Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 t Móöir okkar, KARÓLÍNA Á. JÓSEFSDÓTTIR, Skipasundi 36, andaöist 14. mars. Útförin auglýst siöar. Börn hinnar látnu. t Sonur minn og bróðir okkar, SVEINBJÖRN G. SIGURSVEINSSON, Baldursgötu 27, Reykjavík, lést aö heimili sínu sunnudaginn 4. mars. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Jóhanna Kristjánsdóttir, Gunnar Sigursveinsson, Sveinn Óskarsson. 'V\ Bróðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGFINNSSSON, lést aö Hrafnistu miövikudaginn 14. mars. Sigurbjörg og Jóhanna Sigfinnsdætur, Guöný Valtýsdóttir, Paul Smith, Valgeröur Eiríksdóttir, Þór Eiríksson. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERTPÁLLTHEODÓRSSON, Suöurgötu 43, Siglufiröi, sem lést í Sjúkrahúsi Siglufjaröar 9. mars, verður jarösunginn frá Siglufjaröarkirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hins látna eru beönir aö láta Sjálfsbjörg njóta þess. Elsa Þorbergsdóttir, Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir, Oli Júlíusson, Sigríður Þóra Eggertsdóttir, Kolbrún Eggertsdóttir, Theodór Sævar Eggertsson, Kristín María Eggertsdóttir, Svava Eggertsdóttir, Guöbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, Bergmundur Ógmundsson, Halla Kjartansdóttir, Jens Gíslason, Bjarni Þóröarson, Aöalsteinn Bernharösson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faöir og fósturfaðir, ÚLFAR KJARTANSSON, Austurbergi 36, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju á morgun, laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Guörföur Sveinbjörnsdóttir, Kristbjörg Svala Úlfarsdóttir, Anna Björk Úlfarsdóttir, Ásgeir Ómar Úlfarsson, Gunnar Ingi Sveinsson, Sveinbjörn Logi Sveinsson. Minning: Þórdís Jóhanna Hansdóttir Fædd 16. janúar 1918 Dáin 8. mars 1984 Gríski heimspekingurinn Epik- etet sagði: Ekki bíður sólin þess að hún fái bænir né áskoranir um að rísa, heldur skín hún af sjálfsdáð- um og nýtur allra hylli. Þú skalt ekki heldur bíða eftir lófataki, hrifningarhrópum og lofræðum til þess að gera vel, heldur skaltu gera góðverk ótilkvaddur, og þá verður þú elskaður eins og sólin. Þórdís tengdamóðir mín, sem borin er til grafar í dag, beið ekki eftir bónum né áskorunum til að láta geisla sína skína. Umhverfis þessa litlu, traustu konu var sól- skin sem skein af sjálfsdáðum. Hún kom eins og sólargeisli, óvænt og óbeðin, ávallt með hlýju þar sem hjálpar var þörf. Hún beið aldrei eftir lófataki eða hrifn- ingarhrópum og lofræðum. Þegar fjölskyldan var saman, sem var mjög oft, var Þórdís alstaðar til þess að láta öllum líða vel og okkur leið sannarlega vel í návist hennar. Það voru góðar stundir sem ég átti þegar við sátum sam- an og spjölluðum. Þessar stundir voru kærastar austur við Þing- vallavatn en þar höfðu Þórdís og Hjálmar eiginmaður hennar byggt sér sumarbústað. Sumar- bústaðurinn, og landið sem hann stóð á, var Þórdísi mjög kær og vildi hún dvelja þar sem flestar stundir. Þá var það hennar stóra ósk að hafa okkur skyldmenni sín umhverfis sig. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar segir hug Þórdís- ar og okkar til þessa staðar best: Sæludalur, sveitin bezt, sólin á þig geislum helli, snemma risin seint er sest. sæludalur, prýðin bezt, því er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli. Sæludalur, sveitin bezt, sólin á þig geislum helli. Þórdís fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hennar voru María Helga Guðmundsdótt- ir og Hans Kristjánsson, bæði ættuð frá Súgandafirði. Eignuðust þau átta börn, þrjú dóu í bernsku, Guðmundur, Kristjana Guðrún og Rannveig. Fimm komust til full- orðinsára, elst er Sigríður, síðan Þórdís Jóhanna, en bræðurnir voru þrír, Guðmundur, Kristján Ragnar og Hans Helgi. Kristján Ragnar lést árið 1958 en Hans Helgi 1962. Hans faðir Þórdísar var mjög framsýnn maður, en það sést best á því, að hann fór til Noregs árið 1923 til að læra fram- leiðslu olíuklæða, en þau höfðu verið flutt til landsins mestmegnis frá