Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
• Það var hart barist í leiknum í gærkvöldi. Hér skorar Sturla Örlygs-
son (nr. 9) fyrir Njarðvíkinga. Morgunbiaöiö/Kristján
Lárus og félagar yfir-
heyrðir í níu klukkutíma
LARUS Guömundsson og félagar
hans hjá Waterschei voru í yfir-
heyrslum í gær vegna mútumáls-
ins í belgísku knattspyrnunni. Yf-
irheyrslurnar fóru fram í BrUssel
og stóðu yfir í níu klukkustundir
— frá klukkan 10 í gærmorgun til
klukkan 19.
„Besta afmælisgjöfin
sem ég gat fengið
áá
— sagði Jón Sigurðsson eftir sigur KR á UMFN í bikarnum
„ÞETTA VAR besta afmælisgjöfin
sem ég gat óskað mér. Ég bað
strákana ekki um neitt annað en
sigur í afmælisgjöf,“ sagði Jón
Sigurðsson, þjálfari og leikmaður
KR í körfuboltanum, eftir aö lið
hans hafði sigraö Njarðvíkinga í
átta liða úrslitum bikarkeppninn-
ar í íþróttahúsi Hagaskóla í
gærkvöldi. Sigur KR var öruggur:
lokatölur 89:75 eftir að UMFN
hafði haft tvö stig yfir í leikhléi —
44:42.
„Við höfum verið öfugu megin
við þröskuldinn í leikjum okkar eft-
ir áramót þangað til í kvöld, en
reyndar aðeins vantaö smáskref til
aö komast innfyrir. Við erum meö
gott lið og getum náð langt i vetur.
Vörnin var fráþær hjá okkur í kvöld
— það þarf góöan leik til aö sigra
jafn gott liö og Njarðvíkingana,1'
sagði Jón.
KR-ingar voru vel aö þessum
sigri komnir — þeir léku frábær-
lega vel í sókninni á köflum — en
engir þó eins vel og Páll Kolbeins-
son og Jón Sigurðsson. Þeir léku
snilldarlega í sókninni, og einnig
var Garöar Jóhannesson góöur.
Garðar var líka sterkur í vörninni
og Kristján Rafnsson einnig. Mjög
ákveöinn og grimmur í fráköstum.
Njarðvíkingar mættu þarna
ofjörlum sínum. Valur Ingimund-
arson fékk sína 4. villu undir lok
fyrri hálfleiksins og var hann því
hvildur til að byrja með í seinni
hálfleik. Valur var mjög góður er
hans naut við — en um miðjan
síöari hálfleikinn meiddist hann;
sneri á sér ökklann og óttuðust
menn jafnvel í gærkvöldi aö hann
heföi slitið liöbönd. Sturla Örlygs-
son var traustur hjá Njarðvíkingum
svo og Gunnar Þorvarðarson.
KR-ingar höföu forystu framan
af leiknum og það var ekki fyrr en
á 10. mín. að Njarðvík komst yfir.
Hittni Njarövíkinga var mjög góð í
fyrri hálfleik og þeir héldu foryst-
unni fram aö hléi. Voru þá tveimur
stigum yfir. En Jón Sigurðsson
kom KR yfir með tveimur körfum
strax í upphafi seinni hálfleiksins
og Njarðvíkingar náðu ekki aö
jafna eftir það. Mestur varð mun-
urinn í lokin: 14 stig.
Stigin. KR: Jón Sigurósson 26, Garðar Jó-
hannesson 24, Páll Kolbeinsson 16, Kristján
Rafnsson 9, Guðni Guðnason 4, Ólafur Guö-
mundsson 4, Birgir Guöbjörnsson 2, Agúst
Undal 2. UMFN: Valur Ingimundarson 22,
Gunnar Þorvaröarson 15, Sturla Örlygsson 15,
Hreiöar Hreiöarsson 8. Isak Tómasson 7, Árni
Lárusson 6, Astþór Ingason 2.
Leikinn dæmdu Gunnar Valgeirsson og
Kristinn Albertsson og stóöu þeir mjög vel.
— SH.
Leikur Dalglish?
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins í Englandi.
„EG VEL Dalglish sennilega í
sautján manna hópinn fyrir leik-
inn — og verð að viðurkenna aö
það freistar mín að láta hann
leika," sagði Joe Fagan, fram-
kvæmdastjóri Liverpooi í gær, en
liöið mætir portúgalska liöinu
Benfica í átta liða úrslitum
Evrópukeppni meistaraliða á
Anfield í kvöld.
Dalglish kinnbeinsbrotnaði sem
kunnugt er fyrr í vetur, en er búinn
að ná sér. Hann hefur leikið tvo
leiki meö varaliöi Liverpool á
skömmum tíma og staðið sig vel.
