Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 19 Búnaðarbankaskákmótið: Pia fékk óskabyrjun Skák Margeir Pétursson Búnaðarbankaskákmótið hófst á föstudagskvöldið og urðu flestar skákirnar athyglisverðar og spennandi. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Pia Cramling — Jón L. 1-0 deFirmian — Helgi '/2 - '/2 Shamkovich — Margeir 'A-'A Knezevic — Jón Kristinss. biðsk. Jóhann — Guðmundur biðsk. Sævar — Alburt biðsk. Sú skák, sem mesta athygli vakti, var eina vinningsskákin, á milli þeirra Piu og Jóns L. Jón, sem lauk við miðsvetrarpróf sín á þriðjudaginn, fékk á sig hættulega sókn eftir að hafa valið hæpið byrjanaafbrigði. Honum tókst ekki að finna nægjanlegt mótspil og Pia þekkti stöðuna greinilega mjög vel og vann á mátsókn. Hvítt: Pia Crapling Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. f4 Margir Svíar tefla þetta af- brigði sem gefur hvítum mögu- leika á hættulegri kóngssókn. Ör- uggast þykir að svara þessu með 6. — g6 eða 6. — Dc7, en Jón teflir gömlu leiðina, sem ekki þykir traustvekjandi nú. 6. — e5, 7. Rf3 — Rbd7, 8. a4 — Dc7, 9. Bd3 — g6, 10. 0-0 — Bg7, 11. Del - b6, 12. Dh4 - Bb7,13. Khl — 00, 14. f5 — Hae8, 15. Bg5! Endurbót á skákinni Christi- ansen-Rogoff, Bandaríska meist- aramótinu 1978, en þá fékk svart- ur betra eftir 15. Bh6? — Rh5! 15. — Dc5?! Til greina kom 15. — gxf5 eða 15. — Kh8, því þessi og næsti leik- ur svarts koma engu til leiðar. 16. Rd2 — Db4, 17. Habl — Hc8, 18. Hf3 Sígild kóngssóknaráætlun gegn Sikileyjarvörn. Allir menn hvíts eru tilbúnir í sóknina. 18. — d5, 19. Hbfl! — fxe4, 20. Rcxe4 — Bxe4, 21. Rxe4 — Rxe4, 22. Bxe4 — Rc5. Tapar, en 22. — Rf6, 23. Bxf6 — Bxf6, 24. Dxf6 — Dxe4, 25. fxg6, var einnig vonlaust. 23. fxg6! - h6. 23. - fxg6, 24. Bd5+ og 23. - hxg6, 24. Hh3 stoðaði ekki heldur. 24. gxf7+ — Kh8, 25. Bxh6 Hér var einnig hægt að máta í hagkvæmur auglýsingamiöill! þremur með drottningarfórninni 25. Dxh6+! 25. — Dxe4, 26. Bxg7+ og svartur gafst upp. Eftir drottningarflanið í 15. og 16. leik átti Jón enga möguleika. Helgi tefldi Najdorf-afbrigðið öllu nákvæmar en Jón og skák hans við deFirmian lyktaði því fljótlega með jafntefli. „Ég lét Shamkovich loka inni fyrir mér hrók, en fékk mótspil og um síðir leysti hugprúður riddari hrókinn úr prísundinni." Jóhann Hjartarson fékk óska- byrjun á mótinu, því hann náði strax yfirburðastöðu gegn Guð- mundi eftir byrjunina. í biðstöð- unni virðist Jóhann eiga auðunnið hróksendatafl. Hann hefur hvítt í þessari stöðu, en Guðmundur lék biðleik. Sævar Bjarnason hafði hvítt gegn Alburt, en lenti samt í nokkrum kröggum. Sævar varðist síðan vel að venju og virðist standa beftur í biðstöðunni sem er þessi: Sævar hefur hvítt og lék biðleik. peðsvinning eftir miklar flækjur. Biðstaðan er þessi. Jón hafði svart og lék biðleik. • b e 4 Knezevic tefldi djarft í byrjuninni gegn Jóni Kristinssyni og uppskar Önnur umferð Búnaðarbanka- mótsins var tefld í gær, en sú þriðja fer fram í dag kl. 14 að Hót- el Hofi. Biðskákir verða síðan tefldar í kvöld. DICfTAi ElNKATðlVA TEKURTILUTTIL SÉRÞARFAHVERSOGEINS Við teljum að það sé liðin tíð að fólk sætti sig við takmarkanir einkatölvu (personal computer), sem hönnuð er til að henta sem flestum, án þess að taka tillit til sér- þarfa hvers og eins. Þess vegna býður DIGITAL 3 tegundir af einkatölvum; Rainbow 100 og Professional 325 og 350. DIGITAL einkatölvur er mjög auðvelt að tengja saman í net eða nota sem útstöðvar við stærri tölv- ur. DIGITAL býður fullkomið kerfi fyrir einkatölvun (personal com- puting), kerfi sem sameinar vélbún- að af hæsta gæðaflokki og hugbún- að af bestu gerð. DIGITAL einka- tölva er afkastameiri, einfaldari í notkun og betur búin að flestu leiti en nokkur önnur einkatölva á markaðnum. DIGITAL einkatölva hefur fengið hin eftirsóttu verðlaun fyrir hönnun, rekstraröryggi og þægi- lega notkun, frá Die Gute Industrie- form í Hannover. Hún er auð- veld í notkun. Lítill skermur ogléttlykla- ..................... borð eru fyrir- ferðalítil á skrifborðinu og kalla hvorki á viðbótarrými, né kaup á aukahlutum sem margar aðrar tölv- ur krefjast. Þú getur fengið 132 stafi í línu í stað 40 eða 80 eins og á öðrum tölvum. Petta gerir þér kleift, t.d. þegar þú notar MULTIPLAN áætl- unarforritið, að sjá allt árið á skerminum. DIGITAL einkatölvan hefur forrit sem kennir þér á nokkrum mínútum, hvernig nota á tölvuna. Þú þarft því ekki lengur að fletta mörg hundruð blaðsíðna bækling- um til þess að læra á tölvu. T - KOS (Tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð h.f.)leggur áherslu á að öll þjónusta við vél-og hugbúnað DIGITAL tölva, uppfylli til fulls þær kröfur sem gerðar eru á íslensk- um tölvumarkaði. H KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRÐ HF Tölvudeild, Hólmaslóð4.101 Reykjavíks 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.