Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 40

Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 40
EUROCARD V- _____/ TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Óvíst er um hækkun framfærsluvísitölu Hækkun miðað við nýja grunninn um 0,7%, en um 2,0% miðað við þann gamla EKKI EK LJÓST ennþá hvort nýi vísitölugrunnurinn nær til verðupptökunn- ar vegna útreiknings framfærsluvísitölu um þessar mundir. Verulegur munur er á vægi landbúnaðarvara í gamla vísitölugrunninum og þeim nýja, en það er einmitt hækkun þeirra, sem vegur þyngst í vísitölunni að þessu sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, getur munurinn á áhrifum hækk- unar landbúnaðarvara verið nær þrefaldur, þannig að vísitalan hækki þeirra vegna um 0,5—0,6% miðað við nýja vísitölugrunninn, en um 1,3—1,5% miðað við þann gamla. Heildarhækkun framfærsluvísi- tölunnar gæti því hlaupið á bilinu 0,7—2% að þessu sinni, eftir því hvor vísitölugrunnurinn verður notaður. Auk landbúnaðarvara vegur hækkun á húsnæðisvísitölu þungt að þessu sinni. Gengisþróunin frá áramótum: Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon. Markið hefur hækk- að um tæplega 7% Dollaraverð hefur staðið í stað NOKKRAR breytingar hafa átt sér stað á gengisþróuninni undanfarnar vikur, sem kemur m.a. fram í því, að gengi Bandaríkjadollars hefur staðið í stað, á sama tíma og gengi Evrópu- mynta hefur hækkað töluvert. Ástæður þessara breytinga eru ann- ars vegar breytingar á alþjóða- markaði og hins vegar breytt vægi dollarans á íslenzku gengisvoginni. Dollaraverð hefur hækkað um liðlega 0,10% frá áramótum, eða úr 28,800 krónum í 28,830 krónur. Verð á hverju brezku pundi hefur hækkað um 3,27%, eða farið úr 41,450 krónum í 42,805 krónur. Danska krónan hefur hækkað enn meira, eða um 5,13%. Sölu- gengi hennar hefur hækkað úr 2,9008 krónum í 3,0496 krónur. Mest hefur vestur-þýzka markið hækkað í verði, eða um 6,95%. Sölugengi marksins var 10,5048 krónur í ársbyrjun, en í gærdag var það komið í 11,1966 krónur. Aldrei fleiri álftir og gæsir á Tjörninni óvenju fallegt fuglalíf hefur verið á Tjörninni í miðri Reykjavík í vetur, enda hafa þar verið langt- um fleiri álftir og gæsir en venjulega. Ljósmyndari Mbl. taldi þar í gær nærri sextíu álftir — og Tjarn- arvörðurinn, Einar Þorleifsson, sagðist hafa talið þar um sjötíu. „Þær hafa aldrei áður verið svo margar," sagði Einar, „enda eru þær ekki nema tvær og þrjár yfir sumarið. Flestar álftanna, sem nú eru á Tjörninni, verpa hér í kringum borgina og sækja líklega í brauð og félagsskap í miðborgina." Hann sagði að grágæsir hefðu einnig verið óvenju- lega margar á Tjörninni í vetur, eða um 180, sem sé 80 fleiri en venjulega. Allt væri með friði og spekt við Tjörnina — eini gallinn væri sá, að vökin væri heldur lítil fyrir alla fuglana og mætti að skað- lausu auka aðeins á heitavatnsstreymið frá Mið- bæjarskólanum hinum megin við götuna. Engin hunda- hreinsun í Reykjavík Talið er að fimmtán hundruð hundar séu í Reykjavík en nánast enginn þeirra er hreinsaður af bandormum. Skipulögð hunda- hreinsun fer ekki fram í borginni þar sem hundahald er þar bann- að með lögum. Þetta ástand er talið skapa verulega hættu á að sullaveiki taki að stinga sér niður. Sullaveiki var greind í sjúklingi í Sjúkrahúsinu á Akur- eyri fyrir skömmu. Sjúklingur- inn er sjómaður af Snæfellsnesi. Kona sem dó úr sullaveiki 1961 var einnig búsett á Snæfellsnesi. Sjá nánar í miðopnu: „Heil- brigðisyfirvöld telja hættuna enn fyrir hendi.