Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984
25
„í FYRSTA sinn um margra ára
skeið borgar það sig fvrir fólk að
spara, spariféð er farið að bera já-
kvæða vexti,“ sagði Höskuldur
Olafsson, bankastjóri Verslunar-
bankans, m.a. í ræðu, sem hann
flutti á fundi, sem Kaupþing hf.
efndi til á Hótel Loftleiðum í fyrra-
kvöld og hafði að yfirskrift „Hvað
bjóða bankarnir sparifjáreigcnd-
um?“. Aðrir frummælendur á fund-
inum voru þeir Guðmundur Arn-
aldsson, viðskiptafræðingur og fjár-
málastjóri Plastprents hf„ og Ari
Arnalds, verkfræðingur.
1 máli Höskulds Ólafssonar
kom fram, að verðbólgan í land-
inu væri nú líkiega um eða innan
við 10% og þar af leiddi, að vextir
af sparifé væru jákvæðir í fyrsta
sinn í langan tíma. Ávöxtum
sparifjár næmi nú 5—9% eftir því
hvaða sparnaðarform væru valin
Fundur Kaupþings hf. var vel sóttur og greinilega mikill áhugi á umræðuefninu.
hvati þessa fundar, að fá að heyra
hvað bankarnir bjóða sparifjár-
eigendum. Hvers vegna þarf að
spara? spurði Pétur og svaraði sér
sjálfur og sagði, að spariféð yki
öryggi eigandans og sjálfstæði og
hagur þjóðfélagsins væri ótvíræð-
ur. Mikill innlendur sparnaður
gerði erlenda skuldasöfnun
óþarfa og væri óhjákvæmileg for-
senda fyrir heilbrigðu atvinnulífi.
Pétur kvaðst telja það hlutverk
bankanna að safna peningum frá
iitlum sparifjáreigendum og
leggja það í stórframkvæmdir
eins og t.d. orkuver, sem ekki
væru á annrra færi. Þetta hlut-
verk hefði þó aldrei verið mjög
skýrt hér á landi og þess vegna
væru stjórnmálamennirnir alltaf
að stofna sjóði, sem þeir virtust
haida, að væru í sjálfu sér upp-
„Spariféð er farið að bera jákvæða
vexti í kjölfar minnkandi verðbólgu“
Hvað bjóða bankarnir? Eignaupptakan á síðasta áratug og nýjar
sparnaðarleiðir meðal umræðuefna á fræðslufundi Kaupþings hf.
og sagði Höskuldur, að starfs-
menn bankanna væru fólki til
ráðgjafar og bentu því á hagstæð-
ustu ávöxtunina hverju sinni.
Höskuldur sagði einnig frá
þeim sparnaðarformum, sem hans
banki, Verslunarbankinn, býður
upp á og gerði að umtalsefni inn-
lendan peningamarkað, miðstýr-
inguna í peningamálum þar sem
pólitíkusar í gervi skömmtunar-
stjóra réðu fjármagnsstreyminu
en ekki framboð og eftirspurn
eins og vera ætti. Sagði hann, að
bankarnir ættu að hafa fullt frelsi
til að ákveða vexti jafnt á útián-
um sem á innlánum.
Guðmutidur Arnaldsson, við-
skiptafræðingur, sagði miklar
breytingar fyrirsjáanlegar á
bankakerfinu, breytingar, sem
myndu stuðla að bættum hag
sparifjáreigenda og auknu frelsi
bankanna sjálfra, m.a. til að fara
á hausinn ef reksturinn gengi
ekki. Inntakið í máli hans var þó
sú gífurlega eignaupptaka og
rýrnun, sem orðið hefði á spari-
fénu á undanförnum árum. Árið
1971 voru jákvæðir vextir á spari-
fé 4% en þremur árum síðar, á
árinu 1974, var fjórðungur spari-
fjárins gerður upptækur eða 25%
rýrnun. Sagði Guðmundur að á
árunum 1971—80 hefði þessi
eignaupptaka numið 30 milljörð-
um kr. á gengi dagsins í dag. Væri
það andvirði 150 skuttogara af
minni gerð eða tvöföld ársútgjöld
íslenska ríkisins. Sagði hann þessi
ósköp ekki bankastjórunum að
kenna, hér ættu stjórnmálamenn-
irnir óskipta sök.
Ari Arnalds, verkfræðingur,
fjallaði um helstu sparnaðarleiðir
utan bankakerfisins og hvernig
þeim mætti fjölga. í þessum efn-
um hefur helst verið um spari-
skírteini ríkissjóðs að ræða ann-
ars vegar, verðtryggð og gengis-
tryggð, og hins vegar verðtryggð
veðskuldabréf og óverðtryggð.
Þessar ieiðir eru mjög misjafnar
hvað ávöxtun varðar, sumar gefa
af sér neikvæða vexti en aðrar
jafnvel umtalsverða ávöxtun.
