Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 47 „SÝNING á um 30 verkum mínum verður opnuð í Drian Gallcry við Marble Arch í London á afmælis- daginn minn 12. mars og ég hef að undanfbrnu einbeitt mér að því að mála fyrir þessa sýningu," sagði Karólína Lárusdóttur listmálari í samtali við blm. Mbl. Karólína, sem í mörg ár hefur verið búsett í Knglandi, vakti mikla athygli hér á landi þegar hún sýndi á Kjarvals- stöðum í nóvember 1982 og seldi á fáum dögum flest þeirra 176 verka sem á sýningunni voru. „Það hittist svo skemmtilega á,“ sagði Karólína, „að konan sem rekur þetta gallerí, sem er eitt af hinum virðulegri í Lon- don, var ágætur kunningi Nínu heitinnar Tryggvadóttur, en Nína sýndi þar tvisvar sinnum Karólína Lárusdóttir listmálari. Karólína Lárusdóttir sýnir í Drian Gallery og ég held að maður hennar hafi líka haldið þar sýningu." Karólína sagðist hafa haldið einkasýningu í Chenil Gallery í King’s Road sl. haust og í fram- haldi af því hefðu forstöðumenn sýningarsalarins boðið henni að taka þátt í International Art Festival í London fyrir nokkrum vikum. „Ég er með ýmis spenn- andi sýningarboð í athugun sem ég vil ekki tala um núna, en með- al þess sem frá er gengið er sýn- ing í Kaupmannahöfn haustið 1986,“ sagði Karólína. „Jú, myndirnar hafa selst mjög vel og ég hef ærinn starfa við að mála hérna á vinnustofu minni heima í Bishop’s Stortford. Ég byrja að mála strax klukkan átta á morgnana og er að fram á kvöld, en auðvitað taka börnin mín tvö talsverðan tíma þar á milli.“ Karólína Lárusdóttir er fædd í Reykjavík 1944 og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964. Hún stundaði listnám í Sir John Cass College frá 1964—65; í Ruskin School of Art í Oxford frá 1965—67 og síð- an í Barking College of Art 1977. „Ég hlakka óskaplega mikið til að koma aftur heim til íslands, og kannski set ég þá upp sýn- ingu, en ég hef satt að segja eng- an tíma haft til að hugleiða hvenær af því gæti orðið. Von- andi verður þess ekki langt að bíða,“ sagði Karólína Lárusdótt- ir að lokum. Luxemborg: Framkvæmdastjóri Tím- ans kaupir „Cockpit-Inn“ GÍSLI Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Tímans, hefur fest kaup á veit- ingastaðnum „Cockpit lnn“ í Lux- cmborg og tekur við rekstrinum 1. júlí í sumar. Gfsli lætur af störfum framkvæmdastjóra Tímans 1. apríl næstkomandi, þegar hlutafélagið Nútíminn tekur við rekstri blaðsins. Annar Islendingur, Valgeir T. Sigurðsson, stofnaði „Cockpit Inn“ fyrir þremur árum og hefur rekið síðan. Hann hyggst nú snúa sér frekar að rekstri fyrirtækis, sem hann á með fleirum í Bandaríkj- unum og annast m.a. þjálfun flugáhafna og útvegun áhafna í leiguflug. Gísli sagðist flytja út með fjöl- skyldu sína þegar kæmi fram á sumarið og myndi hann reka veit- ingahúsið áfram með svipuðu sniði og verið hefði. Þó yrði sú breyting á, að á næstunni yrði opnað út í garð við húsið og gætu þar setið um 100 manns þegar hlýtt væri í veðri. Félag áhugamanna um réttarsögu: Fræðifund- ur í kvöld FRÆÐAFUNDUR í Félagi áhuga manna um réttarsögu verður haldinn í kvöld, í stofu 103 í Lögbergi, húsi laga- deildar HÍ og hefst hann