fyrir 1970, stundað njósnir og verið útsenda:i KGB, sovésku leyniþjónustunnar. íslendingarnir sendu Einari Ág- ústssyni, þáverandi utanríkisráð- herra, skýrslu um störf sín á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Henni lýkur á kafla sem heitir: Um viðræður við Norðmenn og fer hann hér á eftir í heild, en þó er nöfnum samlanda Treholts sleppt: „Fimmtánda desember buðum við þremenningarnir norskum þing- fulltrúum á allsherjarþinginu í há- degisverð, þeim ... , Árne Treholt, formanni Sambands ungra jafn- aðarmanna, og ... , en allir þessir menn höfðu látið í ljós stuðning við málstað íslands í landhelgismálinu. Tilgangur okkar var fyrst og fremst að ræða við þá um leiðir til þess að við fengjum yfirlýsingar um stuðn- ing stjórnmálasamtaka og stéttar- samtaka í Noregi við stefnu okkar. Auk þess hafði Treholt sagt berlega, og látið fylgja með að við mættum bera sig fyrir því, að Samtök ungra jafnaðarmanna í Noregi myndu fús- lega styðja þá fyrirætlan okkar að losna við ameríska herinn, enda væri stefna íslands nú í her- setumálinu í algjöru samræmi við stefnu ungra jafnaðarmanna í Nor- egi og Svíþjóð. Allir þessir Norðmenn hafa tekið virkan þátt í baráttunni gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evr- ópu og ... hefur beitt sér mjög fyrir því, að Norðmenn færi landhelgina út á landgrunnsbrún. Þingmennirnir telja að fiskveiði- mörkin muni ráða úrslitum varð- andi aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu, og töldu að Norðmenn væru í þakkarskuld við íslendinga fyrir útfærsluna. Allir töldu þeir að ísland ætti mjög marga stuðningsmenn í land- helgismálinu í öllum þingflokkum Noregs, og auðvelt ætti að vera að ná til þeirra og fá þá til að kveða upp úr um stuðning sinn þannig að fram kæmi í blöðum, útvarpi og sjónvarpi í Noregi. Allir sögðust þeir líka hafa samúð með afstöðu vinstristjórnarinnar til herstöðvarinnar. ... sagði: Eigi að síður óska ég þess, af mjög eigin- gjörnum ástæðum, að þið rekið Am- eríkanann ekki burtu, því að af því mun leiða að aukinn verður þrýst- ingur á okkur um herbækistöð í Noregi. Heima er afstaða almenn- ings þannig að norsku stjórninni héldist aldrei uppi að leyfa erlend- um her setu í landi á friðartímum. Bódö er auk þess svo nærri sovézku landamærunum, að slíkt yrði túlkað sem árásarundirbúningur. Megin- ástæðan fyrir andstöðu almennings í Noregi gegn erlendri hersetu er náttúrlega þjóðarstolt og þar næst óttinn við það að Noregi væri ekki vörn í slíkri herstöð, heldur stafaði nokkur hætta af henni. Arne Treholt sagði, að nær helzt sem við óskuðum myndu ungir jafn- aðarmenn í Noregi kveða upp úr um stuðning sinn við okkur, bæði í her- setumálinu og landhelgismálinu. Hann sagði, að eftir því sem hann best vissi myndu ungir jafnaðar- menn í Danmörku, og áreiðanlega í Svíþjóð og Finnlandi hafa sams konar afstöðu. Hann taldi að áhrifaríkast yrði að skipuleggja undirbúning að aðgerð- unum með aðstoð islenzka sendi- ráðsins í Osló, og e.t.v. með því að senda menn til Noregs tii þess að undirbúa sameiginlegar aðgerðir i málinu. Loks má geta þess, að Arne Tre- holt var boðinn í stutta heimsókn til Washington á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins, að hlýða á fyrirlestra um heimsmálin. Þar kvað hann ísland hafa borið mjög á góma, og verið nefnt sem eitt af þremur vandræðabörnum Banda- ríkjanna, hin voru Malta og Kýpur, en ísland verst. Hann kvaðst hafa spurt fulltrúa þann, sem mest ræddi um ísland, hvort Bandaríkjamenn hygðust nota „þrýsting" (pressure) til þess að knýja fram stefnuskipti á Islandi. Það kvað fulltrúinn varla myndu gert, heldur notaðir allir þeir „fortðluhæfileikar" sem Banda- ríkjastjórn hefði yfir að ráða að fá íslendinga til að hætta við brott- rekstur hersins." Maöurinn á bak við nafnið Arne Treholt: Heimsborgari, sem naut þess að berast mikið á Hver er maðurinn