Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Minning:
Einar Pálsson
yfirverkstjóri
Fæddur 5. apríl 1910.
Dáinn 24. febrúar 1984.
Einar föðurbróðir minn er fail-
inn frá á 74. aldursári. Segja má,
að andlát hans hafi komið á óvart
eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi,
þó vitað væri að hann hefði um
nokkurt skeið fundið fyrir ein-
kennum þess sjúkdóms sem svo
marga leggur að velli.
Hann var yngstur þriggja sona
Maríu Sigurðardóttur og Páls
Gestssonar, sem bjuggu að Lækj-
arbotnum og Eiði í Mosfellssveit
og síðar í Reykjavík, lengst af á
Grettisgötu 73.
María, amma mín, var ein sautj-
án barna Guðrúnar Þorláksdóttur
og Sigurðar Guðmundssonar, sem
bjuggu fyrst í Helludal og Holta-
kotum í Biskupstungum og síðar í
Gröf í Mosfellssveit, sem nú heitir
Grafarholt.
Páll afi minn var ættaður frá
Hemru í Skaftártungu. Þau önd-
uðust bæði í hárri elli, hún 86 ára
en hann 92 ára.
Elsti sonur þeirra var Vígmund-
ur, bifreiðastjóri og bóndi að
Efra-Hvoli í Mosfellssveit, þá
Karl, bifreiðastjóri og bifvélavirki
í Reykjavík, en þeir eru báðir látn-
ir.
Auk þeirra ólu þau upp Aðal-
stein, son Vígmundar, sem í raun
var sem þeirra eiginn sonur.
Á uppvaxtarárum þessara
bræðra var bifreiðin að ryðja sér
rúms sem stórvirkt atvinnutæki
og fór svo, að ævistarf þeirra allra
varð meira og minna tengt akstri
og meðferð bifreiða.
Allir unnu þeir um tíma hjá
Mjólkurfélagi Reykjavíkur og þeg-
ar Mjólkursamsalan var stofnuð
réðst Einar þangað sem bifreiða-
stjóri og starfaði hjá því fyrirtæki
alla tíð síðan.
Segja má að Mjólkursamsalan
hafi komið mjög við sögu þessarar
fjölskyldu, því auk Einars vann
Karl lengi á bifreiðaverkstæði
fyrirtækisins og Aðalsteinn er í
dag einn elsti og reyndasti bif-
reiðastjórinn þar og sonur hans
stefnir í sömu átt.
Eftir farsæian feril á bifreiðum
fyrirtækisins var Einari falin
verkstjórn yfir útkeyrslunni og
var í því starfi til ársloka 1980, en
leysti þó enn af í sumarleyfum.
Mér er kunnugt um, að þetta
starf fór Einari vel úr hendi og
hann naut vinsælda starfsmanna.
Undir hæglátu og prúðu fasi
leyndist ákveðin skapfesta, en
oftast var stutt í glettið brosið
sem lýsti upp andlitið.
Eftirlifandi konu sinni, Sigríði
Guðmundsdóttur, kvæntist Einar
18. desember 1942. Hún vann þá í
Mjólkurstöðinni og síðar veitti
hún lengi forstöðu pöntunarfélagi
sem starfsmenn stofnuðu þar.
Lengst af sínum búskap hafa
þau búið að Baldursgötu 1 í
Reykjavík.
Tvö börn eignuðust þau, Mjöll
sem gift er Ásmundi Daníelssyni
og Guðmund sem er kvæntur Vil-
borgu Runólfsdóttur. Barnabörnin
eru þrjú.
Fyrir nokkrum árum fengu þau
land undir sumarbústað við
Hafravatn. Þar dvöldu þau þegar
þau gátu því við komið og ber
staðurinn þeim fagurt vitni þar
sem mikið hefur verið unnið við
skógrækt og fleira.
Nú verður hann lagður til
hinstu hvíldar í nýja kirkjugarð-
inum við Gufunes skammt frá
fæðingarstað sínum á Eiði.
