Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
27
Jt*an-Vvt‘s á sýningu
fronsku ópcrunnar
þar soni hann t‘r
fastráóinn aóaldans-
ari. Ilann dansar
hlutverk l'rinsins í
uppfa‘rslu íslcnska
dansflokksins á
„Öskubusku."
íslenski
dansflokkurinn
frumsýnir
ballettinn
• •
Oskubuska
ÍSLENSKI dansflokkurinn, sem
frumsýnir í kvöld ballettinn
„Öskubusku" við tónlist rússn-
eska tónskáldsins Prokofév, hefur
fengið til liðs við sig Jean-Yves
Lormeau, aðaldansara við frönsku
óperunna. Hann dansar hlutverk
prinsins, en Öskubusku sjálfa
dansar Ásdís Magnúsdóttir.
„Ég er fyrst og fremst undr-
andi á því hversu fáir karlmenn
dansa ballett hér á Islandi,"
sagði Jean-Yves er blm. Morgun-
blaðsins ræddi við hann nú fyrir
skömmu. Og svo er ég einnig
undrandi á því hversu ungar
stúlkurnar eru sem eru í ís-
lenska dansflokknum. Mér lýst
ágætlega á aðstæðurnar hér. Til
að komast á toppinn þurfa
ákveðin grundvallaratriði að
vera fyrir hendi, sem ég tel að
þið hér á íslandi hafið. Athug-
aðu það, að íslenski dansflokkur-
inn er ekki nema 10 ára gamall
og hann vinnur nú þegar að því
að setja upp þennan stóra ballett
sem er í þremur þáttum. Þeir
ballettflokkar sem áður hafa
fengist við uppsetningu „Ösku-
busku“ hafa yfirleitt ekki gert
það fyrr en eftir miklu lengri
starfsferil en 10 ár.
Mér skilst að hér á landi fái
nemendur, til dæmis í ballett-
skólum, ekki mörg tækifæri til
að dansa opinberlega. í Frakk-
landi er mjög algengt að nem-
endur fái statistahlutverk,
annaðhvort í ballettum eða leik-
ritum og fá þannig smjörþefinn
af því að koma opinberlega fram.
En það held ég einmitt að sé
ákaflega mikilvægt fyrir krakk-
ana.
Jú, ég geri töluvert af því að
ferðast um og dansa með litlum
ballettflokkum í Frakklandi,"
segir hann aðspurður. „Ef ég á
að dansa eitthvert ákveðið hlut-
verk með balletthóp vil ég æfa
hlutverkið með hópnum, en ekki
koma á svæðið rétt fyrir frum-
sýningu og dansa án þess að vera
í nokkru sambandi við mótdans-
ara mína. Þess vegna er ég hér
núna og hef verið að æfa dans-
ana mína með íslenska dans-
flokknum. Annars verð ég að
fara til Frakklands eftir að sýn-
ingar hefjast því ég dansa í
„Raymonda“ sem Rudolf Nour-
eev hefur sett upp í frönsku
óperunni."
Jean-Yves hefur verið fastráð-
inn dansari við frönsku óperuna
frá árinu 1973, eða í 11 ár, og
samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. hafa borist hefur Rudolf
— franski
bailettdansarinn
Jean-Yves
Lormeau
dansar hlutverk
prinsins
en Ásdís
Magnúsdóttir
dansar Öskubusku
Svipmyndir af æfingu dansflokksins á „Öskubusku".
„V ' f. ^
Noureev unnið í tíu ár að því að
þróa ballettinn „Raymonda“ upp
í það sem hann er nú í sýningum
hjá frönsku óperunni. Meðal
mótdansara Jean-Yves í „Ray-
monda“ eru Rudolf Noureev
sjálfur, Charles Jude og Michael
Denard.
Stærsti og viöamesti ballett
sem viö höfum sett upp
— rætt við Örn Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Islenska dans-
flokksins.
„Ballettinn í frönsku óperunni
er mjög mikils metinn og því er
það afskaplega mikilvægt að
Alls taka rúmlega 40 manns þátt í sýningunni. Þessa mynd tók Friðþjófur Helgason á æfingu dansflokksins í
Þjóðleikhúsinu nú fyrir skömmu.
hafa náð því sambandi við óper-
una, sem við höfum náð með
heimsókn Jean-Yves,“ sagði örn
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri íslenska dansflokksins, er
blm. ræddi við hann um „ösku-
busku“ og heimsókn franska
ballettdansarans Jean-Yves
Lormeau.
„Æfingar á ballettinum hafa
gengið mjög vel. Æskilegast
hefði verið að hafa Jean-Yves
með okkur á öllum æfingum, en
vegna anna Jean-Yves og
meiðsla Rudolfs Noureev hefur
Jean-Yves þurft að taka við hlut-
verkum i ballettum sem Noureev
átti að dansa sjálfur. Af þessum
ástæðum verður Jean-Yves að
fara til Parísar á milli sýninga
hér, en hann kemur til með að
dansa hlutverk Prinsins á öllum
sýningum í Þjóðleikhúsinu.
Þetta er viðamesti og stærsti
ballettinn sem við höfum sett
upp fram að þessu. Alls taka
rúmlega 40 manns þátt í „Ösku-
busku“ og eru þar með talin börn
sem eru nemendur í Listdans-
skóla Þjóðleikhússins. f þessari
uppfærslu er meira lagt í bún-
inga og leiktjöld en áður hefur
verið gert í ballettuppfærslum
íslenska dansflokksins.
Fram að þessu hefur verið
vandamál að finna karldansara
til að dansa með flokknum, en nú
höfum við verið heppin og fundið
nokkra unga herra til að dansa
með okkur.
Þegar æfingar hófust, í janú-
ar, hafði ég samband við Báru
Magnúsdóttur og Sóley Jó-
hannsdóttur, sem báðar reka
djassdansskóla. Þær sendu
okkur átta karldansara og hefur
samvinnan við þá gengið mjög
vel. Ég vona að fslenski dans-
flokkurinn fái að njóta góðs af
starfi þeirra í framtíðinni,"
sagði Örn Guðmundsson að lok-
um.