Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. elntakiö. Tvíþættur til- gangur fjárlaga Síðustu fjárlög Ragnars Arnalds sem fjármála- ráðherra, fjárlög ársins 1983, stóðu til 34 m.kr. tekjuaf- gangs og 17 m.kr. greiðsluaf- gangs ríkissjóðs. Niðurstaðan varð heldur betur önnur. Greiðsluafgangur skilaði ekki 17 m.kr. hagnaði heldur 747 m.kr. halla. Sagan er þó ekki öll sögð þar með. Þegar nýjar lántökur ríkissjóðs 1983, að frádregnum afborgunum lána, bætast við, sýnir sam- tala rekstrarhalla, lánahreyf- inga utan Seðlabanka og viðskiptareikninga neikvæða greiðsluafkomu ríkissjóðs að fjárhæð 1.260 m.kr. Þetta er niðurstaða skýrslu um ríkis- fjármál 1983, samkvæmt bráðabirgðatölum ríkisbók- halds í árslok 1983, og saman- burði greiðslugrunns. Fjár- þörf ríkissjóðs vegna nei- kvæðrar greiðsluafkomu, 1.260 m.kr., var fjármögnuð innan ársins með yfirdrætti á aðalviðskiptareikningi ríkis- sjóðs í Seðlabanka. Meginástæður þess að ríkisfjármál þróuðust allt annan veg en fjárlög stóðu til 1983 eru tvær. í fyrsta lagi rangar fjárlagaforsendur um þróun verðlags 1982—1983. í annan stað almennur eftir- spurnarsamdráttur í þjóðfé- laginu, en 80% af tekjum rík- issjóðs felast í verðþyngjandi eða óbeinum sköttum. Fjár- málaráðstafanir til verndar lífskjörum, sem ný ríkis- stjórn greip til 1983, sam- hliða efnahagsaðgerðum, hafði einnig aukin útgjöld í för með sér. Hinsvegar fólu þær aðgerðir í sér verulega hjöðnun verðbólgu. Verðbólg- an var um mitt ár 1983 komin yfir 100%, mæld á 12 mánaða tímabili, og stefndi án mótað- gerða hátt upp eftir öðru hundraðinu. Verðbólgan náð- ist hinsvegar niður í 10—20%. Án þess árangurs hefði halli ríkissjóðs orðið miklu meiri. Fjárlagaforsendur 1983 reyndust rangar í þessum at- riðum: • Fjárlög byggðu á 14,5% veginni meðalhækkun launa á árinu 1983. Hún reyndist hinsvegar 32%. • Fjárlög gerðu ráð fyrir 39% hækkun meðalgengis frá 1982 til 1983. Hækkun meðal- gengis reyndist hins vegar 89%. • Meginforsenda fjárlaga 1983 var 42% hækkun verð- lags 1983 frá meðalverðlagi 1982. Hækkun framfærslu- vísitölu reyndist hinsvegar 84% og hækkun byggingar- vísitölu 70%. Lánskjaravísi- tala hækkaði um 79% milli meðalverðlags áranna 1982 og 1983, með tilheyrandi vaxtahækkunum. Efnahags- aðgerðirnar sneru því dæmi snarlega við, bæði verðbólgu- og vaxtaþróun. Gjöld ríkissjóðs hækkuðu um 74% milli áranna 1982 og 1983 en tekjur mun minna, eða um 58%. Á sama tíma og gjöld hækkuðu um 74% hækkuðu innheimtir beinir skattar aðeins um 17,8% frá fjárlagaáætlun. Hér er átt við tolla, vörugjöld, söluskatt, orkujöfnunargjald og hagnað af ÁTVR. Hér kemur til sög- unnar eftirspurnarsamdrátt- ur vegna rýrnandi þjóðar- tekna. Innheimta beinna skatta jókst hinsvegar um 62% milli ára, en tekjubreyt- ing milli áranna 1981—1982, eða á þeim tíma sem skatt- stofninn varð til, var 56%. Útgjöld ríkissjóðs 1983 reyndust tæplega 3.300 millj- ónum króna og rúmlega fjórðungi meiri (25,4%) en fjárlagaheimildir stóðu til. Ástæðurnar eru raktar hér að framan. Enn er þó ótalinn útgjaldaauki vegna ráðstaf- ana til verndar lífskjörum, samhliða efnahagsaðgerðum, sem gripu inn í kjarasamn- inga. Þar er átt við hækkun barnabóta, hækkun tekju- tryggingar og heimilisupp- bótar elli- og örorkulífeyris- þega og auknar greiðslur til jöfnunar á húshitunarkostn- aði. Auk þessara ráðstafana ákvað ríkisstjórnin að lækka tolla á ýmsum nauðsynjavör- um, innflutningsgjald af bif- reiðum og fella niður 10% gjald af ferðagjaldeyri. Fjárlagagerð þjónar mik- ilvægum tilgangi, þar sem rétt er haldið á stjórn ríkis- og