Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 40
EUROCARD
.- - J
SIAÐFEST lÁNSTRAUST
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Sullaveikitilfelli greint í
sjúkrahúsinu á Akureyri
Landlæknir lætur í ljós ótta um fleiri slíkar sýkingar
Sullirnir, sem fjarlægðir voru
úr manninum á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir
um þremur vikum, eru nú
geymdir í formalíni að Keld-
um og þar tók Kristján Ein-
arsson, Ijósmyndari Morgun-
blaðsins, þessa mynd í gær.
Stærð þeirra má ráða af
eldspýtustokknum, sem sett-
ur var á milli formalíns-
krukkanna til samanburðar.
SDLLAVEIKI greindist í fullorönum
manni á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri nýlega. I samtali við Mbl.
sagði maðurinn, sem er 63 ára sjó-
maður, að hann hefði ekki vitað að
hann gengi með sull fyrr en hann
hafi komið á sjúkrahúsið vegna ann-
arrar aðgerðar, sem hann þurfti að
gangast undir. I'egar farið var að
athuga manninn nánar, m.a. með
myndatökum, kom í Ijós að hann
gekk með sull sem síðan var fjar-
lægður með skurðaðgerð fyrir þrem-
ur vikum. Manninum heilsast vel
eftir aðgerðina. Hann kvaðst ekki
hafa kennt sér neins þess meins sem
hægt væri að rekja til sullaveikinnar
nema ef vera skyldi að hann var oft
með verki í bakinu ofantil.
Maðurinn er fæddur og uppalinn
á Snæfellsnesi og hefur verið á sjó
síðan um fermingu. Hann kvaðst
ekki vita hvar hann gæti hafa smit-
ast. Þrifalega hafi verið farið með
hunda, þar sem hann ólst upp, þeir
aldrei hafðir inni í bæ og þaðan af
síður inni í eldhúsi. Eftir fermingu
kvaðst hann hafa haft sáralítið
saman við hunda að sælda. Hundur
hafi ekki verið á heimili hans, né
heldur á þeim bátum sem hann hafi
verið skipverji á. Hann kvaðst hafa
farið fjórum sinnum á fiskibátum
til erlendra hafna og þá staðið við í
rúman sólarhring í hvert skipti og
tæpast komist í land, svo varla væri
hægt að rekja smit til þeirra ferða.
Er Mbl. leitaði álits Ólafs Ólafs-
sonar, landlæknis, vegna sjúkdóms-
greiningarinnar á Akureyri kvaðst
hann ekki vilja fjalla um einstök
sjúkdómstilfelli.
Almennt væri það um sullaveiki
að segja að hægt væri að koma í veg
fyrir hana með hundahreinsun. Nú
væri trúlega af sem áður var þegar
hundahreinsun hafi trúlega verið
framkvæmd í samræmi við gildandi
lög. í því efni væri víða pottur brot-
inn núna. Hann kvað heilbrigðisyf-
irvöld hafa varað við þeim afjeiðing-
um sem það gæti haft í för með sér
og taldi hættu á sýkingum í fram-
tíðinni. Landlæknir kvaðst telja
mjög brýnt að lögum um hundahald
og hundahreinsun yrði breytt á
þann veg að þau sköpuðu sem mest
öryggi fyrir heilbrigði manna ef
ekki væri hægt að framfylgja þeim
eins og þau væru.
Sjá í miðopnu: Síðast dó maður
úr sullaveiki á íslandi 1961.
Skæruverkfall Dagsbrúnar
við Reykjavíkurhöfti í dag
VERKAMENN við Sundahöfn í
Reykjavík munu í dag leggja niður
vinnu til að leggja áherslu á kröfur
verkamannafélagsins Dagsbrúnar
um viðræður við Vinnuveitendasam-
bandið um nýjan kjarasamning, skv.
upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað
sér.
Munu aðgerðirnar, sem eiga að
hefjast um eða eftir hádegið, vera
hugsaðar sem svar við „varnarað-
gerðum", er vinnuveitendur ræða
nú í sínum hópi; þ.e. afstöðu VSÍ
til þeirra félaga, sem hafa fellt
nýgerðan heildarkjarasamning
VSÍ og Alþýðusambands fslands.
Það mál verður m.a. rætt á sam-
bandsstjórnarfundi VSf, sem
hefst kl. 14 í dag.
Af hálfu VSI mun ekki verða
leitað eftir öðrum viðræðufundi
við stjórn og samninganefnd
Dagsbrúnar, skv. upplýsingum
Mbl. Fundur aðila í síðustu viku
var haldinn að beiðni Dagsbrúnar.
