Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Okkur vantar saumakonur Góö vinnuaðstaða. Bónusvinna. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 45800. (@| KARNABÆR Simi 45800 frá skiptiborði, Nýbýlavegi 4, Kópavogi. Ritari Vanur ritari óskast til vélritunarstarfa hálfan daginn á lögfræðistofu í miðborg Reykjavík- ur. Vinnutími fyrir hádegi. Þarf að geta hafið störf hiö fyrsta. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist auglýsingadeild Morgun- blaðsins fyrir kl. 17.00, föstudaginn 9. mars nk. merktar: „Ritari — 163“. Heildverslun í hreinlætis- og snyrtivörum óskar að ráöa starfskraft til skrifstofu- og sölustarfa. Bílpróf æskilegt. Umsóknir leggist inn á afgreiöslu Morgun- blaðsins fyrir 13. mars merkt: „B — 3007“. Skrifstofustarf NESCO MANUFACTURING HF. óskar að ráöa í ahliða símavörzlu- og skrifstofustarf. Starfið felst m.a. í eftirfarandi: Símavörzlu, vélritun, vinnu viö telex, ritarastörfum, inn- heimtu og öðrum almennum skrifstofustörf- um. Þannig er um aö ræða mjög fjölbreytt starf. Leitað er að starfskrafti á aldrinum 20—25 ára, með góða almenna menntun og/eða reynslu, t.d. með stúdentspróf eða verzlun- arskólamenntun. Nauðsynlegt er. að viðkom- andi geti talað og ritað ensku reiprennandi og væri góö kunnátta í einu Noröurlandamáli kostur (kæmi t.a.m. finnsku kunnátta sér mjög vel). Leikni í vélritun er æskileg og reynsla af vinnu við telex væri kostur. Mjög ákveðnar kröfur eru gerðar um stund- vísi, reglusemi, áreiðanleika í hvívetna og vandaða framkomu og vinnubrögð. Boöin eru mjög góð launakjör og fjölbreytt og lifandi starf. Umsóknir um starfið sendist Helga Magnús- syni, viðskiptafræðingi og löggiltum endur- skoðanda, Síðumúla 33, Reykjavík, fyrir 15.3. '84. Umsóknum skulu fylgja fullkomnar persónu- og ferilsupplýsingar. Með allar umsóknir verður fariö sem trúnaðarmál og öllum verð- ur svarað. Vélstjóra vantar á togara Bæjarútgeröar Hafnarfjarð- ar. Upplýsingar í síma 53366 á skrifstofutíma. Bæjarútgerð Hafnarfjaröar. Saumastarf Óskum eftir að ráða vanar eða óvanar saumakonur til starfa strax heilan eða hálfan daginn. Allar upplýsingar gefnar á staðnum eöa í síma 82222. DÚKUR HF Vélfræðingur með ótakmörkuö réttindi óskar eftir vel- launuðu starfi í landi. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð á augl.deild Mbl. fyrir 9. marz merkt: „V — 82“. Hótel Borg auglýsir eftirfarandi störf: Þjónustu í sal. Starf í þvottahúsi. Upplýsingar á hótelinu í dag kl. 2—6, ekki í síma. Hótelstjóri Hótelstjóri óskast á sumarhótel úti á landi. Þekking á hótelrekstri skilyrði. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. fyrir 10. marz merkt: „Sumarhótel — 0081“. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til almennra skrifstofu- starfa. Góð vélritunarkunnátta nauösynleg. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri á staðnum á milli kl. 9 og 12. Sumarstarf íslenskur Markaður hf. óskar að ráða fólk til sumarstarfa í verslun sína í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Enskukunnátta nauðsyn- leg, dönsku og/eða þýskukunnátta æskileg. Upplýsingar veitir Stefanía í síma 92-2790 á skrifstofutíma. íslenskur Markaður hf., 235 Keflavíkurflugvelli. Alftanes — blaðberar Morgunblaðið óskar að ráða blaðbera við Austurtún og Blátún á Álftanesi. Upplýsingar veittar í síma 51880. pinr0iiwMtóíl> Smiðir óskast Óskum aö ráöa nú þegar smiöi viö trésmiðju okkar að Helluhrauni 8, Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 53255. Byggðaverk. Málmtækni Járniðnaðarmenn óskast í járn- og álsmíði. Aðeins góðir smiðir koma til greina. Málmtækni sf., Vagnhöfða 29, sími 83045 og 83705. Vantar smið Vanur smiöur óskast í vinnu úti á landi. Reynsla í verkstjórn áskilin. Frítt fæði og hús- næði. Umsóknir ásamt upplýsingum leggist inn á augl.deild Mbl. merkt: „S — 0946“. Bókabúð viö Laugaveginn vantar starfskraft hálfan daginn. Tilboð merkt: „B — 0152“ sendist augl.deild Mbl. fyrir 14. mars. Verkamenn Nokkra verkamenn vantar nú þegar í bygg- ingavinnu. Einnig vantar mann á loftpressu, einungis vanir menn koma til greina. Upplýsingar í símum 11385 og 26609 á skrifstofutíma. Laus staða Staða skattstjóra í Suðurlandsumdæmi er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. júlí nk. Umdæmi skattstjóra Suðurlandsumdæmis nær yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangár- vallasýslu, Árnessýslu og Selfosskaupstað, en aðsetur skattstjóra er á Hellu. Umsækj- endur skulu uppfylla skilyröi 86. gr. 1. nr. 75/1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 1. maí nk. Fjármálaráðuneytiö, 1. mars 1984.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.