“ Hærri samningar en ASI- VSÍ samþykktir á Húsavík VERKALÝÐSFÉLAGIÐ á Húsavík samþykkti samning ASÍ og VSÍ meó nokkrum breytingum í gær með 39 atkvæöum gcgn 10, en 11 sátu hjá. Breytingarnar fela í sér í raun að lágmarkslaun á samningssvæði verkalýðsfélagsins verða samkvæmt 13. launaflokki eftir 1 ár meö 12% álagi, sem mun þýða um 12.800 króna mánaðarlaun og mun yfir- vinna reiknast ofan á þann grunn, sem merkir að yfirvinna og nætur- vinna verður óskert, 40% og 80%. Vaktavinnuálag og bónusgreiðslur munu hins vegar áfram miðast við kauptaxta. Ákvæði um lægri lág- markslaun til handa 16—18 ára gömlu fólki og einnig ákvæði VSÍ- ÁSÍ-samkomulagsins um 6 mánaða vinnu í sömu starfsgrein, munu því ekki gilda á samningssvæði Verka- lýðsfélags Ilúsavíkur. Að öðru leyti gildir samkomulag ASÍ og VSÍ hvað snertir áfangahækkanir, uppsagnar- ákvæði og annað. Vinnuveitendur undirrituðu ekki samninginn sjálfan, heldur bókun þar sem fram kemur að áfram skuli ríkja það sérstaka greiðslufyrirkomulag sem ríkt hafi, en yfirborganir hafa verið í gildi í hinum ýmsu starfsgreinum á samningssvæðinu. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði í gær- kveldi, að flestir þessir atvinnu- rekendur stæðu utan Vinnuveit- endasambands íslands og kæmi málið því ekki til kasta VSÍ. Ekki náðist í forráðamenn Vinnumálasambands samvinnufé- laganna í gærkveldi, en til þeirra samtaka munu flestir viðsemjend- ur verkalýðsfélagsins á Húsavík heyra. Sjá ennfremur fréttir af verka- lýðs- og samningamálum á blað- síöum 20, 21, 22 og 23. Almannatryggingar: Bætur hækka bráðlega MATTHÍAS BJARNASON, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, boðaöi á ríkis- stjórnarfundi í gær, að hann myndi bráðlega gera ráðstafanir til hækkunar bóta almannatrygginga. Þá var ákveðið á ríkisstjórnarfundinum að skipa nefnd embættismanna til að annast millifærslu þeirra 325 millj. kr. á fjárlög- um, sem verja á til hækkunar bótanna samkvæmt samningi ríkisstjórnarinn- ar við ASÍ og VSÍ. Forsætisráðherra sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að með skipun Við komuna til Reykjavíkur laust eftir hádegið í gær. Morgunblaðið/KEE. Banaslys um borð f Jóni Finnssyni HÁSETI á loönuskipinu Jóni Finnssyni RE-506 lést af völdum áverka, sem hann hlaut um borð laust fyrir hádegi í gær. Skipið var að veiðum um 5 sjómílur réttvísandi SV af Öndverðanesi. Loftskeytastöðin í Reykjavík fékk um það tilkynningu frá skip- stjóranum á Jóni Finnssyni kl. 11.45 í gærmorgun, að alvarlegt slys hefði orðið um borð og var óskað eftir þyrlu til að flytja slas- aðan mann á sjúkrahús. Hafði há- setinn farið fyrir borð og jafn- framt slasast mikið á læri. Skip- verjar náðu honum aftur um borð en þá var hann meðvitundarlaus. Fyrir milligöngu Slysavarnafé- lags íslands var leitað aðstoðar björgunarsveitar á Keflavíkur- flugvelli og var þyrla hennar kom- in í loftið kl. 12.10, að sögn Hann- esar Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ. Þyrlan var yfir skipinu kl. 12.55 og fóru tveir sjúkraliðar um borð og héldu áfram lífgunartil- raunum, sem skipverjar höfðu áð- ur hafið. Voru bandarísku sjúkra- liðarnir jafnframt í stöðugu sam- bandi við lækni á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þyrlan kom með slasaða mann- inn til Reykjavíkur og lenti við Borgarspítalann kl. 14.40 en þá var hann látinn. Hann var 32 ára Reykvíkingur. embættismannanefndarinnar væri staðfest að ríkisstjórnin muni framkvæma sinn þátt í samningunum, þó öll verkalýðsfé- lög hafi ekki samþykkt samning- ana. Matthías Bjarnason vildi ekki tjá sig um hversu miklar hækkanirnar yrðu, en upplýsti að þær yrðu misjafnlega háar að prósentutölu. Hann kvað þó tekjutryggingar og örorkubætur hækka hlutfallslega meira en al- mennan lífeyri, þar sem það fólk hefði ekki aðrar tekjur. Þarna er um að ræða umrædd- ar 325 millj. kr., en þar að auki sagði ráðherra að umtalsverðar fjárhæðir færu til hækkunar á ellilífeyri, sem ekki væri inni í samningnum við aðila vinnu- markaðarins. Þær bætur sem koma til með hækka eru að sögn ráðherrans: Almennur lífeyrir, tekjutrygging, mæðra- og feðra- laun, vasapeningar, heimilis- uppbót og meðlög, sem verða mis- munandi há.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.