Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 7 -------------------------------------------------------------------—, Bestu þakkir til allra þeirra er yliiddu miy meö ýmsu móti á 90 ára afmæli mínu 1. febrúar sl. Guð blessi ykkur öli Sigurður Ásmundsson, Hrafnistu, Hafnarfirði. v____________________________________________________________________✓ 14 daga ferðir frá London (Heathrow) á vegum Cadogan Travel Verö á mann miöaö viö flug á áfangastað, frá London og til baka, gistingu (2 i herbergi), morgunverö, bílferö af flugvelli á hótel og frá, (en ekki flug frá Reykjavík til London og heim). Spánn, Costa del Sol, Algeciras viö Gibraltar. Hotel Reina Christina (4 stjörnur). Kostir: Fariö á Vh klst. á ferju yfir Njörva- sund til Afríku (Cuta), á Vh klst. í áætlunarbíl til Cadiz, á 2 klst. í járnbrautarlest til Cordoba og Sevilla. Verö fram aö 30. apríl frá £339, 1. maí — 22. júni og 5. — 18. október frá £358, 23. júní — 12. júlí frá £398, 13. júlí — 6. sept. frá £423, 7. sept. — 4. okt. frá £378. Flogiö daglega frá Heathrow (17.40). Madeira, „Perla Atlantshafsins“, Funchal. Ýmis hótel. Verö í Quinta de Sol (4 stjörnur), 1. maí — 30. júní frá £383, 1. — 24. júlí frá £391, 25. júlí — 30. sept. frá £ 423, 1. — 31. október frá £391. Fullt fæöi £37 á viku. í Duas Terres, nýrri íbúöablokk, 1. maí — 23. júní frá £280, 24. júní — 9. júlí frá £324, 10. júlí — 31. október frá £324. Hálft fæöi £33 á viku. Flogið frá Heathrow fimmtudaga og sunnudaga (17.15). Marokkó. Agadir, Marrakech og Tangier. Verö i Tangier á Hotel Rif (4 stjörnur) fram aö 31. maí frá £268, 1. — 23. júní frá £320, 24. júní — 30. sept. frá £364. Flogið frá Heathrow þriðjudaga (16.00), föstudaga (16.15) og sunnudaga (18.15). Túnis. Hammamet. Verö á ibúöarhóteli, Hotel Le Hammamet (3 stjörnur) fram aö 24. maí frá £269, 24. júní — 24. júlí frá £307, 25. júlí — 16. sept. frá £313, frá 17. sept. — 31. okt. frá £274. Hálft fæöi á £24 á viku. Gisting í Höll Hannibals um £100 dýrari á viku. Flogið frá Heathrow mánudaga, föstudaga og sunnudaga (13.35). Kýpur. Vmsir gististaöir. Verö frá £351. Flogið frá Heathrow fimmtudaga (21.30) og þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga (10.00). Malta. Ýmsir gististaöir. Verö frá £291. Flogiö alla daga frá Heathrow, en á ýmsum tímum. (Föstudögum og sunnudögum kl. 22.55). Aukaleg vika kostar um £75—175. Ferðaskrifstoffa stúdenta Hringbraut 101, sími 16850. I 1 .tr0iií ntl U 8 3 Metsölublaóá hverjum degi! Formanna- ráöstefna ASÍ Tíminn gerir árásir Svavars (rfsLssonar á for- seta ASÍ (og raunar for- mannaráAstefnu ASÍ) að umlaLsefni í gœr og kemst m.a. svo ad orði: .jSvavar formaður er fremstur í flokki þeirra að- ila innan Alþýðubandalags- ins sem veitast að Asmundi Stefánssyni og öðmm for- ystumönnum Alþýðusam- bands íslands fyrir að gera raunhæfa kjarasamninga í blóra við þá stefnu flokks- ins að hleypa öllu í bál og brand í atvinnulífinu. Hef- ur formaðurinn gengið svo langt að teljja samningana prívatmál Asmundar og Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins. Kn samningurinn er ekki meira prívatmál en svo að formannaráðstefna ASÍ samþykkti samkomu- lagið án mótatkvæða. Er því engu líkara en að gjör- völl vcrkalýðshreyfingin hafi svikið Alþýðubanda- lagið að undanskilinni Dagsbrún í Keykjavík og tveim öðrum verkalýðsfé- lögum." Síðan vitnar Tíminn í ummæli forseta ASÍ, sem birt eru í tvídálki Stak- steina í dag, hvar hann sakar Svavar Gestsson um ranghermi um forsögu þcssa samningamáls. Flestir sam- þykkja, fáir fella Tíminn fjallar síðan Forseti ASI sakar formann Alþýðubandalags um ósannindi „Af þessu er Ijóst aö allar fullyrðingar, sem settar hafa veriö fram, m.a. af formanni Al- þýðubandalagsins hér i Þjóöviljanum, um aö samningurinn sé prívatmál mitt og Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, eru ekki í samræmi viö staðreyndir málsins.