Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
Félag guðfræðinema
Biblíuleshópur, hvað er nú það?
Biblíuleshópar eru fyrirbæri þar
sem fólk hittist og ræðir saman um
eitthvert rit í Biblíunni, sem hópur-
inn hefur valið sér að lesa saman,
eða eitthvert annað rit sem tengist
kristinni trú. Við lestur Biblíunnar
vakna oft spurningar sem ekki er
svo auðsvarað en gaman er að
ræða um í góðum hópi og heyra
mismunandi sjónarmið og skoðan-
ir annarra. Það dýpkar skilning
okkar að ræða um hlutina. Biblíu-
leshópar eru fyrir venjulegt fólk
sem langar til að kynnast leynd-
ardómum Biblíunnar og eiga
ánægjulegt samfélag við aðra, þar
sem rætt er um lífið og tilveruna.
Að hittast
En hvernig er að vera í svona
hóp? Við brugðum okkur í Kópa-
voginn og röbbuðum við Guð-
nýju Jónsdóttur sem býr í þar.
Við báðum hana að segja okkur
frá Biblíuleshópnum, sem hún
var í síðastliðinn vetur.
Við komum öll hvert úr sinni
áttinni. Fimm konur og tveir
karlar sem öll þekktumst lítið.
En auðvitað kynntumst við
fljótt. Það var gaman að hittast,
að opna sig og heyra skoðanir
hinna. Við lásum bæklinga og
bækur frá bókaútgáfunni Salti.
Og á fundunum ræddum við efni
þeirra. Við veltum fyrir okkur
spurningum um tilveru manns-
ins og tilveru Guðs. Eiginlega
fannst mér ég fá meira út úr
svona umræðum heldur en því
að hlusta á predikun í kirkju.
Þarna voru allir með í því að
brjóta málið til mergjar. Við
vorum ekki alltaf sammála því
sem stóð í Biblíunni — svona í
fyrstu. En svo eftir að hafa rætt
um þetta þá sáum við að Biblían
hafði ýmislegt til síns máls.
Við spurðum líka Magnús
nokkurn Erlingsson, guðfræði-
nema, hvernig honum hefði
fundist að vera í Biblíuleshóp.
Það er fyrst og fremst samfé-
lagið. Að hitta aðra og finna að
þeir eru að velta fyrir sér sömu
spurningum og þú. Svona hóp-
samfélag orkaði eins og víta-
mínssprauta á mig og mitt
trúarlíf. Að deila einhverju með
fólki, biðja með því, ræða saman,
opna sig, allt þetta er svo dýr-
mætt og þroskandi. Og svo varð
þetta auðvitað til að ég las
margt merkilegt og gott.
Nútíminn
Við lifum í þjóðfélagi neysl-
unnar. Hamingja ku vera í því
fólgin að kaupa eitthvað, eignast
og nota. Verða jafn falleg og
hamingjusöm og fólkið í auglýs-
ingunum eða hvað? Getur þú
keypt þetta? Nei, ekki það? Hvað
vinnur þú þá? Fáðu þér auka-
vinnu ...
En þó er eins og manninum
sjálfum sé stundum gleymt í
lífsgæðakapphlaupinu. Allir
menn hafa þörf fyrir að vera það
sem þeir eru og að vera teknir og
viðurkenndir sem slíkir. Við höf-
um öll þörf fyrir samfélag og
persónuleg tengsl, sérstaklega
núna vegna þess hve ópersónu-
legur heimurinn og borgarmenn-
ingin er. Það er aðeins í samfé-
lagi við aðra, sem maðurinn upp-
götvar sjálfan sig og finnur til-
gang í lífinu. Kirkjan á að vera
slíkt samfélag. Persónuleg vin í
eyðimörk ómennskunnar. Ým-
issa hluta vegna er Biblíu-
leshópurinn það líka. Þar hittist
fólk til að ræða saman, biðja
saman. Þar hafa allir ríka mögu-
leika til að tjá sína skoðun. Ekki
aðeins eru slíkir hópar fólki
ómetanleg hjálp við lestur og
skilning á Biblíunni heldur erum
við um leið að fást við vandamál
mannlegs lífs. Biblían fjallar
nefnilega um vanda mannsins,
stöðu hans og af hverju lífið er
eins og það er og hvað muni
verða manninum til lífs. Þannig
getur einn Biblíuleshópur miðlað
okkur reynslu sem kemur að
haldi í lífiNu. Slíkir samfélags-
hópar nefnast á fínu máli stuðn-
ingshópar eða jafnvel nærhópar.
Það er hópur eða samfélag sem
heldur utan um einstaklinginn,
lætur hann finna hver hann er
og verður honum þannig stuðn-
ingur í baráttu lífsins.
