Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
35
Minning:
Halldór Backmann
húsasmíðameistari
Halldór Backmann, frændi
minn og vinur, er dáinn langt um
aldur fram. Á sjálfan afmælisdag-
inn sinn, 62 ára, hverfur hann aft-
ur til jarðarinnar, þaðan sem
hann kom. Með honum fara öll
áformin hans, óendanleg og stór-
huga, en eftir stendur minningin
um góðan dreng, tilfinningaríkan
heimilisföður og glaðværan fé-
laga.
Þegar nú skilnaðarstundin er
upp runnin og ég læt hugann reika
um liðna daga samveru og sam-
skipta, sækir að mér hin stórkost-
lega mannlýsing í Innansveitar-
króniku Kiljans í sögunni um
brauðið dýra og stúlkuna, sem
villtist í þokunni. Þrekið, vilja-
festan, samviskusemin og æðru-
leysið. Halldór Backmann vissi
ekki, að þessi stúlka var dóttir
langömmu hans.
Halldór var húsasmíðameistari
að iðn, góður fagmaður, einkar
verklaginn og útsjónarsamur. Eitt
var það í fari Halldórs, sem ekki
fór fram hjá neinum, en það var
verkgleði hans. Hann naut þess að
takast á við erfið verkefni, aldrei
heyrðist vol eða víl og unun var að
sjá, hversu úrræðagóður hann var.
Stundum gat hann varla sofnað á
kvöldin fyrir tilhlökkun að fást við
verkefni morgundagsins. Afköstin
voru í samræmi við það. Meðal
stærstu bygginga hans í Reykja-
vík eru Laugalækjarskóli, Árbæj-
arskóli, dælustöð Hitaveitunnar
o.fl., en líklega mun endurbygging
húsanna á Bernhöftstorfu bera
handverki hans, vandvirkni og
kunnáttu gleggst vitni.
Halldór var dagfarsprúður og
vildi hvers manns vanda leýsa. Því
kynntist ég bæði meðan hann var
bæjarverkstjóri á Akranesi og í
almennri verktöku hér í Reykjavík
og nú síðast í störfum hans fyrir
Húsnæðismála3tjórn.
Ekki kynntumst við náið í æsku,
þótt mæður okkar væru systur og
samgangur hafi verið talsverður.
Það var ekki fyrr en ég kom á
Akranes sem frambjoðendanefna
Alþýðubandalagsins í Borgar-
fjarðarsýslu 1956, að með okkur
Halldóri tókust náin kynni og
djúpstæð vinátta, sem stóð alla tíð
síðan. Hann var svo lánsamur að
kvænast Jóhönnu Arnmundsdótt-
ur frá Akranesi og þar stóð hið
hlýja heimili þeirra, þegar ég hitti
hann að nýju. Halldór var þá í
forystusveit sósíalista í plássinu,
aðsópsmikill í bæjarmálum og
verkalýðsmálum og hrygglengjan
í öllu félagsstarfi sósíalistanna.
Ég hef nýverið sagt frá því, hversu
samvalinn hópur fágætra félaga
var þarna á ferð, en Halldór
Þorsteinsson, vélvirki, var fyrstur
burtu kallaður úr þessum kjarna
fyrir nokkrum vikum og er ekki
langt á milli þeirra nafnanna.
Það er mín dýrmætasta lífs-
reynsla að hafa mátt starfa með
þessu fólki í 12 ár. Heimili Jó-
hönnu og Halldórs stóð mér opið
allan tímann, hvort sem ég kom að
nóttu eða degi og hversu lengi sem
ég þurfti að vera. Það var alltaf
veisla. Halldór skipulagði á mig
viðtöl og oft var setið langt fram
eftir nóttu og talað af ódrepandi
áhuga um pólitík. Halldór naut sín
vel við þessi tækifæri, hin barns-
lega einlægni hans, gott skap og
leiftrandi kímnigáfa gerði þessar
samverustundir ógleymanlegar.
Þegar nú leiðir skilja ber mér að
flytja fram þakklæti mitt til Hall-
dórs og allrar fjölskyldu hans
fyrir hina miklu vináttu, er ég hef
verið aðnjótandi. Jóhanna og hin
yndislegu börn þeirra eiga fullan
hlut að því þakklæti.
Halldór var sósíalisti, ekki síst
fyrir sakir réttlætiskenndarinnar.
Rök hans voru ævinlega einföld en
þung. Hann sagði, að skipting
bæði náttúrulegra sem fram-
leiddra gæða þessa heims, ætti að
miðast við að ná því takmarki, að
fullnægja þörfum allra áður en
sumir fengju meira en þeir þyrftu.
