Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
Fá leikmenn
þungan dóm?
RANNSÓKNINNI á mútumálinu í
Belgíu er haldið áfram af fullum
krafti. í gær voru nokkrir leik-
menn kallaðir í yfirheyrslur.
Sérstök nefnd hefur verið skip-
uö af belgíska knattspyrnusam-
bandinu til þess aö fjalla um
málið.
Reynt verður aö komast alvg
til botns í máli þessu og komast
að því hvort Gerets, fyrirliöi
Standard, hefur veriö notaöur af
Petit, forseta Standard, og þjálf-
aranum, Goethals. En þaö er
margt sem bendir til þess. Mál
þetta hefur vakið mikla athygli í
knattspyrnuheiminum í Evrópu,
sérstaklega á italíu, þar er mikiö
fjallaö um mútumáliö en Gerets
leikur nú meö AC Miian.
Allir leikmenn Watershcei sem
léku gegn Standard í lok mótsins
1982 hafa viöurkennt að hafa
fengiö peningaupphæö sem nam
30 þúsund frönkum. Þeir geta nú
átt yfir höföi sér dóm og jafnvel
leikbann í einhvern tíma. Yfirleitt
er tekiö mjög strangt á svona
málum þegar þau komast upp.
Lárus Guömundsson er einn
þeirra sem viöurkennt hefur aö
hafa fengiö greiöslu en hann
kveöst ekki hafa gert sér grein
fyrir því hvernig á öllu stóö.
Mönnum er enn i fersku minni
þegar mútumál kom upp á italíu
og varð til þess aö Paolo Rossi
var dæmdur í tveggja ára leik-
bann þrátt fyrir aö hann viöur-
kenndi aldrei sekt sína. Menn
velta því nú fyrir sér hvort leik-
menn Watershcei fái nú langt
leikbann og einhvern dóm.
— ÞR
• Leikmenn Watershcei fagna sigri í bikarkeppninni í Belgíu, það er Lárus Guömundsson sem er meö
bíkarinn. Nú bendir margt til þess að leikmenn liðsins fái þunga dóma.
• Þau mistök uröu við vinnslu
blaðsins í gær að röng mynd
birtist með frétt um lan Ross.
Mynd af John Toshack kom í
staðinn. Viö biðjumst fyrir-
gefningar og hér er myndin af
Ross sem birtast átti í gær.
leikmenn voru viö landsliösæfingar
og er þaö bagalegt. Viö vorum
búnir aö ná góöum takti í leik
okkar og nú er spurning hvort viö
höfum misst hann niöur viö þetta
hlé sem verið hefur. Ég er per-
sónulega nokkuö bjartsýnn á aö
okkur takist vel upp. Alla vega ætt-
um viö aö eiga aö geta náö jafn-
tefli í leiknum og fengiö heimaleik
næst. Ef staöan er jöfn eftir venju-
legan leiktíma veröur framlengt og
veröi þá ennþá jafnt veröur nýr
leikur. Ég vil engu spá um tölur í
leiknum, en bæöi liöin eru sókn-
djörf og hafa skorað mikiö af
mörkum í leikjum sínum á keppn-
istímabilinu og því má búast viö
nokkrum mörkum í leiknum. Bikar-
leikir eru yfirleitt opnari en deildar-
leikir og margt óvænt getur gerst í
þeim, sagöi Ásgeir.
— ÞR.
í dag mætast Stuttgart og
Werder Bremen í átta llða úrslit-
um í vestur-þýsku bikarkeppn-
inni. Leikið veröur á heimavelli
Bremen en þar hefur líðið ekki
tapað leik í rúm tvö ár. Bremen er
álitið vera sterkasta heimaliðið í
1. deildínni og þau eru ekki mörg
liðín sem sækja guil í greipar
þeirra þegar þau koma í heim-
sókn. Við inntum Ásgeir eftir áliti
hans á þessum þýðingamikla leik
og hann sagöi:
— Þetta veröur mjög erfiöur
leikur fyrir okkur. En ég vona aö
okkur takist aö sigra í þessum
mikilvæga leik og komast áfram í
bikarnum. Viö eigum alveg eins aö
geta sigraö Bremen-liöiö á útivelli
eins og liö Hamborgar í tvígang.
Aö vísu hefur Stuttgart liöiö ekki
getaö æft nægilega vel saman aö
undanförnu vegna þess hve margir
Morgunblaöiö/Friöþjófur
• Þórhallur Ingvarsson og Arni Þór Hallgrímsson unnu sigur á Finnum
í æsispennandi leik í tvíliðaleiknum.
Norðurlandamótið í badminton:
fór í prentun var þremur umferð-
um á mótinu lokið — en í gær
fóru aöeins fram landsleikir.
