Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Vaka og vinstri- menn með jafn- marga fulltrúa Fyrsta sinn síðan 1971 að fylkingarnar eiga jafnmarga fulltrúa í Stúdentaráði KOSNINGAR til stúdentaráðs Há- skóla íslands og háskólaráðs fóru fram í gær. Atkvæði til Stúdentaráðs Næturfund- ur í Eyjum KUNDIR Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Verkakvennafélags- ins Snótar og vinnuveitenda í Vest- mannaeyjum stóðu linnulítið í gær. Menn settust að samningaborð- inu á ný klukkan 21.30 í gærkvöldi eftir að hlé hafði verið gert til að menn gætu ráðið ráðum sínum. Fundurinn stóð enn þegar Mbl. fór í prentun, en eitthvað mun hafa þokast í átt til samkomulags. Verkalýðsfélögin hafa boðað til yfirvinnubanns á miðnætti. féllu þannig: A-listi Vöku hlaut 716 atkvæði eða 35,31% og fimm menn kjörna. B-listi vinstri manna hlaut 786 atkvæði, eða 38,76% og 5 menn kjörna og C-listi umbótasinna hlaut 462 atkvæði, eða 22,78% og þrjá menn kjörna. Atkvæði til háskóla- ráðs féllu þannig: A-listi hlaut 709 atkvæði, eða 34% og 1 mann, B-listi 782 atkvæði eða 38% og 1 mann og C-listi 492 atkvæði, eða 24%, at- kvæða en engan mann kjörinn. Með þessum úrslitum hefur Vaka jafnmarga fulltrúa í Stúd- entaráði og vinstri menn, í fyrsta sinn síðan 1971. Hvor listinn á 12 menn í ráðinu, umbótasinnar 6. Astæðan er sú, að hverju sinni er aðeins kosið um helming ráðsins og í kosningunum 1982 hlutu vinstri menn sex menn, en Vaka fjóra menn. Vaka vann því einn mann af vinstri mönnum, en um- bótasinnar halda sínum hlut. Mikligarður er ekki sjálfstæður skattaðili Skattar fyrirtækisins lagðir á eigendur Gylfi Eiríksson, sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar, við hlustunarduflið um borð íTý. Rússneskt hlustunardufl rak upp á Héraðssand RÚSSNESKT hlustunardufl rak á Héraðssand og fóru skipverjar af varðskipinu Tý þangað á þriðju- daginn ásamt sprengjusérfræðing- um. Eftir að Gylfi Eiríksson sprengjusérfræðingur Landhelg- isgæzlunnar og Mike Hinnan, yf- irmaður sprengjudeildar varn- arliðsins, höfðu fjarlægt sprengjuhleðslu úr duflinu, var það flutt á vörubíl til Seyðis- fjarðar. Ekki þótti ráðlegt vegna sjólagsins við sandinn að flytja duflið, sem er um 250 kg að þyngd, og beint út í varðskipið. Týr fór til Seyðisfjarðar og þar var duflið tekið um borð og gengið frá því til flutnings til Reykjavíkur. Hlustunardufl sem þetta draga kafbátar á eftir sér og á sprengjuhleðslan að verða virk, ef þau slitna frá og sjá til þess að duflin eyðileggist og sökkvi. Þessi búnaður hefur brugðist í þessu tilfelli og því rak duflið á land. Matthías Á. Mathiesen á fundi Kaupmannasamtaka: Fjárlagahalli ekki jafn- aður með skattheimtu „ÞAÐ ER rétt, að Mikligarður er ekki sjálfstæður skattaðili. Skattar fyrirtækisins eru gerðir upp í skött- um eigenda, sem eru KRON, SÍS og Kaupfélögin í Mosfellssveit, Hafnar- firði og Keflavík," sagði Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri stór- markaðarins Miklagarðs í Reykja- vík, í samtali við blm. Mbl. en Kaup- mannasamtök íslands hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra um Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna í Reykjavík Fjórðungsmót sunnlenskra hesta- manna verður haldið í Reykjavík árið 1985. Þetta var samþykkt á fundi hestamannafélaga á Suðurlandi og Suð-vesturlandi í fyrradag, en 15 félög eiga aðild að sambandinu. Valið stóð milli Reykjavíkur og Hellu. hvernig staðið sé að framtalsskyldu fyrirtækisins. í bréfi Kaupmannasamtakanna segir: „Þær upplýsingar komu fram í sjónvarpi sl. föstudags- kvöld að verzlunin Mikligarður hér í Reykjavík væri ekki sjálf- stæður skattaðili. Jafnframt mátti skilja á forsvarsmanni áð- urgetinnar verzlunar að um stór- fyrirtæki sé að ræða. Að þessu tilefni leyfa Kaup- mannasamtök íslands sér að spyrjast fyrir um, hvort rétt sé með farið og þá hvernig það má vera, að stórfyrirtæki geti komið ár sinni fyrir borð með þessum hætti. Jafnframt óskast upplýst hvort greitt sé af því húsnæði, sem ofangreind verzlun er rekin í, sér- stakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði." Um hvort Mikligarður greiði skatt af verzlunar- og skrifstofu- húsnæði sagði Jón Sigurðsson: „Mikligarður fékk tilskilin leyfi réttra yfirvalda þegar húsnæðinu var breytt og mun Mikligarður því ugglaust greiða skatta af húsnæð- inu í samræmi við notkun þess.