Þeir sem héldu því fram við Hall-
dór, að misskipting gæða heimsins
væri annað hvort náttúrulögmál
eða annars konar nauðsyn, riðu
aldrei feitu hrossi úr þeim rök-
ræðum.
Halldór bjó yfir miklum vilja-
styrk og hann hafði lag á að hrífa
menn með sér. f öllu félagsstarfi
var hann fórnfýsin sjálf og dró
aldrei af ef eitthvað var ógert. Það
er á engan hallað þótt sagt sé, að
stærstan hlut hafi hann átt að
byggingu félagsheimilisins að
Rein á Akranesi, en sú bygging
markaði tímamót í félagsstarfi
sósíalista þar.
Þungur harmur er nú kveðinn
að fjölskyldu Halldórs, móður
hans, Jónínu og systkinunum, en
öllum þeim votta ég og Ragna
dýpstu samúð.
Ingi R. Helgason.
f löngu veikindastríði, þar sem
líkaminn varð að láta undan
smátt og smátt, þrátt fyrir harða
mótspyrnu, var Halldór Back-
mann andlega heilbrigður og lét
engan bilbug á sér finna. Halldór
hélt fast í lífið enda maður með
óvenju mikla lífslöngun og þrek,
en varð þó að láta í minni pokann
að lokum.
Frá því að ég fyrst kynntist
Halldóri, fyrir um 20 árum, hefur
mér fundist ég eiga vin og félaga
þar sem hann var. Bjartsýni og
takmarkalaust áræði einkenndu
manninn, alltaf var hann tilbúinn
að taka til hendi og reyna það
ómögulega jafnt og það mögulega,
hrífa aðra með sér og láta hrífast.
Hvar sem Halldór var staddur
urðu til fjörugar umræður um
menn og málefni, enda hafði hann
einstakt lag á samræðulistinni og
hafði líka áhuga á flestu sem bar á
góma hverju sinni ...
Nú held ég að Halla Back sé
hætt að lítast á blikuna, öll þessi
hástemmdu lýsingarorð og allt
þetta lof. Ég ætlaði satt að segja
að skrifa sem látlausast, eins og
hann hefði helst kosið sjálfur, en
þetta voru einu orðin sem ég fann.
Jóhönnu, Ingu, Eddu, Adda og
Ernst, sem stóðu sem styttur við
hlið Halla þar til yfir lauk, votta
ég samúð, og einnig móður hans,
systkinum, barnabörnum og öllum
öðrum sem hann syrgja.
Friðrik Örn Weisshappel.
Það vildi svo til að ég var lögð
inn til skurðaðgerðar á Borgar-
spítalann, á sömu deild og Halldór
dvaldist þar til yfir lauk.
Ég hafði satt að segja kviðið dá-
lítið fyrir sjúkrahússlegunni, en
það birti þó yfir mér við það að
fyrsta manneskjan sem ég hitti
skyldi vera frændi minn.
Ég þekkti hann ekki mikið þá,
en vissi þó að þegar þörf var á að
laga eða breyta einhverju heima
var alltaf kallað á Halla Back.
Á spítalanum vorum við saman
allan daginn og fólk talaði um
„ættarmótið á Borgarspítalanum".
Það var nú kannski ekki að
ástæðulausu, enda áttum við þar
tvær frænkur sameiginlega og er
önnur þeirra þar ennþá, því voru
allar heimsóknir tvöfaldar.
Þann tíma sem ég var á spítal-
anum töluðum við saman um alla
heima og geima. Halldór sagði
mér frá mörgu um sig og lífið yfir-
leitt, ýmislegt sem ég vissi ekki
áður, en geymi nú með mér.
Viljastyrkur hans og glaðværð
kom mikið við mig, gamansemin
var engu lík. Þó að hann vissi að
það væri búið að taka úr honum
allan magann og endalokin að
nálgast, bað hann mig oft um að
ná í göngugrind fyrir sig. Halldór
ætlaði að safna nægum kröftum
til þess að geta farið heim um jól-
in, þar sem hann átti svo margt
eftir ógert.
