Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
54. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Læknar staðfesta
Gemayel rauf samkomulagið um brottflutning erlendra herja:
ísraelar eru
æfir af bræði
— útiloka aila frekari samninga við Líbani
Beirút, Tel Aviv, Bern, 5. mars. AP.
ÍSRAELAR eru nú æfir af bræði eftir að ríkisstjórn Amin Gemayel rifti í dag
formlega samkomulaginu um brottflutning erlendra herja frá Líbanon, sem
gert var við þá þann 17. maí í fyrra. Lýstu þeir því yfir í kvöld, að þeir væru
ekki reiðubúnir til þess að ræða nýtt samkomulag við Líbani af einu eða öðru
tagi. I>á tilkynntu Bandaríkjamenn í kvöld, að þeir hörmuðu samningsrofið.
Samningsrofið var tilkynnt í
Beirút um miðjan dag. Skömmu
áður hafði útvarpið í Beirút skýrt
frá því, að Gemayel hefði óskað
eftir því við Shafik Wazzan, for-
sætisráðherra, að hann drægi af-
sögn sína og ríkisstjórnarinnar til
baka. Wazzan varð við beiðni for-
setans. Þessi ákvörðun stjórnar-
innar er sögð hluti samkomulags,
sem Líbanir gerðu við Sýr-
lendinga.
Eins og segir hér að framan ein-
kenndi reiði fyrstu viðbrögð ísra-
elskra ráðamanna eftir tilkynn-
inguna. Sökuðu þeir Sýrlendinga
um að beita ofbeldi til að þvinga
Líbani til undirgefni. í tilkynn-
ingu frá talsmanni Yitzhak Sham-
ir, forsætisráðherra, sagði að ís-
raelar myndu nú grípa til eigin
ráðstafana „til að verja norður-
landamæri sín, þar sem Líbanir
væru ófærir um að framfylgja al-
þjóðasamkomulagi". Þá sagði í til-
kynningunni, að Israelar vonuðust
til þess að Líbönum tækist sem
fyrst að losa sig úr þeim böndum,
sem Sýrlendingar hefðu hneppt þá
Claude Cheysson, utanríkisráð-
herra Frakka, sagði í dag, að eng-
in ástæða væri til að hafa franska
gæsluliðið áfram í Líbanon, þar
sem hinar þrjár aðildarþjóðir al-
þjóðagæsluliðsins hefðu allar ka.ll-
að lið sitt á brott. „Það þarf a.m.k.
tvær þjóðir til þess að mynda al-
þjóðlegt gæslulið," sagði Cheyss-
on.
Vopnahléð, sem samið var um,
hafði ekki verið rofið í kvöld. ísra-
elar gerðu hins vegar í morgun
tvær loftárásir á fjalllendið aust-
ur af Beirút í morgun, þar sem
þeir halda fram að skæruliðar
PLO haldi til.
Hart kemur enn á óvart
Gary Hart, öldungadeildarþingmaður frá Colorado, kom enn á
óvart er hann bar sigurorð af Walter Mondale í forkosningum
demókrata í Maine-ríki um helgina. Er þetta annar sigur Hart á
Mondale í röð í forkosningunum.
Sjá nánar: „Gary Hart bar aftur sigurorð af Mondale“ á bls. 18.
notkun efnavopna
Vinarborg, Nikisíu, Kýpur og Stokkhólmi, 5. mnrs. AP.
AUSTURRÍSKIR læknar hafa stað-
fest, að efnavopn séu orsök tor-
Kafbátaleitin á 25. degi og enginn árangur:
Enn sprengt við
Karlskrona í gær
Stokkhólmi, 5. mars. Frá Olle Kkström, frétUriUra Mbl.
ÞREMUR djúpsprengjum var í
kvöld varpað innan skerjagarðsins
undan Karlskrona eftir að dýptar-
mælar leitarskipa höfðu gellð til
kynna að ókunnur kafbátur kynni
að leynast í sjónum.
Sprengjunum var varpað á svo
til sama stað og sjö djúpsprengj-
Fiskveiðisamkomulag Grænlands ogEBE:
um var varpað aðfaranótt sunnu-
dags. Þetta sama svæði er ekki
langt frá þeim stað, þar sem
sænski herinn varpaði hand-
sprengjum og skaut af vélbyssum
að ókunnum froskkafara i síðustu
viku.
kennilegra sára sem 10 íranskir her-
menn, sem sendir voru til Vínar-
borgar til læknismeðferðar, hlutu er
þeir lentu í návígi við íraska her-
menn.
