Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
21
• Atli Eðvaldsson var annar markahæsti leikmaöurinn í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili, skoraöi þá 21
mark. í ár hefur hann skorað fimm mörk. En hann missti úr fjóra leiki vegna meiösla. Hér fagnar Atli marki
ásamt félaga sínum, Manfred Bockenfeld, sem þykir afburðasnjall knattspyrnumaöur.
Atli Edvaldsson:
„Höfum gaman af því
aö leika knattspyrnu“
EITT af þeim liðum sem hafa komið verulega á
óvart í þýsku 1. deildar keppninni í knattspyrnu á
keppnistímabilinu er lið Fortuna DUsseldorf. Liðið
leikur mjög skemmtilega knattspyrnu sem fólk
hefur gaman af. Þar situr sóknarknattspyrna í fyrir-
rúmi. Liðið skorar mikið af mörkum og jafnan er
mikill hraði í leik liðsins. Tveir íslenskir leikmenn
spila meö Fortuna DUsseldorf þeir Atli Eövaldsson
og Pétur Ormslev.
— Við leikum sem ein liðsheild og höfum afar
gaman af því aö leika knattspyrnu. Þaö er sjálfsagt
helsta ástæðan fyrir því aö okkur hefur gengiö mjög
vel á keppnistímabilinu. Þá erum viö meö nákvæm-
lega sama liö þriöja áriö í röö. Enginn breyting og
leikmennirnir þekkja því vel inná hvern annan. Þaö er
stór kostur, sagöi Atli Eövaldsson.
— Um helgina eigum viö aö leika gegn FC Köln,
dýrasta liði V-Þýskalands. Viö leikum á útivelli og
gerum okkur ánægöa meö aö ná einu stigi. Þá er
næsta öruggt aö viö fáum fullan leikvöll heima er viö
mætum Bayern Munchen um næstu helgi.
Atli sagöi aö á síöasta leik liösins heföu leikmenn
fengiö viöurkennngu fyrir aö vera sókndjarfasta liöiö
í deildinni á síöasta keppnistímabili. Allir leikmenn
fengu feröatösku úr fínu leöri sem kostaöi aö sögn
Atla 800 mörk. Þá sagöi Atli aö mikiö væri um þaö
núna aö góöir veitingastaöir i Dusseldorf biöu leik-
mönnum í mat. „Já, þaö er gaman þegar vel gengur
sagöi Atli.
Aö sögn Atla þá gengur liöinu betur ef vellirnir eru
góöir. Ef snjór og ising er á völlunum þá gengur liöinu
ekki eins vel.
Samningur Atla viö félagiö rennur út í vor, og sagöist
Atli hafa fullan hug á því aö endurnýja hann. Atli er
26 ára gamall. — ÞR.
HAMBURGER SV
VfB STUTTGART
BAYERN MUNCHEN
1. FC KÖLM
1. FC KAISERSL.
EINTR. FRANKFURT
FORT. DÚSSELDORF (®)
B. LEVERKUSEN
/\ '"rý
ff.fi
1. FC NURNBERG (fgj)
ARM. BIELEFELD* 0
''O 8ÖR, DORTMUND (b^b)
VfL BOCHUM
BAYER UERDINGEN
K. OFFENBACH ■0
Tekst Hamborg að verja
meistaratitilinn?
UM HELGINA var leikinn annar leikurinn í síöari um-
ferö „Bundesligunnar" í knattspyrnu. Fjórir íslenskir
knattspyrnumenn leika í V-Þýskalandi. Þrír í 1. deild-
inni og einn í annarri deild. Allir eru þeir landsþekktir
og vel er fylgst meö þeim hér á landi. Þeir standa sig
allir mjög vel og eru landi sínu til sóma. Liö Ásgeirs
Sigurvinssonar, VFB Stuttgart, á góöa möguleika á
sigri bæöi í deildarkeppninni í ár og líka í bikarkeppn-
inni. Liö Atla Eövaldssonar og Péturs Ormslev hefur
komiö mjög á óvart meö því aö vera í baráttunni um
efstu sætin og þykir liöið leika mjög góöa knattspyrnu.
Ekki er gott aö spá um endanlega röö liöanna í deild-
inni, en hér fylgir spá knattspyrnusérfræðinga í
V-Þýskalandi um lokastööuna.
20.000 miöar á leikinn og þaö
veröur örugglega uppselt.
68.000 áhorfendur veröa þá á
vellinum og þaö verður í fyrsta
skipti í sögu félagsins sem slíkt
gerist.“
Aö sögn Péturs er sálræna
hliðin gífurlega mikilvæg fyrir
leikmenn Fortuna, sem og ann-
arra liöa. „Menn eru nú farnir aö
„finna lykt af“ sigurgöngu. Segja
má aö viö séum nýgræðingar í
því aö vera á toppnum — aö
„eiga“ að vinna leiki. En menn
eru farnir aö bera aukna viröingu
fyrir liöinu eftir gott gengi þess
undanfarið og sjálfstraust leik-
manna er einnig aö aukast. Liöið
er nú yfirleitt taliö sigurstrang-
legra í heimaleikjum sínum, en ef
sigur vinnst á Köln (leikurinn í
gær) mun sjálfstraust leikmanna
á útivölium aukast mikiö.
Og ef viö vinnum Köln get ég
næstum því lofaö þér sigri á
Bayern um næstu helgi. Menn
hafa svo gaman af hlutunum
þegar vel gengur aö þeir geta
varla beðiö eftir leikjunum. Þá
þyrstir í aö fá aö keppa."
Morgunblaðið/ Skapti.
• Pétur é bekknum, þriöji frá vinstri. Við hlið hans er Wolfgang Kleff, að.lmarkvörður líðsins, sem hvíldi í
þessum leik.
Eins og áður sagöi hefur Pétur
ekki veriö í byrjunarliöi Fortuna I
mörgum leikjum vetrarins. Maö-
ur má ekki láta þaö fara í skapið
á sér þó maður byrji ekki inni á.
Ég læt það ekki fara í skapið á
mér — þá er hætta á því að
loksins þegar maður fær tæki-
færi með liðinu nái maður ekki
aö sýna hvaö í manni býr. Þaö er
um að gera að taka þessu ró-
lega. Þegar vel gengur njóta allir
góös af því.“
Pétur er orðinn 25 ára. Samn-
ingur hans við Fortuna rennur út
í vor og hann sagði að yröi hann
ekki búinn aö tryggja sér sæti í
liðinu þá færi hann örugglega
eitthvert annað ef hann fengi til-
boð. „Þaö er eiginlega alveg
sama hvaðan það kæmi ef ég
gæti sætt mig við þaö tilboö.
Það er alltaf gaman prófa eitt-
hvaö nýtt. Annars kann ég ótrú-
lega vel viö mig hér í Þýskalandi.
Hér er mjög gott að vera og
Þjóöverjar allt öðruvísi en maöur
haföi heyrt áöur. Ég get varla
ímyndaö mér betra land til aö
búa í.“ —SH.