Ég þakka honum þessar sam-
verustundir. Eyrún
Einn kosturinn við að eldast, er
að manni lærist að meta mann-
kosti, og einmitt þeir eru faldir í
lífsgöngu manna. Ég var heppinn,
ég kynntist Halldóri í gegnum vin,
sem sagði eitthvað á þá leið, „ég
veit um manninn, sem þig vantar
til að gera þá hluti sem þig van-
hagar um“. Það þurfti að byggja
við eldra hús. Ég hafði aldrei séð
eða talað við Halldór, en yfir
kaffibolla var spjallað um vænt-
anlegar framkvæmdir, ég kjarklít-
ill en hann kjarkmikill. Hann var
fljótur að draga helstu þættina
fram á blað, áætlun um væntan-
legan kostnað, efniskaup og ann-
að, sem tilheyrir slíkum fram-
kvæmdum. Að enduðum kaffi-
fundi fórum við út að væntanleg-
um framkvæmdastað, skoðuðum
ummerki og staðhætti. Það var þá,
sem mér varð á að segja: „Halldór,
ég ætla að biðja þig um að byggja
fyrir okkur eitt stykki hús.“ Þar
með var allt klappað og klárt, svo
einfalt var þetta. Hann tók þetta
að sér með þvílíkum léttleika og
lipurð, að ég mun minnast þess til
hins síðasta. Það er auðvitað til
lítils að minnast á svona einstök
verkefni, sem Halldór tók að sér,
þó verkefnin séu nú mörg sem
leysa þarf í svona tilfelli og ég oft
ráðþrota hvernig leysa megi, kom
Halldór alltaf með lausn, sem var
studd rökum og sannaði hina ein-
stöku verkhyggni sem hann bjó
yfir og margir aðrir hafa orðið að-
njótandi. Mörg ár eru nú frá kynn-
um okkar og þeirri húsbyggingu
sem um er skrifað. En þar með er
ekki allt sagt. Við hjónin höfum
haldið kunningsskapnum áfram
við Halldór og Jóhönnu, hans
ágætu eiginkonu og eigum við
hjónin margar skemmtilegar
minningar sem maður vildi síður
vera án, ekki síst er við hjónin
brugðum okkur á gömlu dansana
og þeir sem til þekkja vita hve
afburða flinkur Halldór var í
dansi. Halldór var félagshyggju-
maður, hann hafði áhuga á
manngildinu, eyddi töluverðum
tíma úr sínu lífshlaupi við að
styðja og styrkja þá, sem máttu
sín minna. Þegar ég renni hugan-
um til baka og skoða kynni mín af
Halldóri, er mér efst í huga rök-
hyggja hans. Hann lét sér fátt
óviðkomandi ef beita mætti rök-
hyggju, hann var reikningsglögg-
ur með afbrigðum og fer það oft
vel saman. Halldór var sérfræð-
ingur í vinnutilhögun, hugvits-
samur og djarfur svo, að mörgum
fannst nóg um og eru til nægar
sögur um það. Það var gott að
vinna með honum, hann var ætíð
svo glaður og spaugsamur, að það
hlaut að smita út frá sér. Frú Jó-
hanna og börn þeirra munu nú sjá
á bak manni, sem mikil eftirsjá
verður að. Þeir sem til þekkja vita
hve Halldóri var annt um að koma
öllu í höfn áður en yfir lauk.
Lengi lifi minningin um Halldór
Backmann. Trausti Thorberg.
Bréfaskóli —
Framhaldsnámskeið
Hótelstjórnun
Matvælafræði
Samskipti (Social Work)
Nánari upplýsingar fást með að skrifa til og til-
greinið Ref. No. ICE 84 Queens.
THE QLEENS COLLEGE
GLASGCWI
1 ParkDrive.Glasgow.G3 6LP.Tel: 041-334 8141 |
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir mannfagnaöir
Aðalfundur
Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík verður
haldinn þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 20.30
að Langholtsvegi 122.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Kvennadeild Slysa-
varnafélags íslands
í Reykjavík
heldur aðalfund sinn mánudaginn 13. febrúar
kl. 20.00 í Slysavarnahúsinu við Granda-
garð.
Venjuleg aöalfundarstörf. Happdrætti. Kaffi-
veitingar.
Stjórnin.
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla Reykjavík
heldur árshátíð sína, laugardaginn 4. febrúar
í Domus Medica og hefst kl. 18.30.
Aðgöngumiðar verða afhentir 1. febrúar hjá
Þorgils Þorgilssyni, Lækjargötu 6A, sími
19276- Stjórn og skemmtinefnd.
Skyndihjálparkennarar
Félag Skyndihjálparkennara boðar til fundar á
Hótel Esju 2. h. laugardaginn 4. febrúar kl. 14.
Dagskrá:
1) Dr. med. Árni Björnsson flytur erindi um
brunasár og skýrir í myndum.
2) Fyrirspurnir.
3) Umræður um félagsmál.
Kaffiveitingar. Stjórnin
bílar
Til sölu Mersedes Benz
300 D á hálfvirði
Ekinn 200 þús. km. en aöeins 12.00 á vél (var
tekinn upp af H.P.H.) 15“ felgur, allur nýlega
yfirfarin, fæst með sjónvarpi. Verð 460 þús.
Upplýsingar í síma 71803 í allan dag en á
kvöldin næstu daga.
Volkswagen 1300 árg. 70
til sölu. Ný vetrardekk. Uppl. í síma 27557.