Morgunblaðið - 14.02.1984, Page 39

Morgunblaðið - 14.02.1984, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 JLjt w' £*» . , ~z~ X. ■* * ' Bræla á loðnumiðunum og flotinn í landvari við Vestmannaeyjar. Ljósmynd Sigurgeir. Loðnuveiðin í gær: 17 skip með 10.820 lestir SLÆMT veður var á loðnumiðunum fyrir Suðuriandi í gær en þá höfðu alls 17 skip tilkynnt loðnunefnd um afla samtals 10.820 lestir og voru þau á leið í land og engin veiði vegna veðursins. Enn er þróarrými af skornum skammti. Saltsfldarsalan til Sovétríkjanna: 180.000 tunnur fyrir 600 milljónir — stærstu samningar um sölu á saltaðri Suðurlandssíld UNDIRRITAÐUR hefur verið í Á föstudag bættist eitt skip við þau, sem áður er getið í blaðinu. Var það Heimaey VE, sem var með 230 lestir. A laugardag til- kynntu eftirtalin skip um afla samtals 3.740 lestir: Skarðsvík SH, 450, Guðmundur Ólafsson ÓF, 250, Erling KE, 300, Rauðsey AK, 500, Örn KE, 500, Helga II RE, 470, Fífill GK, 340, Sæberg SU, 350, Þórður Jónasson EA, 170, Jón Finnsson RE, 130, Dagfari ÞH, 200 og Bergur VE 80 lestir. Á sunnudag tilkynntu eftirtalin 6 skip um afla, samtals 3.390 lest- ir. Jón Kjartansson SU, 800, Jöfur KE, 460, Grindvíkingur GK, 450, Þórshamar GK, 550, Guðrún Þor- kelsdóttir SU, 680 og Svanur RE 650 lestir. Til klukkan 17 í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla: Þórður Jónasson EA, 480, Keflvíkingur KE, 500, Dagfari ÞH, 510, Harpa RE, 580, Jón Finnsson RE, 600, Pétur Jónasson RE, 150, Sæbjörg VE, 580, Súlan EA, 650, Fífill GK, 500, Beitir NK, 1.250, Sjávarborg GK, 720, Hilmir SU, 950, Eldborg HF, 1.100, Bergur VE, 400, Huginn VE, 400, Höfrungur AK, 700 og Bjarni Ólafsson AK 750. Reykjavík viðbótarsamningur um sölu á 20.000 tunnum af saltaðri Suðurlandssfld til Sovétríkjanna, þannig að heildarsalan á saltsfld þangað, framleiddri á nýafstaðinni vertíð, nemur samtals 180.000 tunn- um að verðmæti um 20 milljónir bandaríkjadollara eða um 600 millj- ónir íslenzkra króna. Þetta eru stærstu samningar sem nokkru sinni hafa verið gerðir um sölu á saltaðri Suðurlandssfld. Vegna þessa hafa Morgunblað- inu borizt eftirfarandi upplýs- ingar frá Síldarútvegsnefnd: „Viðræðurnar um viðbótar- magnið hafa staðið yfir alllengi og tókst að lokum samkomulag um óbreytt söluverð á öllum þeim teg- undum, sem tilgreindar eru í samningunum og er söluverðið áfram í bandarískum dollurum. Af hálfu Sovétmanna undirrit- uðu samninginn Boris L. Radivi- lov, viðskiptafulltrúi, og Vladimir P. Andriyashin, fulltrúi V/O Prodintorg á Islandi að viðstödd- um sovézka sendiherranum Mikhail N. Streltsov. Vegna erfiðleika, sem á því urðu hjá síldarflotanum að losna við aflann eftir að saltað hafði verið upp í alla gerða sölusamninga, tóku ýmsir framleiðendur þá áhættu að léttsalta nokkurt magn af smásíld, sem illa gekk að losna við í frystingu sökum sölutregðu. Auk þess voru um 7.000 tunnur saltaðar á síðustu dögum vertíðar- innar eftir að fréttir bárust um að grundvöllur hefði fengizt fyrir viðræðum um viðbótarsölu til Sov- étríkjanna. Með hinum nýja við- bótarsamningi er öll þessi síld nú seld. Eins og áður hefir komið fram í fréttum hafa Sovétmenn síðustu árin