Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 35 Minning: Kapitola Sigurjóns- dóttir Auðnum Mjólkurfélagsins og ræktun varð honum ævilangt hugðarefni. Nærri æskuslóðum hans áttu þau hjónin sumarbústað, í Dýjadal við Hafravatn. Þangað lágu sporin að loknu dagsverki, frá vori til hausts, og þar er nú vænn skógar- teigur og blómskrúð. Þegar Einar hóf störf hjá Mjólkursamsölunni var mjólkin flutt til kaupenda á opnum smá- bílum, hestvögnum og reiðhjólum. Hann tók þátt í að þróa það starf til nútíma tækni og starfshátta, hann varð aðstoðarverkstjóri bíl- stjóranna 1947 og yfirverkstjóri þeirra frá 1963 þar til að hann hætti rúmlega sjötugur. Starfs- svið Einars, flutningar mjólkur og mjólkurafurða frá mjólkurstöð og hins vegar aðdrættir á öllum að- föngum fyrirtækisins snerti svotil hvern einasta starfsmann. Vinn- ufélagarnir eru því orðnir margir á fjölmennum vinnustað í nærri hálfa öld. Þá hafði Einar mikil tengsl við hinn stóra hóp við- skiptavina, sem þótti gott að leita til hans ef einhvers þurfti við. Einar var vinsæll af starfsfélög- um. Hann skipti ekki skapi þótt eitthvað bjátaði á, en leysti við- fangsefnin með jafnvægi og yfir- sýn, glöggur á meginatriði en brá oft fyrir sig glettni og kímni. Til- svör hans eru mörg í minnum höfð. Hann vildi leysa hvers manns vanda og var einn þeirra, sem hafa mannbætandi áhrif á vinnustað. Gógó, kona Einars, starfaði hjá Mjólkursamsölunni áður en þau giftust. Alla tíð hafa þau átt góð- an þátt að félagsmálum starfs- manna og má þar meðal annars nefna störf þeirra við pöntunarfé- lag starfsmanna. Margir skóla- piltar stigu sín fyrstu spor í atvinnulífinu undir stjórn Einars og minnast hans nú með hlýju og þakklæti. Hinn stóri hópur starfsfélaga þakkar nú Einari samfylgdina og færir fjölskyldu hans dýpstu sam- úðarkveðjur. Þegar komið er upp á hæðina hjá Stefánsvörðum á Vatnsleysu- strönd á blíðum vordegi gefur á að líta, sólin baðar bæina, túnin og spegilsléttan sjóinn úti fyrir. Ilman af lyngi og þara fyllir vit- in og manni finnst að þarna sé friðinn og hamingjuna að finna og hvergi annars staðar. En skjótt getur skipt um svip á þessum stað, vindurinn þenur sig og ógurlegt brim hamast við ströndina sem áður var svo vinaleg. Heyrt hef ég fólk segja að þessi strönd sé kuldalegasti og óyndis- legasti staður sem það hefur kom- ið til. Þó bindur hún suma slíkum böndum að þar vill fólk dvelja alla ævidaga sína og hvergi annars staðar. Staðurinn mótar börnin sín með sama hætti og vordagurinn blíði og haustveðrin hvössu, samspili sem náttúran ein getur ofið, lífið sjálft. Árið 1939 settust ung hjón að á Ströndinni sem urðu fyrir þessum sterku áhrifum. Þá var þar blóm- leg byggð með búskap og útgerð, að vísu ekki í jafnmiklum mæli og áður var en afkoma var þar góð hraustu fólki með eld í æðum. Þessi hjón voru Kapitóla Sigur- jónsdóttir og Kolbeinn Guð- mundsson, bæði vestfirðingar að ætt. Kapitóla var fædd á ísafirði 21. október 1909. Foreldrar hennar voru Rósa Jóhannsdóttir og Sigur- jón Sigurðsson. Hún var ein af tíu börnum þeirra hjóna, fimm dóu