Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
19
Kvennalistinn:
Lýsir áhyggjum sín-
um vegna launamála
Markús aðspurður, „en það hafa
komið fram óskir víða um að þar
verði haldin Reykjavíkurkvöld.
Þessar óskir hafa ekki einskorð-
ast við byggðarlög hér á landi,
það hafa meira að segja komið
fram fyrirspurnir frá hópum Is-
lendinga erlendis. Hins vegar er
hér um tilraun að ræða hjá
okkur — þetta er í fyrsta skipti
sem kynningarstarf af þessu
tagi er unnið og það er vissum
takmörkunum háð að fara með
dagskrána víðar. Ég reikna með
því að þetta verði hins vegar
unnið áfram á lengri tíma.“
Talsverö útgáfustarfsemi
í tengslum við
kynningarnar
Hjá þeim Markúsi Erni og
Ómari fengust ennfremur þær
upplýsingar að talsverð útgáfu-
starfsemi hefur verið í tengslum
við Reykjavíkurkynningarnar.
Gefnir hafa verið út bæklingar,
bæði ætlaðir íslendingum og út-
lendingum og hafa þeir að
geyma almennar og hagnýtar
upplýsingar fyrir ferðamenn.
Verður þeim dreift til þeirra sem
annast þjónustu fyrir ferðamenn
í Reykjavík. Þá er að koma út
bæklingur til dreifingar erlend-
is, en hér er um vandaðan lit-
prentaðan kynningarbækling að
ræða. Loks má þess geta að nú er
unnið að því að útbúa myndbönd
til sýninga erlendis, en þau eru
einkum ætluð til sýningar á
ferðakaupstefnum þar.
Aðspurður um störf ferða-
málanefndarinnar að öðru leyti,
sagði Markús Örn að hún ynni
almennt að upplýsingamálum
hjá Reykjavíkurborg, en mikið
skorti á í undirbyggingu þessara
mála hjá borginni. Á þessu sviði
væri unnið að gerð myndefnis og
prentaðra upplýsinga.
Gerir tillögur til borgar-
ráðs og hagsmunaaðila
Hlutverk nefndarinnar, „Sam-
starfsnefndar um ferðamál í
Reykjavík", er að gera tillögur
til borgarráðs og hagsmunaaðila
í ferðamálastarfsemi um sam-
eiginlegar aðgerðir á sviði ferða-
mála, einkanlega að því er varð-
ar þjónustu og kynningarstörf,
en nefndin var kosin í borgar-
ráði í árslok 1982. I nefndinni
eiga sæti þrír fulltrúar borgar-
ráðs og átta fulltrúar sem til-
nefndir eru af nokkrum samtök-
um og hagsmunaaðilum um
ferðamál. Fulltrúar Reykjavík-
urborgar í nefndinni eru, auk
Markúsar Arnar Antonssonar,
sem er formaður hennar, þeir
Kolbeinn Pálsson og Sigurjón
Pétursson. _ a;
frábærum samleik söngkonunn-
ar og Bernard Wilkinson flautu-
leikara. Edgard var sunginn af
Yordy Ramiro, sem er frábær
söngvari og var söngur hans í
lokaþætti óperunnar stórkostleg-
ur. Kristinn Sigmundsson söng
Henry, bróður Luciu, og fór á
kostum. Sama má segja um aðra
einsöngvara er tóku þátt í þess-
ari uppfærslu. Már Magnússon
„opnar" í tveimur þáttum og í
veislu-senunni söng hann betur
en nokkru sinni áður. í sömu
senu söng Sigurður Björnsson
hlutverk Bucklaw lávarðs með
miklum ágætum og Jón Sigur-
björnsson í hlutverki prestsins,
en hann átti góð sóló í þriðja
þætti með Luciu. Elísabet F. Ei-
ríksdóttir fór vel með hlutverk
Alisu, sem er lítið söngverk en
nokkuð stærra sem leikverk. Al-
isa er lagskona Luciu og huggari
í raunum hennar. Söngsveitin
Fílharmónía söng með en söngur
kórsins var ágætur, einkum í
brúðkaups-senunni, þar sem
Donizetti finnur upp á því
snjallræði að láta kórinn syngja
einraddað og Verdi síðar notaði
með glæsibrag. Æfingastjórn-
endur voru Guðmundur Emils-
son og Carol Lucas er Jean-
Pierre Jacquillat stjórnaði þess-
um glæsilegu tónleikum.
