Morgunblaðið - 07.03.1984, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
21
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Ríkissjóðsgatið
Rúmum tveimur mánuðum
eftir að alþingi afgreiddi
fjárlög fyrir árið 1984 sem
meðal annars var lýst þannig
hér á þessum stað að þau væru
til fyrirmyndar vegna þess hve
raunhæf þau væru kemur í
ljós að tæplega tveggja millj-
arða króna gat er á fjárlögun-
um. Það vantar sem sé um tvo
milljarða króna til þess að
endar nái saman hjá ríkis-
sjóði, sú fjárhæð svarar til
rúmlega 10% af niðurstöðutöl-
um fjárlaga. Allt er á huldu
um hvernig á þessum vanda
verður gripið sem sýnist hafa
komið ráðherrum og þing-
mönnum í opna skjöldu.
í Bandaríkjunum glíma
stjórnvöld við mikinn halla á
ríkissjóði og var ritað um
hann í vikuritinu Time fyrir
skömmu. Hófst sú frásögn
með þessari sögu: Þegar Lúð-
vík 16. var við völd í Frakk-
landi á Maria Antoinette einu
sinni að hafa spurt fjármála-
ráðherrann: „Hvað ætlið þér
að gera við gatið á ríkissjóði,
ráðherra?" Og hann svaraði:
„Ekkert, það er of stórt." Sag-
an kemur í hugann þegar litið
er á þau vandræði sem nú
steðja að ríkissjóði okkar.
Eitt er að finna ráð við því
að minnka hallann og hitt að
upplýsa almenning um það,
hvernig á því geti staðið að að-
eins fáeinum vikum eftir að
fjárlög voru samþykkt séu þau
í raun marklaus. Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra,
skýrir rétt frá þegar hann seg-
ir að nú séu spilin lögð á borð-
ið en ekki látið reka á reiðan-
um eins og gert hefur verið um
alltof langan tíma. Ætlar Al-
bert að gera alþingi grein fyrir
vanda ríkissjóðs á fimmtudag-
inn.
Alþingi undirbýr ekkert mál
jafn lengi og gaumgæfilega og
fjárlagafrumvarpið. Þegar það
er samið er byggt á upplýsing-
um frá öllum ráðuneytum, rík-
isstofnunum og hundruðum
einstaklinga. Fjárlaga- og
hagsýslustofnun annast út-
*gjaldaþáttinn og Þjóðhags-
stofnun tekjuþáttinn. Þrátt
fyrir allt þetta blasir nú við að
fjárlagadæmið var vitlaust
reiknað í desember. Hvar er
pottur brotinn? Til þess að
sömu vitleysurnar gangi ekki
aftur er nauðsynlegt að graf-
ast fyrir um það hver ber
ábyrgðina á skekkjunum.
Hvernig getur til dæmis vant-
að 350 milljónir króna í heil-
brigðis- og tryggingakerfið
fyrir utan þær 300 milljónir
króna sem þar átti að spara?
Sá enginn fyrir að 150 milljón-
ir króna vantaði til að endar
næðu saman í rekstri embætta
sýslumanna og bæjarfógeta?
Gleymdust loðnulán ríkissjóðs
og héldu menn að Slippstöðin
á Akureyri ætlaði borga skipið
sem ríkið gaf Grænhöfðaeyj-
um?
Við úttekt á þessu öllu duga
engin vettlingatök. Þá þýðir
ekki heldur að láta deigan síga
í sparnaðaratlögunni sem er
óhjákvæmileg í ríkisrekstrin-
um. Alltof slælega hefur verið
staðið að framkvæmdum á því
sviði. Helst hefur kveðið að
Sverri Hermannssyni, iðnað-
arráðherra. Hann hefur látið
framkvæma rekstrarlega út-
tekt á stofnunum sem undir
hann heyra og hrundið tillög-
um um sparnað og hagræð-
ingu í framkvæmd. Iðnaðar-
ráðherra hefur beitt sér fyrir
sölu ríkiseigna. Auðvitað verð-
ur ríkissjóðsgatið ekki bætt
með skæruhernaði innan kerf-
isins, það verður að segja
eyðslunni stríð á hendur hvar
sem færi gefst. Óneitanlega
veldur það vonbrigðum hve
hægt miðar að koma á nýskip-
an í rekstri heilbrigðisstofn-
ana sem hvetur til sparnaðar.
