Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIð’ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 Jafntefli Mersey-liðanna en United lék sér að Aston Villa Morgunblaöiö/Símamynd AP • Peter Fox, markvörður Stoke, kastar sér á knöttinn áöur en Mark Falco nær til hans í leiknum á laugardag. Fox varö aö hiröa knöttinn einu sinni úr netinu hjá sér — eftir aö Falco haföi skoraö úr vítaspyrnu. Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins é Englandi, og AP. LIVERPOOL hefur nú aðeins tveggja stiga forskot á Manchest- er United eftir leiki helgarinnar í 1. deildinni ensku. Liverpool geröi jafntefli, 1:1, í Merseyside „derby“-leiknum viö Everton á Goodison Park en Manchester- liöiö sigraði Aston Villa örugg- lega 3:0 á útivelli. Nottingham Forest er enn í þriöja sæti þrátt fyrir tap fyri Wolves — neðsta lið- inu. Áhorfendur á Goodison Park voru rúmlega 51.000 og uröu þeir vitni að einum besta innbyröis- leik Liverpool-liðanna i mörg ár. Liverpool haföi tögl og hagldir í fyrri hálfleiknum og náöi forystunni sanngjarnt á 19. mín. Craig John- ston, sem átti frábæran leik á laugardag, lék á tvo varnarmenn Everton úti viö hliöarlínu vinstra megin — gaf síöan glæsilega fyrir markiö þar sem lan Rush stökk hærra en bakvörðurinn John Bai- ley og skallaöi örugglega í horn marksins. 33. mark Rush í vetur. Sammy Lee varö fyrir meiöslum í fyrri hálfleiknum — brákaöi rif, og kom Steve Nicol inn á i hans staö. Ekki var mikiö um marktækifæri í fyrri hálfleiknum — Steve Nicol átti gott skot sem Southall varöi mjög vel og Adrian Heath skallaöi yfir Liverpool-markiö eftir hornspyrnu. Til seinni hálfleiks komu leik- menn Everton mun ákveðnari en þess fyrri. Liverpool bakkaöi tals- vert — reyndi aö halda fengnum hlut en þaö tókst ekki. Everton fékk víti á 77. mín. Vafasamur dómur; dómarinn taldi Alan Kennedy hafa ýtt Andy Gray er fyrirgjöf kom inn í teig. Hvaö um þaö: Bruce Grobbelaar, sem lék mjög vel, geröi sér lítið fyrir og varöi spyrnu Graeme Sharp. Bruce sveif eins og köttur niður í horniö og hélt knettinum örugglega. Stuttu síðar var Graeme Souness, fyrirliöi Liverpool, kominn einn inn fyrir vörn Everton, en John Bailey greip í hann og fékk Liverpool aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Ekkert varö úr aukaspyrnunni — en Everton var heppiö þarna. Souness var að komast í dauöa- færi er brotiö var á honum. Bailey var bókaður fyrir brotiö. Einn leikmanna Liverpool var bókaöur — Mark Lawrenson fyrir brot á Graeme Sharp sem braust upp kantinn og var aö komast á auðan sjó. Jöfnunarmark Everton kom svo á 85. min., þremur mín. eftir aö Souness haföi veriö kominn inn fyrir hinum megin. Eftir góöa sókn Everton skallaði Graeme Sharp boltann inn í teiginn til Alan Harper sem skoraði með föstu skoti fram- hjá Grobbelaar. Harper haföi kom- iö inná sem varamaöur í fyrri hálf- leiknum. Hann er fyrrum leikmaöur meö Liverpool — en náöi ekki aö tryggja sér sæti í aðalliði félagsins og var seldur til Everton í fyrra. Góður sigur Uníted Manchester United lék sérlega vel gegn Aston Villa í Birmingham