Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 23

Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 23 Verkfallið við Simdahöfn: Viljum fá menn að samningaborðinu — segir Jóhann Geirharðsson trúnaðarmaður „ÞAÐ EINA sem við erum að fara fram á er að fá Eimskipsmenn að samningaborðinu til viðræðna. Við höfum haft óbreytta sérkjarasamn- inga frá árinu 1974, sem eru orðnir úreltir fyrir löngu, meðal annars vegna þess hve mikið hefur verið fækkað verkamönnum í hverju gengi, þannig að álagið hefur magnast á hvern og einn. Eins er ýmsu ábótavant í sambandi við öryggismálin, sem við viljum koma í viðunandi horf,“ sagði Jóhann Geirharðsson trúnaðarmaður verkamanna við Sundahöfn, en um 200 manns lögðu niður vinnu eftir hádegið í gær í því skyni að reyna að knýja fram viðræður við Eimskipafélagið um nýjan sérkjara- samning. boð til að semja þannig fyrir okkar hönd. Síðastliðin tvö ár hefur samninganefnd á vegum verkamanna við Sundahöfn unnið að kröfugerð um breytingar á sérkjarasamningum frá 1974 og við höfum nokkuð fullmótaðar kröfur í höndunum. Við erum alls ekki að fara fram á neinar stór- felldar launahækkanir. Þessar kröfur snúast að miklu leyti um auknar öryggisráðstafanir; við Starfsmenn Sundahafnar ræða stöðuna í hádeginu í gær. Hannes Jóns- son er lengst til vinstri, en við hlið hans er Jóhann Geirharðsson. Jóhann sagði að þessar verk- fallsaðgerðir væru algerlega runnar undan rifjum verkamann- anna sjálfra og Dagsbrún kæmi þar hvergi nærri. „Við viljum semja við fyrirtækið sjálft, ekki VSÍ,“ sagði Jóhann. „Hins vegar segjast Eimskipsmenn ekki hafa heimild til að semja, þar sem VSl fari með umboð þeirra. Ég á bágt með að skilja það, þar sem við gerðum okkar sérsamninga við Eimskipafélagið fyrir tíu árum, og þeir ættu að geta rætt við okkur nú eins og þá.“ Að sögn Jóhanns var yfirmönn- um Eimskipafélagsins boðið að gefa skriflega yfirlýsingu þess efnis að þeir væru tilbúnir til við- ræðna og yrði þá ekkert af vinnu- stöðvuninni. „Við biðum eftir svari þeirra til hádegis í gær, en yfirlýsingin kom ekki, þannig að ekki var annað að gera en fara í verkfall," sagði Jóhann. Eitt skip beið losunar í gær við Sundahöfn, Eyrarfoss, en Goða- foss, sem til stóð að lestaði fiski í gær, sigldi til Keflavíkur í fyrra- dag til að taka fisk. „Þeir hafa haft spurnir af verkfallinu og því komið skipinu til Keflavíkur fyrr en til stóð,“ sagði Hannes Jóns- son trúnaðarmaður. En Goðafoss er væntanlegur til Reykjavíkur aftur í dag og eins Mánafoss. Þeir Jóhann og Hannes sögðu að ekki hefði verið tekin ákvörð- un um frekari verkfallsaðgerðir, slíkt yrði rætt fyrir hádegið í dag, en það lægi alveg ljóst fyrir að þeir myndu ekki gefast upp fyrr en tækist að koma á viðræðum. „Sannieikurinn er sá að bæði ASÍ og VSl hafa eyðilagt mikið fyrir okkur með samningi sín- um,“ sagði Jóhann. „í fyrstu grein hans stendur að allir sér- samningar framlengist óbreyttir. Við teljum að þeir hafi ekki um- Gengið frá vinnu klukkan 12 f gær. I baksýn má sjá Eyrarfoss, sem bíður uppskipunar. Morg«nbl«*ii/KÖE. gerum þá kröfu að fyrirtækið leggi okkur til tvo samfestinga í skærum litum og öryggisskó. Við viljum að líf- og slysatryggingar verði þrefaldaðar og við förum fram á einnar viku vetrarorlof. Þá viljum við samræma samn- inga hjá starfsmönnum skipafé- laganna, þannig að menn sem skipta um félag þurfi ekki að byrja í lægsta launaþrepi aftur. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að það er bæði hættulegt og erfitt starf að vera hafnarverkamaður. Það er því ekki nema sanngjörn og eðlileg krafa að vinnuveitendur okkar komi til móts við okkur og efli öryggisráðstafanir á vinnustaðn- um, ásamt því að meta þá vinnu að verðleikum sem þarna er unn- in, til dæmis með því að bæta við viku orlofi að vetrinum til, eins og víða tíðkast." Sveinbjörn E. Björnsson, framkvæmdastjóri Ofnasmiðjunnar, afhendir Ár- óru Jóhannsdóttur verðlaun fyrir beztu tillöguna í nafnasamkeppni fyrirtæk- isins. Morpinbl»*i«/KÖE. Nafnasamkeppni Ofnasmiðjunnar: „Topp-ofn“ skal nýi oftiinn heita OFNASMIÐJAN efndi nýlega til verðlaunasamkeppni um nafn á nýj- um ofni, sem fyrirtækið er að hefja framleiðslu á. Fjölmargar tillögur bárust, en fyrir valinu varð nafnið „Topp-ofninn“, sem Áróra Jó- hannsdóttir lagði til og voru henni afhent sérstök verðlaun. Á blaðamannafundi, sem for- svarsmenn fyrirtækisins boðuðu Gamall maður fyrir bifreið LAUST fyrir klukkan tvö í gær- dag varð 77 ára gamall maður fyrir bifreið á mótum Banka- strætis og Ingólfsstrætis. Bifreið var ekið suður Ingólfsstræti yfir gatnamótin á grænu ljósi. Gamli