í æsku en fimm komust til fullorð- insára. Þegar Kapitóla var tveggja ára að aldri fór hún í fóstur til Sigríð- ar og Árna Sigurðssonar á fsa- firði, Árni var hálfbróðir föður hennar, hann lést þegar hún var sjö ára, en hjá fóstru sinni var hún til nítján ára aldurs. Þá var heimdraganum hleypt og unga stúlkan bjarta og fríða hélt til Reykjavíkur, reyndar leynilega trúlofuð ungum efnismanni úr Snæfjallahreppi, Kolbeini Guð- mundssyni frá Lónseyri, syni Guð- mundar Engilbertssonar bónda þar og Sigríðar konu hans. Árið 1928 var ekki mikið um vinnu fyrir ungar menntunarlitlar stúlkur í Reykjavík, helst var það fiskvinna eða vinnukonustörf. Ekki voru launin há og til marks um það, tók það Kapitólu heilan mánuð að vinna fyrir pari af skóm. Þegar árið var liðið kom Kol- beinn suður að vitja sinnar heitt- elskuðu og flytja þau þá austur í Ölfus. 1930 ganga þau svo í hjóna- band, þar bjuggu þau lengst af í Reykjakoti en tóku sig upp 1939 eins og áður er að vikið og fluttu suður á Vatnsleysuströnd þar sem þau höfðu fest kaup á fornfrægu býli, Áuðnum. Þar hafði alla tíð verið stunduð útgerð og búskapur samhliða og breyttu hjónin ekki þeirri venju. Að vísu voru fiski- miðin ekki eins gjöful og áður vegna stöðugrar rányrkju í flóan- um og með tilkomu fullkomnari skipa, þ.e. mótorbáta í staö ára- og seglskipa, en nóg var að starfa, bæði til sjós og lands. Mannmargt var alltaf á Auðnum og starf hús- freyjunnar mikið, hvíldarstundir sennilega ekki margar. Stunduð var mikil garðrækt fyrstu árin ásamt vænu kúabúi á þeirra tíma mælikvarða, sjórinn var að sjálfsögðu sóttur af hörku þar sem Kolbeinn bóndi var sjó- maður góður. Þau Kapitóla og Kolbeinn eign- uðust fimm börn: Árnýju f. 8. september 1930; Rósu f. 3. apríl 1932; Engilbert f. 7. september 1938, en hann fórst í hörmulegu sjóslysi ásamt eiginkonu sinni Grétu Þórarinsdóttur og allri skipshöfn í febrúar 1973; einn dreng eignuðust Kapitola og Kol- beinn sem dó í fæðingu, og yngst- an Magnús, f. 10. april 1950. Bernskuminningar mínar af Ströndinni tengjast Auðnafólki sterkt, afi minn og amma bjuggu alla sína búskapartíö í næsta nágrenni, á Höfða, og þar sem ég dvaldi mikið hjá þeim sem barn kom af sjálfu sér að kynni tókust með barnahópnum þar og á Auðn- um. Vel var stelpuskottinu tekið þar á bæ af húsráðendum og siðar er við systur dvöldum sumarlangt í Höfða með börn okkar var sama hlýhug og velvilja að finna. Kapi- tóla var ákaflega hlý og góð kona, af henni stafaði mikil birta sem umvafði þá sem henni voru kærir, aldrei man ég eftir að hafa séð hana skipta skapi í öll þessi ár þó æði oft hafi verið þungar birgðir að bera, sorgin sótti þau hjón harðar heim en inarga aðra, miss- ir Berta og Grétu var erfiðastur af öllu og hrædd er ég um að þau sár hafi aldrei gróið. Tvö tengdabörn hurfu einnig yfir móðuna miklu langt um aldur fram. En samt „eitt bros getur dimmu í dagsljósi breytt“ og það var hjálpin. Lundin ljúfa var söm við sig. Er ég ók heim afleggjarann að Auðnum hér á dögunum og leit mylluna gömlu flaug um huga minn minning frá bernskudögum, er við krakkarnir vorum að reisa bú þar í næsta nágrenni, ég sagði Kolbeini að mér hefði fundist það vera í gær, þá hrosti sá góði maður sínu kímna brosi og sagði: „Þú ert þá komin á þann aldurinn Tóta mín, við Dúlla min vorum saman í 55 ár og mér fannst það örskots- stund.