Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 31 þessu sambandi skal þess getið, að vatn Mývatns endurnýjast að meðaltali einu sinni á 27 dögum, eða um það bil fimm sinnum yfir gróðrartímann. Af þessu leiðir, að umtalsvert magn af svifjurtum, og af jurtanæringarefnum sem ekki hafa verið nýtt af gróðri í vatninu við ljóstillífun, berast út í Laxá — svo sem rannsóknir Jóns Ólafs- sonar sýna glögglega — en þar stuðla þau að silunga- og laxa- framleiðslu. Einnig af þessari ástæðu er það ljóst, að jafnvel þó að gert sé ráð fyrir hinni miklu N-bindingu Anabaena (80 kg N/ha á sumri), þá er það magn köfnun- arefnis sem berst í Mývatn neðan við þann fyrrnefnda „hóflega" N- skammt, sem æskilegt væri að ísl. silungsvötn hlytu til þess að geta skilað framleiðsluafköstum sam- bærilegum við sæmilega ræktuð tún. Því má svo bæta við, að ósennilegt er, að nokkru íslensku stöðuvatni berist með aðrennsli jafn mikið magn af N og P miðað við hektara og einmitt Mývatni. Þessi tilgáta er að vísu ekki studd niðurstöðum rannsókna, en verður eigi að síður að teljast sennileg. Þá er ekki vitað, að Anabaena vinnni frjálst köfnunarefni í öðr- um ísl. stöðuvötnum en Mývatni. An þess að fjölyrða frekar um íburð af N og P í íslensk stöðu- vötn, tel ég varlegt að áætla, að langflestum þessara vatna berist talsvert innan við 10 kg N/ha á sumri. Beri maður þessa tölu sam- an við þá „hóflegu" áburðarþörf ísl. silungsvatna, sem fyrr var get- ið (100 kg N/ha + 35 kg P/ha), fæst skýring á því, að íslensk stöðuvötn eru mjög ófrjósöm á þann mæli- kvarða, sem hafður er til viðmið- unar í hlýrra loftslagi. í þessu sambandi er rétt að hafa á þann fyrirvara, að á hlýrri stöðum sé ekki um loftmengun brennisteins- sambanda að ræða, en súrt regn frá iðnaðarhéruðum Mið-Evrópu og norðurhluta Bandarikjanna er að eyða lífi í allmörgum vötnum á belti sem liggur norður af miklum iðnaðarsvæðum í þessum heims- hlutum. Stærðargráðublinda Ég vil enn minna á, að sam- kvæmt erlendri reynslu sem án efa er pottþétt, yrði það að teljast mjög hófleg notkun N-áburðar á ís- landi að bera í silungsvötn sem svar- ar til 100 kg N/ha yfir sumartímann. En með því að áburðarmengun, svo og ýmiss konar önnur mengun, hefur í mörgum löndum tempraða beltisins leikið grátt byggðarlög og borgir, er tslendingum eðlilega annt um að sporna gegn álíka náttúruspjöllum á okkar ám og vötnum. Og þegar háskólamenn, sérfræðingar og opinberar nátt- úruverndarstofnanir fara með varnaðarorð í þessu sambandi, er auðsætt að almenningur hlusti og styðji ráðstafanir er ætla má að miði að því að vernda íslenska náttúru. En þá verður að gera þá kröfu, að þeir sem taldir eru sér- fræðingar, svo og náttúruvernd- ar-stjórnvöld, grundvalli ráðlegg- ingar og ákvarðanir um náttúru- vernd á staðreyndum. Og hér hafa að mínu mati a.m.k. tveir forystu- menn á þessum vettvangi — tveir vatnalíffræðingar er starfa við Hafnarháskóla og Háskóla ís- lands — fallið á prófinu og lent á villigötum. Þessu til stuðnings eru tilfærð hér að neðan nokkur dæmi. 1. Fyrir allmörgum árum var leitað álits stjórnvalda um þá hugmynd að reisa austanvert við Mývatn laxeldisstöð fyrir 1 millj- ón sjógönguseiða. Frá slíkri stöð myndi berast út í Mývatn köfnun- arefni í úrgangsefnum er næmi 0,4 kg N/ha yfir sumartímann (tafla 1). í hverjum 1000 lítrum eða rúm- metra af frárennslisvatni myndi vera um 5 