og 3:0 sigurinn heföi allt eins getaö oröiö talsvert stærri. Remi Moses skoraöi fyrsta markiö á 17. mín. meö föstu skoti frá markteig og Norman Whiteside geröi annaö markiö af stuttu færi eftir horn- spyrnu Ray Wilkins snemma í seinni hálfleik. Paul McGrath, sem kom inn á sem varamaöur fyrir Kevin Moran, átti skalla í þverslá Villa-marksins og Remi Moses skot í stöng áöur en Bryarí Robson geröi þriöja markið meö glæsilegu þrumuskoti. Spink í markinu sá ekki knöttinn fyrr en hann söng í netinu fyrir aftan hann. Áhorfendur voru 32.374. „Bryan Robson stjórnaöi þessari sýningu — hann er frábær f þessari stöðu," sagöi Tony Barton, stjóri Aston Villa, eft- ir leikinn. „Mér líkar mjög vel svo framarlega," sagöi Robson sjálfur — en undanfariö hefur hann leikiö mun framar á vellinum en áöur; nánast sem þriöji framherjinn. Ron Atkinson taldi Ray Wilkins hafa veriö besta mann vallarins í leikn- um. Atkinson kom meö ráölegg- ingu til Bobby Robson, landsliös- þjálfara Englendinga, eftir leikinn: „Ég er meö lausnina á vali miövall- arleikmanna í landsliöiö. Veldu tríóið mitt, Bryan Robson, Ray Wiikins og Remi Moses, bættu fjóröa manni viö — og þá hefuröu ákjósanlega blöndu á miöjunni!" McGarvey skoraði Scott McGarvey, skoski fram- herjinn sem Manchester United lánaöi til Wolves í einn mánuö fyrir helgina, byrjaöi vel hjá félaginu. Hann skoraði sigurmarkið gegn Nottingham Forest á síöustu mín- útu leiksins. Skot hans fór af Paul Hart, varnarmanni Forest, í netið. „Hroöaleg byrjun okkar í vetur gerir þaö aö verkum aö viö eigum mikið verkefni framundan viö aö reyna aö halda sæti okkar í deild- inni," sagöi Graham Hawkins, stjóri Ulfanna, eftir leikinn. Leik- menn Forest geta aðeins sjálfum sér um kennt aö hafa ekki sigraö — þeir fengu fjölda tækifæra til aö skora en þaö tókst ekki. Áhorfend- ur: 10.476. Þeir gömlu góðir „Þessir gömlu strákar eru báöir afburöa knattspyrnumenn," sagöi John Lyall, framkvæmdastjóri West Ham, himinlifandi, eftir sigur- inn á Ipswich á Portman Road. „Gömlu strákarnir" eru Billy Bonds (37 ára) og Trevor Brooking (35 ára), en þeir komu báöir inn í liöiö aö nýju á laugardag. Brooking hef- ur ekki getaö leikiö síöastliönar sex vikur vegna meiösla. Paul Hil- ton, miövöröurinn sem West Ham keypti frá Bury fyrir 85.000 pund á dögunum, skoraöi sitt fyrsta mark fyrir félagiö á 4. mínútu og Tony Cottee bætti marki viö snemma í seinni hálfleik. Á 57. mín. spyrnti Phil Parkes, markvöröur West Ham, fram völlinn — boltinn skoppaði yfir vörn Ipswich — og Tony Cottee náöi honum fyrstur. Hann var fljótur að átta sig og not- aöi tækifærið vel. Skoraöi sitt ann- aö mark og þriöja mark West Ham. Ahorfendur voru 17.297. Ipswich var í 9. sæti deildarinnar í nóvember en er nú komið í 4. neösta sæti. „Sjálfstraust okkar er fariö út í hafsauga,“ sagöi Bobby Ferguson, framkvæmdastjóri liös- ins, eftir leikinn. Skoraði með fyrstu snertingunni David Puckett kom inn á sem varamaður hjá Southampton gegn Norwich er sjö mín. voru til leiks- loka og skoraöi sigurmark ieiksins meö sinni fyrstu snertingu! David