“ Mér þótti gott að heyra þessi orð því þar talaði rödd eiginmanns sem lýsti ást til eiginkonu sinnar í gegn um öll boðaföll og blíðviðri langrar samvistar. Ströndin er ekki söm og hún áð- ur var þegar tuttugu og þrír hús- bændur voru taldir í Auðna- og Kálfatjarnarhverfi, nú er búið þar á fimm heimilum, samgöngur eru minni en áður þannig að jafnvel má segja að þar sé orðið dálítiö afskekkt þó svo nálægt sé höfuð- borg og þéttbýli. Samt er þar sami andinn og áð- ur, fólkiö ber sama mót, sérstæða fegurðin og ilmurinn góði eru enn til staðar. Að leiðarlokum þökkum við systkinin frá Höfða Kapitólu sam- fylgdina, hin góðu kynni og vin- áttu alla. Blessuð sé minning þess- arar góðu konu sem alls staðar lagði gott til allra, megi sú minn- ing lýsa Kolbeini og börnum þeirra allan þeirra æfiveg. Heimkoman hennar hefur verið góð. Þórunn Jónsdóttir Alþjódaskákmótið Festi-Bláa Lónið: Jón L. og Christiansen efstir Skák Margeir Pétursson ÞEGAR alþjóðlega skákmótið í Grindavík er hálfnað er Ijóst að lokabaráttan kemur til með að verða mjög tvísýn. Að loknum sex umferðum af ellefu standa fjórir skákmenn bezt að vígi, tveir ís- lendingar og tveir útlendingar, en fleiri gætu blandað sér í baráttuna. Sem stendur eru þeir Jón L. Árna- son og Bandaríkjameistarinn Larry Christiansen jafnir og efstir með 4<k vinning, en fast á hæla þeirra koma Helgi Ólafsson og ísraelsmaðurinn Lev Gutman með fjóra vinninga. Röð annarra þátttakenda er þessi: 5.-6. Knezevic, Júgóslavíu og McCambridge Bandaríkjun- um 3'A v. 7. Elvar Guðmundsson 3 v. 8. Lombardy, Bandaríkjun- um 2'A v. 9.—10. Jóhann Hjart- arson og Haukur Angantýsson 2 v. 11. Ingvar Ásmundsson l'k v. 12. Björgvin Jónsson 1 v. Úrslit biðskáka úr sjöttu umferð urðu þau að Christiansen vann landa sinn og kollega Lombardy og Gutman vann McCambridge. Lombardy tapaði þar með ann- arri skák sinni í röð og sýnist sem æfingarleysi hái honum töluvert, en Christiansen virðist hins vegar kominn í toppform og þessi heimsþekkti ritstjóri og stórmeistari ætti því að geta veitt þeim Jóni og Helga harða keppni á lokasprettinum. Það eru ekki eingöngu verð- launin sem keppt er um á mótinu og þeir Jón og Helgi stefna að sjálfsögðu að því að ná átta Yinningum sem gefur þeim áfanga að stórmeistaratitli. Jón þarf 3'/2 úr síðustu fimm skák- unum og á eftir »5 íéna við Helga, Knezevic, Elvar, Gutman og Lombardy. Helgi þarf fjóra úr fimm síðustu og á eftir að kljást við þá Jón, Björgvin, Christiansen, Knezevic og Elvar. Þeir félagarnir Jón og Helgi hafa heldur betur náð sér á strik, en þeir töpuðu báðir skák- um sínum í fyrstu umferð. Síðan þá hafa þeir ekki tapað einni einustu skák, en unnið flestallar. Sjöundu umferðina átti að tefla í gærkvöldi, en sú áttunda verður tefld í dag kl. 16 í félagsheimil- inu Festi í Grindavík. ísraelski