Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Íran-lrak-stríðið: Nefnd SÞ skoðaði sig um á vígstöðvunum Nikósía, 15. mars. AP. STJÓRNARFRETTASTOFAN íranska, Irna, greindi frá því í dag, að sérstök sex manna nefnd á vegum Sameinuöu þjóðanna, hefði lokið eftirjitsferð sinni um vígstöðvar Irana og íraka. Nefndin var í boði stjórnvalda í íran og vegna aðdróttana írana í garð íraka, að hinir síðarnefndu hefðu notað eiturgas gegn hinum fyrrnefndu. Niðurstöður nefndarinnar liggja ekki fyrir, en Irna greindi frá því að nefndarmenn hefðu rannsakað sprengju sem varpað var á íranska hermenn, en sprakk ekki. Segir Irna sprengjuna fulla af einhverjum „þykkum dökklituð- El Salvador: Stjórnmála- menn eiga ekki sjö dagana sæla San Salvador, El Salvador. 15. mars. Al’. ÓÞKKKTIR byssumenn skutu til bana Tito Adalbert Kosa, 55 ára gamlann fyrrum ofursta í stjórnarhernum og einn af leiðtogum íhaldsmanna í Kl Salvador í dag, tæpum sólarhring eftir að Hector Tulio Flores, þingmaður íhaldsmanna, var myrtur með sama hætti, báðir í höf- uðborginni San Salvador. Skyldmenni Rosa sögðu að tilraeðis- mennirnir hefðu ekið upp að bifreið hans þar sem hann stóð við stöðvun- arskyldu, og hafið skothríð af vél- byssum. Drápu þeir Rosa samstundis, en særðu hættulega 4 ára dóltur hans. Tulio Flores er fimmti þing- maðurinn sem myrtur er í E1 Salva- dor á síöustu 2 árum. Grænland: 2% launahækkun um vökva. íranir segja 1700 af hermönnum sínum hafa orðið fyrir eiturefnum íraka. Irna sagði: „Nefndarmenn skoðuðu sprengju- gíga, einn meter í þvermál, og var jörðin sviðin í kring um gígana vegna eiturefnainnihalds sprengn- anna. Nefndarmenn ræddu einnig við nokkra íranska hermenn sem sagðir eru þjást af vöidum eitur- efnasprengja íraka. Bar þeim saman um að lyktin hefði minnt þá á hvítlauk, en áhrifin hafi hins vegar verið önnur. „Margir féllu dofnir til jarðar, aðrir eins og við, fengu brunasár í andlit, höfuðverk og blæðingar í augu og nef auk þess sem húðlitur okkar varð flekkóttur," sagði einn. írakar hafa enn einu sinni sagt að þeir hafi aldrei notað svo fólskuleg vopn sem eiturgas, allt sé þetta umtal sniðið til að sverta íraka og koma á þá fáránlegum og ósönn- um sökum. Simamynd AP Bankahúsið lagt í rúst Á myndinni má sjá er sprengjusérfræðingar höfðu tendrað dínamít inni í 16 hæða húsi Northwestern National-bankans í Minneapolis í Minne- sotaríki fyrir fáum dögum. Húsið eyðilagðist allt að innan í eldsvoða og því var ákvörðun tekin um að jafna það viö jörðu. Holland: Eiturlyfjapeningar frá- dráttarbærir til skatts flaag, 15. mars. AP. Ilollenska fjármálaráðuncytið gekk fram fyrir skjöldu í dag og til- kynnti að í „sérstökum tilfellum“ gætu foreldrar eiturlyfjasjúklinga fengið undanþegna frá skatti þá pen- inga sem þeir gæfu börnum sínum fyrir lyfjum. Það var aðstoðarfjármálaráð- herrann Henk Koning sem gaf út tilkynninguna með hliðsjón af máli föður nokkurs sem hélt uppi syni sínum sem verið hefur á valdi heróíns. „Ég gerði það til að af- stýra því að sonur minn færi út í afbrot," hafði talsmaður ráðu- neytisins, Willem Sweep, eftir föð- urnum, en hann gaf ekki upp nafn hans. Sweep sagði að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem slík beiðni hafi verið borin fram. Reiknaði hann með fieirum og yrði hvert mál um sig skoðað ofan í kjölinn. Skattayfirvöld höfðu hafnað beiðni föðurins sem bað um að sérstök klásúla á skattaframtal- inu sem snéri að gjöldum vegna vangefinna barna mætti eiga við í sínu tilviki. Faðirinn áfrýjaði niðurstöðu skattstjórans til ráðu- neytisins með fyrrgreindum af- leiðingum. Ekki fékkst upp gefið hversu hár frádráttur hefði verið veittur, en sérfræðingar telja að nú til dags dugi ekki minni upp- hæð en 172 dollarar á dag til að afla nægilegs magns af heróíni til að viðhalda vímunni. Indíánar í Nicaragua of- sóttir af sandinistum Kaupmannahófn, 15. marz. NÁÐST hefur samkomulag um nýja kjarasamninga milli launþega í Al- þýðusambandi Grænlands (SIK) og vinnuveitenda á vegum hins opinbera. Var samið um 2% launahækkun frá og með 1. apríl nk. en SIK hafði kraf- ist minnst 4% hækkunar. Formaður samninganefndar launþega, Jens Lyberth, varð hins vegar að viður- kenna eftir erfiðar samningaviðræð- ur, sem stóðu heila nótt, að ekki var unnt að ná meiru fram. Þá fengu launþegar ekki framgengt kröfu sinni um aukið öryggi í starfi, sem skiptir meira máli nú, eftir að Konunglega grænlenzka verzlunarfélagið til- kynnti, að fækka verði starfsmönnum