Þar lagði félagið fram nýjar kröf-
ur sínar, sem var hafnað af hálfu
Stefnir í 1.845 millj. kr. rekstrarhalla fjárlaga 1984:
Þar af skrifast 650 milij. kr. á
heilbrigðis- og tryggingamál
A AUKAFUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, þingflokksfundum stjórn-
arliða síðdegis og fundi fjármálaráðherra með fulltrúum stjórnarandstöðu-
flokkanna í gær var kynnt nýútreiknuð staða fjárlaga ársins 1984. Fjárlögin
stefna að óbreyttu í 1.845 milljón króna greiðsluhalla samkvæmt heimildum
Mbl., auk þess sem færa þarf til 325 millj. kr. innan fjárlagarammans vegna
loforða ríkisstjórnarinnar um bætur til hinna verst settu í tengslum við
nýgerða kjarasamninga.
Samkvæmt heimildum Mbl. eru
stærstu liðirnir í þeim umfram-
greiðsluhalla sem nú stefnir í 650
milljónir króna til heilbrigðis- og
tryggingamála. Vanáætlaðar
sjúkratryggingar samkvæmt nýj-
um útreikningum Tryggingastofn-
unar ríkisins nema 350 millj. kr.,
þar af vantar á annað hundrað
millj. kr. til greiðslu lyfja, þrátt
fyrir að upphæðin hafi verið tvö-
földuð á fjárlögunum frá fyrra ári.
300 millj. kr. liggja aftur á móti í
þvi, að ekki hafa komið fram nein-
ar hugmyndir um sparnað í heil-
brigðis- og tryggingakerfinu sem
reiknað var með að þeirri upphæð
við frágang fjárlaga.
Þá kom mönnum á óvart sam-
kvæmt heimildum Mbl., að 150
millj. kr. vantar upp á frá fjár-
lagaafgreiðslunni til að mæta
kostnaði við rekstur embætta
sýslumanna og bæjarfógeta. Af
öðrum liðum má nefna að 200
millj. kr. eru taldar vanáætlaðar
til ýmissra útgjaldaliða. Útflutn-
ingsbætur eru taldar 120 millj. kr.
of lágar á fjárlögunum, 80 millj.
kr. þarf aukalega til niðurgreiðslu
rafhitunarkostnaðar, en heimild
er fyrir þeirri upphæð frá fyrra
ári. Sú upphæð var þá notuð til
jöfnunar hallarekstri og kemur
hún því til viðbótar þeim greiðslu-
halla sem í stefnir.
Þá hafa til viðbótar komið á
daginn gamlar skuldir ríkissjóðs,
sem ekki lágu fyrir við afgreiðslu
fjárlaganna. Til að mynda fellur í
gjalddaga 130 millj. kr. lán í ár,
sem ríkisábyrgð var fyrir vegna
loðnudeildar verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins, og ríkissjóður
verður að greiða. Af öðrum slíkum
lánum má nefna að Slippstöðin á
Akureyri var látin taka lán til
smíði skips fyrir Grænhöfðaeyja,
sem ríkissjóður þarf nú einnig að
borga.
VSÍ, enda mun vera fullur ásetn-
ingur framkvæmda- og sambands-
stjórna Vinnuveitendasambands-
ins, að fara ekki út fyrir samning-
inn, sem gerður var við ASÍ 21.
febrúar sl.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var vinnustöðvun
Dagsbrúnarmanna hjá Mjólkur-
samsölunni i Reykjavík aðeins
fyrsta „skæruverkfallið", sem
Dagsbrún hyggst beita til að
knýja á um samninga. Vinnu-
stöðvunin í Sundahöfn í dag er
hugsuð sem samskonar þrýstiað-
gerð.
Fjórða stéttarfélagið hefur nú
fellt samningana. Það var verka-
lýðsfélagið Brynja á Þingeyri, sem
felldi samninginn á fundi sínum á
sunnudag með 9 atkvæðum gegn 8.
Þrír sátu hjá.
Þrjú önnur félög samþykktu
samningana um helgina, Verslun-
armannafélag Hafnarfjarðar,
Landssamband vörubifreiðar-
stjóra og Árvakur á Eskifirði —
en samþykkt Árvakurs fylgdi
munnleg viðbót þess efnis, að fé-
lagið viðurkenndi ekki að nokkur
félagsmaður skyldi hafa lægri
laun en 12.660 krónur.
Ekki hefur verið boðað til nýs
fundar með verkalýðsfélögunum í
Vestmannaeyjum, sem felldu
samninginn einnig.