Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Skrúfudag- urinn í Vél- skólanum Skrúrudagurinn, árlegur kynn- ingardagur í Vélskóla íslands, veró- ur haldinn á morgun, laugardag í Sjómannaskólanum. Er þaó í 24. sinn sem Skrúfudagurinn er hald- inn, en hefóin komst á þegar skólinn færði Gunnari Bjarnasyni, fyrrum skólastjóra, skrúfu að gjöf er hann varð scxtugur. A Skrúfudeginum er skólinn opin almenningi til fróðleiks og skemmtunar, hin ýmsu kennslu- tæki eru til sýnis og nemendur veita um þau allan fróðleik, auk þcss að kynna námið sjálft Á komandi Skrúfudegi verður sérstök kynning á Handbók vél- ÍJr vélasal skólans, en þar verða allar vélar í gangi á Skrúfudaginn. Ljósm. Mbl./KÖE stjóra, uppsláttarriti, sem 4. stigs nemendur 1983-84 hafa unnið að með aðstoð kennara sinna. Þá verður einnig í skólanum kynning frá ýmsum fyrirtækjum, sem selja vörur, tengdar starfi vélstjóra. Á Skrúfudeginum verður síðan Kvenfélagið Keðjan, sem í eru eig- inkonur vélstjóra, með kaffiveit- ingar í veitingasal skólans og Hluti skrúfudagsnefndar ásamt skólastjóra. F.v. Andrés Guðjónsson, skóla- stjóri Vélskólans, Finnur Loftsson, formaður skólafélagsins, Ragnar Árna- son, ritstjóri handbókar vélstjóra, Friðrik K. Eggertsson, í ritnefnd handbók- arinnar og Magnús J. Smith, skrúfudagsnefndarmaður. rennur ágóðinn til byggingar áhuga hafa á starfi vélstjóra. orlofshúsa vélstjóra. Leggur skólinn sérstaka áherslu á Skrúfudagurinn er öllum opinn, að þeir unglingar, sem hyggja á núverandi sem gömlum nemend- nám í skólanum, noti tækifærið til um skólans, og öllum þeim sem að kynnast því. Súkkulaði- og vanillubúðingar á markaðinn Mjólkursamlag KEA á Akureyri hefur nýlega hafið framleiðslu á súkkulaðibúðing og vanillubúðing. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist frá Osta- og smjör- sölunni sem er dreifiaðili, segir að búðingnum sé pakkað í snotra 200 gr plastdósir með greinargóðri vörulýsingu og geymsluþol þeirra sé 5 vikur við núll—fjögurra gráðu hita á Celsíus. Ennfremur segir að búðingarnir séu tilvaldir til neyslu einir sér og/eða sem eftirréttur. Ný bygginga- vöruverslun í Keflavík NÝ byggingavöruverslun hefur verið opnuð að Iðavöllum 10 í Keflavík. Nefnist verslunin Byggingaval. Að sögn Valdimars Þorgeirsson- ar verslunarstjóra er stefnt að því að verslunin verði alhliða bygg- ingavöruverslun. Þá verður kappkostað að veita góða þjónustu og gott vöruval. Starfsmenn eru t.d. iðnlærðir, og viðskiptamenn geta t.d. fengið plötur sagaðar í versluninni. Opnunartími verslunarinnar er frá kl. átta að morgni til kl. átján, og frá kl. 10 á laugardögum til kl. 14. Þá verður opið í hádeginu. E.G. Hafnarfjörður: Samkirkjulegar helgi- og bæna- stundir á föstu Á þeirri föstu, sem nú er nýhafin, verða líkt og undanfarin ár haldnar samkirkjulegar helgi- og bænastund- ir á föstudagskvöldum I kapellu Sankti Jósepssystra í llafnarfirði. Hefjast þær klukkan 20.30 og standa yfir í um það bil hálfa klukkustund. Það er sameiginlegt álit þeirra, sem tekið hafa þátt í slíkum helgistundum, að þær séu mjög uppbyggilegar og endurnær- andi. Fyrsta helgistundin hefst föstudaginn 16. marz kl. 20.30. Séra Hubert Oremus og séra Gunnþór Ingason. Kynnir: Magnus Axelsson. Stjórnandi: Sigurður Haraldsson. Verð kr. 70 fyrir börn yngri en 12 og kr. 130 fyrir fullorðna. Sjá einnig auglýsingu um Ferðaveislu í Súlnasal á sunnudagskvöld. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ara Stórglœsileg Hollandshátíð! Fjöldi góðra gesta frá Hollandi kemur með ýmislegt spennandi í pokahorninu, og íslenskir skemmtikraftar láta ekki sitt eítir liggja. í anddyrinu verða settir upp spéspeglar, lírukassaleikari sér um tónlistina, tróklossasmiður og gamaldags ljósmyndari verða að störíum, og allir fá pönnukökur sem hollenskur bakari bakar á staðnum. ★ Inni í salnum verður teiknimyndasýning á stóra tjaldinu. ★ Aíhent verða ókeypis bingóspjöld og allir taka þátt í glœsilegu ferðabingói þar sem aðalvinningurinn er að sjálísögðu dvöl í sœluhúsi í Hollandi fyrir alla íjölskylduna. ★ Allir taka þátt í nýstárlegum leikjum. ★ Barnaleikhúsið Tinna sýnir Nátttröllið - bráðskemmtilegt barnaleikrit. ★ Steini og Olli (Magnús og Ómar) mœta, og aldrei að vita hvað þeim dettur í hug. ★ Trúðurinn Skralli (Aðalsteinn Bergdal) leikur við krakkana. ★ Allir íá sœlgœti. AUGLYSINGAÞJÖNUSTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.