þess á vissum tímum árs, er lítið er að gera hjá fyrirtækinu. Sýknaður eftir 34 ár Shigeyoshi Taniguchi, 53 ára að aldri, sem setið hafði á bekk dauðadæmdra í Japan í 34 ár, sést hér fagna því að vera sýkn- aður af morði á hrísgrjónasala einum, sem framið var 1950. Taniguchi var 19 ára, er hann var handtekinn. Hann á rétt á skaða- bótum að fjárhæð um 10 milljón- ir ísl. króna fyrir þau ár, sem hann sat í fangelsi. Onló, 15. m»rz AP. YFIR 200 hermenn sandinista frá Nicaragua fóru yfir landamærin inn í Honduras 5. janúar sl. og drápu þar fjögur börn og marga fullorðna Mis- kito-indíána í Strumlaya-flóttamann- abúðunum. Skýrði talsmaður indí- ána frá þessu í dag í viðtali við norska blaðið Verdens Gang. Þeir Teofilo Arhibal og Silvio Diaz Thompson, sem nú eru á ferðalagi í Noregi, eftir að hafa borið vitni í Genf varðandi mannréttindi, halda því fram, að 12.000 Miskito-indíánar hafi verið fluttir í fangabúðir í Nicaragua. Samkvæmt frásögn Aftenposten eru þeir félagar andvígir fyrirhug- uðum kosningum í landi þeirra, þar sem þær muni ekki leysa vandamál indíána, sem eru í minni hluta og búa meðfram At- lantshafsströnd Nicaragua. „Það er slæmt, að fulltrúar úr utanríkismálanefnd norska Stór- þingsins heimsóttu aldrei þetta svæði í nýlokinni heimsókn sinni til Mið-Ameríku. Hefður þeir gert það, hefðu þeir ekki verið í neinum vafa um, með hvaða hætti sandin- istar í Nicaragua ofsækja, kúga og útrýma indíánum og kreólum á þessu svæði,“ hefur Aftenposten eftir þeim Archibal og Diaz Thompson í dag. Svíþjóð: Deilur inn- an Hægri flokksins Stokkhólmi, 15. marz. Frá frétta- ritara Morgunblað.sins, Krik Liden. MIKLAR deilur eru nú innan Hægri flokksins í Svíþjóð eftir afgreiðslu aukafjárlaga. Kru margir af þingmönn- um flokksins mjög óánægðir með, að framlög til hermála voru aðeins aukin um 2,2 milljarða s.kr. Flokkurinn, sem er næststærsti stjórnmálaflokkur Sví- þjóðar, hafði krafizt þess, að þessi framlög yrðu hækkuð um 3,2 milljarða s.kr. og var ástæðan lækkandi gengi Bandaríkjadollars. „Þetta er alltof lág fjárhæð og langtum lægri en sú, sem við höfðum farið fram á. Þörf hefði verið á 5—6 milljörðum s.kr.,“ sagði þingmaður- inn Björn Körlof í dag og er talið víst, að skoðun hans njóti stuðnings margra áhrifamikilla þingmanna úr Hægri flokknum. Hussein Jórdaníukonungur: Friðlaust meðan Banda- ríkin styðja við Israela New York, 15. mars. AP. IIIJSSEIN Jórdaníukonungur, sagði í samtali við dagblaðið New York Times í dag, að á meðan Bandarfkin styddu við bakið á ísrael, væri engin von um frið af einu tagi eða öðru í Miðausturlöndum. Þá sagðist hann hafna beiðni Bandaríkjastjórnar að setjast að viðræðuborði með Israel- „Ég skal segja ykkur hvernig við lítum á málin," sagði Huss- ein og hélt áfram: „ísraelar eru á okkar landsvæðum. Bandarísk hernaðaraðstoð og efnahagsleg- ur stuðningur gerir þeim það kleift. Þessi stuðningur nær ósjálfrátt til vaxandi byggða ísraela á vesturbakka Jórdan. ísraelar eru svo kyrfiiega undir verndarvæng Bandaríkjamanna, að þeir geta næstum skipað Bandaríkjastjórn fyrir verkum. Meðan staðreyndir málsins eru þessar, getur enginn Arabi sest niður og rætt nein mál við ísra- el.“ Þessar skoðanir Jórdaníukon- ungs komu einum mánuði eftir heimsókn hans til Ronald Reag- ans í Hvíta húsinu og einum degi eftir að Reagan hafði haldið ræðu yfir miklum stuðnings- mönnum ísraela, þar sem hann boðaði aukna hernaðaraðstoð við Jórdaníu. En fundurinn fyrir mánuði skilaði litlum árangri og Hussein sagðist svartsýnn eftir hann. Sagt er að Reagan sé hlynntur því að ísraelar hætti útþennslu sinni á vesturbakka Jórdan, en komi sér ekki að því að segja þeim það, eða að hann hafi gert það og þeir ekki tekið undir það. Hussein sagði: „Ég hef áhyggjur af Bandaríkja- mönnum, alltaf skulu þeir koma fram af hreinni tvöfeldni. Ég er hissa, vegna þess að ég hélt að sanngjarnt og raunsætt gildis- mat væri nokkuð sem við ættum sameiginlegt, en nú hef ég séð að það eru smámál sem ráða ríkj- um, eða mál sem biása má upp og nota til atkvæðaveiða í kosn- ingum. Robert McParlane, öryggis- málaráðgjafi Bandaríkjastjórn- ar í Miðausturlöndum, sagði í samtali í dag að deila mætti í ummæli Husseins með tveimur, slík væri pressan á honum að segja eitthvað slæmt um Banda- ríkin. Þá gæti hann aldrei, eins og staðan er nú, fallist á að ræða við Israela þó að slíkar viðræður gætu aldrei orðið annað en gagn- legar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.