Armstrong náöi forystu fyrir Southampton á 12. mín. en John Deehan jafnaöi fyrir Norwich er 14 mín. voru liðnar af síöari hálfleik. Áhorfendur voru 17.456. Leicester vann sinn stærsta heimasigur í vetur er Watford kom í heimsókn. Andy Peake skoraöi fyrir heimaliöiö en Wilf Rostron jafnaöi. Watford lék aöeins meö tíu menn mikinn hluta seinni hálfleiks- ins. Nigel Callaghan haföi áöur þurft aö fara út af og varamaöur liösins því kominn inná er Steve Sims haltraöi af velli. Andy Peake, Gary Lineker og Alan Smith geröu mörk Leicester í seinni hálfleiknum. Áhorfendur: 13.295. Falco skoraði — meíddist seinna Mark Falco tryggöi Tottenham sigur á Stoke (1:0) á White Hart Lane meö marki úr vítaspyrnu á 38. min. Glenn Hoddle lék ekki meö Spurs vegna meiösla. Alan Brazil fékk þrjú góö marktækifæri í leiknum en tókst ekki aö skora — Keith Burkinshaw sagöi aö Brazil yröi í fremstu víglínu liösins á morgun ásamt Steve Archibald í Evrópuleiknum gegn Austria Vín. Áhorfendur voru 18.271 og hafa þeir ekki veriö færri á leik á White Hart Lane í vetur. Mark Falco meiddist og gæti oröiö frá keppni í þrjár vikur. Arsenal yfirspilaöi Sunderland á Roker Park en fékk engu aö síöur aðeins eitt stig úr viöureigninni. Gary Rowell jafnaöi (2:2) á síðustu mínútu meö marki úr vítaspyrnu. Tommy Caton braut þá á Lee Chapman, fyrrum leikmanni Ars- enal. Sunderland haföi náö forystu í leiknum á 7. mín. en eftir þaö átti Arsenal leikinn. Charlie Nicholas jafnaöi úr víti og Tony Woodcock geröi annaö mark liösins á 15. sekúndu seinni hálfleiksins meö firnaföstu skoti af 35 metra færi. Áhorfendur: 15.370. Litlu munaöi aö Notts County ynni Albion — Nicky Cross jafnaði fyrir síðarnefnda liöiö í lokin. Trev- or Christie skoraði fyrir County úr víti á 65. mín. Áhorfendur: 7.373. Howard Gayle skoraöi eina mark leiksins, er Birmingham vann Coventry, eftir mikinn einleik á 26. mín. Birmingham hefur nú leikið 12 leiki í röö án taps. Gera varö hié á leiknum í tvær mínútur vegna þess aö áhorfendur ruddust inn á völl- inn. Sigur Birmingham var mjög sanngjarn. Áhorfendur: 13.705. Gífurleg harka í Luton Leikur Luton og QPR var mjög slakur og mikil harka í honum. Jeremy Charles var borinn af velli eftir haröa aöför Brian Horton, fyrirliöa Luton, aö honum. Terry Fenwick, fyrirliöi QPR, sá um aö hefna fyrir Charles — hann „takl- aöi“ Horton á grimmúölegan hátt: „Brian er heppinn aö hægri fótur- inn er enn á sínum staö,“ sagði David Pleat, framkvæmdastjóri Luton, á eftir. Pleat var ekki hrifinn af leikaöferö Rangers — en liöiö beitir óspart rangstööutaktík. „Ég léti lið mitt aldrei leika svona — þetta er óskaplega pirrandi fyrir áhorfendur.“ Terry Venables, stjóri QPR, sagöi einungis: „Þaö er ekki hægt aö skemmta fólki i hverri viku.“ Áhorfendur: 11.922. Gordon Davies, markaskorarinn mikli hjá Fulham, skoraði sitt 100. deildarmark gegn Newcastle. Markiö geröi hann meö stórglæsi- legu skoti frá vítateig. Fulham fékk aukaspyrnu — boltanum var rennt til Davies sem sneri baki í markið. Hann sneri sér eldsnöggt viö og lét skotiö ríöa af. „Fallegasta mark sem ég hef séö í vetur," sagöi Malcolm „Super-Mac“ McDonald, stjóri Fulham. Kevin Keegan geröi annaö mark Newcastle — Terry McDermott fór upp aö endamörk- um og gaf fallega sendingu á fjær- stöngina þar sem Keegan stökk upp og skallaöi í netiö. 