Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
Sína Á. Arndal
Minningarorð
Þann 27. nóvember sl. lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði Sina Á. Arn-
dal, fædd á Akranesi 30. janúar
1899.
Fullu nafni hét hún Nielsína
Árný, foreldrar hennar voru hjón-
in Sigríður Helgadóttir og Ás-
björn Sigurðsson, var hún elsta
barn og eina dóttir foreldra sinna,
bræðurnir fjórir voru allir látnir á
undan henni.
Foreldrarnir fluttu með barna-
hópinn til Reykjavíkur, þar sem
heimilisfaðirinn stundaði sjó-
mennsku og verkamannavinnu
meðan hans naut við, en hann féll
frá árið 1910.
Sigríður flutti þá upp á Akranes
með börn sín úm tíma. Sína kom
aftur til Reykjavíkur stuttu eftir
fermingu og átti upp frá því heima
hér og í Hafnarfirði, þó hún teldi
sigjafnan Borgfirðing.
Á unglingsárunum vann hún
ýmis störf hér en átján ára gömul
giftist hún Kristínusi Arndal í
Hafnarfirði og tóku ungu hjónin
sér bólfestu i heimabæ hans. Þau
eignuðust þrjár dætur: Elísabetu
f. 1917, Ásu Sigríði f. 1918 — d.
1919 og Katrínu f. 1920.
Sína og Kristínus slitu samvist-
ir árið 1921. Síðar eignaðist hún
son, Helga Angantýsson, mynd-
skera, f. 1926.
Það var heldur fátítt í byrjun
þriðja áratugar þessarar aldar að
íslenskar konur leituðu sér
starfsmenntunar og tækifæri til
slíks voru ekki mörg hérlendis,
það var heldur ekki í lítið ráðist
fyrir ungar stúlkur þeirra tíma að
fara til útlanda til náms.
En sumarið 1922 fór Sína á
námskeið í íþróttaskóla Niels
Buch í Ollerup á Fjóni og stundaði
síðan nám við Statens Gymnastik
Institut í Kaupmannahöfn vetur-
inn 1922—'23 og útskrifaðist það-
an sem fimleikakennari. Mun hún
hafa verið með fyrstu íslensku
konunum sem hlutu réttindi til
slíkrar kennslu.
Eftir heimkomuna hóf hún
kennslu í Hafnarfirði, kenndi þar
við Flensborgarskólann og barna-
skólann. Síðar tók hún við kennslu
í Miðbæjarbarnaskólanum í
Reykjavík, varð þar eftirmaður
Ingibjargar Brands í starfi, en
hún var þekktur kennari á sinni
tíð.
Sína kenndi við Miðbæjarskól-
ann í meira en tvö áratugi svo þeir
eru margir árgangar reykvískra
ungmeyja sem hún kenndi. Árið
1930 sótti hún námskeið í hann-
yrðum í Danmörku og tók síðan að
sér kennslu á námskeiðum eftir
heimkomuna. Handbragð hennar
var óvenju fallegt, vandvirkni
mikil og hafði hún alla tíð unun af
því að fást við handavinnu.
Hún sótti einnig námskeið til að
kynnast nýjungum við fimleika-
kennslu í Bandarikjunum á stríðs-
árunum.
Þegar Sólvangur í Hafnarfirði
tók til starfa árið 1953 gerðist
Sína matráðskona og starfaði þar
í sautján ár eða þar til starfsaldri
lauk. Á meðan hún var þar í starfi
sótti hún námskeið erlendis til að
bæta þekkinguna og fylgjast með
nýjungum.
Sína var ein af stofnendum
Borgfirðingafélagsins í Reykjavík
og var ritari þess í mörg ár. Hún
starfaði með Kvenfélaginu
Hringnum í Hafnarfirði og leikfé-
laginu þar.
Eftir að starfsævi hennar lauk
settist hún að í lítilli íbúð við
Bræðraborgarstíg í Reykjavík, bjó
þar í næsta nágrenni við Elísabetu
dóttur sína og hennar fjölskyldu,
naut þar aðstoðar þeirra og um-
hyggju í hvívetna.
Síðustu æviárin fékkst hún við
hannyrðir, sem hún ýmist vann
fyrir aðra eða gaf félögum og góð-
gerðarstofnunum til fjáröflunar.
Hannyrðir hennar eru því til víðar
en hjá nánustu ættingjum, þær
skreyta heimili vandalausra hér í
borg og víðar.
Sína var óvenjuleg kona þeirrar
kynslóðar sem hún tilheyrði, hún
var á svo mörgum sviðum langt á
undan sinni samtíð.
Hún áleit það skyldu hverrar
konu að vera sjálfstæð, afla sér
menntunar og vera fær um að
standa á eigin fótum.
