Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 Matthías Á. Mathiesen um gjaldeyris- viðskipti sparisjóða: Fyrsti áfanginn í átt til alhiiða gjaldeyrisþjónustu „MEÐ ÞVÍ AÐ veita sparisjódunum heimild til gjaldeyrisviðskipta er verið að stíga skref í átt til aukins frjálsræðis,“ sagði Matthías Á. Mathiesen viöskipta- og bankamálaráðherra í tilefni af því að sparisjóöir hófu gjaldeyrisviðskipti nú í vikunni. Matthías sagði ennfremur: „Kostirnir eru einkum tveir. í fyrsta lagi stuðlar þetta að auk- inni og bættri bankaþjónustu við almenning í landinu. íbúar ein- stakra staða, til dæmis úti á landsbyggðinni, þurfa þá ekki að Eyrarbakki: Fólk kallað til vinnu Eyrarhakki, 27. janúar. í GÆRMORGUN kallaöi Hrað- frystistöð Eyrarbakka út allt fastráð- ið starfsfólk, en þá hafði það flest verið á atvinnuleysisskrá frá því 15. desember á fyrra ári. Það er góð ufsaveiði í net sem veldur. Á meðan á stöðvuninni hefur staðið hefur tíminn verið notaður til þess að skipta um gólf í vinnslustöðinni. Óskar. sækja þessa þjónustu um langan veg frá sinni heimabyggð. Gera má ráð fyrir að ef þessi þjónusta hefði verið fyrir hendi fyrr, hefði þróunin orðið með öðrum og hag- kvæmari hætti en verið hefur í útibúamálum bankanna. 1 öðru lagi felur þetta í sér aukið jafnræði milli peningastofnana. Það hefur takmarkað starfsemi sparisjóðanna að geta ekki gegnt alhliða hlutverki peningastofnun- ar í sínum byggðarlögum og heim- ild til gjaldeyrisviðskipta mun því efla stöðu sparisjóðanna sem sjálfstæðra þjónustustofnana í höndum heimamanna sjálfra. Þá munu sparisjóðirnir auk þess geta betur staðið að æskilegri sam- keppni á þessu sviði." Matthías Á. Mathiesen banka- málaráðherra sagði að lokum: „Hafa verður hugfast að einungis er um að ræða fyrsta áfangann í átt til alhliða gjaldeyrisþjónustu og verða frekari áfangar ákveðnir og framkvæmdir í samráði við við- skiptaráðuneytið og Seðlabank- Þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslan skoðar á Italíu. Gæslan skoðar ítalska þyrlu TVEIR menn frá Landhelgisgæsl- unni, flugmaður og tæknimaöur, fara á sunnudag til Italíu í boði ít- alskra þyrluframleiðenda að skoða þyrlutegund fyrir Landhelgisgæsl- una. Þyrlan er af tegundinni Agusta Bell. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að eðlilegt væri að sem flestar teg- undir þyrlna væru skoðaðar, áður en tillögur yrðu gerðar um kaup á annarri þyriu fyrir Gæsluna. Um svo dýran hlut væri að ræða að ekki mætti flasa að neinu. Mennirnir eru væntanlegir til landsins aftur nú í vikunni. Sundkappar í Álftamýrarskóla Alftamýrarskóli hefur í vetur leigt bfl til þess að aka nemendum sínum í sundkennslu í Sundhöll Reykjavíkur. Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. nú í vikunni af frískum strákum, sem voru að fara á sundnámskeið. Utanríkisráðuneytið: Strangar reglur um með- ferð trúnaðarskjala „VIÐ höfum ákveðnar reglur um trúnaðarskjöl, sem byggðar eru á reglum Atlantshafsbandalagsins um meðferð á slíkum skjölum," sagði Ingvi Ingvason, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, í sam- tali við Mbl., er hann var spurður um hvernig háttað væri meðferð trúnaðarskjala NATO sem bærust utanríkisráðuneytinu. Ingvi vildi ekki ræða reglur þessar frekar, taldi það ekki heppilegt. Varðandi spurningu um hverjir fengju að sjá trúnað- arskjöl sem þessi, sagði Ingvi, að það væru ráðherra, ráðuneytis- stjóri og skrifstofustjóri. Enn- fremur sæju skjölin þeir sem á móti þeim tækju, en um móttöku skeyta og skjala giltu sérstakar og mjög strangar reglur, og að notkun skjalanna lokinni væri þeim eytt. Um skjöl Atlantshafsbanda- lagsins, sagði Ingvi, að þar giltu sérstakar reglur frá bandalaginu um meðferð þeirra, en aðrar reglur giltu um annars konar skjöl og um meðferð þeirra færi eftir því á hvaða trúnaðarstigi þau væru, en reglurnar væru al- mennt mjög strangar. Heba Geirsdótt- ir er látin LÁTIN er í Reykjavík frú Heba Geirsdóttir, ekkja Alexanders Jó- hannessonar, fyrrum rektors Há- skóla