KVENNALISTINN í Reykjavík hef
ur sent frá sér svofellda ályktun um
launamál;
„Á miðöldum þegar konur unnu
við framleiðslu á aðalútflutn-
ingsvöru landsmanna, vaðmálinu,
voru laun þeirra um helmingur af
launum karla. Undir lok 19. aldar
þegar lífið var saltfiskur voru laun
kvenna í fiskvinnu sem öðru helm-
ingi lægri en laun karla. Þegar
niðurstöður Kjararannsókna-
nefndar voru kynntar fyrir
skömmu kom það í ljós sem konur
hafa löngum vitað, að kjör þeirra
eru enn helmingi lakari að meðal-
tali en kjör karla. f þeim niður-
stöðum um láglaunahópa sem nú
liggja fyrir vekur sérstaka athygli
hve mikið misræmi er milli launa
fólks og raunverulegra þarfa.
Samkvæmt útreikningum þarf
vísitölufjölskyldan um 50.000 kr. á
mánuði sér til framfærslu, en
greinilegt er að verulegur hluti
launafólks er langt undir þeim
mörkum. Það virðist vera gengið
út frá því að tvær fyrirvinnur
þurfi til að sjá fjölskyldu far-
borða, meðan staðreyndin er sú að
fjölskyldum fer fjölgandi þar sem
fyrirvinnan er aðeins ein. Jafn-
framt því að þjóðfélagið reiknar
með því að báðir foreldrar vinni
utan heimilis og verði að gera það,
neita stjórnvöld að taka afleiðing-
unum og búa börnum öruggt um-
hverfi með byggingu dagvistar-
stofnana og skóladagheimila.
Kvennalistinn lýsir þungum
áhyggjum sínum vegna þess
ástands sem nú ríkir i launamál-
um. Sérstaklega bendum við á þau
bágu kjör sem einstæðir foreldrar
búa við. Það er nöturlegt til þess
að vita að launa- og stéttamunur
fer vaxandi, að þeim fjölgar sem
þurfa að leita aðstoðar félags-
málastofnana, að kjör aldraðra og
öryrkja eru til skammar, meðan
ísland er í röð þeirra þjóða sem
hafa hvað hæstar meðaltekjur á
'nn í heiminum. Við lýsum
ábyrgð á hendur ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar vegna
þessa ástands. Aðgerðir og
aðgerðarleysi stjórnarinnar, svo
og mat hennar á því til hvers skuli
verja þeim fjármunum sem til eru,
hafa skapað það neyðarástand
sem ríkir á mörgum heimilum.
Við svo búið má ekki standa. Nú
reynir á samstöðu kvenna innan
sem utan stéttafélaga. Konur
verða sjálfar að taka höndum
saman til að leiðrétta kjör sín. Það
verður að breyta því mati sem
liggur til grundvallar þegar laun
kvenna eru ákveðin og í komandi
kjarasamningum verður að leggja
áherslu á að bæta kjör kvenna og
annarra þeirra sem verst eru sett-
ir, þannig að fólk geti lifað af
launum sínum og framfleytt sér
og sínum með sóma.“
o o
Stærsti bókamarkaður
ársins 1984
M
Fjöldi bóka
í síðasta skipti
á hagstæðu
verði
29. febr.—11. marz
MAGN
AFSLÁTTUR
Auka 5%
ef verslað er fyrir
meira en kr. 1.000.—
Auka10%
ef verslað er fyrir
meira en 3.000.—
Nú er hægt að gera góð kaup og finna
marga fáséða bókina á lágu verði!
Öll helstu
bókaforlög
landsins
Bóka_
pakkar
á hagstæðu verði
Notið tækifærið
Opið frá kl. 9—18
VISAogO% ....
EUROCARD 1 kV0ld
Markaðshús Bókhlöðunnar
Laugavegi 39