Sjálf var hún lifandi dæmi um
hvað hægt var að afreka með eigin
dugnaði og viljastyrk þó aðstæður
væru erfiðar, engin fyrirgreiðsla
eins og nú tíðkast og efni lítil.
Sína var óvenjulega vel að sér á
þeirra tima mælikvarða, hún tal-
aði t.d. vel og skrifaði dönsku,
ensku og þýsku og þegar fór að
hægjast um hjá henni kenndi hún
útlendingum íslensku.
Hún var vel látin af nemendum
sínum og samstarfsfólki alla tíð
enda heilsteypt kona, hafin yfir
dægurþras og smámunasemi og
kepptist við að efla þekkingu sína
og auðga andann fram á efri ár.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
sínum nánustu, móður sinni, sem
varð fjörgömul kona, börnum,
tengdaþörnum, barnabörnunum
ellefu og barnabarnabörnum, sem
einnig eru ellefu talsins.
Mæt kona og vönduð er gengin á
vit feðra sinna, kona sem var
óhrædd að feta ókunna stigu, afla
sér menntunar þegar slíkt var allt
annað en leikur og nánast talinn
óþarfi, hún gerði frekar kröfur til
sjálfrar sín en annarra og kaus
heldur að vera gefandi en þiggj-
andi.
Blessuð sé minning Sínu Arn-
dal. Við, sem þekktum hana,
minnumst hennar með virðingu og
þökk.
B.I.
8EST/ v?
HJALPARKOKKUWNN
KENWOOD chef
Er engin venjuleg
hrærivél.
Verö meö þeytara,
hnoöara,
grænmetis- og
ávaxtakvörn,
ásamt plasthlíf
yfir skál:
Kr. 8.430.-
(Gengf 26.1 1.83)
Til í tveimur litum.
■CENWOOD chef
Ennfremur ávallt fyrirliggjandi úrval
aukahluta, svo sem, hakkavél,
graenmetisrifjárn, grænmetis- og
ávaxtapressa, kartöfluafhýöari,
dósahnífur o.fl.
r>
Fimlega fléttað
Leíklist
' Jóhanna Kristjónsdóttir
Stúdentaleikhúsið sýnir í Tjarn-
arbæ:
Jakob og meistarinn
eftir Milan Kundera.
Þýðandi: Friðrik Rafnsson.
Leikmynd og búningar: Guðný B:
Richards.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Leikstjóri: Siguröur Pálsson.
Þetta leikrit sem Stúdentaleik-
húsið hefur nú tekið til sýninga,
Jakob og meistarinn, hefur fengið
óvenjulega mikla umfjöllun í fjöl-
miðlum fyrir frumsýningu. Vænt-
anlega stafar það ekki hvað sízt af
því að staða höfundar er mörgum
kunn: Milan Kundera var einn
þekktasti rithöfundur Tékkóslóv-
aka en hraktist þaðan eftir inn-
rásina 1968 og hefur látið mjög að
sér kveða allar götur síðan.
Jakob og meistarinn er ævin-
týraleg fléttusaga: Kundera leitar
fanga í verki Denis Diderots, Jak-
ob örlagatrúar, en hann lætur svo
sem ekki þar við sitja. Hér eru
þeir komnir einnig Don Kíkóti og
Sansjó og kenna má jafnvel stöku
beckettska drætti í verkinu. En
fyrst og fremst segir hér frá
ævintýrum þeirra Jakobs og
meistara hans, hvernig samskipt-
um þeirra er háttað og þar með
má einnig flétta inn í almennt
viðhorf til mannlegra samskipta,
skyldna við náungann eða svik og
fláræði í ýmsum myndum. í leik-
verkinu verður ádeilan aldrei yfir-
sterkari leikrænni sýn höfundar-
ins, það er mikið jákvætt að mín-
um dómi. Sjálfsagt á leikstjórinn
einnig drjúgan þátt í að verkið
helst á mjög svo snjallan og
hugmyndaríkan hátt innan marka
þess dramatíska. Kannski mætti
orða svo að hér séu hinar ýmsustu
sögur mannsins færðar í búning
gleðileiks.
Það er langt síðan ég hef verið
við frumsýningu þar sem stemmn-
ingin hefur verið jafn full af
hrifningu oé fögnuði og á Jakob og
meistaranum. Um sumt minnti
stemmningin á það sem gerist á
menntaskólasýningum, enda ekki
fráleitt, því að ýmsir leikaranna
hafa áður sézt á menntaskólaleikj-
um og ákveðin persónuleg nánd
leikaranna við lungann úr áhorf-
endum gaf sýningunni örvun og
frísklegan blæ. En hér koma þó
saman ýmsir sem litla eða enga
reynslu hafa, vænti ég, á leiksviði,
og hafa kannski ekki lært neitt til
þeirra fræða, og svo aðrir, sem eru
orðnir býsna sjóaðir á sviðinu.