“ Þann- ig komst Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, aö oröi í viðtali viö Þjóöviljann um gagnrýni Svav- ars Gestssonar, formanns Alþýöubandalags, á nýgeröa samninga ASÍ og VSÍ. áfram um framvindu samningsmálanna og segir orðrétt: „Svona standa þá málin í kjarabaráttunni jæssa dagana. Langflest |>eirra félaga sem tekið hafa af- stöðu hafa samþykkt samningana, en þrjú hafa fellt þá. í nokkrum félög- um hefur atkvæðagreiðslu verið frestað og önnur bíða átekta. Brcstur er orðinn á milli forystuliðs Alþýðusam- bandsins og Alþýðubanda- lagsins og bera forseti og formaður hvor annan þungum sökum. Kélög iðn- aðarmanna hafa kippt aö sér hendinni og taka ekki afstöðu fyrr en séð verður hvernig framvindan verður og eru það gamalkunn við- brögö þeirra sem betur mega sín innan launþega- samtakanna. Fyrst er sam- ið við þá lægstlaunuðu og síðan hyggjast þeir sem hærri launin og uppmæl- inguna hafa að ná öllu sínu á þurru án þess að mikið beri á. Og Alþýöubandalag- ið hamast við að skara eld að köku aðalsins og reynir að telja þeim sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar trú um að þeir hafa engai kjarabætur fengið til að fela baráttuna fyrir hækk- un uppmælingataxtanna." Tveir DV- leiðarar Dagblaðiö-Vísir hefur birt tvær forystugreinar um sérsamning fjármálaráðu- neytis og Dagsbrúnar, sem hafa mjög ólíka tóntegund, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Jónas Kristjánsson segir í sínum leiðara: „Albert hefur hvað eftir annað gagnrýnt ráöagerðir á þeim forsendum, að ekki sé Ijóst, hvaða áhrif þær muni hafa á afkomu ríkis- sjóðs. Samt viðurkennir hann núna, að hann hafi ekki hugmynd um, hvaða tölur verði skrifaðar á víxiF inn. lætta eru ekki traust- vekjandi vinnubrögð, enda komu þau mörgum í opna skjöldu." Kllert B. Schram segir I sinni leiðaratúlkun: „Talað er um að sam- komulagið sé slæmt for- dæmi því aðrir veröi að fylgja á eftir. En hver segir að það sé nauðsynlegt? I>etta eilífa tal um hættu- legt fordæmi hefur einmitl verið stærsti þrándur í götu stjórnvalda og ráðherra að gera eitthvað af viti. Stjórn- málamenn eiga ekki að stjórnast af tregðulögmák um. I>eir eiga þvert á móti aö taka af skarið, segja já, og segja nei í krafti póli- tískrar stöðu sinnar. I>að hefur Albert gert, og það ósvikið." Sínum augum lítur hver á silfrið, segir máltækið. Loðna: 425.000 lestir á land LOÐNAN veiðist nú aöallega á þremur svæðum, út af Snæfellsnesi, við Reykjanes og út af Alviðru og er aflinn sæmilegur. Þróarrými er fyrir hendi á Norður- og Austurlandi, en hrogna- frysting er víðast á svæðinu frá Seyðis- firði réttsælis um landið til Bolungar- víkur. Alls eru nú komnar um 425.000 lestir af loðnu á land. Á mánudag tilkynntu eftirtaldir 11 bátar um afla, samtals 5.500 lest- ir: Skírnir Ak 100, Guðrún Þor- kelsdóttir SU 500, Magnús NK 360, Hákon ÞH 770, Þórshamar GK 380, Höfrungur AK 850, Dagfari ÞH 500, Gísli Árni RE 580, Súlan EA 580, Börkur NK 900 og Víkurberg GK 26 lestir. Til klukkan 18 í gær höfðu eftir- taldir bátar tilkynnt um afla: Júpí- ter RE 1.200, Fífill GK 580, Hrafn GK 650, Huginn VE 580, ísleifur VE 630, Gullberg VE 590, Erling KE 370, Guðmundur ólafur ÓF 470, Sigurður RE 1.400, Húnaröst ÁR 620, Þórður Jónasson EA 470 og Keflvíkingur KE 500 lestir. m o 1 * 1 * i 'i 88 * 88 • 0 0 ’• 1 '* '• '1 * 5 t * QQ CM o •* 'i *% 1C<* ks t * 1 aWKtotoo <»-. <$*; S W fe-’lér WF : "VX -O** PHIUPS /* ’ 4 * 4 * * • * Xí mmp', CMMWn v ■ Ur- iJe * ÍMÍMlWí APHIUPS ACH023 ELDAVEL VERÐAÐBNSKR. 12.950- SIAÐGREITT Enn bjóöum viö heimilistæki á lækkuðu veröi. Nú er þaö Philips ACH 023 eldavélin. Hún hefur fjórar hellur, þar af tvær meö stiglausri stillingu; sjálfhreinsandi blástursofn, hitahólf og elektróniskan hita og tímastilli. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 OOTT PÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.