Hvernig væri að kanna hag-
kvæmni þess að koma á fót
fleiri einkaskólum?
Fyrir hinn almenna borgara
er mesta hættan sú á tímum
eins og þessum þegar athygli
stjórnmálamanna beinist að
ríkissjóðsgatinu að þeir sjái
þá leið helsta að auka tekjur
ríkisins með því að þyngja
skattana. Embættismenn og
þeir sem njóta góðs af fjár-
streymi úr ríkissjóði standa
nær stjórnmálamönnunum en
skattborgaramir, að minnsta
kosti þegar þrjú ár eru til
kjördags. Þegar María An-
toinette ávarpaði fjármálaráð-
herra Lúðvíks 16. gátu ein-
valdar skattpínt þegnana að
eigin vild. Síðan hafa löggjaf-
arþingin komið til sögunnar
en frumskylda þeirra var að
verja borgarana gegn
miskunnarlausu ofríki í
skattheimtu. Vonandi hafa
þingmenn ekki gleymt því
hlutverki sínu, þótt í brjóstum
margra bærist sú von að geta
skilið eftir sig álíka glæsileg
opinber minnismerki og ein-
valdarnir forðum daga.
Hvad er til ráda gegn halla á fjárlögum?
Lárus Jónsson
formaöur
fjárveitinganefndar:
Komið í veg
fyrir endurtekn-
ingu vinnu-
bragða undan-
farinna ára
LÁRUS JÓNSSON formaður fjárreit-
inganefndar segir í viðtali við Mbl., að
við afgreiðslu fjárlaga hafi skýrt verið
tekið fram að fyrir hendi væru lausir
endar. Ástandið hafi verið mjög slæmt
frá fyrra ári, en þá hefðu raunveruleg
útgjöld ríkissjóðs verið fjórðungi meiri
en fjárlög þess árs gerðu ráð fyrir. Með
því að upplýsa fólk nú um hina raunveru-
legu stöðu og leggja málið fyrir Alþingi
og ríkisstjórn til umfjöllunar og af-
greiðslu væri verið að koma í veg fyrir
endurtekningu vinnubragða undanfar-
inna ára, að allt að 25% aukafjárveitingu,
eins og gerðist á síðasta ári, væri veitt út
í þjóðlífið án þess að fyrir iægi samþykki
þings og þjóðar.
Þá kvaðst Lárus vonast til að með
því að hætta að fela, stinga undir stól,
eða ýta á undan sér með lántökum,
raunverulegum fjárhagsvanda, mætti
ná betri skilningi og samvinnu við al-
menning og þá sem fara með fjármuni
úr sameiginlegum sjóðum lands-
manna.
Helstu ástæður þeirra 1.845 millj.,
sem nú stefnir í rekstrarhalla á sagði
Lárus vera: í fyrsta lagi ívið meira af
lausum endum, þ.e. vanáætlanir sem
ekki varð séð fyrir á þeim tíma sem
gengiö var frá fjárlögunum. í öðru lagi
hefðu ný alvarleg mál komið á daginn
og í þriðja lagi þættust menn vera að
sjá fyrir nýja þætti, þó ekki væri
lengra liðið á árið. Nefndi hann þar
sérstaklega auknar útflutningsbætur
til landbúnaðarins og yfirdráttarvexti.
Auk þessa væri gert ráð fyrir um 200
millj. kr. ófyrirséðum útgjöldum.
