Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 15 Hans Höech Henrichsen, fram- kvæmdastjóri Norræna verkefna- útflutningssjóðsins. Stjórn Norræna verkefnaút- flutningssjóðsins skipa 10 menn, þar af tveir frá íslandi, Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi for- sætisráðherra, og Björn Líndal, deildarstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu. Þórður var spurður um reynsluna af sjóðnum hingað til, þau verkefni íslensk, sem sjóður- inn fjármagnaði, og hvaða gagn ísiendingar gætu haft af Norræna verkefnaútflutningssjóðnum. „Það er mat okkar í sjóðsstjórn- inni að starfsemin hafi gengið sér- staklega vel hingað til og eftir- spurnin eftir fjármagni hefur ver- ið mun meiri en reiknað var með. Að mínu mati er sjóðurinn sér- staklega mikilvægur fyrir Islend- inga. Við höfum upp á margt að bjóða á þeim mörkuðum, sem virð- ast ætla að verða fyrirferðarmest- ir í starfsemi sjóðsins. Hér á ís- landi er enginn sjóður, sem hjálp- ar íslenskum fyrirtækjum til að gera athuganir á erlendum mörk- uðum, og stofnun Norræna verk- efnaútflutningssjóðsins hefur því opnað íslendingum nýjar leiðir." Fjögur íslensk verkefni lengst á veg komin Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram komu á kynningarfund- inum í Helsinki, eru íslendingar aðilar að 11 af 61 verkefni, sem sjóðurinn hefur tekið til meðferð- ar. Sum eru skammt á veg komin en eftirtalin verkefni eru stærst, að því er Þórður Friðjónsson upp- lýsti: 1. Virkir (verkfræðifyrirtæki) Jarðhitaverkefni á Filippseyjp- um. Fyrirhugað er að ráðast í mikla uppbyggingu í nýtingu jarðhitaauðlinda Filippseyinga. Alþjóðabankinn fjármagnar um- talsverðan hluta verkefnisins auk þess sem lítilsháttar aðstoð kemur frá Japan, Nýja-Sjálandi og Ítalíu. Samtals er áætlaður kostnaður við verkefni á 3. hundrað milljónir Bandaríkjadollara (230—240 milljónir dollara). Alþjóðabank- inn lánar 76 milljónir dollara og tækniaðstoð Japana, Ný-Sjálend- inga og ítala nemur 1 milljón doll- ara. Hluti Virkis yrði auðvitað fyrst og fremst verkfræðiráðgjöf (hönn- un, eftirlit, verkefnisstjórnun o.fl.), en þátttaka íslendinga gæti orðið meiri, t.d. borunarvinna og önnur tæknivinna, þar sem íslensk þekking og reynsla er fyrir hendi. Virkir hefur boðið í verkfræðiþátt (verkfræðiráðgjöf) þessara verk- efna, og munu niðurstöður verða kunngerðar á næstunni. Virkir fékk aðstoð frá Norræna verkefnaútflutningssjóðnum til að undirbúa þátttöku sína í ofan- greindum verkefnum. Nam sá stuðningur 65.000 finnskum mörk- um. 2. Athuganir á útflutningstækifær- um vegna fiskveiði og fisk- vinnsluverkefna í Vestur-Afríku og víðar. Þessar athuganir hefur Ulfur Sigurmundsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins með höndum. Tilgangur verkefnisins, sem í reynd er sam- sett af ýmsum athugunum, er að finna útflutningstækifæri í sam- Einn launaflokk fyrir landsmenn — eftir Alfreð Jónsson MIKLAR umræður fara nú fram um þjóðfélagsmál og af eðlilegum ástæðum eru menn ekki á eitt sátt- ir um hvað gera skuli til úrlausnar aðsteðjandi vanda, sem flestir eru þó sammála um, að sé töluverður. Allmargir hafa þó látið í sér heyra um þessi mál og komið með hugmyndir að lausn. Nú langar mig að gerast svo djarfur að láta mitt álit í ljós, þar sem ég tei að það geti leyst mikinn hluta vandans og ég efast ekki um, að margir verða mér sam- mála. Mín tillaga er ákaflega ein- föld, en þarfnast að vísu laga- setningar. Ég legg til að þetta ár og það næsta verði aðeins einn launa- flokkur í landinu, það er, að allir landsmenn taki laun eftir einum og sama launaflokki. Nú munu vafalaust margir reka upp stór augu og spyrja, er nú karlasninn að verða vitlaus? Nei, nei, þann- ig er það ekki, en á erfiðum tím- um þarf að taka afdrifaríkar ákvarðanir og ég er sannfærður um að þessi hugmynd hlýtur mikinn og einróma stuðning, eða efast nokkur um að mennirnir sem kjörnir eru til þess að vinna þjóðfélaginu allt það gagn sem þeir mega, séu fúsir til að leggja svolítið á sig til lausnar aðsteðj- andi vanda. Þarna á ég að sjálf- sögðu við þingmennina okkar. Þá þykist ég þess fullviss að ekki muni standa á forseta vorum að samþykkja svona einfalda til- lögu, þá þarf varla að efast um afstöðu hæstaréttardómara, svo og annarra dómara, — manna sem hafa það að lífsstarfi að sjá um að réttlætinu sé í hvívetna framfylgt og að allir séu jafnir fyrir lögunum. Þá getum við nefnt