Arne Tre- holt? Svarið er: greindur, framagjarn og geðþekkur stjórnmálamaður, sem hafði einstakt lag á að kynnast fólki og koma sér vel við alla án þess þó nokkru sinni að vera smeðjulegur. Samstarfsfólki hans ber saman um að hann hafi hreinlega verið fæddur í starfíð og gat vart hugsað sér betri mann en hann. I einkalífi barst Treholt mikið á. Hann klæddist ætíð fínum fötum, stundaði bestu veitingastaði og næturklúbba, var sannkallaður heimsborgari. Þrátt fyrir að hann sinnti starfi sínu af alúð gaf hann sér oftast tíma til að stunda úti- veru í einhverjum mæli og þau voru ófá kvöldin, sem nágrann- arnir sáu hann skokka, jafnvel þótt komið væri niðamyrkur. Treholt er tvíkvæntur maður. Núverandi kona hans er Kari Storækre, 33 ára, kunnur sjón- varpsfréttamaður, sem m.a. sér um reglulegan þátt með yfir- skriftinni „Her er dit liv“. Þau hjón búa í 200 fermetra glæsilegri íbúð við Oscarsgate, einhverju eft- irsóttasta íbúðarhverfinu við kon- ungshöllina í miðborg Oslóar. Þótt öllum beri saman um að Treholt hafi verið hinn fullkomni diplómat hafði hann sínar veiku hliðar. Hann var mikið gefinn fyrir fjárhættuspil og veðmál hvers konar og naut þess að um- gangast fagrar konur og aka dýr- um bílum. Hann stundaði veðmál á kappreiðabrautum í Osló og New York á meðan hann bjó þar og greip tækifærið og lagði undir á veðreiðabrautum í Genf er hann var þar á ferð. Því hefur ekki verið svarað enn hvernig Treholt flæktist í neti KGB. Sovéska leyniþjónustan hóf mikla herferð í leit að framtíð- arnjósnurum í lok sjöunda áratug- arins. Sér í lagi sóttist KGB eftir ungum og vel gefnum mönnum, sem voru metnaðargjarnir og lík- legir til að feta sig hratt upp eftir metorðastiganum. Treholt var eins og sniðinn í þann stakk. Lík- legast hafa kynnin byrjað með dæmigerðum vodka-veislum í sendiráðinu og í kjölfarið fylgdu boðsferðir til Austur-Evrópu. Sögusagnir eru um að í einni slíkri ferð til Tékkóslóvakíu hafi Treholt getið barn við tékkneskri stúlku. Samkvæmt því sem segir í norsk- um blöðum er líklegast að sam- neyti við sovéska sendiráðsmenn, veislur á stúdentsárum og hug- sjónaeldur, en Treholt hefur jafn- an verið í nöp við vestræna sam- vinnu, hafi leitt til samstarfs hans við KGB. Strax á uppvaxtarárum sínum komst Treholt í snertingu við stjórnmálin því faðir hans, Tor- stein Treholt, var einn frammá- manna norska Verkamanna- flokksins og varð síðar landbúnaðrráðherra. Feðgarnir höfðu ólíkar skoðanir þótt báðir störfuðu í sama flokki. Var sonur- inn mun róttækari til vinstri en faðirinn, sem var annálaður fyrir hófsemi. Á árunum 1961—1966 nam Tre- holt við Oslóarháskóla. Að loknu námi gerðist hann blaðamaður við Arbeiderbladet, málgagn Verka- mannaflokksins, og vann þar fram til ársins 1971. Á árunum 1971—1973 vann hann að hluta við rannsóknir í norsku utanríkismálastofnuninni. 1972 gegndi hann starfi ráðunauts við utanríkisráðuneytið. Árið 1973 sótti hann námskeið fyrir verðandi starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar, en lauk því ekki. 1973—1974 var hann per- sónulegur ritari viðskiptaráð- herra. Á árunum 1974—1976 var hann persónulegur ritari hafréttarráðherrans og 1976—1979 gegndi hann stöðu ráðherraritara hjá haf- réttarráðherra. Arne Treholt hætti í því starfi þegar embætti hafréttarráðherra var lagt niður 1979 og gerðist sendiráðunautur við sendinefnd Norðmanna hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hann sótti norska varn- armálaskólann 1982—1983. Enn hækkaði hann í tign og á síðasta ári voru honum falin ýmis sérstök verkefni á vegum efnahagsdeildar utanríkisráðuneytisins. Þeim sinnti hann þar til 16. desember á nýliðnu ári er hann var skipaður skrifstofustjóri upplýsingadeildar utanríkisráðunevtisins. Arne Treholt í góðum félagsskap á veitingahúsi í Briissel snemma á síðasta áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.