Sagði Ari, að spariskírteini ríkis-
sjóðs, sem bundin væru láns-
kjaravísitölu, hefðu á síðustu ár-
um borið hærri vexti en þau, sem
bundin væru byggingarvísitölu,
en með minnkandi verðbólgu
hefði þessi munur minnkað og
kynni hlutfailið að snúast við ef
áfram miðaði í rétta átt.
„Unit trust" heitir breskt
sparnaðarform, sem Ari sagði frá.
Er þar um að ræða nokkurs konar
samiagsform þar sem fólk kaupir
hlutabréf eða einingar (units) og
fær síðan arð af í hlutfalli við ein-
ingafjölda. Sjóðurinn hefur sér-
fræðinga á sínum snærum, sem
fjárfesta og ávaxta féð á sem hag-
kvæmastan hátt og gæta þess
jafnan að dreifa áhættunni sem
mest. Sagði Ari þetta álitlega
sparnaðarleið að því tilskildu, að
endurskoðun hlutafélagslaganna
bæri þann árangur, að hún ýtti
undir eðlilegan hlutabréfamarkað
hér á landi.
Pétur H. Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings hf.,
flutti inngangsorð á fundinum en
þótt hann hafi að því leyti verið
málshefjandi verður orða hans
getið hér að lokum. Pétur ræddi
um þær breytingar, sem orðið
hefðu á ávöxtunarleiðum spari-
fjár í kjölfar minni verðbólgu á
síðasta ári og sagði, að fjöldi
manna hefði haft samband við sig
af þeim sökum og leitað ráða.
Sparifjáreigendur væru vakandi,
vildu vita hvernig hag þeirra væri
best borgið og sá væri einmitt
spretta auðsins. Það væri firra,
það væru litlu sparifjáreigend-
urnir, sem væru undirstaða
sparnaðarins í landinu.
Bankastjórar eru önnum kafnir
menn og oft á tali, sagði Pétur.
Ekki þó við sparifjáreigendur,
heldur eru það skuldararnir, sem
taka upp tímann þeirra. Nú væri
hins vegar kominn tími til að
sinna sparifjáreigendunum betur.
Sagði Pétur stjórnmálamennina
bera meginsök á því hvernig kom-
ið væri í fjármálum þjóðarinnar
en engin ástæða væri þó til að
sýkna bankastjórana með öllu.
Þeir væru menn með fullt mál-
frelsi eins og aðrir og bæri skylda
til að láta í sér heyra þegar við
ætti.
Að erindunum loknum svöruðu
ræðumenn fyrirspurnum frá
fundarmönnum og að því búnu
sleit fundarstjóri, Baldur Guð-
laugsson, þessum sjötta fræðslu-
fundi, sem Kaupþing hf. hefur
efnt til sl. tvö ár.
Góð aflabrögð
hjá Eyjabátum
Vestmannafvjum, 2. marz.
ÁGÆTISAFLABRÖGÐ hafa verið hjá
Miðstjórn ASÍ um
fund Framsóknar:
„Hnökraru
breyta ekki
niðurstöðunum
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands telur ekki að „þeir hnökr-
ar, sem voru á atkvæðagreiðslu og
fundarsköpum" á félagsfundi í
Verkakvennafélaginu Framsókn
25. febrúar sl„ hafi verið þess eðl-
is að þeir geti leitt til ólögmætis
fundarins, eins og það er oröað í
samþykkt miðstjórnarinnar.
Þetta var niðurstaða mið-
stjórnarfundar sl. fimmtudag,
þar sem lagt var fyrir álit Láru
V. Júlíusdóttur, lögfræðings
sambandsins. Miðstjórnin stað-
festi álit Láru og vísaði málinu
frá.
Eins og fram hefur komið í
Mbl. kærði 21 kona í Framsókn
framkvæmd fundarins. Þær
töldu að ef til vill hefðu verið á
fundinum einhverjar konur, sem
ekki hefðu verið fullgildir félag-
ar í Framsókn, og eins töldu þær
að fundarsköp hefðu verið brot-
in þar sem mælendaskrá hefði
verið lokað fyrirvaralaust og
ekki sinnt ítrekuðum tilmælum
fundarmanna um að fá að taka
til máls.
Guðmundur J.
Guðmundsson:
Engar athuga-
semdir við Dags-
brúnarfundinn
„ÞAÐ hafa engar athugasemdir
komið fram um að á Dagsbrúnar-
fundinum um kjarasamningana í
síðustu viku hafi verið fólk, sem
ekki átti að vera þar,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formað-
ur félagsins, er Mbl. ræddi við
hann í framhaldi af kæru, sem
borisfchefur ASÍ vegna félagsfund-
ar verkakvennafélagsins Fram-
sóknar. Frá þeirri kæru greindi í
Mbl. í gær.
