Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
17
4. grein
m
ORLNNSKógy-
1 Samfélagsfræði
|; ■
I
vistfræði. Þess utan er henni
ætlað að fræða um umferðar-
mál, félagsstörf, bindindi, kyn-
ferðismál, janfréttismál, um-
hverfismál og starfsval," segir
Erla Kristjánsdóttir námsstjóri
í Mbl. 13. nóv. sl.
„Búin hefur verið til náms-
grein í grunnskólum sem spann-
ar yfir allt það sem hæst ber í
„umræðunni" hverju sinni og
vekur undrun að námsstjórinn
skuli ekki tíunda friðarmálin
sem hluta samfélagsfræðinnar,"
sagði í leiðara hér í blaðinu 15.
nóv. Ég upplýsti nokkrum dög-
um seinna að kennarar í samfé-
lagsfræði í grunnskólum hafa
snúið sér til námsstjórans í
skólarannsóknadeild og óskað
eftir námsefni um „friðarmálin".
Ég veit ekki hvort „friðar-
fræðsla" sé þegar hafin í
grunnskólum (fróðlegt væri að
fá fregnir af því), en hitt sýnist
augljóst að kennslustundir í
samfélagsfræði eru freistandi
vettvangur fyrir „hugsjónaríka"
kennara, t.d. þá sem efna vilja til
„friðaruppeldis" í skólum.
Freistingar til misnotkunar
liggja í eðli greinarinnar sjálfr-
ar, þ.e. efninu sem ætlað er að
gera skil, en þar á meðal eru at-
riði sem stjórnmálaágreiningur
manna snýst um og hæpið er að
ástæða sé til að ræða um við
börn í skólum.
Óskýr hugmynd aö
samfélagsfræði
Ég sagði í upphafi þessarar
greinar að mér virtist mishugs-
un í hugmyndinni að samfélags-
fræði og ætla nú að skýra nánar
hvað ég er að fara. Það kemur
skýrt fram í námsskránni að það
svið sem samfélagsfræðin
spannar yfir er einkum rann-
sóknarefni „félagsvísinda" (bls.
7), og raunar hefur nafnið „sam-
félagsfræði" sums staðar í fram-
haldsskólum verið notað yfir „fé-
lagsvísindi". Ég hef miklar efa-
semdir um gildi „félagsvísinda",
sem ég ætla ekki að rökstyðja á
þessum vettvangi að sinni, en
hinu neita ég ekki að þau er unnt
að iðka á agaðan hátt, með til-
teknar vinnureglur að leiðar-
ljósi, og „félagsvísindamenn"
geta stundum varpað nýju ljósi á
samlíf okkar og jafnvel sálarlíf.
Samfélagsfræði grunnskóla er
ekki aðeins ætlað að fjalla um
rannsóknarefni „félagsvísinda"
og skyldra greina, s.s. sagnfræði,
heldur er henni einnig fyrirhug-
að margskonar nytjahlutverk
(„að búa nemendur undir virka
þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi",
„að takast á við þau vandamál
sem bíða þeirra í lífinu", „að
rata ... um samfélagið" o.s.frv.
— sbr. bls. 8 í námsskránni), og
það er einmitt að þessari „sam-
þættingu" sem gagnrýni mín
beinist.
Það er mikill munur á stjórn-
málafræðingi annars vegar og
leiðbeinanda um ræðumennsku
og fundarsköp hins vegar, svo
dæmi sé tekið. Annar er rann-
sóknarmaður og kenningasmið-
ur en hinn miðlar aðeins hagnýt-
um fróðleik. Sams konar munur
er á sagnfræðingi og ráðunaut
um starfsval, svo annað dæmi sé
tekið. Námsgreinar eins og
sagnfræði og stjórnmálafræði
eiga ekkert meira skylt við
starfsval og ræðumennsku, en
t.a.m. námsgrein eins og líf-
fræði. Hugmyndin að „samþætt-
ingu" starfsfræðslu, umferðar-
fræðslu, kynferðisfræðslu o.þ.h.