Lárus lagði ríka áherslu á, að þetta
dæmi sem nú væri verið að kynna,
væri alls ekki nýr hlutur. Hann sagði:
„Ég hélt því til dæmis fram við af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið 1983 að
fjárlögin þá hefðu verið afgreidd með
raunverulegum halla upp á einn millj-
arð króna. Þá var keppst við að leyna
hinni raunverulegu stöðu og var það
gert allt þar til ríkisstjórninni tókst
ekki að leyna henni lengur, það er þeg-
ar ríkisreikningurinn kom fram. Hug-
myndin með því að gera þetta á þenn-
an hátt er sú, að menn geri sér grein
fyrir við hvað er að etja, og stjórnvöld
hafi með því meiri möguleika til að
stjórna niðurskurði."
Varðandi leiðir til að mæta þessum
erfiðleikum sagði Lárus ljóst að ekki
mætti bæta á erlendar skuldir ef tak-
ast ætti að halda þeim innan við áætl-
að strik, þ.e. 60% af þjóðarfram-
leiðslu, en þær eru þegar áætlaðar um
58%. Hann kvað sitt persónulega mat
vera það að reyna ætti eftirtaldar leið-
ir í svofelldri röð: I fyrsta lagi niður-
skurð, og kvaðst hann fylgjandi því að
reyna ætti til þrautar að ná 300 millj.
kr. niðurskurðinum í tryggingakerfinu
sem stefnt hefði verið að. í öðru lagi
sparnaður. í þriöja lagi nefndi hann
aukna kostnaðarhlutdeild almennings
í þjónustu hins opinbera, en hann taldi
þá leið einnig geta orðið til umtals-
verðrar hagræöingar í opinberum
rekstri. í fjórða lagi skattlagningu, en
hana sagði Lárus geta haft slæm áhrif
á lánamarkaðinn innanlands, sem
þegar væri aðþrengdur. Þó væri skatt-
lagning illskárri en að reka ríkissjóð
lengi með halla, því þaö hlyti aö auka
erlendar lántökur.
Lárus sagði i lokin að hann vonaðist
til að öll sú vinna sem lögð hefði verið
í undirbúning og athuganir á stöðu
ríkisfjármálanna allt frá í sumar bæri
árangur. Hann sagði fjármálaráð-
herra hafa skipað sérstaka nefnd í
kjölfar þess starfs til að fylgja eftir
því eftirliti með ríkisfjármálunum
sem hafið væri. Með þessu væru tekin
upp ný vinnubrögð, nú væri ekki leng-
ur verið að fela vandann, og með upp-
stokkun sem þessari næðist betri yfir-
sýn yfir ríkisfjármálin og fjárlög, sem
lýðræðislega væri að staðið.
Magnús Pétursson
hagsýslustjóri:
Stór hluti vegna
ríkisstjórnar-
ákvarðana
Magnús Pétursson hagsýslustjóri
sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann
teldi stóran hluta 1.845 millj. kr. dæmis-
ins, sem stefnir í rekstrarhalla fjárlaga
ársins meö, tilkominn vegna ríkisstjórn-
arákvarðana. Hann segir það af og frá að
legið hafi verið á upplýsingum, þegar
fjárveitinganefnd Alþingis vann að fjár-
lagagerðinni, en segir þó að ýmis upp-
gjörsmái hafi komið upp eftir að Alþingi
afgreiddi fjárlögin.
Varðandi ríkisábyrgðina á 130 millj.
kr. láni loðnudeildar Fiskveiðasjóðs
sagði Magnús að enginn væri búinn að
segja, að ríkissjóður ætti eða ætli að
taka það lán á sig, komið gæti til
skuldbreytinga. Hann sagði allt dæm-
ið meira og minna á sama veg. Það
gæti enginn sagt um það á þessu stigi
hvort til dæmis tryggingagreiðslur,
lán og fleira yrði eins og nú væri áætl-
að.
Magnús sagði mál þetta skiptast í
þrjá meginþætti frá sínu sjónarmiði.