sett það sem skilyrði fyrir kaupum, að öll síldin, sem verkuð er fyrir þá, skuli vera mjög létt- söltuð, enda er hún seld í verzlun- um í Sovétríkjunum í því ástandi sem hún kemur upp úr tunnunum en í Sovétríkjunum og víðar er það talinn ókostur að þurfa að útvatna síldina eins og gert er t.d. á Norð- urlöndum. Yfirtaka og lestun á léttverkuðu síldinni fyrir Sovétríkin hófst um miðjan desember eða strax eftir að fyrsta síldin var orðin fullverk- uð og hafa til þessa fimm stórir farmar verið sendir til sovézkra hafna. Auk þess hafa 6 farmar verið sendir til Svíþjóðar, Finn- lands o.fl. landa. Samkvæmt sölusamningum á afgreiðslu á allri síld þeirri, sem söltuð var á vertíðinni, að ljúka í apríl. Mikil vinna hefir verið á söltunarsvæðinu við umhirðu og frágang síldarinnar til útflutnings og þá ekki sízt hjá þeim starfs- mönnum Framleiðslueftirlits sjávarafurða, sem skoða og meta alla síldina áður en hún er send á hina ýmsu markaði." Vigri RE seldi erlendis VIGRI RE seldi afla sinn í Brem- erhaven í gær fyrir tæpar 6 mill- jónir króna. Verð er nú fremur lágt á fiskmörkuðum erlendis vegna aukins framboðs og hás verðs að undanrörnu. Vigri seldi alls 280,8 lestir, mest karfa. Heildarverð var 5.917.900 krónur, meðalverð 21,07. Fyrirhugað er að tvö skip til viðbótar selji afla sinn í Þýzkalandi í þessari viku, Gullver NS í dag, þriðjudag og Ingólfur Arnarson RE á mið- vikudag. Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar FYRSTU loðnunni var landað hér á föstudaginn, er vélskipið Svanur RE kom með fullfermi. Er hann væntan- legur hingað aftur í kvöld með full- fermi. Hins vegar kom Helga RE hingað í gærmorgun, en að sögn forráðamanna Fiskimjölsverk- smiðjunnar, reyndist ekki unnt að landa úr skipinu vegna úrkomu. Má telja nokkuð undarlegt, að skipið skyldi látið sigla hér inn. Skuttogarinn Hoffell kom inn til hafnar um helgina með 120 lestir eftir átta daga veiði og voru um 90 tonn af aflanum þorskur. Annars hefur verið allgóð þorsk- veiði hér út af, en bræla hefur mjög hamlað veiðum. — Albert. Rithöfundasamband íslands um Spegilsmálið: Tryggja verður að rit- frelsi sé f heiðri haft MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá almennum fundi Rithöfundasambands íslands, sem haldinn var þann 9. febrúar sl. „Almennur fundur í Rithöf- undasambandi íslands, haldinn í Norræna húsinu 9. febrúar 1984, lýsir þungum áhyggjum sínum vegna framgöngu saksóknara rík- isins í Spegilsmálinu svonefnda. Einkum þykir fundinum það háskalegt ef lagastoð telst fyrir því að leggja megi hald á prentað mál án þess að leita úrskurðar dómara og án þess að formleg ákæra sé birt fyrr en saksóknara sjálfum þykir henta. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að veita eipstaklingum óeðlilegt svigrúm til geðþóttaákvarðana sem stefnt geta ritfrelsinu í hættu. Prentað mál ætti aldrei að vera unnt að leggja hald á eða gera upptækt nema vel rökstuddar sak- argiftir eða formlegar kærur séu fyrir hendi. Fundurinn skorar á viðeigandi yfirvöld að sjá til þess að löggjöf verði ótvírætt þannig hagað að tryggt sé að ritfrelsi verði ætíð í heiðri haft.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.