maðurinn var á leið yfir götuna á móti rauðu ljósi, þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Meiðsli mannsins reyndust ekki alvarleg. til kom fram, að Ofnasmiðjan fær ofnaefnið fyrir „Topp-ofninn“ frá Vestur-Þýskalandi og er efnis- þykkt 1,3 mm. Á hluta efnisins eru áfestar hitaþynnur, sem eru punktsoðnar mjög þétt og pressað- ar að ytri bárum ofnanna. „Þetta gerir það að verkum, að varmaleiðni Topp-ofnsins verður mikil og hver ofn tekur lítið rými miðað við varmagjöf. Tvöfaldur Topp-ofn, sem er 62 sm á hæð og 1 metri á lengd gefur þannig 1.123 kcal/klst, en Hellu-ofn af sömu stærð gefur um 1.000 kcal/klst.,“ segir í frétt Ofnasmiðjunnar. Verð á þessari stærð af Topp- ofni er 2.358 krónur með sölu- skatti. Á Topp-ofnunum eru efri brúnir rúnnaðar, bæði til að minnka tæringar- og slysahættu. Á blaðamannafundinum kom síðan fram, að í öðru sæti í sam- keppninni varð nafnið „Spar-ofn“ en tillögu þar að lútandi átti Finn- ur R. Stefánsson. * Sambandsstjórn VSI vegna ólögmætra verkfallsaðgerða: „Við yerðum einhvern veginn að búa okkur til blómvönd úr þess- um blómum hans Guðmundar“ — segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ SAMBANDSSTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands fundaði í gærdag. í niðurlagi samþykktar fundarins segir að framkvæmdastjórn VSÍ sé falið að undirbúa þær varnaraðgerðir sem vinnuveitendum séu tiltækar að lögum. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ var spurður í hverju þessar varnaraðgerðir væru fólgnar. „Við munum bregðast við í sam- ræmi við það sem tilefni gefst til. Sagði Guðmundur J. ekki, þegar hann var spurður að þessu, að hann ætlaði að láta þúsund blóm spretta? Við verðum einhvern veg- inn að búa okkur til blómvönd úr þessum blómum hans Guðmund- ar. Við segjum ekki fyrirfram hvernig við munum bregðast við. Þarna er um varnaraðgerðir að ræða sem við munum grípa til verðum við . þvingaðir til af mönnum sem virðast ekki ætla að lúta almennum landslögum í sam- skiptum atvinnurekenda og verka- lýðsfélaga," sagði Magnús. Sam- þykkt sambandsstjórnar VSÍ fer hér á eftir í heild: „Verkalýðsfélög með yfir þrjá- .tíu þúsund launþega innan sinna vébanda hafa nú samþykkt heild- arkjarasamninga ASÍ og VSÍ, sem Hjúkrunarfræðingar undirrituðu samkomulag við Reykjavíkurborg í gærmorgun hjá ríkissáttasemjara sem í meginatriðum er samhljóða samningum BSRB og ríkisvaldsins sem undirritaðir voru í fyrri viku. Boðað hefur verið til samninga- fundar hjá ríkissáttasemjara með gerður var fyrir tveimur vikum. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hefur hins vegar hafn- að þeirri heildarlausn kjaramála er i samningnum fólst og kom einkum þeim lakast settu til góða. Kaupkröfur Dagsbrúnar svara til útgjaldaauka sem nemur tugum prósenta, mismunandi eftir starfsgreinum en mest fyrir þá, er hæstar hafa tekjurnar. Jafnframt er gerð krafa um samning til tæpra þriggja mánaða. Þessum kröfum hefur verið fylgt eftir með ólöglegum vinnu- stöðvunum, sem beinst hafa að einstökum fyrirtækjum. Vinnu- brögð eins og þau sem nú er beitt eru nýlunda hér á landi, þar sem forysta Dagsbrúnar felur sig bak við óbreytta félagsmenn. Slíkri lögleysu getur Vinnuveitendasam- bandið ekki unað. bókagerðarmönum og Félagi ísl. prentiðnaðarins í dag klukkan 10 og með blaðamönnum og viðsemj- endum þeirra kl. 15.00 hjá ríkis- sáttasemjara. Þá hefur verið boð- að til samningafundar með ríkis- verksmiðjunum og launamála- nefnd ríkisins á föstudaginn klukkan 10.00. Samtímis þessu hafa ýmis verkalýðsfélög, þ. á m. félög iðnað- armanna, dregið að taka afstöðu til heildarsamningsins. Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambands íslands áréttar, að ekki getur komið til samninga við einstök verkalýðsfélög um hærri laun eða aukinn kostnað frá því sem samningur ASÍ og VSÍ gerir ráð fyrir. Frávik frá þeirri afstöðu væri ekki einasta svik við þau verkalýðsfélög og þrjátíu þúsund félagsmenn þeirra, er staðfest hafa heildarkjarasamninginn, heldur í beinni andstöðu við meg- inmarkmið hans, sem var að tryggja afkomu þeirra, er við kröppust kjör búa. Slíkir samn- ingar væru aðeins ávísun á aukna verðbólgu og atvinnuleysi og að því mun Vinnuveitendasambandið ekki stuðla. Sambandsstjórn VSÍ telur að kröfugerð af þessu tagi og ólög- mætar verkfallsaðgerðir séu ógnun við hagsmuni allrar þjóðar- innar og samþykkir því að fela framkvæmdastjórn sambandsins að halda áfram undirbúningi þeirra varnaraðgerða sem vinnu- veitendum eru tiltækar að lögum." INNLENT Hjúkrunarfræðingar semja við Reykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.