Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 13 Aðalhlutverk skipa Gunnar Eyjólfsson sem dr. Búi Árland og Tinna Gunn- iaugsdóttir sem Ugla steini í þessari glæstu byggingu nema kvendýrið er jú á sínum stað. Mikið vildi ég að þeir Þorsteinn hefðu lagt það á sig að túlka þann tíma sem Laxness festi hendur á í Atómstöðinni. í stað þess að hafa Uglu með slöngulokka, hefðu þeir fengið læramikla frauku, slíka sem sjá mátti á dráttarvélarauglýsingum Kremlarbóndans, Hannes Gissur- arson hefði síðan mátt spreyta sig á Búa Árland. Bubbi Mortens hefði verið kjörinn í hlutverk Organistans og í hlutverk Kleópötru hefði mátt velja einstæða þriggja barna móður sem verður að sjá fyrir sér og sfnum með vændi. Af hverju ekki að hrista svolítið upp í okkur sem nú gistum Atómstöðina? Laxness skrifaði þetta verk í bræði sinni og vildi þar með kasta bombu inn í samfélag fimmta áratugarins. Vilji menn ekki væta púðrið í þeirri bombu verða þeir að skipta gersamlega um tundur, það er ekki nóg að hafa Uglu með slöngu- lokka, en hitt dótið einsog eftir formúlu þeirri sem Stalín, A. Tolstoj og M. Gorkij hnoðuðu yfir kaffibolla á því herrans ári 1932, og nefnd hef- ur verið Sósíalískt raunsæi. Ég læt þetta með raunsæið liggja milli hluta en hitt er ljóst að Þor- steini Jónssyni og félögum hefir tek- ist stórvel að skapa raunsanna mynd af umgjörð þess tíma er Atómstöð Laxness gerist á. Fannst mér einkar notalegt að hverfa um stund til þess tíma er kommar gengu með horn- spangargleraugu en kapítalistar voru í þykkum herðabólstruðum ull- arfrökkum og alltaf með hatt. Efast ég stórlega um að jafn veglega endurgerð liðins tíma sé að finna á annarri islenskri filmu. Er leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar hreint óað- finnanleg, nema ef vera skyldi Al- þingishúsið eftir slaginn mikla, að ekki sé talað um búninga Unu Coll- ins og Dóru Einarsdóttur. Þá vil ég benda mönnum að taka vel eftir förðun Rögnu Fossberg og hár- greiðslumeistaraverki Guðrúnar Þorvarðardóttur. í raun er hér um svo fullkomið heljarstökk í tímanum að ræða að mynd þessi hlýtur að teljast mikils- vert innlegg í Islandssögukennslu slíka sem kenna á með gamla laginu. Hér er ég nú kannski kominn út á hálan ís, því einsog allir vita getur sósíalískt raunsæi ekki talist hlut- lægt mat á veruleikanum og þar með gild sagnfræði, en ég á hér bara við að umhverfislýsing myndarinnar gefi býsna góða mynd af horfnum tíma, hvað sem líður hugmynda- fræðinni. Þá skemmir ekki að senni- lega hafa íslenskir leikarar aldrei staðið sig með jafn mikilli prýði á hvíta tjaldinu og í þessari mynd. Húrra fyrir íslenskri leikarastétt! Vil ég þá fyrsta nefna Tinnu í hlutverki Uglu. Höfuðstyrkur henn- ar sem leikkonu er augnaráðið í senn dýrslegt og athugult. Slík rándýrs- augu eru sjaldgæf á hvíta tjaldinu og kæmi mér ekki á óvart þótt þeim þætti fengur að henni í Hollywood, þar sem lambakjötið er í hvað hæstu verði. Gunnar Eyjólfsson sveipar persónu dr. Búa Árland slíkum ástúðarljóma að maður næstum gleymir vélabrögðum þessa slungna stjórnmálamanns, sem Bjarni frá Hofteigi taldi táknmynd sjálfrar borgarastéttarinnar. Þóra Frið- riksdóttir fer undarlega fislétt með hlutverk Kleópötru. Arni Tryggva- son í hlutverki Organistans og Bald- vin Halldórsson í hlutverki Uglup- abba, hafa yfir sér þennan sósíal- realíska góðmennskusvip sem mót- aður var austur í Moskvu á sínum tíma og sjá má á ýmsum verkalýðs- leiðtogum og jafnvel atvinnurekend- um þessa dagana. Afturámóti er yf- irstéttarfés Árlandsfrúarinnar skemmtilega uppveðrað af kapítal- ískum skítamóral, sem Jónína Ólafsdóttir kann greinilega full skil á. Guðirnir og atómskáldin — hin skilgetnu afkvæmi atómbombunnar — eru í höndum hins kómíska Sig- urðar Sigurjónssonar sem hér fellur í skuggann af Barða Guðmundssyni. Og ekki má gleyma hinum skilgetnu afkvæmum borgarastéttarinnar sem á sinn hátt bregðast svipað við at- ómstöðinni og guðirnir. Guðnýju Ár- land leikur Sigrún Edda Björns- dóttir. Heillandi leikkona Sigrún Edda og fær áhorfandann