Morgunblaðið - 14.02.1984, Side 17

Morgunblaðið - 14.02.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 17 Tvö ungmenni í fótaleng- ingu til Sovétríkjanna „Tryggingarráð hefur ákveðið að greiða ferðirnar til Sovétríkj- anna og uppihald mitt í sex mán- uði og gera Heiga þannig kleift að fara í seinni fótaaðgerðina. Erum við feðgar að vonum ánægðir með það,“ sagði Óskar Einarsson, faðir Helga, drengsins sem á liðnu ári kom heim eftir ellefu mánaða fótaaðgerð í Kurgan í Sovétríkjun- um. Eins og fram kom í Mbl. 3. febrúar sl. sótti óskar um greiðslu frá Tryggingarráði fyrir dvalarkostnað, en sam- kvæmt sovéskum reglum fylgir foreldri þeim sjúklingum sem ekki eru fullorðnir og var Óskar hjá syni sínum þann tíma sem aðgerðin tók, alls ellefu mánuði. „Við förum til Sovétríkjanna seinna í þessum mánuði, en dag- urinn er ekki endanlega ákveð- inn,“ sagði óskar. „Með okkur fer 18 ára gömul stúlka, Val- gerður Lindberg, sem er að fara í samskonar aðgerð og Helgi, og Hans Lindberg, faðir hennar." Barðaströnd: Skemmdir á heyjum Baröaströnd, 6. febrúar. FRÁ áramótum hefur verið hér skaplcg vetrartíð, snjór er nokkur en sæmileg færð um vegi. Skelvinnslan í Flóka hófst í miðjum janúar. Geng- ur hún vel. Komið hafa fram skemmdir á heyjum á nokkrum bæjum hér sem rekja má til óþurrkanna síð- astliðið sumar, sem sagt ofhitnað í þeim svo þau brunnu. Heilsufar er gott á mönnum og skepnum en félagslíf í dvala. SJ.Þ. i "SPURNIN61N ER'- HVTO PREKKUR MHPUR MEÐ HRÍ56RJÓNR6RRUT, DflRLlNé'?" 300 kr. verðmimur á saltlestinni FYRIRT/EKIÐ Eimsalt, sem er í eign Eimskipafélagsins, býður nú saltlest- ina á allt að rúmlega 300 krónum lægra verði en önnur saltsölufyrirtæki í landinu. Hjá því kostar saltlestin 1.560 upp úr skipi og 1.820 úr geymslu. Hjá Saltsölunni kostar lestin 1.890 upp úr skipi og 2.090 úr geymslu. Vegna þessa ræddi Morgunblað- ið við Finnboga Kjeld, fram- kvæmdastjóra Saltsölunnar, og Jóhann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Eimsalts. Finnbogi Kjeld hafði eftirfarandi um verð- mismuninn að segja: „Eimskipafé- lagið er kannski að jarða gróðann af frysta fiskinum og stykkjavör- unni með saltflutningunum og saltsölunni. Stykkjavöruflutning- urinn hefur hækkað um 70 til 80% í erlendum gjaldeyri á síðastliðn- um þremur árum og flutningurinn á frysta fiskinum um það bil um 9%. Á sama tíma hefur önnur fragt staðið í stað eða lækkað í erlendri mynt. Þetta er því ein- staklega rausnarlegt af þeim að lækka þá fragt, sem þeir hafa alls ekki verið í og maður á satt að segja erfitt með að trúa því, að þetta sé ákvörðun þeirra ágætu manna, sem i stjórn Eimskips sitja. Við erum ekki í neinu „salt- stríði" enda getum við ekki selt okkar salt undir kostnaðarverði, en ég tel mig geta fullyrt það, að verðið hjá Eimsalti stendur engan veginn undir innkaupsverði og flutningskostnaði. Mér skilst að þeir segist vera í saltsölunni til þess að tryggja skipum sínum flutning heim frá Spáni, en það má þá geta þess, að síðasta skip, sem kom til þeirra með salt, var leiguskip." Jóhann Guðmundsson, sagði, að saltsalan hefði hafizt seinni hluta síðasta árs og væri fyrst og fremst til þess að tryggja skipum Eim- skipafélagsins flutning heim frá Spáni og Portúgal, en saltið væri keypt frá Spáni. Skipin flyttu þangað talsvert af fiski, en flutn- ingur frá þessum löndum hingað heim væri lítill sem enginn. Vegna þessarar hagræðingar teldu for- ráðamenn fyrirtækisins það fylli- lega geta staðið við þessa verð- lagningu. Sparið penínga Notiö FILTRE-síur í vökva- kerfið. Viö aðstoöum viö val á síum. Retursía Tank-retursia Lok á tank Bolholt Afram á fullu 20. febrúar ....... Suóurver* Sími 83730 Áfram á fullu 20. febrúar INNRITUN Nýtt námskeið hefst 20. febrúar Líkamsrækt og megr- un fyrir dömur á öll- um aldri. 50. mín. æfingakerfi meö músik. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Tímar tvisvar eöa fjór- um sinnum í viku. Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. Almennir-, framhalds- og lok- aðir flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. Mataræði, vigtun, mæling. 50 útna kerfi JSB með músik HAFIN Veriö brúnar hraustar allt áriö. og Sólbekkirnir eru í Bolholti. Einnig ný Ijós í Suöurveri. Sauna og góð búnings- og baoaðstaða á báöum stööum. Stuttir hádegistímar í Bolholti. 25. mín. æf- ingatími. 15. mín. Ijós. Kennsla fer fram á báðum stöð- um. Kennarar Anna. Bolholti: Bára og Kennarar í Suðurveri: Bára, Sigríður og Margrét. Líkamsrækt JSB Suðurveri, sími 83730 — Bolholti 6, sími 36645. Véltak hefur 10 ára reynslu i uppsetningu, viöhaldi og sölu á vökvabúnaði. Einkaumboð Véltak hf., vélaverslun, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfiröi. fHttgUII' í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI AJARNBRAUTAR- STÖÐINNI OGÁKASTRUP- FLUGVELLI Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.