Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 SiÖumúla 33 símar81722 og 38125 [▼ VARTA _ OFURKRAFTUR - “ ÓTRÚLEG EIMDING FRAMLEIÐENDUR BETRI BÍLA í EVRÓPU VELJA VARTA RAFGEYMA í BÍLA SÍNA Þaö segir meira en mörg orð. Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og fleiri, velja VARTA rafgeyma, enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol, eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir. 60 AMP-stundir kr. 1.494.00. 70 AMP-stundir kr. 1.788.00. Hentar flestum gerðum bifreiða. Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi, og ísetningu á staðnum. VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni KGB lætur falsa vest- ræn stjórnarskjöl Stra.sbourg, 14. mars. AP. FYRRUM foringi í sovósku öryggis- lögreglunni (KGB), Stanislav Lev- chenko aö nafni, sem flúði til Bandarfkjanna árið 1979, sagði í dag að KGB og alþjóðadeild miöstjórnar sovéska kommúnistaflokksins létu semja gífurlegan fjölda falsaðra skjala og dreifðu þeim síðan til að sá fræjum sundurþykkju meðal Vestur- velda. „Þeir hafa sérstakan áhuga á því að falsa NATO-skjöl,“ sagði hann, „og það er gert til að rugla ráðamenn í ríminu og byggja upp vantraust stjórna á milli." Levchenko dvelst á leynilegum stað í nágrenni Washington, en ræddi við fréttamenn með aðstoð fjarskiptahnattar, sem banda- ríska upplýsingaþjónustan ber kostnað af. Stanislav Levchenko Hann sagði að sér hefði á sínum tíma m.a. verið falið að fylgjast með breskum kjarnorkukafbátum í höfninni í Liverpool og gefa skýrslu um þá til Moskvu. Lev- chenko sagði að alþjóðadeild mið- stjórnar sovéska kommúnista flokksins og „deild A“ innan KGB hefðu á sínum snærum fjölmarga sérfræðinga til að falsa skjöl af öllu tagi. Hann sagði að sér væri kunnugt um að á áttunda áratugn- um hefði KGB komið á framfæri í Japan hundruðum falsaðra skjala. Levchenko sagði fréttamönnum að hann væri nú að semja bók um reynslu sína af njósnastarfi fyrir sovésku öryggislögregluna. Heimilisfangi hans er haldið leyndu vegna þess að í ágúst 1981 dæmdi sovéskur dómstóll hann til dauða. Der Spiegel í útistöðum við kínversk stjórnyöld: Saka fréttaritarann um listmunasmygl Hamborg. AP. FYRRUM fréttaritari þýska tímaritsins Der Spiegel í Peking, ítalinn Titiano Terzani, harðneitar í síðasta hefti blaðsins þeim ásökunum kínverskra stjórnvalda, að hann hafi staðið fyrir smygli á kínvcrskum listmun- um úr landinu. Terzani var formlega vísað frá Kína vegna „al- varlegra glæpa" eins og það var orðað í skjali, sem honum var afhent um leið og honum var tilkynnt, að þess væri óskað að hann hefði sig á brott. Eftir að tímaritið hafði staðið í ströngu tókst því loks að fá framlengingu atvinnuleyfis Terzani í Kína í tvö ár, þann 17. febrúar. Það hafðist þó ekki fyrr en sendiráð V-Þjóðverja í Peking blandaði sér í málið. Terzani var handtekinn þann 1. febrúar af kín- verskum landamæravörðum reyndist reyndist vera með eftirlíkingu af Búdda-líkneski í fórum sínum. Blaðamaðurinn bar því við, að eiginkona sín hefði gefið sér líkneskið sem verndargrip, en þá skýringu tóku verðirnir ekki gilda. í húsleitarheimild fra lögregluyfirvöldum, dag- settri 20. janúar, voru 64 afbrot, sem Terzani átti að hafa framið, þ.m.t. meint smygl á listmunum. Vekur athygli að húsleitarheimildin er dagsett 11 dögum fyrir handtökuna. Við húsleitina voru 24 hlutir gerðir upptækir, þar á meðal listmunir, sem kínversk yfirvöld segja frá tímabili Ming-keisara. Terzani segir ásakan- irnar fásinnu og alla listmunina eftirlíkingar, keyptar af bændum á mörkuðum. Kínverjar hafa boðið tímaritinu að senda annan fréttaritara til Peking í stað Terzani. Þingið í Sviss vill aðild að SÞ Bern, 