alþjóðameistarinn Lev Gutman hefur sínar eigin hugmyndir um hvemig tefla skuli sumar byrjanir. Hann fluttist fyrir fimm árum frá Sov- étríkjunum og hefur nú aðstoðað Viktor Korchnoi í síðustu tveim- ur einvígum hans. Það mun hafa verið að undirlagi Gutmans að Korchnoi beitti Grúnfeldsvörn- inni í einvíginu við Portisch í fyrra með góðum árangri. En í skákinni við Elvar Guð- mundsson á alþjóðamótinu í Grindavík gerðist Gútrr.ar. frumlegur um of. Hann hélt að hann gæti leyft sér þann munað að leika riddurunum sjö sinnum í fyrstu tólf leikjunum. Á meðan á þessum riddarahoppum stóð IryKgði Elvar sér mikla yfir- burði í rými og í endatafli réði það síðan úrslitum hversu langt peð hans voru komin. Hvítt: Elvar Guðmundsson Svart: Gutman (fsrael) Gríinfeldsvörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. Rf3 — Bg7, 5. cxd5 — Rxd5, 6. Bd2 Leikur Smyslovs. í fyrstu um- ferðinni beitti Helgi tízkuaf- brigðinu gegn Gutman og tapaði í 70 leikjum. Byrjun þeirrar skákar var þannig: 6. e4 — Rxc3, 7. bxc3 — c5,8. Hbl - 0-0, 9. Be2 - Rc6,10. d5 - Re5!, 11. Rxe5 - Bxe5, 12. Dd2 - e6, 13. f4 - Bh8!? 6. - 0-0, 7. Hcl - Rc6?! Vafasamur leikur sem miðar að því að lokka hvítu peðin fram á borðið. Viðurkennt framhald er 7. — Rb6, 8. e3 — Rc6. 8. e4 — Rb6, 9. d5 — Rb8, 10. a4! — c6, 11. a5 - R6d7, 12. b4 - Rf6 Gutman hefur nú eytt sjö leikjum í að setja riddara sína á staði sem venjulega þarf aðeins einn leik til að koma þeim. 13. Db3 — cxd5, 14. Rxd5! Betra en 14. exd5 — e6 og svartur vaknar til lífsins. 14. — Rc6, 15. Rxf6+ — exf6, 16. Bc4 — f5, 17. exf5 — Bxf5, 18. 0-0 — Re5, 19. Rxe5 — Bxe5, 20. Be3 - b6 Hvítur hótaði 21. Bc5. Svarta staðan er óþægilega þröng. 21. Hfdl — Df6, 22. Bd5 — Hac8, 23. a6! - Hxcl, 24. Hxcl - Hd8, 25. g3 — Kg7, 26. h4 - Hd7? Betra var 26. — h6. Nú lendir svarti hrókurinn fljótlega í vandræðum. 27. Bg5 — Dd6, 28. Bc6 — Hc7, 29. b5 - Be6, 30. I)e3! - f6, 31. Bh6+ — Kf7+, 32. DI3 — He7, 33. Hdl — Dc7, 34. I)d3! Stöðumynd Elvar saumar jafnt og þétt að andstæðingnum og hótar nú 35. Dd8 sem myndi leiða til unnins endatafls. Gutman verður því að veikja stöðu sína enn frekar. 34. - 15, 35. Hel! En ekki 35. Dd8 — Dxd8, 36. Hxd8 — Bg7 og svartur verst. Eftir 35. Hel! hótar hvítur 36. Bg5 - Bf6, 37. Bf4 - Dc8, 38. Bd6 og vinnur. Gutman reynir að bjarga sér með uppskiptum en einnig í því tilfelli finnur Elv- ar rakta vinningsleið. 35. Dd6, 36. Dxd6 — Bxd6, 37. Bg5 — Hc7, 38. Bd8 — Hc8 39. Bxb6! — axb6, 40. a7 — Bc4, 41. He8! og svartur gafst upp. Stílhrein og snyrtileg skák hjá Elvari og þó hann sé ekki þátt- takandi í toppbaráttunni er hann i sviðsljósinu í Grindavík því ef hann nær þremur vinning- um úr síðustu fimm skákum sín- um fær hann sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Andstæðingar Elvars i síðustu fimm umferðunum eru þeir Haukur, Ingvar, Jón L., Björgvin og Helgi. í fyrstu fimm umferð- unum tefldi Elvar við útlend- ingana fimm og fékk 2'k vinn- ing. Nú er að sjá hvernig honum vegnar gegn iöndúíT’ sinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.