Þá bárust þær fregnir frá
Stokkhólmi í dag, að einn 5 ír-
anskra hermanna, sem sendur var
þangað til meðferðar vegna svip-
aðra áverka, hefði látist af sárum
sínum. Sænskir læknar hafa hins
vegar ekki viljað staðfesta, að
orsök sáranna sé efnavopn af ein-
hverju tagi.
Fyrr í dag höfðu efnafræðingar
í Vínarborg neitað að staðfesta við
fréttamenn, að orsök sáranna
mætti rekja til efnavopna. íranski
sendiherrann í Austurríki heldur
því aftur á móti fram, að sárin
stafi af eiturgasi, sem írakar hafi
beitt í stríðinu við þjóð sína. „Við
munum leita til Sameinuðu þjóð-
anna vegna þessa máls,“ sagði
sendiherrann við AP-fréttastof-
una. Sagði hann jafnframt, að Ir-
anir myndu beita öllu brögðum til
þess að gera heiminum ljóst hvers
kyns aðferðum frakar beittu.
Bandaríkjamenn tóku undir
ásakanir frana í garð íraka í dag
er þeir gagnrýndu harðlega notk-
un efnavopna í Persaflóastríðinu,
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins, John Hughes, sagði notkun
efnavopna ófyrirgefanlega og
skipti þá engu undir hvaða kring-
umstæðum þeim væri beitt.
Allt hefur verið með kyrrum
kjörum í styrjöld fraka og frana
undanfarna tvo sólarhringa, en
fregnir bárust í kvöld af miklum
liðssafnaði frana. Töldu hernað-
arsérfræðingar þá vera með
4—500.000 manna herlið, sem biði
þess að hefja öfluga sókn.
Allir þingmenn
Siumut sammála
Kaupmannahöfn, 5. mars. Frá Niels Jörgen Bruun, Grienlandsfréttaritara Mbl.
EINING hefur nú náðst innan Siumut-flokksins á Grænlandi með afstöðu til
fiskveiðisamkomulags Grænlendinga og Efnahagsbandalagsins. Siumut-flokkur
inn fer raeð völd á landinu, á alla 5 mennina í landstjórninni.
Flokkurinn efndi til mikilla
fundahalda um helgina og að þeim
loknum lýsti flokksforystan því yfir,
að eining ríkti innan hans um málið.
Áður hafði einn þingmanna Siumut
lýst því yfir, að hann greiddi at-
kvæði gegn fiskveiðisamkomulaginu
þegar það verður borið undir at-
kvæði á landsþinginu innan fárra
daga.
Siumut-flokkurinn hefur 12 sæti á
þingi. Stjórnarandstöðuflokkurinn
Atassut hefur einnig 12 þingmenn,
en afstaða hans liggur ekki endan-
lega fyrir. Þó er talið, að meirihluti
þingmanna flokksins greiði atkvæði
gegn samkomulaginu. Þriðji flokk-
urinn á Grænlandi, Inuit Ataqatigi-
its hefur 2 þingsæti. Báðir þing-
manna flokksins hyggjast greiða at-
kvæði gegn samkomulaginu.
Olof Palme, forsætisráðherra
Svía, sagði í dag, að aðgerðir
sænska hersins nytu fulls stuðn-
ings stjórnvalda. „Það er afar
mikilvægt að herinn fái að ljúka
aðgerðum sínum við Karlskrona
og að hann fái allan þann tíma,
sem hann þarf til þess,“ sagði
Palme.
Yfirlýsing Palme var birt
nokkrum stundum eftir að Ulf
Adelsohn, leiðtogi sænskra hægri-
manna, hafði gagnrýnt forsætis-
ráðherra harkalega fyrir „undar-
lega þögn hans“ nú þegar sænski
herinn gæti þá og þegar átt von á
því að standa andspænis erlendum
hermönnum í fyrsta sinn frá því
1809.
Leitin að ókunna kafbátnum
hefur nú staðið yfir í 25 daga.
Símamynd AP.
Kulltrúar erlendra ríkja fengu í gær að heimsækja íranska hermenn, sem
sagðir eru hafa orðið fyrir árásum, þar sem beitt hefur verið efnavopnum.
Myndin er tekin á sjúkrahúsi í Teheran.