íslands. Heba var fædd hinn 20. aprfl árið 1901, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, Péturssonar há- yfirdómara í Reykjavík og Geirs vígslubiskups Sæmundssonar, pró- fasts í Hraungerði, Jónssonar. Þau Heba og Alexander gengu í hjónaband hinn 22. desember 1934, en Alexander er látinn fyrir allmörgum árum. 0 INNLENT Keflavíkurflugvöllur: Maður tekinn fyrir að stela kjöti og benzíni Kristján Jóhannsson óperusöngvari: Hefur samið við fjórar óperur f Bandaríkjunum — Er þegar farinn að semja um tónleika á árinu 1987 KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari hefur gert samninga við fjórar óperur í Randaríkjunum um söng þar næstu tvö árin. Um er að ræða óperur á Palm Beach og Miami í Florida, Columbus-óperuna í Ohio og Oklahoma-óperuna í Oklahoma. Þá hefur Kristján einnig ráðið sér um- boðsmann í Bandaríkjunum og sungið prufusöng fyrir Carnegie Hall tónlistarhúsið í New York. „Já, það er rétt að ég skrapp til Bandaríkjanna fyrir nokkrum dögum vegna þessa," sagði Kristján, er blaðamaður sló á þráðinn til hans í gær, þar sem hann var á heimili sínu í Verona á Ítalíu. „Ég hef þegar gert samninga við þessar fjórar óper- ur, og mun verða við söng sam- tals í fimm mánuði í Bandaríkj- unum á næstu tveimur árum. í Bandaríkjunum eru enn tiltölu- lega fáar óperur, en þetta er á uppleið vestra og ég vænti mikiis af þessum samningum og af samstarfi við nýráðinn um- boðsmann minn þar. Þá er einn- ig ljóst að ég mun syngja í New York síðar, svo Bandaríkin verða talsvert ofarlega á blaði hjá mér næstu árin, og er ég mjög ánægður með það, bæði út frá listrænu sjónarmiði og fjár- hagslegu." Kristján sagðist vera búinn að gera samninga langt fram í tím- ann, væri hann nær fullbókaður allt fram til 1986 og þegar búinn að gera samninga fyrir hluta ársins 1987. „Nú er ég hér í Ver- ona að byrja að syngja aftur eft- ir það áfall sem ég varð fyrir, en ég feildi niður allan söng í des- ember og janúar. Ég er að byrja að ná mér á strik á ný, og byrja fljótlega í Englandi, þar sem ég verð næstu mánuði." STARFSMAÐUR íslenzkra aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli var handtekinn fyrir skömmu þegar hann var ad koma frá vinnu sinni og hafði hann í fórum sínum poka af matvælum, sem hann haföi tekið ófrjálsri hendi úr matvælageymsl- um. Óeðlileg rýrnun hafði verið á matvælum og hafði maöurinn legið undir grun, en hann starfaði sem næturvörður. Á heimili mannsins í Njarðvík- um fundust um 20 kíló af kjötmeti, sem hann hafði tekið, og 220 lítrar af benzíni auk 20 lítra af white- spirit, sem notað er til þess að ná tjöru af bifreiðum. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa komist yfir lykia að mat- vælageymslum í október síðast- liðnum og tekið kjötmeti ófrjálsri hendi síðan. Þá hefur hann viður- kennt að hafa tappað benzíni af verktakabifreiðum en segir það tekið fyrir tveimur árum. Þegar óeðlileg rýrnun varð á benzíni, voru lásar settir í benzíntanka, og kveðst maðurinn þá hafa hætt þeirri iðju sinni að tappa benzíni af bifreiðum. Manninum hefur verið sagt upp störfum. Grindavík: Minnkandi atvinnuleysi FJÖRUTÍU OG ÞRÍR Grindvíkingar fengu í gær greiddar atvinnuleysisbæt- ur, samkvæmt upplýsingum er blaðamaður Morgunblaðsins fékk hjá for- manni Verkalýðsfélags Grindavíkur í gær, Helgu Jónsdóttur. Helga sagði þetta vera mun næstu viku,“ sagði Helga, „og ég á því von á að fljótlega verði at- vinnuleysið hér úr sögunni." Helga sagði að sem stæði vantaði ekki fólk í frystihúsin, en hinir at- vinnulausu færu þegar til vinnu er hún byðist, en einnig væru nú tvær danskar stúlkur í fiski í Grindavík og einn Færeyingur. færri en voru á skrá í síðustu viku, því þá fengu 72 greiddan atvinnu- leysisstyrk. Ástæðuna fyrir fækk- uninni sagði hún vera þá, að frystihúsin Hraðfrystihús Grindavíkur og Hraðfrystihús Þórkötlustaða hefðu nú farið í gang á ný. „Síðan er von á því að starfsemi hefjist hjá Arnarvík í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.