„í fyrsta lagi hluti sem lágu fyrir við
afgreiðslu fjárlaga og fjárveitinga-
nefnd gekk ekki frá. Þá er stór hluti af
þessu vegna ríkisstjórnarákvarðana.
Ríkisstjórnin verður að svara því sjálf,
hvers vegna hún vildi ekki setja meira
fjármagn í útflutningsbætur á fjárlög-
um. Menn töldu þá að þörfin yrði ekki
meiri, en það veit í raun enginn hver
hún verður. Hún gæti orðið meiri en
nú er reiknað með.“ í þriðja lagði
sagði Magnús að til hefðu komið ýmis
uppgjörsmál eftir frágang fjárlag-
anna, þannig að ekki væri sanngjarnt
að halda því fram að fjárveitinga-
nefnd hefði verið kunnugt um alla
þessa hluti, þó henni hefði ekki verið
dæmið ókunnugt að öllu leyti.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra:
Hefðum ekki átt
að lækka
skatta og tolla
FORSÆTISRÁÐHERRA segir nýjustu
upplýsingar um stöðu fjárlaga ársins sér
mjög mikil vonbrigði, sem varla sé hægt
að finna einhlítar skýringar á. I»ó sé
Ijóst, að ríkisstjórnin hefði ekki átt að
lækka neina skatta eða tolla. Hann segir
ennfremur, að vandinn verði alls ekki
leystur með auknum erlendum lántök-
um. Stærstu útgjaldaliðina telur forsæt-
isráðherra í heilbrigðis-, trygginga- og
menntakerfinu. „Fólk vill hafa þessa
þjónustu og þá verður þaö að greiða fyrir
hana. Það verður annað hvort gert með
greiðslum þeirra, er hennar njóta, en
gegn því er mikil andstaða. Þá er ekki
um annað að ræða en skattlagningu,"
sagði hann.
Forsætisráðherra var fyrst spurður
um hið breiða bil í fjárlögum varðandi
heilbrigðis- og tryggingamál og hvort
ríkisstjórnin hefði gefið upp á bátinn
að ná tilætluðum sparnaði á þeim lið,
eins og t.d. þeim að fólk greiði hluta
sjúkrahúskostnaðar. Hann sagði að
verið væri að leita nýrra hugmynda og
væri sérstök nefnd fulltrúa stjórnar-
flokkanna að vinna að því. Um heil-
brigðiskerfið sagði hann: „Það er að
sliga okkur og til þeirra mála hefur
stöðugt farið vaxandi hluti þjóðar-
tekna. Ég held að það sé núna hátt í
10% þjóðartekna sem vegur náttúru-
lega þungt, þegar þjóðartekjur drag-
ast saman. Því miður hafa allar til-
raunir til þess að reka heilbrigðiskerf-
ið á hagkvæmari máta mistekist,
margir ráðherrar glímt við og ekki
tekist."
Þá sagði forsætisráöherra að hann
væri þess fullviss að gífurleg misnotk-
un ætti sér stað varðandi meðalanotk-
un. Hann sagðist hafa það frá fróðum
mönnum að meirihluti lyfja sem gef-
inn væri út iægi ónotaður í lyfjaskáp-
um og þyrfti að eyðileggjast. „Eg taldi
að þær breytingar sem gerðar hafa
verið á reglum um lyfjanotkun ættu
að leiða til betri notkunar, en það virð-
ist víðs fjarri."
Á útflutningsbætur er taliö vanta
120 millj. kr. Steingrímur sagði bænd-
ur eiga rétt á að fá 10% framleiðslu-
verðmætis í útflutningsbætur og
hefðu þeir sl. þrjú ár fengið töluvert
meira, þó ekki hefðu þeir notað þenn-
an rétt að öllu leyti á síðasta ári. Hann
sagðist telja ákaflega illa gert að laka
þetta af þeim núna þegar þeir væru að
komast út úr offramleiðsluvandræð-
um.