til að finna ríka samúð i garð þessarar for- dekruðu en tilfinningaheftu borg- arastelpu. Bróður hennar leikur Helgi Björnsson af fullkominni inn- lifun að ekki sé talað um yngri krakkana í fjölskyldu Búa. Við þurf- um ekki að kvíða framtíð íslensks leikhúss með slík skrautblóm í garði og er ekki allt upp talið sem fyrir augu bar. Þá er bara eftir að minnast á kvikmyndunina sem var mjög í anda hins sósíalrealíska skoðunarháttar og því ekki nema að litlu leyti á ábyrgð þess ágæta kvikmyndatöku- manns Karls Óskarssonar. Nú, og hvað með hljóðið þetta vinsæla vandræðabarn íslensks kvikmynda- iðnaðar. Nú er ekki lengur hægt að skammast út í þann þátt kvik- myndagerðar vorrar. Hljóðmyndin var sum sé einsog best verður á kos- ið. Ég læt forsögu þeirrar tónlistar er hér hljómar liggja á milli hluta, mest er um vert að tónlist Karls Sig- hvatssonar lífgar myndina þótt stundum sé þar skotið yfir markið hvað varðar tónstyrk. Klipping Nancy Baker er sömuleiðis fag- mannleg og raunar er öll myndin óvenju fagmannlega gerð og kjörin fyrir þá sem vilja upplifa þann tíma er Halldór Kiljan Laxness lýsir í bók sinni Atómstööinni. Um þessa ágætu bók segir Laxnessfræðingurinn Pet- er Hallberg meðal annars í Verð- andi-bókinni: Höf. fer þó raunar í þessari bók eins og yfirleitt í öðrum sögum sínum nær veruleika hins ís- lenzka þjóðfélags en ókunnugir myndu ætla. Hins vegar hefur raun- sæisstefna ljósmyndarinnar aldrei átt við Halldór, og þrátt fyrir ýmis- legt í Atómstöðinni, sem minnt gæti á raunverulegar persónur og at- burði, væri fráleitt að líta á hana sem nokkurs konar dulgervissögu (roman a clef) (samanber Guðsgjaf- arþula, innskot mitt). Fyrir honum vakir samrakning (syntese) fyrir- bæranna, að hefja þau í hærra veldi listrænnar reyndar. Hneigðinni til djarfrar stílfærslu er gefinn laus taumurinn í Atómst"ðinni, og þvi verður atburðarásin öll æsilegri en til að mynda í Sjálfstæðu fólki og íslandsklukkunni, sem einkennast af hinum breiða straumi frásagnarinn- ar. En einmitt þannig hefur skáldið á snillilegan hátt skynjað í huga sér allt þetta sundurleita og sóttheita í Reykjavíkurlífi vorra daga, sem hann er að lýsa.“ Svo mörg voru þau orð og sú „sóttheita" Reykjavík sem Hallberg talar um var Reykjavik í kringum nítjánhundruð og fimmtíu. Þessa dagana fáum við að sjá þá Reykjavík af filmu Þorsteins Jóns- sonar sem rennt er gegnum sýn- ingarvélar Austurbæjarbíós, því er hneigðinni til djarfrar stílfærslu ekki gefinn laus taumurinn i mynd Þorsteins, en fremur hneigst að raunsæisstefnu ljósmyndarinnar. En við getum nú ekki gert kröfu um nema svo sem einn Laxness á öld. Hitt er okkur hollt að hafa í huga að: Enginn fellur fram án þess að meiða sig. Ég fann þessa setningu reyndar í ritdómi um Atómstöðina í Þjóðviljanum frá því herrans ári 1948. Ég held hún eigi ekki bara við á hinum stjórnmálalega vettvangi, heldur líka hinum menningarlega, þar sem menn blindast gjarnan af ofurstirninu og flækja þar með hendur sínar í ósýnileg bönd. Kannski erum við öll í fjötrum slíkra manna án þess að vita af því — lok- uð innan múra atómstöðvanna. 1 það minnsta fannst mér hið einstaklega vandaða kvikmyndastórvirki Þor- steins Jónssonar gefa slíkt í skyn, verst að sá ágæti maður skyldi ekki muna betur eftir ummælum Laxness er koma fram í viðtalsbók Matthías- ar: Það verður að skilgreina hug- myndirnar frá degi til dags, annars tapa þær allri merkingu. Heimurinn bíður ekki kyrr frá degi til dags. Á okkar dögum þarf að skilgreina sósí- alismann á nýjan leik með stuttu millibili ... þjóðfélagið góða sem við ætluðum að skapa er hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd. Toyota Camry hefur hlotiö gífurlega góöar móttökur um allan heim og ekki síst í Banda- ríkjunum, þar sem hann er á listanum yfir 50 bestu bíla í heimi og fékk 79 stig af 80 mögu- legum. í því tilefni og í samráöi viö Toyota, bjóöum viö til kynningar á þessum frábæra bíl, nokkrar Camry-bifreiöir meö 40.000 króna lækkuðu verði. TOYOTA NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.