Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 28
28
Grein og myndir Ulfar Agústsson
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Kalifornía
gullna ríkið
Við þurftum að bíða í hálfan dag í Long Beach, útborg Los Angeles, eftir viðtali við
blaðafulltrúa Jet America. I’arna er ekki hægt að sitja auöum höndum, svo við feðgarnir
lögðum út í iðandi mannlífið til að kynnast einhverju í þessari stórborg þar sem stórævintýri
gerast nánast á hverri mínútu.
Drottningin og gæsin
Við Gísli ákváðum að skoða
fyrst sjálfan Langasand. Við
ókum strandgötuna Ocen Boule-
vard mifli enda og nutum þess að
skoða ýmist glæstar hótelhallir
eða lágreist íbúðarhús og þéttan
skóg siglna á skemmtisnekkjum
auðkýfinganna, en eftir að hafa
uppgötvað að ekki var hægt að fá
ódýrara bílastæði en á 3 dollara,
snerum við frá og tókum stefnuna
á m.s. Queen Mary, þar sem hún
liggur í múrningum í Langa-
sandshöfn.
Drottningin breska hefur svo
sannarlega verið stolt breskra sjó-
manna á meðan hún sigldi um
heimshöfin 1936—1967. Stærðin er
svo yfirgengileg, að gömlum báta-
sjómanni af íslandi þótti nóg um.
Hún er yfir 81 þúsund tonn, 12
hæða og flutti á stríðsárunum allt
að 15.000 farþega í ferð, en það
jafngildir því, að allir Vestfirð-
ingar hefðu tekið sér far með
henni í einu og hoðið öllum Akur-
nesingum að fljóta með. Þó er nóg
pláss fyrir 1200 manna áhöfn.
Skipið var smíðað í Skotlandi
fyrir Cunard-skipafélagið breska.
Smíðin hófst í desember 1930, en
jómfrúrferðin var farin í maí
1936. Ganghraðinn var 28,5 sjó-
mílur. í síðari heimsstyrjöldinni
flutti hún nær 800 þúsund her-
menn auk þess sem hún skrapp
með Churchill á 3 meiriháttar
ráðstefnur, en María drottning
var uppáhalds farkostur hans.
Long Beach-borg keypti skipið
af Cunard í desember 1967 og er
það nú rekið sem glæsihótel og
túristaaðdráttur og er upprun'a-
legum glæsileika vel til skila hald-
ið.
Við hliðina á drottningunni er
annað tækniundur, ekki síður
áhugavert, en það er „Spruce
Goose“, Fína gæsin hans Howard
Hughes, en hún er, eins og svo
margt í Ameríku, svo stór að varla
er hægt að lýsa henni. Ég fór heil-
an hring í kringum flugvélina til
að reyna að finna sjónarhorn, þar
sem mynd segði eitthvað um
stærðina, en án árangurs. Hún
minnti mig þó nokkuð á gömlu
Grumman-flugbátana sem notaðir
voru á íslandi í kringum 1950, sem
búið væri að pumpa upp þannig,
að stélið væri álíka hátt og Morg-
unblaðshöllin, vængirnir næðu frá
Hótel Vík yfir að Heimilistækjum
í Hafnarstræti og gengið væri inn
í flugstjórnarkiefann af 4. hæð á
Búnaðarbankanum. Flugvélin fór
aðeins einu sinni á loft, og þá í
u.þ.b. hálfa mínútu, undir stjórn
Hughes sjálfs, sem var einn fræg-
asti flugkappi Bandaríkjanna um
þær mundir, og allt og sumt sem
hann hafði að segja eftir flugið við
hundruð fréttamanna sem biðu
hans, var: „Mér þykir svo gaman
að koma fólki á óvart." Síðan lá
flugvélin lokuð inni í flugskýli þar
til fyrir fáum árum, að upp komst
að Howard gamli Hughes hafði
komið því yfir á bandarískan al-
menning að borga húsaleiguna,
um eina milljón dala á ári, átti þá
að senda vélina í eldinn, en áhuga
menn um flugmál komu í veg
fyrir það og síðan keypti félag í
Long Beach-borg vélina og kom
henni fyrir undir stærsta sjálfber-
andi hvolfþaki í heimi við hlið
drottningarinnar bresku þar sem
hún er nú almenningi til sýnis.