Varðandi rekstur embætta sýslu-
manna og fógeta sagði ráðherrann að
gert væri ráð fyrir að ýmsar tekjur
þessara embætta stæðu undir rekstri,
en það hefði aldrei tekist. Embættin
hefðu safnað skuldum og velt a úndan
sér í langan tíma.
Forsætisráðherra var spurður í lok-
in, hvernig hann teldi að til tækist að
færa til innan fjárlagarammans þær
325 millj. kr. sem ætlaðar væru til
hinna verst settu, miðað við þessar að-
stæður. Hann svaraði: „Ég tel að það
sé út af fyrir sig hægt og það er verið
að skoða leiðir til þess, meðal annars
niðurgreiðslur landbúnaðarvara, en
það eru til fleiri leiðir." Hann ítrekaði
í lokin að þessar upplýsingar væru sér
mikil vonbrigði, en taldi að nú sæist til
botns í þessu.
Matthías Bjarnason
heilbrigðis- og
tryggingaráðherra:
Alvarleg
vantalning á
lyfjakostnaði
MATTHÍAS Bjarnason segir að megin-
hluti þess fjármagns sem vantalið var í
fjárlagaafgreiðslunni vegna trygginga-
mála sé fyrst og fremst vegna daggjalda-
kerfisins, en ekki hafi verið reiknað með
réttum legudagafjölda. Þá sé um mjög
alvariega vantalningu á lyfjakostnaði að
ræða, sem ráðherrann rekur til gengis-
breytinga á fyrri hluta síðasta árs. Ráð-
herrann segir einnig að ætlunin sé að
breyta reglum um lyfjameðferð, þannig
að þak verði sett á magn lyfja.
Matthías sagði, að f útreikningum
sjúkratrygginga við undirbúning fjár-
laga sé miðað við greiðslur ársins á
undan og þær framreiknaðar. Þegar
komið hefði til greiðslna í janúar og
febrúar sl. hefði komið í ljós veruleg
vantalning og þá auðvitað verið gripið
til þess ráðs að ræða um leiðréttingu
þegar í stað. Hann kvað þetta fyrst og
fremst vera í tengslum við daggjalda-
kerfið, en þar hefði ekki verið reiknað
með réttum legudagafjölda.
Ráðherrann kvað hins vegar mjög
alvarlega vantalningu hafa átt sér
stað í sambandi við lyfjagreiðslur, en
rakti hana til gengisbreytinga á fyrri
hluta síðasta árs. I tilefni af umræð-
um um lyfjadæmið sagði hann að
löngu hefði verið ákveðið að breyta
reglum um lyfjameðferð og að fljót-
lega yrði sett þak á magn lyfja.
Matthías Bjarnason sagði að lokum:
„Þetta dæmi er ekkert nýtt. Þetta er
búið að ganga svona árum saman, en
það er bara brugðið fyrr við nú en
jafnan áður.“
Ragnar Arnalds fyrrum
fjármálaráðherra:
Kemur á óvart
að ríkisstjórnin
skuli viðurkenna
„FRETTIR um stórfelld „göt“ í fjárlaga-
dæminu koma síður en svo á óvart. Þær
staðfesta fyrst og fremst það sem við
bentum á við afgreiðslu fjárlaga í haust,"
sagði Ragnar Arnalds þingmaður Al-
þýðubandalagsins og fyrrum fjármála-
ráðherra, í gær aðspurður um nýjar upp-
lýsingar um stöðu fjárlaga.
Ragnar sagði ennfremur: „Það sem
kemur á óvart er að ríkisstjórnin skuli
viðurkenna aðeins tveimur mánuðum
eftir afgreiðslu fjárlaga hvernig ástatt
er, án þess að nokkrar hugmyndir liggi
fyrir um, hvernig brugðist skuli við.