15. mars. Frá Önnu Bjarnadóttur, Fréttaritara Mbl. Meirihluti fulltrúadeildar svissn- eska þingsins samþykkti í dag tillög- ur ríkisstjórnarinnar um aðild Sviss að Sameinuðu þjóðunum með 112 atkvæðum gegn 78. Tillaga um að seinka atkvæða- greiðslunni var felld. Hún var lögð fram þar sem talið er að meiri- hluti landsmanna sé á móti aðild að SÞ og muni fella tillöguna í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hún verður haldin á næstunni. Öld- ungadeild þingsins á enn eftir að ræða og greiða atkvæði um tillög- una. Andstæðingar aðildar óttast helst að Svisslendingar muni missa hlutleysi sitt við að ganga í SÞ. Pierre Aubert, utanríkisráð- herra, sagði hins vegar að hlut- leysið yrði tryggt og myndi eflast við aðild. Hann sagði að spurning- in um aðild snerist ekki um það hvort SÞ væri góð stofnun eða ekki, heldur hvort Sviss myndi hafa gagn af fullri aðild. Hann kvað svo vera. Vinstriflokkarnir greiddu at- kvæði með tillögunni. Frjálslyndi flokkurinn skiptist nokkuð jafnt með og á móti, en gamli Bænda- flokkurinn og nokkrir minni hægriflokkar greiddu atkvæði gegn tillögunni. Sviss, Liechtenstein, Mónakó og San Marino eru einu sjálfstæðu þjóðirnar í heiminum, sem hafa kosið af frjálsum vilja að vera ekki aðilar að SÞ. Hlutleysisstefna Svisslendinga kom í veg fyrir að þeir yrðu aðilar að stofnuninni þegar sigurvegarar seinni heims- styrjaldarinnar komu henni á fót í október 1945. Svíar (1946), Finnar og Austurríkismenn (1955), sem einnig eru hlutlausir, hafa síðan gerst aðilar og nú eru alls 158 að- ildarþjóðir. Svisslendingar eru að- ilar að langflestum undirstofnun- um SÞ og hafa áheyrnarfulltrúa í New York og sendiherra í Genf. Stór hluti starfsemi Sþ fer fram í Genf. Borgin var valin af því að höfuðstöðvar þjóðabandalagsins voru þar á sínum tíma. Svissneska ríkisstjórnin álítur að Svisslendingar eigi að gerast aðilar svo að þeir geti greitt at- kvæði og haft einhver áhrif á sam- þykktir, sem SÞ gera og þeir verða að fara eftir, eins og t.d. sáttmál- um um kjarnorkutilraunir, efna- vopn og hafréttarmál. Hún álítur allt alþjóðasamstarf mikilvægt og telur aðild að SÞ aðeins geta kom- ið þjóðinni að gagni. Kostnaðurinn við fulla aðild er ekki sagður miklu meiri en hann er nú þegar og ríkisstjórnin fullyrðir að hlut- ieysi Svisslendinga breytist ekki þótt þeir gerist aðilar. Vinstri flokkarnir eru hlynntir aðild og leggja áherslu á að SÞ er eini staðurinn þar sem langflestar þjóðir heims koma saman og reyna að standa vörð um frið og efla velferð í heiminum.' Gamli Bændaflokkurinn (SVP) er á móti. Þingmaður hans sagði í morgun að SÞ kæmu sér varla nokkurn tíma saman um gagnlegan hlut, þær væru eitt allsherjar bákn þar sem skriffinnska og ræðuhöld sitja í fyrirrúmi. En hann sagði að aðalatriðið væri það að hlutleysi þjóðarinnar yrði aldrei hið sama aftur ef hún gerist aðili. Skoðanir eru skiptar í Kristilega flokknum (CDP) og Frjálslyndi flokkurinn (FDP) vill helst að þingið fresti enn umræðum og atkvæðagreiðslu um málið svo að Svisslendingar fái ekki óorð á sig í SÞ með því að neita að gerast aðilar. Perez de Cuellar, aðalritari SÞ, hefur sagt að Sameinuðu þjóðirn- ar þurfi á aðild Svisslendinga að halda. Haft hefur verið eftir ónefndum sendiherra í New York, að Svisslendingum hafi áður fyrr verið Iíkt við skarpskyggna uglu, sem sat utan stofnunarinnar og fylgdist vel með, en nú er þeim líkt við þröst sem flögrar um og þreyt- ist í vængjunum. Skoðanakönnun hefur bent til að Svisslendingar hafi almennt heldur lítið álit á SÞ og séu á móti aðild — og aðildar þeirra er varla oft saknað í salar- kynnum höfuðstöðvanna í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.