Að vera eða vera
ekki þekktur
Þegar við komum aftur á
skrifstofu Jet America í eftir-
miðdaginn, var Mr. Ray McKee
mættur. Hann kannaðist strax við
að Flugleiðir hefðu gert fyrir-
spurn um hvort þeir væru reiðu-
búnir að taka á móti blaðamanni
frá Morgunblaðinu, og hann sent
skeyti um hæl að maðurinn væri
velkominn. Síðan hafði hann ekk-
ert heyrt um málið. En hann var
hinn elskulegasti og nú byrjuðu
hjólin að snúast heldur betur.
Hann hafði fyrst samband við
Mrs. Terri Villa McDowell hjá
Léttmatrósi hvílir lúin bein
við ankeriskeðjuna á stefni
drottningarinnar. Útsýnis-
turnarnir á brúarvængjunum
eru 12 hæðum ofar sjávar-
máli.
Tekið er á móti gestum við
landganginn á Queen Mary
með dynjandi jassi.
Sally selur veitingarnar ódýrt og smitandi hláturinn og lífsgleöina fá allir
í kaupbæti.
Ef yður er sama, herra forsætisráðherra, þá ætla ég að
fá mér vindil. Greinarhöfundur um borð í Queen Mary.
ferðamálaráði Long Beach-borgar
og skýrði henni frá málavöxtum.
Hún bað um klukkutíma frest. Að
honum loknum var hún búin að
skipuleggja móttöku og gistingu í
Solvang og San Francisco og í
Long Beach-borg þegar við kæm-
um til baka úr ferðinni norður.
Við kvöddum McKee með virktum
og héldum út á Highway 405
North áleiðis til Solvang, dönsku
höfuðborgarinnar í Vesturheimi,
þar sem gista átti næstu nótt. Á
hraðbrautinni var ekki um annað
aö ræða en halda 90—100 km
hraða á einni af þessum 6 akrein-
um og verandi þarna inni í miðri
þvögunni fannst manni þetta lík-
ast því að vera í sardínudós, þar
sem allt hreyfist á 100 km hraða,
en misstórar sardínurnar byltast
allt í kring. Sumar í líki gamallar
Volkswagen bjöllu, en aðrar í líki
18 hjóla trukka, sem virtust til-
búnir að leggjast yfir okkur litlu
sardínurnar.
Danska höfuðborgin
í Ameríku
í Solvang beið okkar glæsileg
svíta í The Danish Inn Lodge-
hótelinu, en það er eina hótelið í
þessum 3000 manna bæ. Hótelið er
í alla staði fyrsta flokks, nema
hvað það hafði ekki vínveitinga-
leyfi. Hótelið er svo til nýtt og þeir
hafa þannig reglur í Kaliforníu, að
þegar sótt er um vínveitingaleyfi,
er hengt upp skilti á áberandi stað
hjá umsækjandanum, þar sem
gefinn er ákveðinn frestur fyrir
almenning til að gera athuga-
semdir við fyrirhugaða áfengis-
sölu. Ef almenningur er svo ekki
mjög mótfallinn hugmyndinni er
leyfið veitt. Þeir á Danish Inn eru
núna líklega búnir að fá leyfið.
Danska höfuðborgin í Ameríku
er nafnið sem íbúarnir hafa gefið
Solvang. Þótt flestir íbúanna séu
Ameríkanar, eru norræn áhrif
býsna mikil og jafnvel íslendingar
hafa haslað sér þar völl. Þannig
hefur Lilja Salómonsdóttir van
Beer rekið verslunina Heklu um
árabil, fyrst ein, en nú með manni
sínum, Henry.