Ekki er tímabært að ræða einstaka
liði málsins fyrr en fjármálaráðherra
hefur opinberlega gert grein fyrir
þeim. Fæst af þessu ætti að koma á
óvart, eins og ég nefndi áðan, til dæm-
is hefur lengi legið fyrir, að útflutn-
ingssbætur samkvæmt 10% reglunni
ættu að nema 450 millj. kr. en ekki 280
millj. kr., eins og er í fjárlögum.
Síðan fjárlög voru afgreidd hefur
ekkert nýtt gerst, sem breyta þyrfti
fjárlagatölum, nema kjarasamn-
ingarnir, en þeir eiga ekki að valda
halla' hjá ríkissjóði, því að eins og
löngum áður, skila aukin launaútgjöld
sér nokkurn veginn aftur í hækkuðum
veltusköttum, og nýjasti félagsmála-
pakkinn, sem nemur 330 millj. króna,
hefur enn ekki verið tekinn með í
reikninginn, enda hefur staðið til að
lækka niðurgreiðslur þar á móti.
Heildarstærð þess sem vantar upp á
fjárlögin kemur ekki í ljós fyrr en það
skýrist, hvort sparnaðaráform ríkis-
stjórnarinnar renna öll út í sandinn
eða fyrst og fremst mikill hluti þeirra,
eins og nú virðist reiknað með.
Hitt má færa fjármálaráðherra til
tekna, að hann skuli ljóstra upp leynd-
armálinu um þetta stóra gat í fjárlög-
unum, þegar svo skammt er liðið frá
afgreiðslu fjárlaga. Hann slær sér
kannski upp á stóra gatinu, þegar allt
kemur til alls.“
Ragnar Arnalds sagði að lokum: „Er
það ekki einmitt nýi stíllinn sem kom
með þessari ríkisstjórn, að menn hag-
nýta sér eigin mistök með nógu óvænt-
um játningum?"
Sullaveikin er langvinnur og kvalafullur sjúkdómur:
Heilbrigðisyfirvöld telja
hættuna enn fyrir hendi
ÞAR SEM sullaveiki hefur skotið upp
kolli á ný beinast augu manna að hugs-
anlegum smitleiðum, hvernig háttað sé
hundahreinsun á landinu og hvernig
farið sé með innmat úr sláturfé. llm
þessi efni er í gildi reglugerð um varnir
gegn sullaveiki og lög um hollustuhætti
og heilbrigðiseftirlit, þar sem kveðið er
á um hvernig að hundahaldi skuli stað-
ið.
Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri
í heilbrigðisráðuneytinu, lagði á það
áherslu í samtali við Mbl., að flestar
af þeim ástæðum, sem til staðar
voru þegar lög um hundahald og
sullaveikivarnir voru sett í önd-
verðu, væru fyrir hendi enn í dag.
Sullaveikin væri ekki úr sögunni,
bæði landlæknir og yfirdýralæknir
hefðu beðið menn að halda vöku
sinni þar sem hættan væri enn fyrir
hendi.
Ingimar sagði að hann teldi
hundahreinsunarreglugerð ekki
framfylgt sem skyldi, en langverst
væri þó ástandiö þar sem hundahald
væri bannað, svo sem í Reykjavík.
Sveitarfélög hefðu meira og minna
farið inn á þá braut að leyfa tak-
markað hundahald þar sem það
hefði sýnt sig að mjög illa gengi að
framfylgja algeru banni við hunda-
haldi.
Páll Agnar Pálsson, yfirdýralækn-
ir, taldi mestu máli skipta í þessum
efnum, að gæta vel að sullum sem
koma fyrir í dýrum á blóðvelli. Páll
taldi að þeir sem ynnu við það,
ræktu störf sín af trúmennsku. Páll
gat þess að ígulsullir sem sýkja
menn, hefðu fundist af og til í Suð-
ur-Múlasýslu um árabil, síðast árið
1979. Þá var talið Iíklegt að sullirnir
kæmu frá bandormaveikum, smygl-
uðum hundum. Ekkert sannaðist i
því efni, en grunsamlegir hundar
voru aflífaðir.