g af úrgangsefnum, en það er um helmingi minna en upp- leyst kalsíum er í vatni Mývatns. Pétur Jónasson, prófessor í vatna- líffræði við Hafnarháskóla, auð- kenndi þetta frárennsli sem „skolp" og réð eindregið frá því, að því yrði hleypt í vatnið vegna hættu á áburðarmengun. Á þess- um grundvelli kváðust ísl. stjórn- völd ekki geta samþykkt, að eld- isstöð yrði reist við Mývatn. Einn- ig var látið í veðri vaka, að mikil- vægt væri að sporna gegn fjölgun íbúa á vatnasvæði Mývatns, en eins og tafla 1 sýnir, berast nú frá híbýlum fólks við vatnið sem svar- ar til um 0,4 kg N/ha yfir sumarið. 2. Pétur Jónasson er og vænt- anlega ábyrgur fyrir varnaðarorð- um í þá veru, að hafa beri hemil á fjölgun mannfólks á vatnasvæði Þingvallavatns vegna hættu á áburðarmengun. Ég get hér upp- lýst, að það magn af köfnunarefni sem á 100 sumardögum gæti hugs- anlega borist í vatnið frá íbúum og gestum á vatnasvæði Þingvalla- vatns samsvaraði í hæsta lagi, að um hálfri teskeið af Kjarna- áburði væri dreift á 100 fermetra grasflöt. 3. í nýlegu fjölmiðlaþrasi varð- andi fyrirhugaða laxeldisstöð við Apavatn gætir ýmissa grasa. Með- al annars lætur Gísli Már Gísla- son, vatnalíffræðingur við Háskól- ann, í viðtali við Morgunblaðið í ljós það álit, að „áburðarmengun- in gæti haft miklu alvarlegri af- leiðingar en hættan á fisksjúk- dómum". Hann minnir einnig á, að vegna hættu á áburðarmengun frá fiskeldisstöð við Mývatn, hafi „áform“ um að reisa slíka stöð verið „stöðvuð". Yrði frárennsli frá 200.000 gönguseiða eldisstöð í Laugardal látið falla í Apavatn, myndi vatninu berast um 0,5 kg N/ha yfir sumarmánuðina. Yrði frárennslið hins vegar látið falla í Laugarvatn, myndi þessu vatni berast um 2,3 kg N/ha yfir sumar- mánuðina. Með því að Laugarvatn er miklu grynnra en Apavatn, yrðu áhrif frárennslisins talsvert meiri að tiltölu miðað við Apavatn en ofannefndar tölur gefa til kynna. Mér er ókunnugt um, hversu ör vatnaskipti eru í þessum vötnum, en þetta er allmikilvægt atriði. Þegar tveir vatnalíffræðingar við tvo háskóla, þ.e. þeir Pétur og Gísli, fella þá dóma er að framan getur, er það ekki undrunarefni, að hreppsnefnd Grímsneshrepps „varar alvarlega við því, að eldis- stöðvar séu reistar efst á vatna- svæði og útfall fari í fengsæl vötn“. Hví skyldi almenningur Ragna Ölafsdóttir — Ólafur Valgeirsson 148 Valgerður Kristjónsdóttir — Björn Theodórsson 133 Jóhanna Kjartansdóttir — Bernharður Guðmundsson 132 Halla Bergþórsdóttir — Jóhann Jónsson 130 Sigrún Pétursdóttir — Óli Andreasson 123 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 122 Anna Lúðvíksdóttir — Sigurður Sigurjónsson 121 Kristín Jónsdóttir — ólafur Ingvarsson 120 Næsta umferð verður spiluð mánudaginn 19. marz. Frá hjónaklúbbnum Nú að loknum 36 umferðum af 43 er staðan þannig að Ester og Sigurður eru búin að stinga aðra keppendur af og virðist fátt geta ógnað sigri þeirra héðan af, en annars er staðan þannig: Ester Jakobsd. — Sigurður Sigurjónsson 528 Dúa Ólafsd. — Jón Lárusson 383 Guðrún Reynisd. — Ragnar Þorsteinsson 322 Ásthildur Erlingsd. — Jónas Elíasson 293 Dóra Friðleifsd. — Guðjón Ottósson 290 Valgerður Eiríksd. — Bjarni Sveinsson 284 Hulda Hjálmarsd. — Þórarinn Andrewsson 268 Erla Eyjólfsd. — Gunnar Þorkelsson 248 Edda Thorlacius — Sigurður ísaksson 220 Steinunn Snorrad. — Bragi Kristjánsson 201 ekki taka mark á mati þessara