Ekki er víst að Sammy Lee geti
leikið í kvöld — hann meiddist á
laugardag gegn Everton.
Ray Clemence verður að öllum
líkindum ekki í markinu hjá Tott-
enham i kvöld gegn austurríska
liðinu Austria Vín — heldur hinn
ungi Tony Parks. „Það að vera
landsliösmaður tryggir mönnum
ekki sæti í mínu liði,“ sagði Keith
Burkinshaw, stjóri Spurs. „Tony
hefur leikið vel að undanförnu."
Ron Atkinson, stjóri Man. Utd.
íhugar aö iáta Mike Duxbury leika
sem „sweeper" gegn Barcelona á
Spáni í kvöld — og Kevin Moran
sem miðvörð með Paul McGrath
eöa Martin Hogg. Nota því þrjá
miðverði. — SH.
Fjölmenn bikarmót í unglingaflokki á skíðum:
Akureyringar sigursælir
BIKARMÓT Skiöasambandsins er
fram átti að fara á Húsavík dag-
ana 3. og 4. mars var flutt til Ak-
ureyrar. Mótið hófst kl. 10 á laug-
ardag og var keppt í svigi í fl.
13—14 ára og 15—16 ára stúlkna
og stórsvigi drengja, sömu flokk-
ar. Veður var nokkuð stormasamt
og setti nokkurn svip á mótshald-
iö, þaö er að segja að ekki var
hægt aö fara nema eina ferö (
stórsvigi drengja fl. 13—14 ára.
Og eftir fyrri ferð var staöan
þessi:
1. Valdemar Valdemarsson A.
2. Kristinn Svanbergsson A.
3. Kristinn Grétarsson í.
Úrslit á laugardag voru þessi:
Fl. 13—14 éra atúlkur Svig
1. Þórdís Hjörleifsdóttir, R. 85,21
2. Kristín Jóhannsdóttir A. 86,12
3. Geröur Guómundsd. Nesk. 87,30
Fl. 15—16 éra stúlkur Svlg
1. Guórún H. Kristjánsdóttlr, A. 82,97
2. Snædis Úlriksdóttir, R. 85,21
3. Bryndis Ýr Viggósdóttir, R. 85,84
Fl. 15—16 éra drengir Stórsvig
1. Guömundur Sigurjónsson, A. 122,24
2. Brynjar Bragason, A. 122,55
3. Þór Ómar Jónsson, R. 122,83
Á sunnudag var fyrirhuguö
keppni í svigi drengja og stórsvigi
stúlkna og einnig aö klára þaö sem
var frestaö á laugardag. En aftur
var veðriö óhagstætt, og var bara
keppni í svigi drengja en stórsvigi
frestað.
Úrslit sunnudags:
Fl. 15—16 éra drengir Svíq
1. Brynjar Bragason, A. 86,86
2. Þór Ómar Jónsson, R. 88.70
3. Siguröur Bjarnason. H. 90,30
Fl. 13—14 éra drangir Svig
1. Jón Ingvi Arnason, A. 82,18
2. Krlstinn Svanbergsson. A. 82,69
3. Jón Ragnarsson, A. 84.34
j þessu móti tóku þátt um 120
unglingar, víösvegr af landinu
óhætt er aö segja aö mótshaldiö
• Björn Brynjar Gfslason, Akur-
eyri, sigraöi í svigi á báðum mót-
unum og varö annar í stórsvigi í
bæði skiptin.
hafi gengiö vel miöaö við veöur, en
íslensk veörátta er svo duttlunga-
full að enginn gengur öruggur til
leiks við hana. i öllum fl. voru verö-
laun fleiri en gengur og gerist í
skíöamótum, þaö er aö segja í
tveim fjölmennustu fl. voru sex
verðlaun en í hinum fimm. Svona á
heildina litið viröist vera í öllum
héruðum talsverð gróska í ungl-
ingafl. og lofar það góðu. Næstu
bikarmót í alpagreinum veröa á
ísafirði í karla- og kvennafl.
10,—11. mars, og í unglingafl. i
Reykjavík 15—16 ára og á Akur-
eyri 13—14 ára dagana 17,—18.
mars.
Á ísafirði fór einnig nýlega fram
bikarmót unglinga á skíöum.
Keppendur voru 119 frá 9 héruö-
um. Keppni var spennandi í öllum
flokkum og margir mjög efnilegir
skíðamenn tóku þátt í móti þessu.