Honum fylgja góðar minningar
og þakkir frá okkur sem nutum
samfylgdar hans.
Ólafur G. Karlsson.
Margar aldir eru liðnar síðan
menn sögðu fyrst að fjórðungi
brygði til fósturs. Mannbætir varð
mörgum slíkt fóstur að nú hefur
það gerst að maður sem margan
annan hefur bætt hverfur af
vettvangi.
Við mannslát þykir eftirlifend-
um þeir hafi misst mikið og á
þessari stundu þykir mér stórt
höggvið í vinahópinn.
Eg geri mér grein fyrir því
hvers vegna Einar Pálsson var
mér sá sem hann reyndist. Ef til
vill skiptir það ekki máli. Hitt er
mér ljóst, vinátta okkar Einars
var og verður mér dýrmæt.
Ungu mennirnir sem hófu störf
undir leiðsögn Einars Pálssonar
yfirverkstjóra hjá Mjólkursamsöl-
unni í Reykjavík fundu fljótt
hvern mann hann hafði að geyma.
Hann var þeim drengur góður með
hollráðum og vináttu. Á unglings-
árunum eru menn áhrifagjarnir
og skoðanir, álit og framkoma
annarra eiga greiðan aðgang til
þeirra. Nálægðin við Einar reynd-
ist lærdómsrík og holl.
Margt var í fari hans sem öðr-
um gagnast að kunna. Hvernig
umgangast má fólk á farsælan
hátt, hvernig ber að virða sjón-
armið og skoðanir annarra.
Hvernig lítillátur yfirmaður getur
stjórnað öðrum, hve samvisku-
samur maður er yfirlætislaus og
hvernig á að vera vinur vina
sinna.
Einar Pálsson sá jákvæðar og
spaugilegar hliðar á öllum málum.
Slíkir kostir gerðu honum auðvelt
að stjórna öðrum og iðuiega vissu
menn ekki að Einar væri að
stjórna. Það sem hann lagði til,
þótti öðrum sjálfsagt að fram-
kvæma. Margir sem unnu með
honum og undir hans leiðsögn
hafa nýtt sér reynslu frá sam-
starfinu síðar á lífsleiðinni. Á
gamla vinnustaðnum sjást þess
merki. Það væri miður hefði ein-
hverjum yfirsést að reyna að til-
einka sér kosti Einars.
Ávallt var gott að leita ráða hjá
Einari. Skipti engu hvort málið
varðaði starfið eða einkahagi.
Þegar á þurfti að halda áminnti
Einar menn, en á þann einlæga og
yfirlætislausa hátt að rökræður
voru þarflausar. Fæstum var
lagnara að segja allt sem þurfti
með fáum orðum.
Einar átti sér sælureit skammt
utan borgarinnar. í dalverpinu
var Hafravatn stundaði hann
trjárækt ásamt ræktun annarra
jurta. Gjörðir hans þar lýstu hon-
um vel. Þó honum ynnist vel, var
aldrei meira tekið sér fyrir hendur
í einu en hægt var að hafa unun af
um leið. Þegar gestir komu stóð
ætíð þannig á verki að nógur tími
var til að sinna gestunum. Ef til
vill kann að sýnast óraunhæft að
ætla að tré og plöntur hafi vaxið
betur fyrir það eitt að vera í nær-
veru Einars og konu hans, en þeir
sem til þekkja munu tæpast reyna
að afsanna slíka kenningu.
Eiginleikar Einars og fram-
koma urðu til þess að menn létu
góð orð falla í hans garð. En hon-
um þótti slík orð um sig sjálfan
ofsögð. Öðrum þótti hvergi góð orð
betri en af vörum Einars.
Við erum mörg sem syrgjum
Einar Pálsson en fjölskyldu hans
bið ég mestrar blessunar. Minn-
ingunni um góðan dreng verður
best haldið á lofti, dragi menn
lærdóm af kostum hans og nýti
sér þá.