Halió
Það getur verið erfitt að byrja
í hóp. Við þekkjum engan. Það
tekur líka sinn tíma að kynnast
fólki. Öll erum við dulítið feimin.
En okkur er þá hollt að hugsa til
þess hvernig heimurinn væri nú
ef enginn þyrði að segja: „Ég
elska þig. Það er með biblíules-
hópa eins og margt annað. Þeir
ganga ekki nema við þorum að
koma út úr skelinni og opna
okkur. En þá verða þeir líka ein
af þessum dýrmætu perlum lífs-
ins. Sannkölluð vin í eyðimörk-
inni.
Kannski er Biblíuleshópur
eitthvað fyrir þig. Þú ættir nú að
slá til. Fyrst er að athuga hvort
ekki er einhver hópur sem þú
veist af eða er í nágrenninu, til
dæmis í sóknarkirkjunni, og þú
getur tekið þátt í. Ef þú veist um
fleiri, sem hefðu áhuga á svona
samfélagshópi, hvernig væri þá
að stofna eigin hóp? Það sakar
ekki að reyna.
Samfélagshópunum er ætlað að veita okkur:
jálp við lestur og skilning á Biblíunni.
metanlegt kristið samfélag.
ersónuleg vináttutengsl og
almenn mannleg samskipti
ðhald í trúarlífinu
íka möguleika til að
tjá skoðanir okkar og
nýta hæfileika okkar
ýjar hugmyndir og hvatningu
til að benda fleirum á Krist
nnilegt bænasamfélag
eynslu sem kemur að haldi í lífinu!
Hugvekja
4. sunnudagur eftir þrettánda
2. Tim. 1:3—10
Þegar við lesum þennan hluta bréfs Páls postula til
Tímóteusar, finnum við strax hversu Páli þykir vænt um
þcnnan trúbróður sinn. Hann minnist sérstaklega á gleð-
ina sem trú Tímóteusar veitir honum. Það er eins og hver
sjái sjálfan sig í þessu. Jafnan líður okkur vel í hópi þeirra
sem þenkja líkt og við; við getum vænst þess af þeim að
þau séu sammáia okkur þótt stundum komi hugsanir
þeirra okkur allsendis á óvart. Það ætti að geta víkkað
sjóndeildarhring okkar. Oft líkar okkur verr við hin, sem
samsinna okkur sjaldnar.
Hlýðinn við boð Guðs og styrkur krafti hans, boðaði
Páll fólki, sem ekki var Gyðingar, trú. Það voru, ef svo
má segja, eðlileg viðbrögð við orðum Guðs um að kristið
fólk skyldi gera allar þjóðir að lærisveinum hans. En
Páll gekk skrefi lengra, Hann trúði því ekki að þeir sem
tóku trú þyrftu að taka upp ytri siðu Gyðinga. Hann
vissi að Guð frelsar menn af því að hann elskar þá,
hvernig svo sem þeir eru í hátt.
Ennþá elskar Guð alla sköpun sína. En sköpunin, sem
við erum hluti af, elskar hún Guð? Eins og aðrir sem
brjóta hefðir, mætti Páll skilningsleysi og fjandskap
margra, en hann gerði það sem hann áleit réttast
hverju sinni, í samræmi við ritningarnar og kynni hans
af kristnum mönnum, sem margir höfðu þekkt Jesúm
Krist persónulega. Vafalaust gerði Páll óteljandi skyss-
ur eins og við hin. En er okkur stætt á því að láta okkur
eingöngu koma vel saman við ættingja okkar, þá sem
hafa líkar skoðanir og við og trúa líka á Guð? Guð bauð
okkur að elska nánungann eins og okkur sjálf. Stutt og
laggott. En í raun erfitt, óframkvæmanlegt jafnvel,
nema við þiggjum hjálp Guðs sjálfs, sem stendur alltaf
til boða.
Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda
máttar, kærleiks og stillingar.
Kærleikurinn:
Stefnuskrá Krists
Biblíulestur f. vikuna 29.1.—4.2. 1984
Sunnudagur, 29.1.: 1. Jóh.bréf 3:ll-18;Boðskapur frá upphafi.
Mánudagur, 30.1.: 1. Jóh.bréf 4:7-11; Kærleikur Guðs.
Þridjudagur, 31.1.: l.Kor. 13; Kærleikurinn - lífsfylling.
Miðvikud., 1.2.: 1. Pét. 4:8/ Orðskv.
10:12; Kærleikurinn hylur.
Fimmtudagur, 2.2.: 1. Þess. 5.1-11; Kærleikurinn verndar.
Föstudagur, 3.2.: Fil. 2:1—12; Kærleikurinn - hugarfar
Krists.
Laugardagur, 4.2.: Lúk. 23:34; Hámark kærleikans.