„Við erum með tvo fasta dyra-
verði, Dagsbrúnarmenn, sem
hafa gegnt þeim starfa í nokkur
ár, annar í a.m.k. fimm ár. Þeir
kveðja sér menn til aðstoðar ef
þeir telja þörf á því. Ég hef eng-
ar athugasemdir heyrt og engin
klögumál hafa borist vegna
fundarins svo mér sé kunnugt
um það,“ sagði Guðmundur.
„Það var að vísu ekki auglýst, að
menn skyldu sýna félagsskír-
teini við innganginn, enda lögð-
um við mikið upp úr því að
menn kæmu beint úr vinnu. Ég
tel þó víst að ef einhver hefði séð
ástæðu til að gera athugasemd-
ir, þá væru þær þegar komnar
fram.“
Samningamálin:
Fjórar deilur
á borði sátta-
semjara
BLAÐAÚTGEFENDUR vísuðu í
gær kjaradeilu við blaðamenn til
ríkissáttasemjara. Nokkrir fundir
í þeirri deilu hafa verið haldnir í
vetur en ekki gengið saman með
aðilum. Sáttafundur í deilunni
hefur ekki verið boðaður en verð-
ur líklcga í næstu viku.
Þrjú önnur mál eru nú á borði
ríkissáttasemjara. Árangurs-
laus fundur var haldinn í deilu
bókagerðarmanna og prent-
smiðjueigenda. Annar fundur
hefur verið boðaður kl. 10 á mið-
vikudaginn. Þá hefur verið
boðaður sáttafundur í deilu
Reykjavíkurborgar og Starfs-
mannafélags borgarinnar kl. 10
á mánudagsmorgun og loks er
leitað sátta í deilu starfsmanna
Sementsverksmiðju ríkisins við
Vinnumálanefnd ríkisins. Þar er
ekki um eiginlega launadeilu að
ræða, heldur er rætt um breytt-
ar vinnuaðstæður vegna breyt-
inga á rekstri verksmiðjunnar
með því að tekin er upp brennsla
kola í stað olíu. Nokkrir fundir
hafa verið haldnir í þeirri deilu
til þessa. Óákveðið er hvenær
næsti fundur verður, skv. upp-
lýsingum embættis ríkissátta-
semjara.
Kvjaflolanuin siðustu vikurnar og líf-
legur vertíðarbragur hefur færzt yfir
bæinn. Hér hefur verið mikil og góð
atvinna og fjölmargt aðkomufólk kom-
ið til starfa. Mikil eftirspurn hefur ver-
ið eftir vinnu í frystihúsunum og allar
verbúðir fullar af fallegum stúlkum og
myndarlegum strákum. lim helgar er
siðan fjörleg stemmning á skcmmti-
stöðunum.
„Forðum var verandi á vertíð í
Eyjum," segir einhvers staðar í
söngtexta og nú má meö sanni bæta
við, „og víst er svo enn.“
Netabátar hafa aflað vel í febrúar.
15 bátar lönduðu samtals tæplega
3.000 tonnum í 212 löndunum. Hin
þekkta aflakló Sigurjón Óskarsson á
Þórunni Sveinsdóttur VE var þar
drýgstur með 418 tonn í mánuðinum.
Trollbátar hafa tekið gott við-
bragð nú síðustu dagana og dæmi er
um að bátar hafi komið með 20 tonn
af ýsu eftir daginn. Þá hefur verið
bullandi loðnuveiði, hrogn kreist úr
hvað mest má og afgangurinn
bræddur. Um 45 þúsund tonnum af
loðnu hefur verið landað hér á ver-
tíðinni.
í febrúar nam botnfiskaflinn 5.425
tonnum hjá 52 bátum og 5 togurum.
Frá áramótum er aflinn orðinn 7.293
tonn sem er rúmlega 1000 tonnum
betri afli en á sama tíma í fyrra.
Aflahæsti netabáturinn um mánaða-
mótin var Valdimar Sveinsson VE
með 551 tonn. Þórunn SVeinsdóttir
var með 418 tonn, Suðurey VE með
376 tonn og Gandí með 357 tonn.
Framan af vertíð var ufsi uppistað-
an í afla netabáta, en nú er þorskur
að aukast verulega. Aflahæsti troll-
báturinn var Smáey VE með 127
tonn. Sigurfari VE var með 107 tonn.
Skuttogarinn Breki hefur aflað
sérlega vel og í gær kom hann með
metafla að landi, eða 260 tonn af
stórum og fallegum karfa eftir sjö
daga veiðiferð. Breki hefur alls aflað
um 865 tonna frá áramótum og afli
annarra togara var eftirfarandi um
síðustu mánaðamót: Sindri 468 tonn,
Vestmannaey með 428 tonn, Klakkur
með 409 tonn og Bergey 382 tonn.
— hkj.