Leikstjóranum Sigurði Pálssyni
tekst ljómandi vel að virkja þessa
krafta saman og leikstjórnin var
hugmyndarík, fjörleg og þó í góðu
jafnvægi. Óvenjulega vel unnið
verk.
Leikendur og aðstandendur sýn-
ingarinnar eru fjölmargir og allir
hafa án efa lagt sitt til. Ástæða er
til að geta Helga Björnssonar, sem
beinlínis glansaði í hlutverki Jak-
obs. Barnsleg einfeldni, samofin
ákveðnum klækjum, tryggð hans
við húsbóndann og íhuganir hans
þegar svo stóð á, komst til skila
með glæsibrag. Ég minnist þess
ekki að hafa séð Helga Björnsson i
Andardráttur
með tilbrigðum
Alþýðuleikhúsið sýnir í ráðstefnu-
sal Hótels Loftleiða:
Andardrátt — tvö stutt leikrit eftir
David Mamet.
Þýðing: Svanhildur Jóhannesdótt-
ir/Árni Ibsen.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikstjóri: Svanhildur Jóhannes-
dóttir.
Þó svo að skýrt sé frá því
leikskrá að David Mamet sé í
hópi þeirra yngri leikritahöf-
unda sem mestar vonir eru
bundnar við vestanhafs, mun
ekkert verka hans hafa verið
sýnt hér fyrr. Að skaðlausu hefði
mátt gera ögn ítarlegri grein
fyrir höfundinum, svona til fróð-
leiks.
Alþýðuleikhúsið hefur nú flutt
sig um set og sýnir í ráðstefnu-
sal Hótels Loftleiða, ágætis stað-
ur og vonandi eitthvað til fram-
búðar.
Kynórar, hinn fyrri einþátt-
unganna tveggja, fjallar um
náttúruna í manninum og það
rennur að vísu fljótlega upp
fyrir áhorfendum, hafi þeir ekki
vitað það áður. Náttúran og út-
rás hennar í öllum mögulegum
myndum, afstaða til kynlífs,
hvernig konur og karlar tala um
kynlíf — á því er verulegur mun-
ur. Ég gæti ímyndað mér að sú
mynd sem höfundur dregur þar
upp sé hreint ekki fjarri lagi;
karlmenn virðast hafa eðlislæga
eða líffæralega nauðsyn á því að
ræða um kynlíf á annan, drýg-
indalegri og rembingslegri hátt
en konur. Þar með er væntan-
lega ekki þar með sagt að kynlíf
skipti karlmenn minna máli —
það er raunar öldungis öðru nær.
Enda þótt höfundurinn fari vel
og snöfurmannlega með efnið er
þó líka sýnt, að hann hefur ekki
sama skilning á viðbrögðum
kvenna við kynlífi/kynórum. Það
veikir þennan þátt. Sem er þó
býsna haganlega gerður.
Ég minnist þess ekki í fljótu
Verkamannasamband íslands:
Uggandi vegna
atvinnuleysis
EFTIRFARANDI álvktun var samþ. á
fundi framkvæmdastjórnar Verka-
mannasambands íslands sl. miðviku-
dag.
„Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands lýsir
áhyggjum sínum og ugg yfir því
geigvænlega atvinnuleysi, sem nú er
víða um land, og hefur farið mjög
vaxandi t.d. í janúarmánuði. Meiri
hluti þessa fólks, sem atvinnulaust
er, eru félagsmenn Verkamanna-
sambands íslands og hefur haft
vinnu við sjávarútveg og fiskiðnað.
Með þeim aflasamdrætti, sem fyr-
irsjáanlegur er á árinu, eru atvinnu-
horfur kvíðvænlegar fyrir þetta fólk.
Til viðbótar þessu kemur síðan hinn
ört vaxandi útflutningur á ísuðum
fiski með gámum á Evrópumarkað.
Telur framkvæmdastjórnin, að þrátt
fyrir að þessi útflutningur gefi eig-
endum fiskiskipa og útflytjendum
vafalítið auknar tekjur, verði að
sporna við þessu svo sem unnt er,
enda telur stjórnin, að miðað við
ástand og horfur í sjávarútvegi, sé
raunar óviöunandi annað en allur sá
fiskur sem íslensk fiskiskip afla, sé
unninn til sem mestrar fullnustu af
islensku verkafólki í íslenskum
vinnslustöðvum. Skorar stjórnin á
stjórnvöld, viðkomandi verkalýðsfé-
lög og sveitastjórnir að beita sér af
alefli fyrir því að svo geti orðið."