kl. 20.30. I tilkynningu sem Mbl. hefur bor- ist frá félaginu segir að Jón Gíslason flytji erindi sem hann nefnir „Hin fornu mörk — elstu sjónarmið land- eigenda á Islandi", og að á eftir er- indinu verði almennar umræður. Ennfremur segir að fundurinn sé öll- um opinn og félagsmenn og aðrir áhugamenn um sagnfræðileg efni og staðfræði séu hvattir til að mæta. Ekkert lát á snjó- komu á Snæfellsnesi Hore. Miklahollshreppi. S. inarz. EKKI virðist neitt lát á snjókomu hér á Snæfellsnesi. Flesta daga er einhver úrkoma eða skafrenningur. Lítið varð af þíðunnu, sem kom hér í góubyrjun, snjórinn blotnaði nokkuð, en síðan fraus allt. Nú er krapagaddur undir snjólag- inu, allt flatlendi er þannig undir svellgaddi. Haldi slíkt ástand enn um sinn, þá er hætt við að miklar kalskemmdir verði í túnum. Ekki er það ábætandi ofan á allt sem kalið var á siðastliðnu vori. Vandræða- ástand ríkir hér í samgöngumálum. Kerlingarskarð hefur ekki verið far- ið síðan fyrir jól. Einstöku sinnum hefur verið farið um Fróðarheiði. Þar er mikil fönn, enda heiðin sjald- an fær nema einn og einn dag. Við sem þurfum að sækja okkar læknisþarfir í Stykkishólm, bæði fyrir menn og skepnur, erum illa settir að þurfa að fara þá leið um Heydal. Dýralæknirinn okkar, sem býr í Stykkishólmi, hefur oft þurft að mæta hörðu í þessum óveðurs- köflum, þvf að hann er maður sam- vizkusamur og sinnir sinu starfi af miklum dugnaði. Töluvert hefur bor- ið á krankieika í kúm á þessum vetri, enda kannski ekki ástæöulaust eftir sólarlaust sumar og hrakin og trén- uð hey til fóðurs. Bráðum er komin mið góa, sól hækkar á lofti og er margur því orð- inn þreyttur á þessum langa óveð- urskafla, sem staðið hefur hér frá þvi á aðfangadag. I 'm 1 2 3 4 5 6 K GLÆSILEGT, EINFALT OGÖRUGCT LK 2000 raflagnaefnið er óvenjulega vel hannað. Mjúkar línur og mlldir litir gera það að verkum að það fellur mjög vel að umhverfinu. LK 2000 hefur ótæmandi samsetningarmöguleika og ýmis konar aukabúnað s.s. gaumljós, snertiljósdeyfa, snertirofa og merkingar á slökkvara. Tenglar og rofar eru innfelldir eða utaná- liggjandi, einfaldir eða margfaldir. LK 2000 raflagnaefnið er einstaklega þægilegt i uppsetningu. Það er byggt úr einingum og smellur eða klemmur koma viða í staðinn fyrir skrúfur. LK 2000 er framleitt samkvæmt ströngustu kröfum danskra öryggisyfirvalda og viður- kennt um allan heim. Þú tryggir öryggi barnanna með öryggistenglum frá LK. <8> Heimilistæki hf SÆTÚNi 8-15655 •H KOMATSU Vinnuvélar Kraftur — Öryggi — Ending Við getum nú afgreitt margar mismunandi gerðir af vökvagröfum af lager KOMASTU í Belgíu með tveggja vikna fyrirvara og á einstöku veröi. Allar gerðir eru með vönduðu hljóðeinangruðu húsi og ýmiskonar aukabúnaður er fáanlegur. Undirvagn er nú annað hvort „standard" eða „long track“ og „pilot system“ er á stjórnbúnaði. Margar skóflustærðir og armlengdir eru fáanlegar. Fullkomin varahluta og viðhaldsþjónusta. Hafið samband við sölumann véladeildar, sem veitir fúslega KOMATSU á íslandi allar nánari upplýsingar. BÍLABORG HF. Véladeild Smiðshöföa 23 Sími: 81299 - Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.