Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 48
 E EUROCARO T1L DAGLEGRA NOTA 24. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins íslenskur verslanahringur í Handaríkjunum: Ullarfatnaður fyrir 15 millj. í 8 verslanir Á UNDANFÖRNUM tveimur árum hafa verið opnaðar í Bandaríkjunum Haglið lenti í fingrinum MAÐUR á sextugsaldri var hand- tekinn í fyrrinótt eftir að hagl úr haglabvs.su í hans eigu lenti í pilti fyrir utan heimili mannsins í Sól- heimum. Pilturinn, sem þar var ásamt tveimur félögum sínum, hlaut ekki alvarleg meiðsl. Hagl lenti í fingri hans og hugsanlega í leðurjakka, en þau stöðvast í þykku leðrinu. Rannsókn RLR var í gær á frumstigi og hafði þetta atriði ekki verið kannað til hlítar. Lögreglan í Reykjavík var þeg- ar kölluð á staðinn, en tildrög málsins eru nokkuð óljós. Maður- inn kveðst hafa séð piltana fyrir utan og talið þá bílaþjófa. Hann hafi því farið út með haglabyssu og ætlað að hræða piltana, en ekki gert sér grein fyrir því að byssan var hlaðin. Hann hafi dottið í hálkunni og skot þá hlaupið úr byssunni. Um óvilja- verk sé að ræða. átta verzlanir sem bjóða íslenzkan ullarfatnað og fleira frá Islandi, en verzlanirnar heita allar The Iceland- er og er eigandi þeirra Dorette Eg- ilsson. í samtali við Morgunblaðið kvaðst hún ætla að opna tvær nýjar verzlanir á þessu ári, en fyrir verzl- anirnar átta áætlar hún að flytja út ullarfatnað fyrir um 15 milljónir ísl. kr. eða um 500 þús. dollara. Verzlanirnar eru allt frá Alaska til Californíu og vinna 24 starfs- menn í þeim, en Dorette stýrir rekstrinum ásamt eiginmanni sín- um, Árna Egilsson hljóðfæraleik- Árekstur í hálkunni MorgunblaÖiÖ/Þór ólafsson. HARÐUR AREKSTUR varð á Hafnarfjarðarvegi, skammt fyrir sunnan borgarmörk Reykjavíkur, laust fyrir klukkan átta í gærmorgun. Ökumaður saltdreifingarbifreiðar frá Vegagerðinni stöðvaði bifreið sína um stund og skipti engum togum, að Mercedes Benz hafnaði aftan á bifreið hans. Ökumaður náði ekki að stöðva í hálkunni sem þarna var. Benz-inn fór mjög illa, lenti aftan á og undir saltdreifingarbifreiðinni. Tvennt var í bílnum og voru bæði flutt á slysadeild. Ökumaður slapp ómeiddur en kona slasaðist á baki. Framtfðarmöguleikar lífefnatækni á íslandi: Möguleikar á verðmætum fyrir milljarða kr. árlega? Lambalifur og -nýru til Arabalanda f VETUR átti sér stað fyrsta sala ís- lenskra landbúnaðarafurða til Araba- landa. Hafa 40 tonn af lambalifur og nýrum verið seld til kaupanda sem aft- ur hefur selt þessar afurðir til Saudi- Arabíu og Egyptalands. Jóhann Steinsson deildarstjóri í Búvörudeild SÍS sagði að þetta væri fyrsta sala á íslenskum landbúnað- arafurðum inn á þennan markað, en söluverðið hefði verið fremur lágt. Sagði Jóhann að varan hefði líkað vel og væri þegar komin fyrirspurn um meira magn. Framtíðarmöguleikar lífefnatækni á íslandi eru óteljandi og gætu skilað íslendingum verðmætaaukningu upp á nokkra milljarða króna ár hvert. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við dr. Jón Braga Bjarnason, dósent í iíf- efnafræði við HÍ, í Morgunblaðinu í dag. Lífefnatækni felst í notkun líf- hvata, ensíma, og annarra efna úr lífheiminum til lausnar vanda í framleiðslu- og þjónustugreinum. Rannsóknir á þessu sviði kveður dr. Jón Bragi hafa að takmörkuðu leyti farið fram á Raunvísindastofnun Háskólans og miðað að því að at- huga það hráefni, sem fellur til hér á landi, sérstaklega í sjávarútvegi og landbúnaði og kanna vinnsluað- ferðir, sem falla best að þessu hrá- efni og aðstæðum innanlands. Rannsóknirnar segir dr. Jón Bragi hafa frá upphafi verið í fjár- svelti og stjórnvöld nánast ekki sýnt þeim neinn áhuga eða skiln- ing. Hann kveður hinn auðfengna afla undanfarinna ára og áratuga hafa haft slævandi áhrif á viðleitni til nýjunga. Nú sé hins vegar svo komið, að mikla nauðsyn beri til að nýta betur hráefnið, sem á land berst og fyrir er í landinu. „Lífefnatæknin er háþróaður iðnaður, sem er ekki mannfrekur, en skilar miklu í aðra hönd og það er sú tegund atvinnustarfsemi, sem mannfá en neyslufrek þjóð þarf á að halda," segir dr. Jón Bragi m.a. í viðtalinu. Dr. Jón Bragi kveður síðustu viðbrögð stjórnvalda vera synjun sjávarútvegsráðuneytisins við bón Raunvísindastofnunar um fjár- framlag til lífefnatæknirannsókna, en ráðuneytið hefur með bréfi dagsettu 20. janúar sl. sagt enga peninga vera fyrir hendi til slíks. Sjá greinina „Gæti skilað milljarða verðmætaaukn- ingu“ á bls. 56—58. íslenzk landkynningar- skrifstofa í Evrópu UNDANFARNA mánuði hefur verið i undirbúningi að setja á stofn íslenska landkynningarskrifstofu í Evrópu. Er þetta fyrsta landkynningarskrifstofa á erlendri grund sem yrði rekin sam- eiginlega af opinberum aðilum og einkaaðilum, en engin slík skrifstofa er nú í Evrópu. Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri hjá Ferðamálaráði, staðfesti ofangreint í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Undanfarna mánuði Enn úr skýrslu þremenninganna frá 1971: „Vísvitandi tilraun til pólitískra skemmdarverka?“ í íslenska utanríkisráðuneytinu „MAT embættismanna utanríkis- ráðuneytisins á velflestum málum, sem þeir hafa skipt sér af, á þessu allsherjarþingi, hefur mótast ein- göngu af stefnu fyrrverandi ríkis- stjórnar í utanríkismálum ... Við telj- um nauösynlegt að rannsakað verði tafarlaust, hvernig á þeim mistökum stendur, sem orðið hafa, svo að í Ijós megi koraa, hvort þarna veldur árátta til klaufaskapar, þekkingarskortur eða vísvitandi tilraun til pólitískra skemmdarverka,“ segir í niðurlags- orðum meginefnis skýrslunnar sem þeir Stefán Jónsson, Bragi Jósepsson og Hannes Pálsson sendu Einari Ág- ústssyni, þáverandi utanríkisráð- herra, 22. desember 1971 eftir þátt- töku í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þá um haustið. Hin tilvitn- uðu orð gefa glögga mynd af efni skýrslunnar sem fjallar í stuttu máli um það að embættismenn utanríkis- ráðuneytisins hafi reynt að hindra framkvæmd „sjálfstæðrar utanríkis- stefnu“ nýmyndaðrar vinstri stjórnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Skýrsla þessi hefur komist í há- mæli nú 12 árum síðar eftir að Morgunblaðið birti kafla úr henni þar sem lýst er hádegisverðarfundi þremenninganna með þremur Norðmönnum, en í þeirra hópi var Arne Treholt, sem nú hefur verið afhjúpaður sem útsendari KGB. Með „fyrrverandi ríkisstjórn" vísa þremenningarnir, fulltrúar Al- þýðubandalags, Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna og Fram- sóknarflokksins á allherjarþinginu til viðreisnarstjórnarinnar sem sat frá 1959 fram í júlí 1971 þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð með þátttöku þessara1 þriggja flokka. Morgunblaðið hefur þessa 20 síðna skýrslu undir höndum, en af þeim fjalla 17 um „stríð" þremenn- inganna við embættismenn utan- ríkisráðuneytisins bæði í New York og Reykjavík. I Morgunblaðinu í gær segist Einar Ágústsson, sem nú er sendiherra I Kaupmanna- höfn, minnast þess „að hafa fengið fjöldann allan af svona skýrslum" og í leiðara Tímans í gær telur Þór- arinn Þórarinsson, sem 1971 var formaður þingflokks framsóknar- manna og utanríkismálanefndar alþingis, að í skýrslunni sé lagt til að Ivar Guðmundsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, verði skipaður aðalræðismaður íslands í New York. Engin slík tillaga er í skýrslunni. hafa staðið yfir viðræður milli Ferðamálaráðs, Flugleiða, Arnar- flugs, Ferðaskrifstofu ríkisins, Fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa og Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda um að standa sameiginlega að íslenskri landkynningarskrif- stofu í Evrópu og verður endanleg ákvörðun í málinu tekin um miðjan febrúar, en byrjað var að huga að þessu máli í september á síðasta ári,“ sagði Birgir. „Gert er ráð fyrir, að Ferðamála- ráð greiði helming rekstrarkostn- aðar væntanlegrar skrifstofu, sem til að byrja með er búist við að verði 3 milljónir króna á árs- grundvelli, og hinir aðilanir þau 50% sem upp á vantar sameigin- lega, en ekki hefur verið gengið frá skiptingu kostnaðarins milli þeirra aðila. í fyrstunni er gert ráð fyrir 2-3 starfsmönnum, og hvað stað- setningu varðar hafa ýmsir staðir komið til álita. Helst höfum við augastað á Þýskalandi, og borgir eins og Hamborg og Köln hafa ver- ið nefndar sem ákjósanlegir stað- ir,“ sagði Birgir. Það kom fram hjá Birgi að þetta væri fyrsta kynningar- og sölu- skrifstofan sem sameiginlega yrði á vegum einka- og opinberra aðila á erlendri grund. Fyrir hvað þetta snerti væri einungis þátttaka Ferðamálaráðs í sameiginlegri skrifstofu Norðurlandana í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.