“ MATTHÍAS Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, sagði á að- alfundi Kaupmannasamtaka íslands í gær, að hallinn á fjárlögum þessa árs yrði ekki jafnaður með aukinni skatt- heimtu. Viöskiptaráðherra kvaðst fylgjandi því, að virðis- aukaskattur yrði tekinn upp, en Ijóst væri að það mundi leiða til hækkunar á verði þeirra nauðsynjavara, sem nú væru undanþegnar söluskatti. Á aðalfundi Kaupmannasam- takanna kom hver ræðumaður á fætur öðrum í ræðustól og krafð- Virðisaukaskatt- ur veldur hækkun á sumum vörum ist aðgerða til þess að draga úr forrétindum samvinnuhreyfingar- innar í verzlun. Viðskiptaráðherra sagði, að frumvarp um breytingar á lögum um samvinnufélög hefði legið tilbúið á borði hans þegar hann tók við ráðherraembætti sl. sumar, en hann hefði talið eðli- legt, að aðilar á hans vegum færu yfir þessi frumvarpsdrög. Kvaðst ráðherrann hafa falið nefnd að endurskoða hlutafélagsdrög. Kvaðst ráðherrann hafa falið nefnd að endurskoða hlutafélaga- lög, samvinnufélagalög, löggjöf um sameignarfélög, verzlunarat- vinnu og fleira. Matthías Á. Mathiesen sagði að skattamál væru ekki í sínum verkahring í ríkisstjórninni en ráðherra sagði að sér væri ljóst í hverju misréttið væri fólgið milli einkaverzlunar og samvinnuverzl- unar í skattamálum. Ég tel, að nú- verandi fjármálaráðherra hafi ekki síður vilja til þess að leiðrétta þetta misrétti en aðrir úr hópi sjálfstæðismanna, sagði ráðherr- ann. í tilefni af fyrirspurn um skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði sagði viðskiptaráðherra, að hann yrði afnuminn í áföngum. Fjár- málaráðherra hefði ekki treyst sér til þess að gera það í einu vetfangi. Loks kom það fram í máli Matthí- asar Á. Mathiesen, að endurskoð- un bankalaga gerði m.a. ráð fyrir því, að allir bankar heyri undir sama ráðherra. Borgarstjórn: Ráðning Guð- rúnar og Þor- valds samþykkt Á FUNDI borgarstjórnar í gærkvöldi var ráðning Guðrúnar Jónsdóttur, arki- tekts, til að vinna að endurskoðun og deiliskipulagningu eldri hverfa í borg- inni, samþykkt samhljóða með nafna- kalli. Borgarstjórn samþykkti með 12 samhljóða atkvæðum ráðningu Þorvalds S. Þorvaldssonar, arki- tekts, í stöðu forstöðumanns borg- arskipulags Reykjavíkur. Ekki reiknað með niðurrifi Fjala- kattarins í skipulagshugmyndum Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavík- ur í gærkvöldi voru afdrif Fjalakatt- arins lil umræðu. í febrúar gerðu Sjálfstæðismenn þá bókun í Borg- arráði, að borgin hefði ekki fjár- hagslegt bolmagn eins og sakir standa til að kaupa Fjalaköttinn og gera hann upp, en áadlað er að kaup- verð hússins sé 12 til 20 milljónir króna, og að það myndi kosta 44 milljónir króna að gera húsið upp í upphaflegri mynd. í bókuninni er lögð áherzla á að það standi Þjóð- minjasafni eða menntamálaráðu- neytinu næst að friða húsið ef þau rök sent hafa verið fa'rð fyrir friðun hússins standast. í borgarstjórn í gærkvöldi var samþ.vkkt með 12 atkvæðum við- bótarbókun þar sem segir að rétt sé að taka fram, að í þeim skipu- lagshugm.vndum sem nú liggja fyrir að uppbyggingu í Kvosinni sé ekki á því byggt, að hús þetta þurfi að víkja. Hafi núverandi eigandi eða aðrir þeir aðilar sem húsið kunni að eignast síðar, áhuga á að gera það upp og leita í því sam- bandi til ríkis og borgar, hljóti málið að koma til sérstakrar ákvörðunar á nýjan leik. Þá samþykkti borgarstjórn með öllum atkvæðum að fela borgar- stjóra ásamt tveimur borgar- fulltrúum að óska eftir viðræðunt við menntamálaráðherra um Fjalaköttinn og ennfremur að kanna grundvöll fyrir endurbygg- ingu hússins í samvinnu við ein- staklinga og félagasamtök sem áhuga kunna að hafa á því. 1 máli Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra kom fram, að margir hefðu síðustu daga lýst áhuga sín- um á verndun Fjalakattarins þótt afdrif hans hefðu verið til umræðu mjög lengi. Þegar eigandi hússins óskaði eftir niðurrifi hússins í febrúar 1979 hefði þvt erindi ekki verið svarað af hálfu borgarinnar. Nú væri það hins vegar ætlunin að veita eigandanum svar. Menn greindi á um verðmæti hússins, meðal annars byggingarsögulegt verðmæti þess en Ijóst væri hins vegar að endurbætur á því kölluðu á stórkostleg fjárútlát. í viðræð- um við menntamálaráðherra, sem hann hefði átt í gær, hefði komið fram, að ljóst væri að engir pen- ingar væru í ráðuneytinu til að fjármagna kaup og endurbyggingu Fjalakattarins. Miðað við fjárhag Þjóðminjasafnsins tæki það safnið 70 ár að vinna þetta verkefni. Ymis fleiri hús í borginni væri vert að gera upp — til dæmis Að- alstræti 10, Gamli franski spítal- inn og óljóst væri um það hvort friða ætti Bjarnarborgina. Það verði tekið til sérstakrar skoðun- ar, ef áhugamenn vilja gera húsið upp, til að mynda með sama hætti og Bernhöftstorfuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.