Páll taldi hundahreinsunarmálum
sæmilega fyrir komið nema í
Reykjavík, þar sem engin lögboðin
hundahreinsun fer fram.
Morgunblaðið leitaði til Magnúsar
Guðjónssonar, dýralæknis í Reykja-
vík, og innti hann eftir því hvort al-
gengt væri að fólk kæmi af sjálfs-
dáðum og óskaði eftir að láta
hreinsa hunda sína með tillit til
bandorma. Hann kvað það sárasjald-
gæft. Hins vegar létu menn hreinsa
hunda sína af spóluormum. Magnús
kvaðst telja það ástand sem ríkti í
Reykjavík mjög varhugavert, bjóða
heim hættunni á sullaveiki. Hann
taldi að í Reykjavík væru um fimm-
tán hundruð hundar, fæstir þeirra
hreinsaðir, og margir þeirra kæmust
í námunda við hráan innmat er þeir
fylgdu eigendum sínum í ferðalög út
um land og í sumarbústaði. Magnús
taldi að í nágrannabyggðarlögum
Reykjavíkur væru um fimmtán
hundruð hundar. Þar væru hunda-
hreinsunarmál í góðu lagi, að því er
hann best vissi. Magnús taldi ráðleg-
ast að leyfa takmarkað hundahald í
Reykjavík samkvæmt þeim tillögum
sem Hundaræktarfélagið hefur sett
fram. Það hefði sýnt sig að ekki væri
hægt að framfylgja reglum um bann
við hundahaldi.
í samtalinu viö Magnús Guöjóns-
son kom fram að hreinsun á hundum
er þeim algerlega skaðlaus og kostar
150 krónur fyrir meðalstóran hund.
Sullaveiki er eftir lýsingum lækna
að dæma lúmsk veiki sem erfitt er að
henda reiður á. Einkenni hennar eru
margvísleg eftir því hvar sullurinn
hreiðrar um sig.
Hann berst gegn um þarmavegg
og með blóðrásinni þangað sem mik-
ið háræðanet er fyrir hendi. Þar er
hans kjörlendi. Sullur í lifur þrýstir
oft á gallgang og veldur verkjum.
Komið getur fyrir að sullur springi
og sái sér um kviðarholið. Þá verður
fólk utan um sig eins og kona sem
komin er að því að ala barn. Sullur í
lungum veldur hósta og mæði.
Springi sullurinn hóstar sjúklingur-
inn upp greftri og sullungum. Grafi í
sullum er það lífshættulegt ástand.
Sullaveiki greinist á röntgen-
myndum og að auki eru til sérstök
húðpróf sem eru mjög nákvæm. Eina
iækningin við sullaveiki er að nema
meinið brott með skurðaðgerð. Hún
er þó ekki algild.
Kona af Snæfellsnesi fékk sulli í
bein. Tvisvar sinnum var reynt að
lækna hana með uppskurði en sulla-
veikin dró hana að lokum til dauða
árið 1961.
Sullaveikin, sem getur verið lang-
vinnur og kvalafullur sjúkdómur,
var mjög algeng á íslandi meðan sá
siður var landlægur að láta hunda
um að hreinsa matarílát heimilis-
fólks. Síðan sá siður var aflagður,
farið var að gæta ströngustu varúð-
arreglna um meðferð á innmat við
slátrun og hreinsa hunda af band-
ormum, hefur sullaveikin smám
saman orðið sárasjaldgæfur sjúk-
dómur. En heilbrigðisyfirvöld telja
hættuna enn vera fyrir hendi.
Konurnar eru í sloppunum utan yfir svunturnar til að leggja áherslu á þá kröfu
sína að vinnuveitendur leggi þeim svuntur við vinnuna, en þeir leggja þeim til
sloppana. Morgunbl»*ið/Sigurgeir.