5.000 aö- dáendur Newcastle fylgdu liðinu til London. Chelsea og Sheffield Wednes- day gefa ekkert eftir í baráttunni um 1. deildarsæti næsta vetur. Kerry Dixon skoraöi sitt 24. mark fyrir Chelsea í vetur gegn Oldham — en áhangendur liösins eru samt ekki ánægöir meö hann, hann fer illa meö svo mörg marktækifæri. „Faröu aftur til Reading," sungu þeir hástöfum! — SH 1. deild Aston Villa — Man. Utd 0—3 Covantry — Birmingham 0—1 Everton — Liverpool 1—1 Ipswich — Woat Ham 0—3 Leiceater — Watford 4—1 Luton — QPR 0—0 Notta C. — WBA 1—1 Southampton — Norwich 2-1 Sundorland — Araanal 2—2 Tottenham — Stoko 1—0 Wohrea — Notta. For. 1—0 Staðan Livarpool 30 17 9 4 48—21 60 Man. Utd. 30 16 10 4 57—31 58 Nott. For. 30 16 5 9 54—34 53 Weat Ham 30 16 5 9 49—31 53 Southampton 29 15 7 7 37—25 52 QPR 29 14 5 10 45—26 47 Tottenham 30 12 8 10 47—45 44 Norvrich 30 11 9 10 35—34 42 Watford 30 12 5 13 57-58 41 Luton 20 12 5 12 42—43 41 Aaton Villa 28 11 8 10 43—45 41 Araenai 30 11 6 13 48—42 39 Coventry 29 10 9 10 38—38 39 Birmingham 30 11 6 13 31—34 39 Everton 28 9 to 9 28—32 37 Leiceater 29 9 8 12 48-50 35 Sunderland 29 8 10 11 30—41 34 WBA 30 9 6 16 33—49 33 Ipawich 29 9 5 15 36—43 32 Stoke 30 7 8 15 27—50 29 Notta C. 29 5 7 17 37—59 22 Wotvea 29 5 7 17 23—58 22 2. deild Barnatey — Sheff. Wed 0—1 Blackburn — Charlton FreataO Cardíft — Middelabrough 2—1 Cartiale — Swansea 2—0 Cheleea — Oldham 3—0 C. Palace — Leede o—o Oerby — Cambridge 1—0 Fufham — Newcaatle 2—2 Qrímaby — Portemouth 3—4 Hudderstield — Bríghton 0—1 Man. CHy — Shrewabury 1—0 Staðan Chelaea 31 17 10 4 63—32 61 Sheff. Wed. 29 18 7 4 58—26 61 Newcastle 29 17 4 8 58—41 55 Man. City 30 16 7 7 48—31 55 Grimsby 30 15 10 5 45—32 55 Carlisle 30 14 11 5 35-19 53 Blackburn 28 12 12 5 36—31 48 Charlton 29 13 7 9 38—38 46 Brighton 30 11 7 12 47—43 40 Huddersfield 29 10 10 9 38—37 40 Leeda 29 11 7 11 39—39 40 Portamouth 30 11 5 14 52—45 38 Middlesbro. 30 9 9 12 31—32 36 Shrewabury 29 9 9 11 31-38 36 Cardiff 29 11 2 16 36—46 35 Fulham 30 8 10 12 40—40 34 Barnaley 29 9 6 14 40—41 33 Oldham 30 9 8 15 30—50 33 C. Palace 29 6 8 13 29—36 32 Derby 30 7 7 16 27—53 28 Swanaea 30 4 6 20 24—57 18 Cambrídge 30 2 8 20 21—57 14 3. deild Bournemouth — Walsall 3—0 Bradford — Oxford 2—2 Bristol B. — Plymouth 2—0 Exeter — Gillingham 0-0 Hull — Botton 1—1 Lincoln — Newport 2—3 Millwall — Rotherham 2—0 Port Vate — Brentford 4—3 Sheff. Utd. — Orienl 6—3 Southend — Burntey 2—2 Wigan — Scunthorpe 2—0 Wimbledon — Preston 2—2 4. deild Blackpool — Wrexham 4—0 Bury — Colcheater 1—1 Cheater — Hartlepool 4—1 Crewe — Halilax 6—1 Oarlington — Hereford 0—0 Doncaster — Chesterfield 2—1 Manafield — Reading 2-0 Paterborough — Rochdale 2—0 Swíndon — Tranmere 1—1 Torguay — Northampton 2—1 York — Bristot C 1—1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.