Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
37
nokkur kostur. Alltaf var gott að
heimsækja Soffíu, enda var hún
gestrisin og naut þess að fá vini og
kunningja í heimsókn. Hún kunni
vel að slá á létta strengi í samræð-
um.
Á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti fyrir samveru-
stundirnar með Soffíu Haralds-
dóttur og hjálpsemi hennar við
mig og fjölskyldu mína. Dóttur-
synir hennar fjórir nutu oft um-
önnunar hennar, hinir tveir elstu,
t.d. sumarið 1975 í Ósló, þegar
móðir þeirra lá veik. Tvíburarnir
litlu voru oft í umsjá hennar, jafn-
vel eftir að heilsu hennar fór að
hraka á síðasta ári. Þeir kveðja
allir ömmu sína með góðar minn-
ingar um hana.
Börnum Soffíu, aldraðri móður,
bræðrum hennar og öðrum að-
standendum votta ég samúð mína.
Hvíli hún í friði. Blessuð veri
minning hennar.
Sigmundur Sigfússon
Soffía var fædd í Reykjavík,
dóttir hjónanna Þórunnar Clfars-
dóttur og Haraldar Sigfússonar.
Þau áttu 4 börn, Njál, Úlfar,
Soffíu og Birnu, en þær voru tví-
burar. Föður sinn missti Soffía
þegar hún var á öðru árinu og kom
þá í hlut móðurinnar að sjá fyrir
heimilinu og gerði hún það með
saumaskap, því ekki komst hún út
frá börnunum og má nærri geta
hve frístundirnar hafa verið
margar hjá henni. Síðan eignaðist
Soffía hálfbróður, Björn Harald
Sveinsson. Birna og Soffía höfðu
verið mjög samrýmdar og það
varð Soffíu því þungbær raun þeg-
ar hún missti systur sína tæpra
sjö ára.
Soffía fór fljótlega að vinna við
verslunarstörf eftir fermingu og
var mjög vel látin bæði af hús-
bændum sínum og viðskiptavin-
um.
Hún giftist Benedikt Kjartans-
syni málarameistara og eignuðust
þau fimm börn, 2 dætur, Ingi-
björgu og Birnu, og 3 drengi, Har-
ald, Benedikt og Viðar. Lifa þau
öll móður sína.
Soffía og Benedikt slitu sam-
vistir eftir 34 ára sambúð. Þá var
hún orðin sjúk og treysti sér ekki
lengur til að berjast gegn þeim
ógnvaldi, sem smátt og smátt
hafði grafið undan stoðum heimil-
ishamingjunnar og hefur reyndar
lagt margan góðan dreng að velli.
Kynni okkar Soffíu hófust í
skátahreyfingunni. Þá vorum við
14 ára og þau kynni urðu að vin-
áttu, sem aldrei féll skuggi á.
Margt sumarkvöldið hylltum við
fánann okkar saman og sungum:
„Allt er hljótt, nálgast nótt,
sveipast gullroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.“
Að leiðarlokum er mér ljúft að
minnast margra góðra stunda úr
útilegum og ferðalögum, sem við
fórum saman næstu árin.
Soffía var mikill náttúruunn-
andi og elskaði útiveru og var þá
ekki að setja fyrir sig, ef svo stóð
á, þótt andaði köldu. Eitt sinn vor-
um við t.d. að koma með Laxfossi
af skátamóti sem haldið var á
Akranesi. Þá gerði vonzkuveður og
var illt í sjóinn og þó nokkur ágjöf,
svo flestir voru neðan þilja. Þá
stóð Soffía uppi á dekki og ríghélt
sér í borðstokkinn rennandi vot,
en kafrjóð og alsæl í óveðrinu.
Þegar hún svo loks kom niður,
sagði hún: „Stelpur, þið vitið ekki
af hverju þið misstuð." Mér hefur
oft komið þetta atvik í hug í sam-
bandi við hennar lífshlaup. Það
var eins og hún hafi verið fædd til
þess að berjast. Sumum þótti hún
hörð í lund, en ég veit að hún átti
hlýtt hjarta. Hún bjóst aldrei við
neinu af öðrum, sem hún hefði
ekki getað framkvæmt sjálf. Heið-
arleiki og dugnaður voru hennar
aðalsmerki. Soffía hafði ágæta
kímnigáfu, en ekki minnist ég þess
að hún hafi notað hana gegn ná-
unganum, heldur sem góðlátlega
glettni.
Síðsumars í fyrra ókum við
austur fyrir fja.ll. Við fórum
Þrengslaveginn og hafði hún orð á
því hvað margt væri í þessu
kunnuglega umhverfi, sem hún
hefði ekki gefið gætur, þó leiðin
hefði oft legið um þessar slóðir.
Þegar við komum austur á brún-
ina, þar sem sést ofan í Ölfusið,
bað hún mig að stansa og virti
fyrir sér landslagið, sem var baðaö
sólskini eftir rigningarskúr. Dagg-
ardroparnir glitruðu allt í kring-
um okkur og Almættið hafði reist
friðarbogann milli himinsins og
jarðarinnar. Þá leit hún glettnis-
lega til mín og sagði: „Hanna,
heldurðu að það sé svona fallegt
hinum megin?"
