Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Reykjavíkurkynn- ing í Sjallanum Þriðja kynningarkvöldið á landsbyggðinni Reykjavíkurkvöld verður haldið næstkomandi laugardagskvöld í Sjallanum á Akureyri, en þetta er í þriðja skiptið sem kynning af þessu tagi fer fram, en áður hefur Reykjavíkurkynning verið f Hnífsdal, fyrir ísafjörð og ná- grenni, og einnig hefur kynning verið á Egilsstöðum. Á kynningar- kvöldinu á Akureyri verður svipuð dagskrá og verið hefur á hinum stöðunum tveimur, en á kynn- ingarkvöldunum hafa komið fram fulltrúar frá Leikfélagi Reykjavík- ur og íslensku óperunni, en einnig hafa verið tískusýningar og dans- sýningar. Kynnir á Reykjavíkur- kynningunni í Sjallanum verður Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari og útvarpsmaður, en hann verður jafnframt veislustjóri. I*essar upplýsingar fékk Morgun- blaðið hjá þeim Markúsi Erni Ant- onssyni, formanni Samstarfs- nefndar um ferðamál í Reykjavík, og Ómari Einarssyni, fram- kvæmdastjóra nefndarinnar, en hann er jafnframt framkvæmda- stjóri /Eskulýðsráðs Reykjavíkur- borgar. Á Reykjavíkurkynningunni í Sjallanum mun Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur, flytja ávarp, en þeir Markús Örn hafa verið í fyrirsvari fyrir kynning- una. Eins og áður sagði munu leikarar frá Leikfélagi Reykja- víkur skemmta, en þeir munu flytja atriði úr Gísl og einnig þætti úr ýmsum revíum. Þá munu söngvarar frá fslensku óperunni flytja atriði úr óperu sem verið hefur til sýningar þar. „Á kynningunum á Egilsstöð- um og í Hnífsdal var mjög góð aðsókn," sagði Markús Örn. „Dagskráin á Akureyri hefst á laugardagskvöldið klukkan 19.30. Borðhald verður síðan klukkan 20.00 og dagskráin mun standa til klukkan 23.30, en eftir að henni lýkur verður dansleik- ur. Þá verður ferðabingó haldið, en vinningar þar verða utan- landsferð, auk tveggja „helg- arpakka“-ferða til Reykjavíkur." „Reykjavík — góð heim að sækja“ „Þeir Ólafur Jónsson og Skúli J. Björnsson hafa unnið að und- irbúningi þessara kynninga," sagði Ómar Einarsson. „Starfið hefur tekist mjög vel og höfum við átt gott samstarf við Leikfé- lag Reykjavíkur, íslensku óper- una og Flugleiðir. Þá höfum við gefið út sérstaka kynningar- bæklinga í tilefni Reykjavíkur- kynningarinnar, þar sem getið er helstu viðburða á næstunni í menningarlífi og skemmtanalífi í Reykjavík," sagði ómar. „Yfirskrift Reykjavíkurkynn- inganna hefur verið „Reykjavík — góð heim að sækja" og höfum við lagt áherslu á að Reykjavík sé höfuðborg allra landsmanna," sagði Markús Örn. „Þar af leið- andi sé þar ýmislegt að finna sem fólk utan Reykjavíkur ætti að kynna sér eins og kostur er. í Reykjavík er mikil fjölbreytni í lista- og skemmtanalífi og þar er tilvalið að leita sér afþreyingar. Enda getur dvöl í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis," sagði Markús Örn. „Á kynningarkvöldunum hafa Omar Einarsson. 