prestana, ég þykist vita að þeir muni fagna því að fá að taka þátt í svona réttlætismáli og svona getum við fært okkur niður metorðastigann, allir munu leggjast á eitt um að koma slíku réttlætismáli í fram- kvæmd. En þá er bara eftir að ákveða hvað kaupið á að vera. Já, þarna getur nú orðið smá ágreiningur, en ég er með lausn á því. Ég vil gefa forsætisráðherra okkar sjálfdæmi um málið. Ég efast ekki um að hann muni beita allri sinni stjórnkænsku til þess að allir verði ánægðir. Nú skulum við gera ráð fyrir að forsætisráðherra, af allri sinni hógværð og dómgreind, spenni ekki bogann mjög hátt og þá getum við farið að gæla við að reikna dæmið. — Öllum líður vel af laununum sínum, fyrirtækin hafa afgang um áramót til ým- issa nauðsynlegra hluta og ríkis- sjóður, ekki má gleyma honum, verður rekinn með stórfelldum hagnaði til heilla landi og lýð. Já, svona einfalt er þetta nú og hver getur verið á móti svona góðri lausn? Sem sagt, herrar mínir og frúr, dragið nú puttana fram úr ermunum og hrindið málinu í framkvæmd og þá verð- ur gaman að vera íslendingur! Alfred Jónsson er fyrrverandi oddviti í Grímsey og fréttaritari Morgunblaösins þar. Bandarískur öldungadeildarþing- maður væntanlegur til landsins bandi við fiskveiðar og fisk- vinnslu, þar sem íslensk fram- leiðsla, þekking og reynsla nýtist. í þessu efni er verið að kanna ýmsa möguleika, og hefur athygl- in einkum beinst að nokkrum löndum í Vestur-Afríku. Þegar hefur verið varið um 35.000 finnskra marka til þessa verkefn- is. 3. Slippstöóin á Akureyri Slippstöðin á Akureyri hefur í samvinnu við finnska aðila kann- að möguleika á að flytja út þekk- ingu og reynslu (og hugsanlega smíði tilraunaskipa) við skipa- smíðar. M.a. sýndu ákveðnir aðilar í Marokkó áhuga á þessu verkefni. Nú er verið að reyna fyrir sér víð- ar. 4. Pálmi Kristinsson Tæpum 5.000 finnskra marka var ráðstafað til Pálma Kristins- sonar, verkfræðings, sem er við framhaldsnám í Kaupmannahöfn, vegna athugunar á útflutnings- möguleikum íslenskra verktaka. íslenskir hagsmunir tengjast fleiri verkefnum eins og áður hef- ur verið nefnt, en áðurgreind verkefni eru lengst á veg komin og hafa styrkt íslenskt frumkvæði. Samtals hafa íslenskir aðilar fengið um 128.000 finnsk mörk í aðstoð frá sjóðnum, eða um 650 þúsund ísl. krónur. (Miðað við árslok 1983). Þetta samsvarar um 6% af útborgaðri aðstoð sjóðsins. Eru íslensk fyrirtæki nógu vel vakandi? Lokaorð Hans Höegh Henrich- sen, framkvæmdastjóra Norræna verkefnaútflutningssjóðsins, á blaðamannafundinum í Helsinki voru þessi: „Enda þótt við höfum fengið margar umsóknir, jafnvel fleiri en í fyrstu var ætlað, tel ég að nor- ræn fyrirtæki gætu verið enn bet- ur vakandi fyrir þeim möguleikum sem samnorræn verkefni í þróun- arlöndunum gefa. Finnar standa fremstir norrænu þjóðanna í þess- um efnum, aðrar þeim nokkuð að baki. Það er trú þeirra og von, sem til mála þekkja, að þessi starfsemi eigi eftir að stóraukast á næstu árum og að Norræni verkefna- útflutningssjóðurinn starfi áfram og verði efldur verulega." í framhaldi af þessum orðum er rétt að benda íslenskum fyrir- tækjum og stofnunum á að kanna, hvort þau hafi á prjónunum verk- efni, sem Norræni verkefnaút- flutningssjóðurinn muni hugsan- lega styrkja. — SS VÆNTANLEGUR er til landsins í byrjun apríl nk. bandarískur öld- ungadeildarþingmaður, Charles McMathias að nafni, repúblikani frá Maryland. McMathias kemur hingað með fylgdarliði og tveimur fulltrúadeildarþingmönnum. Laug- ardaginn 7. apríl flytur hann fyrir- lestur á lokuðum fundi með ungum sjálfstæðismönnum og ýmsum áhrifamönnum í þjóðfélaginu. Hann mun ræða um bandarísk stjórnmál og stefnuna í dag, auk þess að koma inn á varnarsamstarf vestrænna þjóða. McMathias er með þekktustu þingmönnum repúblikana i Banda- ríkjunum og var m.a. einn af þeim sem voru taldir koma til greina í stjórn Reagans. Hann á sæti í ýms- um veigamiklum þingnefndum og gegnir m.a. mikilvægu hlutverki í utanríkismálanefnd bandaríska þingsins. McMathias hefur verið þingmaður Maryland-ríkis í yfir tuttugu ár og nýtur mikillar per- sónuhylli, en í þessu ríki eru demó- kratar miklum mun fjölmennari. HÓTELBOR Höfum endurvakið rómað andrúmsloft liðinna ára Vistlegur veitingastaður við allra hæfi jNýr sérréttamateeðill Gisting í stórum og skemmtilegum herbergjum s: 11440. KOMIÐ — SJÁIO — SANNFÆRIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.