(sem sannarlega á heima í skól-
um) og námsgreina eins og t.d.
sögu og landafræði, sem byggja
á fræðilegum grundvelli, er
m.ö.o. fjarskalega óskýr. Mér
virðist hún ala á ruglanda um
greinarmun fræða og fróðleiks,
og er hann þó nógur fyrir.
Hvatt til málefna-
legrar umræðu!
Með þessum orðum lýkur
greinaflokki mínum „íslands-
saga/samfélagsfræði“, og ég
leyfi mér að vona að þessi skrif
veki a.m.k. andmæli og gagn-
rýni; hitt þori ég varla að vona
að þau breyti skoðunum manna.
Ég mun svo að sjálfsögðu svara
athugasemdum við þessar grein-
ar mínar eftir því sem tilefni
gefst til.
Gudmundur Magnússon er blada-
madur á Morgunblaðinu. Þriðja
grein hans í þessum flokki birtist
laugardaginn 18. feb. sl.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
mótmælt þessu. Við viljum ekki
borga úr léttri pyngju skatta
fyrir hálaunamenn, en gleðjumst
yfir að þeir sem þurfa þess með
fái leiðréttingu á sínum kjörum.
Ég verð að játa, að mér er
ómögulegt að skilja það fólk, sem
í öðru orðinu segist berjast fyrir
þjóðfélagslegu réttlæti og jöfnun
lífskjara, en umhverfist svo, þeg-
ar spor er stigið í þá átt.
Kvennaframboð og kvennalisti
hafa nú loks, að því er virðist,
sameinast og gefið út ályktun
þar sem þær deila á hugmynd
okkar Bjarna Jakobssonar um
afkomutryggingu. Reyndar segj-
ast kratar eiga hugmyndina og
er hún engu verri fyrir það. Ég
hef staðið í þeirri góðu trú, að
afkomutrygging í einhverri
mynd væri í gangi á öllum Norð-
urlöndum, og í Bretlandi væru
tryggingabætur yfirleitt launa-
tengdar. Nú hafa margar af þess-
um konum dvalið eða búið í þess-
um löndum. Mig langar að spyrja
þær: Er þetta ekki satt? Og ef
svo er, höfum við ekki sótt hug-
myndir að okkar félagslegu um-
bótum til þessara landa? Eg vona
að þessar ágætu konur svari mér
sem fyrst.
Að lokum skora ég á konur á
Alþingi að bera fram tillögu um
að alþingismenn a.m.k. afsali sér
barnabótum. Nóg eru þeirra
skattfríðindi samt.
Aðalhciður Bjarnfreðsdóttir er
formaður Starfsstúlknafélagsins
Sóknar.
Það er allt að fyllast af rúmum hjá okkur. Hver stórsending-
in eftir aðra kemur í hús og nú tökum við ærlega til hend-
inni, stillum þeim upp og seljum þau í hvelli.
TILBOÐ
meðan birgðir endast
— og athugiö aö þó tegundirnar séu margar, eru aöeins fá
rúm til af hverri gerö.
Rúm m/dýnu undir 10.000 2.000 út
Rúm m/dýnu 10.000 15.000 3.000 út
Rúm m/dýnu 15.000 20.000 4.000 út
Rúm m/dýnu yffír 20.000 5.000 út
Tegund Dolly 4.000 út
. * 2.000 á mán.
IDE
húsgögn færa
þér raunverulegan arð
Meö því aö vera hluthafar í IDÉ MÖBLER A/S, stærstu innkaupasamsteypu
norðurlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83ja stórra húsgagna-
verslana í Danmörku, víöa um lönd, tekst okkur aö hafa á boðstólum úrvals
húsgögn — öll meö 2ja ára ábyrgö — á miklu lægra veröi en aörar húsgagna-
verslanir geta boðið. Gæöaeftirlit IDÉ er svo geysistrangt, aö þú er örugg(ur) um
að fá góö húsgögn þó verðið sé svona lágt. Þú þarft aö æfa verðskyn þitt og líta
til okkar.
HÚS6AGNAQÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410