Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANtJAR 1984 43 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON þjóðarframleiðslu, nú 60%. Greiðslubyrðin er fjórðungur út- flutningstekna og rýrir ráðstöfun- artekjur. • 2) Gera þarf sparifé, sem hætt er í atvinnurekstri, jafnrétthátt öðrum sparnaði skattalega séð. • 3) Tryggja þarf samkeppnis- stöðu innlendrar framleiðslu, heima og heiman, fyrst og fremst með „jafnvægisástandi í efna- hagsmálum", eins og formaður Sjálfstæðisflokksins komst að orði, en þar vegur hvað þyngst að framleiðslan búi við hliðstætt verðbólgu- og tilkostnaðarstig og hjá samkeppnisþjóðum. Að því miðuðu efnahagsaðgerðir stjórn- valda á liðnu ári. • 4) Nýta þarf öli tiltæk og arð- bær tækifæri til að koma nýjum stoðum undir atvinnu, afkomu og lífskjör landsmanna. Tvennt er þar efst í huga: stóraukin fiski- rækt og orkuiðnaður, en án hans verður orku fallvatna okkar ekki breytt, að ráði, í atvinnu, verð- mæti, gjaldeyri og aukinn skipta- hlut á þjóðarskútunni. Allir þessir vegvísar vóru snið- gengnir á stjórnarárum Alþýðu- bandalagsins, auk þess sem stjórnsýslustefnan í sjávarút- vegsmálum leiddi þangað sem við nú stöndum, því miður. Það þarf engan að undra þótt formaður VMSI vilji skáka sér til hliðar við þingflokk Alþýðubanda- lagsins þá rætt er um atvinnuleysi á líðandi stund á löggjafar- samkomunni. Atvinnuhorfur fyrri hluta árs 1984 Með hvaða augum sér forsætis- ráðherra næstu framtíð, þá horft er til atvinnu fólks í landinu? Hér verða raktir nokkrir þættir úr máli hans, efnislega, en aðeins í grófum dráttum: • — Reykjavík, Akranes, Akur- eyri og Selfoss skáru sig úr, hvað atvinnuleysi snertir 1983, þar var mun meira atvinnuleysi skráð í öllum mánuðum ársins en venja er til. • — Atvinnustig verður lægra á fyrsta ársfjórðungi 1984 en sama tíma 1983. Upplýsingar frá at- vinnumáladeild benda til að þrjú til fjögur þúsund manns verði at- vinnulausir á þessum tíma. • — Þetta ræðst þó fyrst og fremst af því, hvenær veiðar hefj- ast, einkum togara, svo og af gæft- um, en sókn og veðurfar hafa verið með lakara móti frá áramótum. Veðrátta í janúar hefur og dregið úr útivinnu, s.s. í byggingariðnaði. • — Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að setja á fót sérstaka at- vinnumálanefnd, sem gera á til- lögur um aðgerðir í atvinnumál- um, ekki sízt þar sem staðbundnir erfiðleikar bera að garði vegna áfalla í sjávarútvegi. Áherzla verði lögð á arðsemi slíkra að- gerða og hliðsjón höfð af ályktun- um ASI og BSRS frá 10. maí 1983 og VSÍ frá 20. september 1983. • — Loks sagði forsætisráðherra að ríkisstjórnin muni að sjálf- sögðu standa við þær skuldbind- ingar sem á henni hvíla varðandi atvinnuleysistryggingasjóð. Ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um fjáröflun, utan þeirrar sem í gildi er, „en það mun verða gert ef fjár- magn skortir". Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur loka- orðið, en hann sagði orðrétt í þess- ari umræðu: „Við stöndum frammi fyrir ákveðnum vanda í atvinnumálum, fyrst og fremst vegna breyttra að- stæðna í sjávarútvegi. Það er eðli- legt og sjálfsagt við þessar að- stæður að freista þess að ná sem víðtækastri samstöðu um aðgerð- ir. Við erum sem þjóð í harðri bar- áttu við sjálfa okkur til þess að vinna byg á mestu meinsemd, sem grafið hefur um sig í efnahagslífi okkar, og við höfunr náð veru- legum árangri í þeim efnum. En miklir erfiðleikar eru framundan, ef við ætlum að gera þennan árangur að varanlegum veruleika í efnahagssögu okkar, veltur á miklu að ná um það víðtækri sam- stöðu. Þessvegna hefur verið rætt um það og tekin ákvörðun um það að leita eftir samvinnu við helztu aðila vinnumarkaðarins um tillög- ur í þessum efnum." Slefán Fríðbjarnarson er þing- fréttamaður Morgunblaðsins og skrífar að staðaldri um stjórnmál í blaðið. '“sStSSgi ■MMMMMNMMNMMMMJP Fródleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Læknastofa Höfum opnaö læknastofu í læknamiöstööinni Álf- heipium 74. Tímapantanir frá kl. 9—17 í síma 86311. Þóra F. Fischer: Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæö- ingarhjálp. Hallgrímur Þ. Magnússon: Sérgrein: Svæfingar og deyfingar. /lukinþjónusta íaðalbanka ogíöllumútibúum: Gjaldeyris - J afgieiðsla Við önnumst nú alla algengustu gjaldeyrisþjónustu: Kaup og sölu á ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISAgreiðslukorta. Iðnaöaitankinn Reykjavik: Aðalbanki, Lækjargötu 12 Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18 Laugarnesútibú, Dalbraut 1 Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60 Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3 Garðabær: v/Bæjarbraut Hafnarfjörður: Strandgötu 1 Selfoss: Austurvegi 38 Akureyri: Geislagötu 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.