Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
fólk í
fréttum
+ Margaret Trudeau var í eina
tíð gift Pierre Trudeau, foreaet-
isráðherra Kanada, en formleg-
heitin, sem stööunni fylgdu, áttu
ekki við hana. Margaret var líka
óþreytandi í alls kyns uppátœkj-
um og vakti oft mikla hneykslun
með framkomu sinni. Þrátt fyrir
það voru þau Pierre gift í sex ár
og eiga þrjá syni saman.
Eftir aö þau hjónin skildu kast-
aöi Margaret sér út í skemmt-
analífiö af fullum krafti og ýmist
voru þaö poþpstjörnur, frægir
íþróttamenn eöa kunnir stjórn-
málamenn, sem hún var í slag-
togi meö. Hún virtist líka hafa dá-
lítiö horn í síöu mannsins síns
fyrrverandi því að þegar hann
átti i einhverjum erfiöleikum i
pólitíkinni var hún ekkert aö fara
í felur með ánægju sína meö
þaö. „Þetta var ágætt á hann,“
var viðkvæöiö hjá henni þegar
þannig stóð á.
Síöustu fróttir af Margaret
herma, aö hún sé orðin þreytt á
Margaret Trudeau lifði lífinu
hátt eftir skilnaöinn en segist
nú vera orðin þreytt á skemmt-
analífinu.
Ijúfa lífinu og öllu, sem því fylgir.
Hún býr nú í Ottawa skammt frá
Pierre og þótt þau ætli ekki aö
taka saman aftur geta þau nú
talast viö eins og góöir vinir.
Margaret vinnur nú fyrir sér
sem Ijósmyndari.
„Ég á mér vin en viö erum ekk-
ert aö hugsa um hjónaband. Ég
er ekki tilbúin til þess en ég hef
þroskast og þaö líkar mór vel,“
segir Margaret Trudeau.
Joan Collins
óttast AIDS
meira en
allt annað
+ Leikkonan Joan Collins sagði
nú nýlega frá því í viðtali við tíma-
ritið Playboy, að hún tæki aldrei
viö sígarettu, sem önnur mann-
eskja hefði borið aö vörum sér og
aidrei við giasi, sem annar hefði
drukkið af.
Ástæöan er sú, aö Joan óttast
sjúkdóminn AIDS meira en allt ann-
aö. „Frjálst kynlíf er ágætt út af
fyrir sig en það hefur bara gengið
of langt,“ segir Joan. „Það er
óhugnanlegt aö vita til þess, aö 600
manneskjur muni smitast á þessu
ári og þess vegna er best aö láta
kynlífið eiga sig.“
í viötalinu viö Playboy var komiö
víöa viö og hún m.a. spurö um fyrr-
um landa sína, Breta, en Joan er
fædd í London. Joan var ekkert aö
vanda þeim kveðjurnar, sagði þá
bara letingja, sem ekki nenntu ööru
en aö flatmaga og horfa á sjón-
varp. „Þeir nenna ekki aö vinna en
ætlast til aö ríkiö sjái fyrir öllum
þeirra þörfum. Þaö þarf aö koma á
herskyldu í tvö ár fyrir alla unga
menn til aö koma einhverri skikkan
á þá,“ sagöi Joan.
Ýmsir breskir þingmenn hafa
oröiö til aö svara þessum ummæl-
um Joan Collins og biöja hans aldr-
ei þrífast. Segja þeir hana dáölausa
drós, sem athugi þaö ekki, aö ef
ekki væri fyrir þetta sama fólk,
áhugasama áhorfendur aö mynd-
um hennar, t.d. „Dynasty”, væri
hún bæöi núll og nix.
+ Við höfum áöur sagt frá brasil-
ísku stúlkunni Sylviu Martins,
sem ásetti sér aö ná í leikarann
Richard Gere og linnti ekki látun-
um fyrr en henni haföi tekist það.
Þá var hún búin aö hringja í hann
án mikils árangurs og sitja um
hann dögum saman en þegar
þau loksins hittust var björninn
líka unninn. Richard féll fyrir
henni og síöan hafa þau búiö
saman. Hér er mynd af þeim
saman og eins og sjá má er
Sylvia hin álitlegasta ásýndum.
COSPER
— Þegiðu, annars færðu ekki að koma oftar með á
skak.
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS
Pósthólf 681
121 Reykjavík
Aðalfundur 1984
Aðalfundur Skýrslutæknifélags íslands verður
haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 22. mars
1984, kl. 14.30. Fundarstjóri verður Klemens
Tryggvason, hagstofustjóri.
Dagskrá:
1. Skýrsla félagsstjórnar.
2. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga.
3. Stjórnarkjör. Úr stjórn gagna varaformaður, fé-
hiröir og skjalavöröur, ásamt varamönnum.
4. Kjör tveggja endurskoðenda.
5. Ákveðin félagsgjöld fyrir yfirstandandi ár.
6. Tillaga um breytingu á félagssamþykkt.
7. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin.
Tillögur um stjórnarkjör þurfa að berast stjórn
félagsins eigi síðar en þremur virkum dögum fyrir
aðatfund. Stjórnin.
býður upp á alla almenna snyrtingu s.s. hand-
snyrtingu, fótsnyrtingu, andlitsböð, andlitsnudd-
kúra, húðhreinsun, bakhreinsun, litun, plokkun,
vaxmeöferö á andliti og fótum, andlitsförðun
(makeup). Ennfremur sérstaka meðferð í hár-
eyðingu á andliti meö depilatron tíönitækni. Einnig
erum við meö fótaaðgerðir, fjarlægjum líkþorn,
þynnum neglur og lögum niðurgrónar neglur.
Ath.: 67 ára og eldri fá 10% afslátt af fótaaögerðum.
aðgerðum.
Seljum úrval snyrtivara.
Snyrtistofan Fegrun, sími 33205
Rósa Þorvaldsdóttir snyrtisérfræðingur.
SIEMENS
Vestur-þýzk í húð og hár!
Nýja
S/WAMAT
SIWAMAT640
SIEMENS
þvottavélin
fyrirferðarlítil en fullkomin
og tekur 4,5 kg.
Aöeins 67 cm á hæð.
45 cm á breidd.
Sparnaðarkerfi.
Frjálst hitastigsval.
Vinduhraðar:
350/700/850 sn./mín.
SIEMENS EINKAUMBOÐ
SMITH & N0RLAND H/F.,
Nóatúni 4,105 Reykjavík.
Sími 28300.