há- skólavatnalíffræðinga? Og nú skulum við staldra við og spyrja: Hvaða staðreyndir eða rök hníga að framangreindum álykt- unum Péturs Jónassonar og Gísla Más Gíslasonar um, að magn N-áburðar innan við 1 kg N/ha alls á gróðrartímabili sumarsins geti valdið áburðarmengun í stöðuvötnum? Slík rök koma hvergi fram, einfaldlega vegna þess að þau fyrirfinnast ekki. Vísa ég enn til framangreindrar við- miðunar í þá veru, að 100 kg N/ha yfir sumarmánuðina sé hófleg áburðarnotkun í stöðuvötn á ís- landi, að því leyti að ekki myndi þar af hljótast áburðarmengun. Eflaust myndi auðvelt að fá hundruð vatnaræktunarmanna í hinum tempruðu svæðum Evrópu og N-Ameríku til að staðfesta þetta mat. Og eflaust myndu hinir sömu verða undrandi, kæmust þeir að því, að við háskóla í Dan- mörku og á íslandi störfuðu vatnalíffræðingar, sem óttuðust að slíkur viðbótartittlingaskítur og 1 kg N/ha eða minna á sumri gæti valdið áburðarmengun! Mér kemur til hugar aðeins ein skýring á hinu furðulega mati Péturs og Gísla varðandi áburðarmengun vegna örsmárra skammta af köfn- unarefni í stöðuvötn: Nefnilega, að þetta sé þeirra „trú“ eða grund- vallarforsenda, sem þeir einfald- lega yfirfæra á Island frá áburð- armenguðum vötnum erlendra þéttbýlissvæða. Það er þó að sjálfsögðu þessara háskólamanna að skýra afstöðu þeirra. En sem að framan var drepið á, er ekki óeðli- legt að íslenskur almenningur taki trúanlegt mat þessara sérfræð- inga og ugg þeirra um áburðar- spillingu. En burtséð frá áburðarmengun, telja sumir mikilvægt að breyta alls ekki að ráði náttúrlegu um- hverfi, með því að slíkar breyt- ingar kunni að hafa óæskilegar breytingar í för með sér fyrir við- komandi lífríki. En svo smávægi- leg viðbót af köfnunarefni í vötn sem '/2 til 1 kg N/ha á gróðrar- timabili er það óveruleg, að útilok- að er að hún gæti breytt lífríki viðkomandi vatns svo að mælan- legt væri. Niðurstaða mín er því þessi: „Trú“ þeirra Péturs og Gísla á skaðsemi áburðarmengunar í umræddum tilvikum auðkenni ég sem „stærðargráðublindu". Og af þessari „blindu" leiðir, að ekki er fært að treysta mati þeirra eða tillög- um um verndunarráðstafanir í sam- bandi við hugsanlega áburðarmeng- un fiskvatna hér á landi. Dr. Björn Jóhannesson er verk- trædingur og startaöi í mörg ár hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóó- anna. Hér færð Þll svarið Daglega þarf fjöldi fólks að leita upplýsinga um ís- lensk fyrirtæki, starfsemi þeirra og starfsmenn bæði vegna viðskiptaerinda og annars. Slíkt er oft tímafrekt og fyrirhafnarsamt. í bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1 984 er aö finna svör viö flestum spurningum um íslensk fyrirtæki og eru upplýsingarnar settar fram á aðgengilegan hátt, þannig að auðvelt á aö vera að finna það sem leitað er að. ÍSLENSK FYRIRTÆKI er ekki bók sem menn grípa með sér í rúmið til skemmtilesturs, heldur bók sem hefur margþætt notagildi og sparar tíma og fyrirhöfn. (SLENSK FYRIRTÆKI er handbók sem ómetanlegt er að hafa við höndina. í bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1984 er m.a. að finna: ★ Skrá yfir útflytjendur ★ Umboðaskrá ★ Vöru- og þjónustuskrá ★ Skrá yfir íslensk fyrir- tæki og helstu starfsmenn þeirra ★ Skipaskrá. Hafðu ÍSLENSK FYRIRTÆK11984 við höndina ÍSL€NSK FVRIRTfEKI Ármúla 18-105 Reykjavík - ísland - Sími 82300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.