Úrslit í fyrstu umferöinni uröu
þau aö Finnland vann Færeyjar
5:0, Svíþjóö vann Noreg 5:0 og
Danmörk vann ísland 5:0. í 2. um-
ferö sigraöi Svíþjóö svo island 5:0,
Danmörk — sem viröist vera meö
sterkasta liöiö á mótinu — sigraöi
Finnland 5:0 og Noregur vann
Færeyjar 5:0.
Þaö var svo í þriöju umferöinni
sem Finnar og íslendingar léku og
islendingar sigruöu 3:2. Snorri
Ingvarsson lék fyrst í einliöaleik og
tapaöi 7:15, 4:15. Þórdís Edwald
vann síöan andstæöing sinn í ein-
liöaleik 11:1 og 11:4. Síöan kom
æsispennandi viöureign j tvíliða-
leik karla: Þórhallur Ingvarsson og
Árni Þór Hallgrímsson unnu hina
finnsku mótherja sína 15:12, 14:17
og 18:15. Þórdís Edwald og Elísa-
bet Þórðardóttir unnu svo tvíliða-
leik kvenna 15:6, 8:15 og 15:10. Þá
var íslenskur sigur í höfn. Síöustu
viöureigninni tapaöi island: Þór-
hallur og Elísabet töpuöu 5:15 og
10:15 í tvenndarleiknum. Úrslit
hinna leikjanna tveggja í þriöju
umferðinni uröu þessi: Færeyjar-
Svíþjóö 0:5, Danmörk-Noregur
5:0.
---------- — SH.
Körfubolti
TVEIR leikir verða í úrvalsdeild-
inni í körfubolta á morgun: Hauk-
ar og ÍBK leika { Hafnarfirði kl. 14
og Valur og ÍR mætast í íþrótta-
húsi Seljaskóla kl. 20.
ÍSLENDINGAR sigruðu Finna í
landsleik í badminton á Norður-
landamóti unglinga í Laugar-
dalshöll í gær. Er Morgunblaöið
Islendingar unnu Finna 3:2
Stuttgart mætir Bremen í dag í bikarnum:
„Þetta verður erfióur
leikur fyrir okkur“
— segir Ásgeir Sigurvinsson
Upphitun" risanna fyrir
úrslitaleikinn á Wembley
EVERTON hefur ekki tapað í síö-
ustu fimm heimaleikjum og Liv-
erpool ekki tapað í síðustu fimm
útileikjum. Það stefnir því allt í
fjörugan og spennandi leik liö-
anna í dag á Goodison Park, en
leiknum veröur sjónvarpaö beínt
hingað til lands. Útsending frá
Goodison hefst kl. 14.55 — en
enska knattspyrnan hefst í sjón-
varpinu tíu mín. áður — kl. 14.45.
Leikmenn þessara tveggja stór-
liða frá Liverpool þarf vart aö
kynna hér á landi. Leikmenn Liv-
erpool hafa veriö tíöir gestir á skjá
landsmanna í vetur — og þeir sem
fylgjast með gangi mála í ensku
knattspyrnunni þekkja þá eins og
fingurna á sér. Liö Everton hefur
ekki sést eins oft í íslenska sjón-
Júdó
FYRRI hluti íslandsmeistara-
mótsins í júdó fer fram í íþrótta
húsi Kennaraháskólans í dag og
á morgun. Keppnin í dag hefst kl.
15.00.
varpinu í vetur, en undanfariö hafa
leikmenn liösins hrist af sér slenið
svo um munar og leikiö viö hvern
sinn fingur — þeir eru nú komnir í
úrslit mjólkurbikarsins á Wembley
25. þessa mánaöar — mæta þar
Liverpool, þannig aö leikurinn i
dag er „upphitun" stórliöanna fyrir
þann leik. Þá á Everton góöa
möguleika á aö tryggja sér sæti í
úrslitaleik FA-bikarsins.
— SH.
Durban rekinn frá
Sunderland í gær
Fré Bob Hennesty, fréttamanni Morgunblaðsins é Englandi.
SUNDERLAND rak í gær fram-
kvæmdastjóra sinn, Alan Durban.
Liöið hefur ekki unnið leik á
þessu ári. Bryan „Pop“ Robson,
sem var aðstoðarmaður Durban,
hefur tekið viö stjórn liðsins um
stundarsakir — verður a.m.k.
með það í leiknum gegn Arsenal í
dag.
Aston Villa keypti i gær Steve
Foster frá Brighton. Samningur
liöanna um söluna á Foster er met-
inn á 200.000 en bakvörður Villa,
Mark Jones, fór til Brighton sem
hluti kaupverösins.
Sú saga gengur nú fjöllunum
hærra í Glasgow aö Celtic ætli aö
reyna aö fá Charlie Nicholas frá
Arsenal. Lundúnaliðið keypti hann
í haust á 700.000 en Charlie hefur
ekki náö sér á strik. David Hay,
stjóri Celtic, játaöi hvorki né neit-
aöi þessum sögum í gær.