Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.02.1984, Qupperneq 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Umsion Sigurður Þótti Alpha hryllilega léleg plata Þaö fór víst ekki framhjá nein- um, hvorki íslenskum poppunn- endum né öórum, að önnur breiöskífa sveitarinnar Asíu, sem bar nafnið Alpha, þótti skelfilega léleg. Rokkblaöamenn í Los Angeles tóku sig saman nú á nýja árinu og völdu 10 lélegustu rokkskifurnar á síöasta ári. Fæstum kom á óvart, aö Alpha skyldi vera þar á meöal. Aörar, sem komust m.a. á þennan vafasama lista, voru Lov- erboy, Styx, Adam Ant og Moody Blues. Altered Images hættir Skoska hljómsveitin Altered Images hefur hætt störfum eftir fjögurra ára starfsemi, þrjár breiðskífur og nokkrar smáskíf- ur, sem sumar hverjar hafa náð miklum vinsældum. í tilkynningu frá hljómsveitinni segir, aö meölimirnir fari hver í sina áttina og allt sé þetta fram- kvæmt „í góöu". Clare Grogan, söngkona sveitarinnar, hyggst leggja fyrir sig kvikmyndaleik, en þeir Johnny McElhorne og Tony McDaid hyggjast stofna nýja sveit saman. Fjóröi meðlimurinn, Steve Loroni, hefur haldiö suöur til Lundúna og ætlar aö freista gæf- unnar meö nýjum mönnum. Þaö, aö hljómsveitin skuli leggja upp laupana, kemur ekki svo ýkja á óvart. Allt frá þvi önnur breiöskífan leit dagsins Ijós virtist einhver togstreita vera innan flokksins. Þá haföi þaö mikil áhrif á aö- dáendahópinn, aö sveitin skipti sífellt um tónlistarstefnu og á lokatónleikum hennar í desem- ber, sem reyndar voru þeir fyrstu á heimaslóöum í hálft annaö ár, var húsiö hálftómt. Williams viö Sky John Williams, gítarloikari ( hljómsveitinni Sky, hafur sagt skilið við flokkinn. Talið ar næsta vist, að hann muni að nýju snúa sér alfariö að klass- tsfcri tónlist. Sky gaf út fjórar breiðskífur á meöan Williams var innanborös og þrátt fyrir miklar vinsældir sveitarinnar framan af var þaö mál manna, að óhemju þreytu væri tekiö aö gæta á síöustu plöt- unni. Barson hættur í Madness Mika Barson, hljómborðsleik- ari Madness, hefur sagt skilið við flokkinn. Brotthlaup hans er sagt mega rekja til hollenskrar stúlku, sem hann kvssntist fyrir hálfu öðru ári. Frá þeim degi hefur hann haft aðsetur í Amst- erdam og síðan fjarlægst hljómsveitina æ meir eftir því sem tímar hafa liðið. Aö því er best er vitað hyggst Barson draga sig alfariö í hlé frá „brans- anum“. „Lifum þaö af þótt ekki veröi neinn hagnaður“ — spjallaö viö tvo meölimi hljómsveitarinnar Tic Tac frá Akranesi, sem leikur í Safari í kvöld væri svona ofboöslega erfitt aö komast aö til aö halda tónleika. Þaö er nánast ógjörningur aö reyna fyrir sér á nokkrum staö nema Safari. Hótel Borg sagðist ekki treysta sér til þess aö halda tónleika meö okkur af fenginni reynslu meö aörar sveitir, aö- sóknin væri einfaldlega svo lóleg." „Við höfum spilað lítið það sem af er vetri, en mætum nú til leiks með glænýtt efni. Gunnar er líka orðinn fínn í löppinni og okkur er ekkert að vanbúnaöi," sögðu þeir Bjarni Jónsson og Ólafur Friðriksson úr Skaga- hljómsveitinni Tic Tac er Járn- síöan ræddi við þá fyrir skemmstu. Tic Tac leikur í kvöld, sunnu- dag, i Safari og er þetta aöeins í annaö sinn, sem höfuöborgarbú- um gefst kootur á aö heyra í þeim fimmmenningum. Þá er ekki talin meö þátttaka strákanna í Músík- tilraunum SATT 1982. Þar gekk reyndar ekkert allt of vel. Auk þeirra Ólafs, sem leikur á gítar, og Bjarna, sem syngur (iék reyndar lengst af á gítar líka en hefur aö mestu lagt hann í salt) eru þeir Jón Bentsson/bassi, Gunnar Ársælsson/trommur