Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 mer synist Gísli J. Ástþórsson Dagbókarþankar um uppeldisfræðin meðal annars Fyrsti dagur Upp einsog hani og striplaðist útá tröppur og hirti blöðin og graut- aði í þeim yfir kaffinu. Færði konunni þau og item sopa (frábær eigin- maður, ég) og hugsaði með samúð til kunn- ingja míns sem segist aldrei fá að lesa blöðin núorðið á undan kvens- unni sinni jafnvel þó hann verði fyrri til að hremma þau. Hún hótar að opna tafarlaust fyrir Rás 2 ef hann framselji þau ekki. Dreif mig í heim- skautagallann og klaka- barði beygluna og góð- akstraði í bæinn og tókst að basla henni eft- ir þetta venjulega vesen uppá skafl á næsta leiti við svo stóra og glæsi- lega beyglu að skottið mátti heita komið i hvarf þegar ég gekk loksins framá trjónuna. Hef fyrir satt að eig- andinn reki leiktækja- víti með tölvutólum af því tagi sem einhver uppeldisfræðingurinn eða eitthvað þvíumlíkt uppiýsti í viðtali um daginn að gætu verið svo stórkostleg uppeldistæki fyrir ungu kynslóðina. Sé mest eftir því að hafa | ekki verið iðnari við billjardstofurnar þegar ég var sjálfur að alast upp. Hver króna sem maður gat skrapað sam- an fór að vísu í þetta og maður var einsog reyk- kafari sem hefur gleymt reykgrímunni heima þegar maður skjögraði loksins út, en eflaust hefði líf mitt samt orðið annað og betra, það efa ég ekki, ef ég hefði verið harðari við mig. Kafaði í gegnum reykjarkófið sem lagði útum gluggana á einni af þessum uppeldis- stofnunum og arkaði inná Mogga og kom að starfsbróður mínum, sem er með mikið og gáfulegt enni, þarsem hann grúfði sig með áhyggjuhrukkur í sama yfir myndskreytta frétt í DV þarsem sagði frá árekstri á Vesturlands- vegi, „um 105 metra vestur af Gufunesaf- leggjaranum“. Horfðum með skelfingarsvip hvor á annan; ef þetta var ekki nákvæmur frétta- flutningur, þá vissum við ekki hvað nákvæmur fréttaflutningur var. Urðum enda sammála um, þegar við vorum búnir að ræða málið, að ef Moggatetur ætti ekki að steinliggja í fjöl- miðlastríðinu, þá yrði hann að verða sér úti um tommustokk. Og það í snatri. Og hann enga smásmíði. Næsti dagur Upp einsog hani o.s.frv. og góðakstraði o.s.frv. og leitaði þvínæst dauðaleit að bílastæði í svosem fjóra klukku- tíma, þóað sú tímamæl- ing þætti kannski ekki uppá marga fiska á DV-vísu. Lúxusbeyglan horfin en í staðinn komin beygluleg bæjarbeygla og búin að hella útúr sér dobíu af köllum í klof- háum bússum sem voru í óða önn að kraka krapa uppúr niðurföllum. Voru hressir í bragði og aug- Ijóslega með ómengað sálarlíf, einsog þeir hefðu alið allan sinn aldur á billjardstofun- um sem fyrr eru nefndar eða jafnvel í leiktækja- vftum. Búðarstúlka í gulum gúmmístígvélum að spúla gangstéttina fyrir framan hjá sér um 14,43 metra frá bússuköllun- um, enda í bilið þessi venjulegi sex stunda hlákukafli sem veður- guðirnir skammta okkur á milli áhlaupanna. Furðulegt veðurfar og óttalega lýjandi satt best að segja. Það skyldi þó aldrei valda sálar- kreppunni hjá honum Albert okkar, vera eins- konar angi af tunglsýk- inni sem vikið var að á þessum vettvangi fyrir skemmstu? Maður hefur heyrt talað um menn sem eru svona næmir fyrir