ísk nskur yfirkokkur
Við fréttum að yfirkokkurinn á
besta matsölustað bæjarins væri
íslendingur og héti Tony. Þótt
nafnið hljómaði ekki mjög ís-
lenskt, vildum við samt athuga
málið nánar. Fórum við á The
Danish Inn Restaurant og gerðum
boð eftir yfirkokknum. Hann
reyndist heita Anton og vera Esk-
firðingur að uppruna. Hafði keyrt
veitingarekstur í strand í Reykja-
vík og farið síðan út til að vinna á
íslenska veitingastaðnum Val-
halla í Santa Barbara, en sá stað-
ur fór líka á hausinn, en eftir að
hafa brasað hamborgara í nokk-
urn tíma á útiveitingastað í Santa
Barbara, var hann nú orðinn yfir-
kokkur á þessum vinsæla stað.
Eins og sönnum íslendingi á
uppleið sæmir, lét Tony sér ekki
nægja að vinna 12 tíma á dag sem
yfirkokkur á Danish Inn, heldur
var hann einnig morgunverðar-
kokkur á öðru veitingahúsi í
grenndinni. Og Tony er greinilega
á uppleið. Á siðustu jólum færði
eigandi Danish Inn honum fólks-
bíl í jólagjöf.
Ég spurði Tony, hvernig honum
hefði gengið að fá atvinnuleyfi í
Ameríku. Nú, þú kaupir bara far-
miða með Flugleiðum, fram og til
baka, en ferð ekkert til baka. Síð-
an, ef atvinnurekandanum likar
við þig, þá sér hann um að útvega
atvinnuleyfið. Og Tony bjóst við
að vera búinn að fá það fyrir
næstu áramót. Tony sér um öll
innkaup fyrir veitingastaðinn,
vanalega er pantað snemma að
morgni, það sem nota á yfir dag-
inn. Eg spurði hann um Mafíuna
frægu. „Jú, maður veit alveg af
henni. En maður lærir að um-
gangast þetta, og þá er það alveg
vandræðalaust."
Tony býr ásamt eiginkonunni,
Ragnheiði, og dótturinni. Birtu, í
góðu raðhúsi, sem þau eru búin að
kaupa. Hann hefur sett sér ákveð-
in markmið og keppir ótrauður að
þeim, enda segir hann að með
sama álagi endist hann ekki nema
í mesta lagi í 10 ár og áður ætlar
hann að vera búinn að koma sér
vel fyrir.
Sally þekkja allir
Við enduðum daginn í Solvang
með samloku og bjór hjá Sally, en
Sally og litla veitingastofan henn-
ar er líklega bjartasti hlutinn af
þessum annars sólríka bæ.
Sally, sem allir íbúar Solvangs
þekkja, varð fyrir þeirri þungbæru
reynslu á miðjum aldri að missa
einkason sinn og eiginmann með
skömmu millibili. Hún missti
trúna á lífið og þunglyndi hrjáði
hana, af skiljanlegum ástæðum.
Einn daginn sagði hún svo við
sjálfa sig, að nóg væri af þung-
lyndu fólki í heiminum, sem þyrfti
á hjálp að halda og ef til vill væri
lífið eins bjart og fagurt og maður
vildi sjálfur.
Þá fluttist hún til Solvangs þar
sem bróðir hennar og mágkona
bjuggu. Opnaði litla samloku-
sjoppu við aðalgötuna, þar sem
hún selur vörur sínar á hagstæðu
verði og allir fá ómældan skammt
af sólskinsbrosi og gamansögum í
kaupbæti. Nú fer nánast enginn
um þennan bæ án þess að koma
við hjá Sally og fá sér snakk og
góðan skammt af andlegum sól-
argeislum frá þessari brosmildu
konu.