Hvort menn reki fjórðung at-
gervis síns til samferðarinnar með
Einari skiptir ekki öllu máli. Höf-
uðatriðið er að menn reyni að líkja
eftir því besta í umhverfi sínu og
samleið með Einari var mörgum
mannbætir.
Snorri S. Konráðsson.
í dag kveðja vinnufélagar Einar
Pálsson, yfirverkstjóra, hinstu
kveðju. Ungur að árum var hann í
fámennum hópi vaskra manna,
sem Mjólkurfélag Reykjavíkur
lagði til við uppbyggingu Mjólk-
ursamsölunnar fyrir nærri fimm-
tíu árum. Hjá Mjólkurfélaginu
vann Einar við mjólkurdreifingu
og hún varð ævistarf hans hjá
Samsölunni.
Einar var fæddur 5. apríl 1910
að Eiði við Geldinganes í nágrenni
hins nýja kirkjugarðs Reykvík-
inga, þar sem hann verður til
moldar borinn í dag. Einar var
kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur,
sem lifir mann sinn. Börn þeirra
eru Mjöll, fædd 26. maí 1943, gift
Ásmundi Daníelssyni, og Guð-
mundur, fæddur 28. apríl 1948,
kvæntur Vilborgu Runólfsdóttur.
Einar og Gógó, sem kona hans
var alltaf kölluð, bjuggu allan sinn
búskap að Baldursgötu 1. Þar var
alltaf gott að koma og oft gest-
kvæmt. Einar vann við ræktunar-
störf áður en hann réðist til
Sigfús Þorleifsson, útgerð-
armaður á Dalvík, látinn
Látinn er á Dalvík Sigfús Þor-
leifsson, fyrrum útgerðarmaður
og einn af frumherjum byggðar-
lagsins. Hann andaðist 1. mars sl.,
í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri eftir stutta legu þar. Sigfús
var fæddur í Syðra-Holti í Svarf-
aðardal 30. janúar árið 1898 og var
því nýlega orðinn 86 ára þegar
hann lést. Foreldrar hans voru
hjónin Kristín Gunnlaugsdóttir og
Þorleifur Sigurðsson, bóndi.
Sigfús hóf ungur járnsmíðanám
á Akureyri og stofnsetti sína eigin
smiðju á Dalvík að námi loknu.
Um 1918 byrjaði hann sinn út-
gerðarferil sem stóð allt til ársins
1966 er hann seldi hlut sinn í Út-
gerðarfélagi Dalvíkinga hf. Hann
var einn af stofnendum þess fé-
lags en með því var brotið blað í
útgerðarmálum á Dalvík, en nú
um áraraðir hefur útgerð og
vinnsla þess afla er skip félagsins
hafa borið að landi verið burðarás
atvinnulífs á Dalvík. Sigfús hóf
útgerð sína við erfið skilyrði, eins
og allir brautryðjendur í þeim
málum. Þeir börðust við óblíð
sjávaröfl hvað hafnleysi snertir en
laust fyrir 1940 og á árunum þar á
eftir rættist langþráður draumur
útvegsmanna um varanlega höfn á
Dalvík. Hann var einn af stofn-
endum íshússfélags Dalvíkinga
sem síðar byggði dráttarbrautina
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför
KRISTINS GUNNLAUGSSONAR
frá Sauðárkróki.
Sigurlaug Kristinsdóttir,
Matthildur Kristinsdóttir,
Auður Kristinsdóttir,
Hulda Ingvarsdóttir,
barnabörn og
Ásgrímur Stefánsson,
Elí Jóhannesson,
Guömundur Markússon,
Rögnvaldur Finnbogason,
barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför mannsins míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa,
OLGEIRS VILHJÁLMSSONAR,
f.v. bifreiöaeftirlitsmanns,
Meöalholti 13.