veð- urbreytingum, og þar gæti þá verið komin skýringin á því hvers- vegna Albert okkar vingsar svona á milli hæða og lægða í launa- málunum til dæmis: harður sem tinna annan daginn og einsog linsoð- ið egg þann næsta. Óttalega lýjandi líka. Maður er eiginlega mest hissa á því að stjórnar- andstaðan skuli bara ekki fyrir löngu farin í frí. Það er feikinóg stórnarandstaða í stjórninni sjálfri. Tiplaði yfir vatns- flauminn sem lagði frá gulbeinu og skondraði rakleitt inná Mogga, og rann upp fyrir mér í lyftunni, þegar ég sá snjáldrin á kollegum mínum, að ég átti ekki að vera á þessum Mogga -heldur á hinum Moggan- um. Blaðið er komið með einskonar útibú útí Tryggvagötu beint á móti fjandmönnum okkar allra á Skattstof- unni og ennfremur (sem er huggun harmi gegn) beint gegnt mósaikdýrð- inni sem hún Gerður Helgadóttir skapaði rétt áðuren hún lagðist banaleguna. Þetta eru afskaplega stílhrein húsakynni, einsog um þessar mund- ir er dyggð dyggðanna í skrifstofubransanum: eins stílhrein og glænýr smjörlíkiskassi. Þeir hjá Sóttvarnahúsinu væru grænir af öfund ef þeir væru við lýði ennþá. Þar að auki er hljómburður- inn svo stórkostlegur að ef fótnett fló stigi niðrá ullarballa í öðrum enda salarins þá héldu menn í hinum endanum að óvenjulega þungstígur fíll hefði verið að ganga í bæinn. Á hinn bóginn virðist hönnuðurinn hafa eins- og sveiflast á milli kúa- bús og gróðrarstöðvar þegar hann var að hanna herlegheitin. All- ir sitja í básum, hvað bendir til hins fyrr- nefnda, en innanum bás- ana er svo fjölskrúðugt jurtaríki að ég er stein- hættur við þennan æskudraum minn um leiðangur upp Ama- sonfljótið. Hvar finn ég Elínu? spyrja aðkomumenn út- úr skógarþykkninu. Ég átti erindi við Elínu. Hefurðu gáð undir magnólíunum? svarar maður hæversklega. Hvar finn ég Svein? spyrja menn undan pálmunum. Sveinn var búinn að stefna mér hingað. Reyndu að greiða í sundur bambusreyrinn þarna, svarar maður hæversklega. Doktor Livingstone ætla ég, segir maður ósjálfrátt þegar maður rekst á einhvern kolleg- ann í einhverju rjóðrinu. Jæja, kannski er ég að ýkja, kannski pínulítið. Auk þess er ég dáltið sár að hafa ekki fengið glerkassa morandi í gullfiskum einsog einn af starfsbræðrum mín- um getur nú státað af á höfuðbólinu. En ég yrði samt ekk- ert undrandi þóað ein- hver birtist einhvern daginn og rétti mér heytuggu eða hreytti uppí mig handfylli af hnetum. Þá kom dagur Tíðindalítill dagur. Kaupið hækkað og lækk- að á víxl frameftir degi einsog gengur og síðan hnakkrifist um það í þinginu það sem eftir var dags hver hefði ver- ið að hækka og lækka hvað. Reyndi að forða mér frá geggjun með því að fínkemba erlendu pressuna, ef þar væri einhverja glóru að finna, en þarna í útlandinu voru þá allir að skjóta alla, sem er fjandanum ekk- ert skárra. Helst mér þætti for- vitnilegt að frétta að þeir hjá hinu sögufræga Christie’s í London höfðu á dögunum verið að bjóða upp tvo vindla- stubba, sem náungi að nafni Michael Pertwee hafði hirt úr öskubakka Churchills gamla í stríð- inu, og að stubbarnir þeirarna höfðu verið slegnir á 120 sterlings- pund eða sem svarar lið- lega fimm þúsund krón- um íslenskum. Öll vit- leysan