Verkakonur í frystihúsum í Eyjum fóru sér hægt viö vinnuna í gær:
Sungu þegar verkstjórar lokuðu
fyrir útvarpið í mótmælaskyni
Það var ekki mikið að gera í bónusnum í Eyjum í gær.
VERKAKONUR í þremur fisk-
iðjuverum í Eyjum, Fiskiðjunni,
ísfclaginu og Vinnslustöðinni,
fóru sér hægt við vinnuna í gær,
til að leggja áherslu á sérkröfur
sínar í samningum við vinnuveit-
endur. Meðal annars mótmæltu
þær því að þurfa sjálfar að leggja
sér til svuntur og hanska við vinn-
una með því að vinna með svunt-
urnar innan við sloppana, en
vinnuveitendur leggja til sloppa
og húfur. Samningur ASÍ og VSÍ
var felldur af verkalýðsfélögunum
í Eyjum.
„Við erum búin að vera með sér-
kröfur uppi á borðunum í samning-
um síðan 1980 eða lengur og þeim
hefur alltaf verið ýtt út af, og nú
voru þær ekki einu sinni settar upp
á borðið," sagði Jóhanna Friðriks-
dóttir hjá verkakvennafélaginu
Snót í Vestmannaeyjum um hæga-
ganginn.
„Okkur er sagt að þetta sé ekki á
vegum verkalýðsfélagsins. Það er
unnið í nokkrum hægagangi, en
fólkið er að vinna, það er ekki hægt
að segja annað. Ég þykist vita að
með þessu sé fólk að knýja á um það
að samningar takist hérna,“ sagði
Arnar Sigurmundsson, hjá Sam-
frost, sem er sameiginleg skrifstofa
hraðfrystihúsanna í Eyjum. Hann
sagðist telja þetta svipaðar aðgerðir
og verið hefðu í Reykjavík nema
hvaö fólk legði ekki niður vinnu.
Samningafundur var með deilu-
aðilum á föstudaginn var þar, sem
kröfugerðin var kynnt og til nýs
fundar hefur verið boðað í dag.
„Það eru svona smáákvæði sem
þær vilja fá inn eins og með vinnu-
fatnað, svuntur og vinnuhanska, en
það þurfa þær að greiða sjálfar.
Þær eru að reyna að reka á eftir því
að það verði samið við okkur,“ sagði
Jóhanna.
„Ég hef bara ekki hugmynd um
það,“ sagði Jóhanna aðspurð um
hvort að hún héldi að þessar aðgerð-
ir héldu áfram. „Þetta kom okkur
dálítið á óvart í morgun, því nú
víssu konurnar í vinnslustöðvunum
raunverulega ekki hver af annarri.
Við fréttum þetta fyrst úr Isfélag-
inu í morgun og við fórum þá á stað-
inn og þá vissu þær að samskonar
aðgerðir voru í gangi úti í Fiskiðju
og spurðu okkur hvort við vissum
hvort það væri í Vinnslustöðinni
einnig. Við vissum það ekki og fór-
um þangað. Þegar við komum þar
inn þá mætti okkur dúndrandi söng-
ur í salnum. Þá höfðu verkstjórarn-
ir í salnum mótmælt hægagangin-
um með því að slökkva á útvarpinu
og þá sungu þær,“ sagði Jóhanna.
Jóhanna sagði að meðal krafna
verkakvennafélagsins væri að næt-
urvinna hæfist strax eftir að dag-
vinnu lyki og að starfsfólk fengi að
nota allt að einni viku af sinum
veikindaréttindum til að sinna veik-
indum barna sinna innan 13 ára
aldurs. Þá gera kröfurnar ráð fyrir
að hádegistími verði greiddur þegar
unnið er á helgidögum. Þá sé krafa
um launaflokkahækkun vegna þess
að þegar unnið sé í bónus séu kon-
urnar á 7—12 krónum lægra tíma-
kaupi en annars, vegna þess að
kauptaxtinn sem bónusinn sé reikn-
aður út frá, sé lægri en lágmarks-
tekjutryggingin.