Eulalía Steinunn Guöbrandsdóttir,
Karen Olgeirsdóttir,
Ólafur Olgeirsson, Helga Jörundsdóttir,
Friðgeir Olgeirsson, Edna Falkvard,
barnabörn og barnabarnabörn.
hér. Hann annaðist í áratugi
beitumál Dalvíkinga og sá þá
oftast um flutninga fyrst á sjó á
mb. Skúmi, báti Beitufélagsins, og
síðar á eigin bifreið.
Árið 1944 stofnaði Sigfús ásamt
öðrum Söltunarfélag Dalvíkur sf.
og var í langan tíma fram-
kvæmdastjóri þess. Hann starfaði
mikið að málefnum útvegsmanna
hér og sat Landsambands- og
Fiskiþing.
Þegar loðdýrarækt hófst á ís-
landi á árunum milli 1940—50
stofnsetti hann allstórt minkabú
hér á Dalvík og þegar sú búgrein
var aflögð seinna var hann eftir
það mikill talsmaður þess að hafin
væri loðdýrarækt að nýju. Um
þetta skrifaði hann greinar í blöð
máli sínu til stuðnings.
Sigfús var alla tíð bílstjóri og
eignaðist með fyrstu mönnum bif-
reið hér á Dalvík. Hann var lengi
einn af atvinnubílstjórum hér og
stofnandi Bílstjórafélags Dalvík-
ur. Hann var afar næmur og frjór
fyrir hvers konar nýjungum á
flestum sviðum atvinnulífsins og í
því sambandi má geta að hingað
til Dalvíkur flutti hann fyrstu
ámokstursvélina en hann hafði
um langan tíma malarnám Hrísa-
bænda til afnota, bæði er varðaði
steypumöl eða fyllingarefni til
hvers konar byggingarfram-
kvæmda.
Þegar hin nýja kirkja okkar
Dalvíkinga var byggð var Sigfús
lengi formaður byggingarnefndar
og var ötull að hrinda þeim málum
i framkvæmd. Hann var I ýmsum
málum er vörðuðu hreppsfélagið
og var m.a. formaður skólanefnd-
ar um skeið. Það má því segja að
Sigfús Þorleifsson hafi lagt gjörva
hönd að flestum þeim málum sem
urðu þessu byggðarlagi til fram-
dráttar eða vörðuðu uppbyggingu
■ Þökkum innilega samúö viö t andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGARNARFADÓTTUR.
Sigurþór Hjartarson, Bergljót Sigurvinsdóttir,
Ingveldur Hjartardóttir, Siguröur Sigurösson,
Narfi Hjartarson, Halla Janusdóttir,
Magnús Hjartarson, Gunný Gunnarsdóttir,
Guójón Hjartarson, Sólveig Siguröardóttir,
Halldór Bachmann, Anna Bachmann,
Ólafur Bachrnann, Hulda Bachmann,
börn og barnabörn.
þess. Hans starfsvettvangur var í
svarfdælskri byggð og hann vildi
hag hennar sem mestan. Hann var
óragur við að halda á loft skoðun-
um sínum hvort heldur það var á
opinberum vettvangi eða milli
manna. Hann fylgdi alla tíð
Sjálfstæðisflokknum að málum og
var ákafur talsmaður hans.
Þann 29. sept. 1918 kvæntist
Sigfús eftirlifandi eiginkonu sinni
Ásgerði Jónsdóttur, Gíslasonar
frá Grímsgerði í Fnjóskadal. Lifðu
þau saman í farsælu hjónabandi
og eignuðust 5 börn. Þrjú þeirra
eru enn á lífi en þau eru Hlín,
húsfreyja í Reykjavík, Hörður,
bifvélavirki á Dalvík og Kári
viðskiptafræðingur í Reykjavík.
Auk þess ólu þau hjón upp eina
fósturdóttur, Ragnheiði Sigvalda-
dóttur, sem búsett er á Dalvík.
Útför Sigfúsar Þorleifssonar
verður gerð frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 10. mars nk.
Fréttaritarar
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, aó
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.