þjóðarbúskapar. í fyrsta lagi eiga fjárlög að vera marktækur og heldur rammi utan um ríkissjóðsútgjöld. í annan stað mikilvirkt hag- stjórnartæki í þjóðarbú- skapnum, til að ná fram æskilegum efnahagslegum markmiðum. Fjárlög undan- farinna ára hafa hvorugu þessara meginmarkmiða þjónað, þegar grannt er að gáð. Hvort breyting hefur á orðið verður reynslan að leiða í ljós. Alyktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Um málið heföi átt að fjalla í rfkisstjórn og stjórnarflokkum Pingflokkur Sjálfsta’Aisflokksin.s fjallaði á fundi sínum í gær um samn- ing þann sem Albert (iuðmundsson, fjármálaráðherra, gerði við Dagshrún fyrir nokkru. I'ingflokkurinn sam- þykkti ályktun sem hér fer á eftir. Við myndun ríkisstjórnarinnar var lögð áhersla á að aðeins með víðtækum samstilltum aðgerðum er tækju til allra þátta hagkerfisins væri unnt að vinna bug á þeim þrengingum sem steðjuðu að þjóð- arbúskapnum, sigrast á verðbólg- unni og leggja grundvöll að fram- förum. Ein höfuðforsenda þess árangurs er náðst hefur og eitt af frumskilyrðum þess að þeim árangri verði ekki fórnað er mikil festa og hógværð í kjaraákvörðun- um. Ríkisstjórnin taldi nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins svo og ríkisvaldið og viðsemjendur þess héldu kjarabreytingum innan til- tölulega þröngra marka. f nýgerðum kjarasamningum VSÍ og ASI og rík- isins og BSRB tókst að miklu leyti að ná þessum markmiðum. Með vísan til framangreinds harmar þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins að gerður hefur verið sérkjarasamningur við það verka- lýðsfélag er haft hefur forystu í bráttunni gegn heildarkjarasamn- ingi VSf og ASÍ og vinnur að því að brjóta á bak aftur niðurstöðu þeirra samninga. Við þessar aðstæður má ekki veikja staðfestu ríkisstjórnar- innar. Þingflokkurinn telur að rétt hefði verið að fjalla um þetta mál í ríkisstjórninni og stjórnarflokkun- um. Þingflokkurinn leggur enn fremur áherslu á að dregið verði eins og unnt er úr áhrifum þessa sérsamnings og telur rétt að um framkvæmd hans verði fjallað í rík- isstjórninni. Þorsteinn Pálsson um samþykkt þingflokksins: Málefnalegur ágreiningur en ekki persónulegur Á FUNDl þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í gær var samþykkt ályktun vegna samnings Alberts Guðmunds- sonar, fjármálaráðherra, við Dagsbrún á dögunum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvað djúp- stæðan ágreining milli þingflokks- ins og fjármálaráðherra um þetta mál. Alger samstaða hefði ríkt á fundinum um þá álytkun sem þar var samþykkt. Albert hefði setið hjá við afgreiðslu hennar. Þorsteinn sagði að fundurinn hefði staðið í eina klukkustund og hefðu menn all- flestir stillt máli sínu í hóf og ekki verið stórorðir. Um hugsanlega afsögn Alberts sagði Þorsteinn að málið snerist ekki um það, þetta væri málefna- legur ágreiningur en ekki persónu- legur. Þeirri spurningu hvort samn- ingsgerð Alberts væri mál sem væri geymt en ekki gleymt, svaraði Þorsteinn á þann veg, að menn væru ekki í neinum hefndarhug. Hann taldi að eins og sakir stæðu gæfi staða málsins ekki tilefni til frekari aðgerða. Hvað snerti áhrif þessa samnings í þjóðfélaginu kvaðst Þorsteinn vonast til að þannig yrði á EKKI var haldinn ríkisstjórnar- fundur í gær, eins og forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, hafði boðað fyrr í vikunni að yrði gert. Að sögn blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar, Magnúsar Torfa málinu haldið að ekki kæmi til neinna óheppilegra áhrifa. Hann lagði áherslu á að þó ágreiningur væri um þetta mál milli fjármálaráðherra og þingflokks Sjálfstæðisflokksins væri samstaða um önnur. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í Albert Guðmundsson í gærkvöldi. Ölafssonar, varð ekki af fundinum vegna fjarveru fjögurra ráðherra, sem ekki voru komnir heim í gær. Taldi hann, að ekki yrði af ríkis- stjórnarfundi fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórnin: Ekki varð af fundi í gær Hlíf samþykkti samninginn með 21 atkvæði gegn sex 28 félög hafa staðfest samkomulag ASÍ og VSÍ Samningar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins voru samþykktir á fundi í Verkamannafé- laginu Hlíf í Hafnarfirði með 21 at- kvæði gegn 6. í verkakvennafélaginu Framtíðinni í Hafnarfirði voru sam- ningarnir samþykktir með 122 at- kvæðum gegn átta. Á Akranesi voru samningarnir samþykktir í verkalýðs- félaginu með 106 atkvæðum gegn 47. Nú hafa að minnsta kosti 28 verkalýðsfélög víðsvegar um landið samþykkt heildarkjarasamning ASf og atvinnurekenda. Þrjú félög hafa fellt samningana í atkvæða- NVGERDIR kjarasamningar ASÍ og VSÍ voru samþykktir með yfirgnæf- andi meirihluta í allsherjaratkvæða- greiðslu verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. Kosningin fór fram þriðjudag og miðvikudag. Fylgjandi samningunum voru 712 félagsmenn eða 79,2% þeirra, sem greiddu atkvæði, andvígir voru 174 eða 19,3% og auðir seðlar og greiðslu og fimm hafa frestað af- greiðslu þeirra þar til frekari við- ræður við atvinnurekendur hafa átt sér stað. Félögin, sem felldu samningana, voru Dagsbrún, Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvennafé- lagið Snót í Eyjum. Iðja á Akur- eyri, verslunarmannafélögin í Borgarnesi og á Selfossi, verkalýðs- félag Húsavíkur og Jökull á Horna- firði hafa frestað afgreiðslu samn- inganna. Framhaldsviðræður eru víðast farnar I gang, eins og fram hefur komið í blaðinu. Félögin í ógildir voru 15, eða 1,5%. Á kjör- skrá voru alls 4.081, 901 félagi kaus, sem er 22,8% þátttaka „og getur ekki talist gott en er engu að síður mun betri þátttaka en venju- legast hefur verið þegar samningar hafa verið afgreiddir á félagsfund- um,“ sagði Sævar Frímannsson, varaformaður Einingar, í samtali við Mbl. Eyjum áttu fund með atvinnurek- endum þar í fyrradag og gera sér vonir um að annar fundur verði haldinn um þessa helgi, að sögn Jóns Kjartanssonar, formanns verkalýðsfélagsins. Eftirtalin félög höfðu síðdegis í gær samþykkt samningana, skv. upplýsingum Alþýðusambands ís- lands: Félag starfsfólks í veitingahús- um; Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga, Súðavík; Verkalýðsfé- lag Hólmavíkur; Verkalýðsfélagið Ársæll, Hofsósi; Iðja í Reykjavík; Verslunarmannafélag Reykjavík- ur; Verslunarmannafélag Suður- nesja; Verslunarmannafélag Akra- ness; Verslunarmannafélag Borg- arness; Félag verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri; Verslunar- mannafélag Austurlands; Verka- kvennafélagið Framsókn, Reykja- vík; Framtíðin í Hafnarfirði; Verkamannafélagið Hlíf, Hafnar- firði; Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur; Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur; Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Sandgerði; Verkalýðsfélag Akra- ness; Verkalýðsfélag Borgarness; Jökull, ólafsvík; Stjarnan, Grund- arfirði; Baldur, ísafirði; Fram, Sauðárkróki; Vaka, Siglufirði; Ein- ing, Akureyri; verkalýðsfélagið á Norðfirði; Rangæingur, Hellu; Bár- an, Eyrarbakka; Þór, Selfossi og Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn, Hveragerði. Eyjafjörður: Y firgnæfandi fylgi í Einingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.