er semsagt ekki heldur eins í útlandinu. Las líka í erlendu pressunni að David Steel, leiðtogi frjáls- lyndra á Bretlandseyj- um, hafði farið í skrepptúr til Moskvu, en það gera allir stjórn- málaleiðtogar fyrr eða síðar þegar þeim liggur lífið á að sýna að þeir séu það á heimsmæli- kvarða. Rússarnir tóku honum með kostum og kynjum einsog þeirra var von og vísa og tylltu honum meira að segja í sjálfa keisarastúkuna gömlu í leikhúsinu þegar þeir drösluðu honum á ballettsýningu einsog er plagsiður hjá þeim. Hann hefur sjálfsagt fengið Deyjandi svaninn í hausinn eða eitthvað álíka skemmtilegt. Þegar heim kom lagði stjórnmálagarpurinn samt allt kapp á að sanna fyrir löndum sín- um að það þyrfti meira en nokkrar dollur af kavíar og fáeina tvö- falda vodka til þess að gera hann að Rússa- dindli. Breska pressan segir að hann hafi þar einkanlega beitt þeirri aðferð að reyta af sér brandara á kostnað gestgjafa sinna, hvað þætti að vísu á sumum heimilum heldur svona vafasöm kurteisi. Að auki voru brandar- arnir ekki nema svona og svona. Þó var Steel með dáltið lúmska skilgreiningu úr tónlist- arheiminum á rússn- esku tríói. Það er kvartet sem hefur fengið að skreppa í tónlistarferð til út- landa. Og svo uppí beygluna og góðakstrað heim í blessaða ýsuna og bless- aðan raunveruleikann. Theódór Þórðarson og Jenný Lind Egilsdóttir í hlutverkum sínum í Dúfnaveislu Laxness hjá leikdeild Skallagríms í Borgarnesi. Borgarncs: Leikdeildin sýnir Dúfna- veisluna Borgarnesi, 1. mars. LEIKDEILD Umf. Skallagríms í Borgarnesi hefur að undanfornu æft leikritið eða „skemmtunarleikinn", eins og höfundur vill kalla það, Dúfnaveisluna eftir Halldór Kiljan Laxness undir leikstjórn Kára Hall- dórs. Að sögn Theódórs Þórðarson- ar, formanns leikdeildarinnar, er Dúfnaveislan viðamesta verk sem leikdeildin hefur ráðist í til þessa. Alls standa að sýningunni um 40 manns og er það fólk á öllum aldri. Sem dæmi um það nefndi Theódór að yngstu leikararnir væru tvær 11 ára stúlkur en þeir elstu á áttræðisaldri. Elsti leikar- inn, Hermann Búason, sagði Theó- dór að væri 75 ára, en hann hefði síðast leikið með félaginu árið 1946 í Skugga-Sveini, en væri nú mættur aftur til leiks eftir 38 ára leikhlé. Tónlistin í verkinu er sam- in af Hilmari Sverrissyni og sér hann um flutning hennar ásamt hljómsveit leikdeildarinnar. Dúfnaveislan verður frumsýnd í samkomuhúsinu í Borgarnesi næstkomandi laugarag, 3. mars, klukkan 21. — HBj. Reiðhjól í óskilum ÞANN 28. febrúar síðastliðinn hvarf reiðhjól úr hjólageymslu að Fífuseli 41 í Reykjavík. Hjólið er af gerðinni Firebird, svokallað rally-hjól. Það er vínrautt, með gráu sæti og á sætinu er mynd af eldfugli. Keðjukassinn er grár og hjólin tiltölulega breið. Þeir sem upplýsingar geta gefið um hvar hjólið er niðurkomið, hringi vin- samlega í síma 77326. Lyklar tapaðir LYKLAR töpuðust um sl. helgi á svæðinu miðbær-Háaleiti. Lykl- arnir eru fjórir, þrír af venjulegri stærð og einn minni. Eru þeir þræddir upp á breiðan járnhring. Hafi einhver fundið lyklana, er hann vinsamlegast beðinn að skila þeim á símavörslu Morgunblaðs- ins. Opíðídagkl.9-16 HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.