og Friöþjófur Árnason/hljómborð í hljómsveitinni. Hálfs annars árs gömul Aö sögn þeirra Bjarna og Ólafs er Tic Tac búin aö vera saman í þessari mynd í hálft annaö ár, en þá bættist Friöþjófur t hópinn. Hinir fjórir höföu leikiö saman um hríö eftir „flipp“-uppákomu á grunnskólaskemmtun. Umsjónarmaöur Járnsíöunnar innti þá félaga, Ólaf og Bjarna eftir því hvers kyns tónlist Tic Tac léki. „Þaö er nú kannski ekki svo auövelt aö lýsa því," sögöu þeir báöir. „Þetta er kraftmikið rokk og kátt, kannski eitthvaö í ætt viö tónlist Echo And The Bunnymen." Hverjir semja lögin? „Þetta er allt sett saman í anda samvinnuhreyfingarinnar, þ.e. viö berjum altir saman lögin." En textana? „Ég hef nú aöallega séö um þaö," svarar Bjarni. „Upphaflega voru þeir allir á ísiensku, þá var Utangarösmanna-vakningin í al- gleymingi, en síöan hefur þetta þróast yfir í enskuna, sem mér finnst einhverra hluta vegna tam- ari tM textageröar og eiga betur viö þessa tónlist okkar. Textarnir fjalla um ýmis málefni og oft fæ ég hugmynd aö texta eftir aö hafa lesiö bók. T.d. er textinn viö eitt lagiö saminn eftir aö ég las bók- ina „Saga handa börnum" eftir Svövu Jakobsdóttur." Hafiö þiö eithvaö velt fyrir ykk- ur plötuupptöku? „Já, menn hafa sosum látiö sig dreyma um slíkt, en aö svo komnu máli væri allt slíkt hiö mesta óraunsæi. Viö höfum látiö okkur nægja einfaldar upptökur af lögunum okkar og bíðum betri tíma meö frekari pælingar í þeim dúr. Bæöi er aö þaö er dýrt aö fara í hljóðver og svo hitt, aö viö erum varla tilbúnir í slíkt ennþá. Hins vegar veröur því ekki neitaö, aö þaö hlýtur alltaf aö vera löngun t aö gefa út plötu." Án pentnga Þiö sögöust í upphafi ekki hafa spHaö mikiö í vetur. Geriö þiö ykkur vonir um góöar undlrtektir í Safari? „Þaö er erfitt aö segja til um þaö fyrirfram. Viö spiluöum reyndar í Safari í fyrrasumar, en þar mættu fáir og hafa sennilega ekki náö aö átta sig almennilega á okkur. Hvaö tónleikana núna varöar vitum viö fyllilega, aö viö veröum varla ríkari eftir þá, nema þá kannski reynslunni ríkari. Pen- ingar eru nokkuö, sem viö höfum lært aö sætta okkur viö aö vera án í þessum „bransa". Viö höfum meira aö segja önglaö saman í feröasjóö vegna þessara tónleika okkar, þannig aö viö lifum þaö af þótt ekki veröi neinn hagnaöur af uppákomunni." Er það dýrt fyrir sveitir eins og ykkur aö koma í höfuöstaöinn til þess aö halda tónleika? „Já, þaö kostar drjúgan skild- ing þótt ekki séum viö lengra frá Reykjavík en raun ber vitni. Þaö væri þó ekki svo slæmt ef ekki Þaö hefur ekkert komiö til tals hjá ykkur aö smella ykkur á sveitaballavertíöina tH þess aö drýgja tekjurnar? „Nei, viö settum okkur þaö markmiö í öndveröu aö reyna aö komast hjá því ef nokkur kostur væri. Viö höfum einfaldlega ekki áhuga á aö leika þá tónlist, sem þar ræöur ríkjum. Reyndar hafa ýmsar sveitir gefiö út slíkar yfirlýs- ingar og síöan neyöst til þess aö kokgleypa þær, en viö ætlum samt aö þrauka, enda er peninga- öflun ekki meginmarkmiöiö meö spilamennskunni hjá okkur." Járnsíöan birtir hér í lokin einn textanna eftir Bjarna. Lagiö heitir „Kitchen Song": «t»Mi I cohm to you I ooo tho paintingi and tho drowingo on tho floor you con do without your thinking you can do without younoH you go up and down, you wondor roatloaa around taking cara o* thom taking cara of ttw dolla bow your haad, tha Mng'a at tha tabta giva your hoart to hia childran giva tham aomothing to play wlth lot Chriatian oxamina your brain — SSv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.