Soffía vissi vel að hverju stefndi
með hennar veikindi. Manni
fannst það næstum ofurmannlegt,
hvernig hún tók þessu öllu, ekki
eldri manneskja en hún var. Hún
sagði einhverju sinni við mig, er
við ræddum saman sem svo oft áð-
ur: „Ég gæti vel þegið að vera hér
dálítið lengur, en ég er búin að fá
að sjá börnin mín vaxa úr grasi og
hef borið gæfu til þess að geta
haldið fyrir þau heimili meðan
þau þurftu þess með og þá á mað-
ur ekki með að biðja um meira."
Hún hafði þá lífsskoðun, að hverj-
um manni væri það hollt að þurfa
að hafa eitthvað fyrir hlutunum
til þess að kunna að meta þau
tækifæri sem gæfust.
Ég vona að umhverfi vinkonu
minnar sé eins ósnortið og Blá-
fjöllin voru, þegar við stóðum á
skíðunum okkar þrjár unglings-
stelpur árla morguns fyrir tæpum
fjörutíu árum, rétt ofan við
„Himnaríki" og virtum fyrir okkur
kalda tignarfegurð fjallanna í al-
gerri þögn.
Að lokum langar mig til þess að
kveðja hana Soffíu með síðasta er-
indinu úr sálminum kunna eftir
Matthías Jochumsson.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjói,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Venzlamönnum Soffíu óskum
við hjónin Guðs blessunar.
Jóhanna I. Birnir
Fyrstu björgunar-
hundarnir útskrifast
HÉR Á landi hafa í fyrsta sinn
verió útskrifaðir björgunar-
hundar, fullþjálfaðir til leitar á
týndu fólki í skriðum, snjóflóð-
um og húsarústum. Viku nám-
skeið var haldið fyrir hundana
og þjálfara þeirra að Úlfljóts-
vatni og á Hellisheiði fyrir
skemmstu og voru það félagar
í Björgunarhundasveit íslands
(BHSI) og Björgunarskóli
LHS, sem gcngust fyrir nám-
skeiði þessu.
Alls sóttu námskeiðið 30
manns, þar af 15 þjálfarar
með jafnmarga hunda, sem
hlotið hafa allt að 3 ára þrot-
lausa þjálfun, sem í BHSÍ fer
fram að norskri fyrirmynd og
hefur reynst afburðavel í 3
áratugi.
Ole A. Moen og Kjell Ask-
ildt, tveir fremstu hundaþjálf-
arar norsku Björgunarhunda-
sveitarinnar (FNL) leiðbeindu
á námskeiðinu, fylgdust með
hundunum og þjálfurum
þeirra og gerðu að lokum út-
tekt á hæfni manna og hunda.
Bestum árangri náðu þrír
hundar, en þeir og þjálfarar
þeirra uppfylla ströngustu
kröfur sem FNL setur og
höfnuðu því í A-flokki og eru á
útkallslista næstu tvö árin, en
fara þá í endurmat.
Einn hundur hafnaði í
B-flokki og fer einnig á út-
kallslista, en aðeins til eins
árs til að byrja með.
C-flokk fylltu níu hundar
sem enn hafa aðeins fengið
frumþjálfun.
í BHSÍ eru um 30 félags-
menn með 22 hunda, sem hafa
hlotið mislanga þjálfun. Flest-
ir félaga eru búsettir á
Stór-Reykjavíkursvæðinu,
Akranesi, Akureyri og á
Hellu.
t
Kona mín og móöir,
GYDA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Bragagötu 29A,
veröur jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. mars kl.
13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorbergur Gíslason,
Halldór Þorgrimsson.
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
ALFREÐ BJÖRNSSON,
Brekkubraut 19,
Akranesi,
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 8. mars kl.
14.30.
Sigrún Gísladóttir og dætur.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför
STEINUNNAR B. JÚLfUSARDÓTTUR,
Innri-Múla, Barðaströnd.
Þórður Ólafsson og börn.
t
Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför
SVEINS BJARNASONAR,
Silfurbraut 8,
Höfn í Hornafirði.
Steinunn, Hulda, María og fjölskyldur.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
AUÐAR STEINSDÓTTUR,
Selvogsgrunni 25, Reykjavík.
Þorsteinn Bernharðsson,
Halla Kristín Þorsteinsdóttir, Þorgeir Einarsson,
Auöur Kristín Þorgeirsdóttir,
Þórey Vilborg Þorgeirsdóttir,
Þorsteinn Ari Þorgeirsson.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og samúö viö
fráfall móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
EDITHU MÚLLER.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landakotsspítala deild 2A.
Unnur MUIIer-Bjarnason,
Valdimar Bjarnason,
Ragnheiöur Sara,
Rakel Ýrr.
t
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu samúö og vinarhug viö
andlát og útför
KRISTÍNAR TH. PÉTURSDÓTTUR
frá Bergsholti,
Grenimel 20, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Friöþjófi Björnssyni lækni og starfs-
fólki Landspítalans.
Ásthildur Lúthersdóttir,
Svafa Lúthersdóttir,
Petiea Lúthersdóttir,
Fjóla Lúthersdóttir, Gisli Jóhannesson,
Jón Lúthersson, Ragnheiöur Jónsdóttir,
Óli B. Lúthersson, Svana Svanþórsdóttir,
Pétur B. Lúthersson, Brigitte Lúthersson,
Anton Salómonsson.