1 Markús Örn Antonsson fulltrúar viðkomandi byggðar- laga flutt nokkur orð og þakkað okkur Reykvíkingunum fyrir komuna og þarna hafa skapast aukin tengsl á milli fulltrúa borgarinnar og viðkomandi svæða. Ennfremur höfum við haft tækifæri til að ræða sam- eiginleg hagsmunamál við sveit- arstjórnarmenn og hafa þær umræður verið gagnlegar," sagði Markús Örn. Hvati fyrir fólk til þess að heimsækja Reykjavfk „Samhliða kynningarkvöldun- um hefur komið í ljós að fólk fær aukinn almennan áhuga á Reykjavík og því sem þar er að gerast, til dæmis hafa nemendur í skólum á landsbyggðinni unnið að verkefnum um Reykjavík eða henni tengdum," sagði Markús Örn. Aðspurður um hvort þessar kynningar muni fljótlega skila árangri í auknum ferðalögum landsbyggðarfólks til borgarinn- ar, sagði Markús Örn: „Eg býst ekki við því að á því fari að bera strax í kjölfar kynninganna eða fyrstu vikurnar á eftir, en þetta er hinsvegar hvati fyrir fólk til að heimsækja Reykjavík. Á kynningarkvöldunum fær fólk ýmsar upplýsingar um borgina, til þess ætlaðar að gera ferðir til Reykjavíkur áhugaverðar. Þá hefur þessi árstími verið einkar vinsæll til þess að ferðast til Reykjavíkur, þrátt fyrir það að veðurfar geti hamlað þar að nokkru leyti,“ sagði Markús Örn. „Það er ekkert ákveðið um áframhald kynninganna," sagði Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur sýna leikatriði á Egilsstöðum. Denia Mazzola Yordy Ramiro Jean-Pierre Jacquillat Kristinn Sigmundsson Lucia di Lammermoor Tónlist Jón Ásgeirsson ítölsk óperugerð á 19. öldinni er að miklu leiti ósnortin af róm- antíkinni og stendur því sér hvað varðar stíl og leikrænt innihald. Þessi sérstaða byggist á því, að óperutónlist eftir Rossini, Doniz- etti og Verdi er eins konar fram- hald klassíska tímabilsins eins og það kom skýrast fram hjá Mozart. Auk þess að láta lönd og leið ýmsar hugmyndir róman- tíska tímabilsins, réði dýrkun ít- ala á söngröddinni miklu um öll stíltök, þar sem túlkunartækið var mannsröddin ein og texti, leikrænn umbúnaður og hljóm- sveitin voru oft í besta falli hjálpartæki söngsnillinga. Fjög- ur mestu óperutónskáld ítala á 19. öldinni, Rossini, Donizetti, Bellini og Verdi, fæðast öll á tuttugu ára tímabili, frá 1792 til 1813, en starfsdagur þeirra sam- anlagður var heil öld, eða sem því næst, til ársins 1901, er Verdi lést. Rossini gaf tóninn og Doniz- etti stældi hann í fyrstu verkum sínum. Með óperunni Anne Bol- eyn nær hann að slíta sig frá meistaranum og í verkum eins og L’elisir d’amore, La Fille du Regiment, Don Pasquale og Lucia di Lammermoor skapar Donizetti eftirminnileg og glæsi- leg söngverk. Lucia di Lamm- ermoor er einkum vinsæl meðal söngvara og á því sviði er óperan stórkostlegt viðfangsefni og hafa söngkonur eins og Patti, Jenny Lind, Sembrich, Melba, Tetraz- ini, Galli-Curci, Lily Pons og Joan Sutherland innsiglað frægð sína með því að flytja þetta glæsilega söngverk. Ung söng- kona, Denia Mazzola, söng tit- ilhlutverkið í konsertuppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Islands sl. fimmtudag og var söngur hennar frábær, einkum í síðasta atriði hennar, í þriðja þætti, þar sem Lucia hefur misst vitið og til- finningar sveiflast milli örvænt- ingar og sælublandinna minn- inga. Það er ekki aðeins að sönghlutverkið sé bæði marg- brotið og erfitt, heldur bregður Donizetti á leik með röddina í samspili við flautuna, sem var aðal sérgrein hans, og þar náði óperan í raun hápunkti sínum, i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.