Úrslit urðu sem hér segir:
Svtg stúlkna 13—14 éra:
1. Hulda Svanbergsdóttir, A. 96,53
2. Guóbjðrg Ingvarsdóttir, I. 96,98
3. Fjóla Guónadóttlr, Ó. 97,88
SIAravig atúlkna 13—14 éra:
1. Guóbjörg Ingvarsdóttlr, I. 82,44
2. Fjóla Guónadóttir, Ó. 83,03
3. Asta Halldórsdóttlr, I. 83,11
Nítján stúlkur voru skráöar til
leiks í svigi stúlkna en 14 luku
keppni. I stórsviginu voru tuttugu
skráöar til keppni en 17 luku
keppni.
Svig drangja 13—14 éra:
1. Valdlmar Valdlmarsson, A. 95,92
2. Sæmundur Árnason. Ó. 97.54
3. Kristinn Svanbergsson. A. 99,28
Fjörutíu og fjórir voru skráðir til
keppni en aöeins 29 luku henni.
Slóravig drangja 13—14 éra:
1. Kristinn Grétarsson, I. 103,46
2. Ólafur Slgurósson, i. 104,51
3. Kristinn Svanbergsson, A. 105,33
Fjörutíu og fjórir voru skráðir til
keppni, þrjátíu og fjórir luku
keppni.
Vélsleðakeppni
á Mývatni
NÆSTKOMANDI laugardag fer
fram mikið vélsleöamót á Mý-
vatni. Um fjörutíu keppendur
víðsvegar að munu spreyta sig í
spyrnukeppni á sleðunum og síð-
an keppa í alhliöa þrautum.
Keppt verður í 3 km braut. í
brautinni verða allskyns þrautir í
60 hliðum.
Svig stúlkna 15—16 éra:
1. Snædis Ulríksdóttir, R. 87,54
2. Bryndís Ýr Viggósdóttir, R. 90.62
3. Gunda Vigfúsdóttír, ÚÍA 93,98
20 voru skráöar til keppni, 7 luku keppni.
Stórsvig stúlkna 15—16 éra:
1. Katrín Þorláksdóttír, I. 79,51
2. Freygeröur Ólafsdóttir, í. 79,73
3. Jenny Jensdóttir, í. 80,37
20 voru skráöar til keppni, 14 luku keppni.
Svig drengja 15—16 ára:
1. Björn B. Gíslason, A. 83,73
2. Brynjar Bragason, A. 84,15
3. Kristján Valdimarsson, R. 87,44
32 skráöir til keppni, 15 luku keppni.
Stóravig drengja 15—16 ára:
1. Brynjar Bragason, A. 90,17
2. Björn B. Gislason, A. 90,59
3. Guömundur Sigurjónsson, A. 91,50
32 voru skráöir til keppni, 28 luku keppni.
Ipswich
í Kuwait
Wark og Ostnan sekfir?
Frá Bob Henneasy, fréttamanni Morg-
unblaósins í Englandi.
IPSWICH á í miklum fjár-
hagsvandræðum um þessar
mundir og tapar félagið átta
þúsund sterlingspundum é
viku hverri. Liðið flaug til
Kuwait á mánudag og lék þar
einn leik. Fyrir það fékk félag-
ið fjögur þúsund pund.
Litlu munaði aö enski varn-
armaöurinn Russel Osman væri
seldur frá Ipswich til Aston Villa
á dögunum en Bobby Fergu-
son, stjóri liösins, hætti við á
síöustu stundu. Nú er búist viö
því aö Osman veröi seldur á
næstu dögum, jafnvel fyrir til-
tölulega litla upphæð, og John
Wark veröi einnig leyft að fara í
því skyni aö laga fjárhag félags-
ins. Meöaláhorfendafjöldi á
heimaleikjum Ipswich þarf aö
vera 19.000 manns til aö félag-
iö beri ekki fjárhagslegan
skaða. Þess má geta að áhorf-
endur á leiknum við West Ham
á laugardag voru 17.297.
Getrauna- spá MBL. ] } Sunday Paopia Sunday Expraaa Newa of tha World I ? H SAMTALS
Arsenal — Ipswich 1 1 1 1 1 5 0 0
Liverpool — Tottenham 1 1 1 1 1 5 0 0
Man. Utd. — Leicester 1 1 1 1 1 5 0 0
QPR — Coventry 1 X 1 1 1 4 1 0
Stoke — Aston Villa X 1 X X X 1 4 0
West Ham — Wolves 1 1 1 1 1 5 0 0
Brighton — Man. City X X X X X 0 5 0
Charlton — Grimsby 2 2 2 2 2 0 0 5
Leeds — Blackburn 1 X X X X 1 4 0
Newcastle — Chelsea X X X 1 X 1 4 0
Oldham — Crystal Palace 1 1 1 1 X 4 1 0
Portsmouth — Carlisle 1 X X 2 2 1 2 2
Sunday People spéöi ekki um þessa leiki.