Noregi. Við heimkomuna 1924 stofnaði hann Sjóklæðagerð á Suðureyri sem var sú fyrsta á ís- landi. Hjónin unnu saman að framleiðslunni en kona hans, María Helga, sá að mestu um að útbúa sniðin fyrir olíuklæðin, enda var hún mjög útsjónarsöm og handlagin. Árið 1925 stofnaði Hans Sjóklæðagerð Islands þegar hann og fjölskylda hans fluttu til Reykjavíkur, var Þórdís þá 7 ára. Þórdís gekk í Verslunarskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan árið 1937. Eftir skólanám hóf hún störf hjá föður sínum í Sjóklæðagerð- inni eða þar til hún gifti sig 27. maí 1939 eftirlifandi eiginmanni sínum, Hjálmari G. Stefánssyni. Hjálmar fæddist í Reykjavík, en foreldrar hans voru Ingibjörg Zakaríasdóttir og Stefán Bjarna- son skipstjóri að Bergi. Þórdís og Hjálmar eignuðust þrjár dætur, Maríu Helgu sem gift er Ágústi Þorsteinssyni, Ingibjörgu Unni og Eddu Elínu sem gift er Sigmari Sigurðssyni og eru barnabörnin orðin sex. Þórdís og Hjálmar stofnuðu og ráku saman fyrirtæk- ið Ábreiður hf. sem framleiddi gólfteppi, ábreiður o.fl. Þórdís var mjög handlagin og lék allt í hönd- um hennar en það fékk hún í arf frá föður sínum og móður. Þetta hófst með því að henni áskotnaö- ist vél sem átti að geta framleitt mottur, en enginn hafði haft lag til að hafa not af henni. Þórdís fór að kljást við vélina og byrjaði að sauma og framleiða mottur. Vand- virkni hennar og smekkvísi hjálp- aði til að varan seldist vel. Fljót- lega varð fyrirtækið stórt og blómlegt. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför konu minnar og móöur, GYOU HJÖRLEIFSDÓTTUR, Bragagötu 29A. Þorbergur Gíslason, Halldór Þorgrimsson. t Móöir okkar og tengdamóöir, GUDMUNDA ÓLAFSDÓTTIR frá Brimnosi, Grindavfk, veröur jarösungin frá Grindavikurkirkju laugardaginn 17. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á byggingu dvalarheimilis aldraöra í Grindavík. Sigurbergur Sverrisson, Erna Sverrísdóttir, Ólafur Sverrisson, Magnúa Sverrisson, Þorbergur Sverrisson. Sigríöur Guömundsdóttir, Siguröur Halldórsson, Gunnlaug Reynis, Hrefna Petersen, t Útför móöur okkar og fósturmóöur, JENSÍNU GUOMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 27. fer fram föstudaginn 16. mars kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Bryndís Gubjartsdóttir, Guömundur Guöbjartsson, Hóvaröur Valdimarsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför HREFNU GUNNLAUGSDÓTTUR, Háteig 6. Keflavík. Hílmar Theódórsson og vandamenn. t Þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa, bróöur og langafa, ERLENDSJÓNSSONAR frá Ólafshúsum, Vestmannaeyjum. Bjarney Erlendsdóttir, Viktor Úraníusson, Erla Gísladóttir, Grímur Gíslason, Laufey Jóhannsdóttir, Viktor Björn Viktorsson, Guöfinna Jónsdóttir, Ólafía Bjarnadóttir, Gísli Grímsson, Hulda Jensdóttír, Kristinn Grímsson, Bryndís Guömundsdóttir, Ingvar Hreinsson, Elin Jónsdóttir og barnabörn. Seinustu tuttugu árin áttu Þórdís og Hjálmar mjög myndar- legt heimili í Safamýri 57 hér í Reykjavík, sem við fjölskyldan sóttumst eftir að koma á og dvelja. Við, sem vorum svo heppin að eiga samleið með Þórdísi, fengum frá henni mörg góðverk sem gefin voru án þess að um þau væri beð- ið. Enginn sem ég hef umgengist gaf með eins mikilli gleði og hún. Við elskuðum hana öll eins og sól- ina. Ágúst Þorstein.sson Þegar maður stendur frammi fyrir því að samband við ástkæra ömmu og vinkonu er á enda, þá koma minningarnar upp í hugann ein á eftir annarri. Sú sem er ef til vill sterkust er minningin um granna, brúnhærða, brosmilda konu í kakíbúxum með hendur í rassvösum, tiplandi léttilega um raulandi lítinn lagstúf. Stóru brúnu augun hennar gáfu manni alltaf til kynna hvernig henni leið, hún þurfti aldrei að kvarta né heldur að vera með stórar yfirlýs- ingar. Hún var mjög sterkur per- sónuleiki og var þannig stoð og stytta allra í kringum sig. Hún huggaði, nærði og hjálpaði, gaf mikið og tók lítið. Okkur fannst amma alltaf vera vel gefin og víð- sýn kona og var alltaf mjög skemmtilegt að rabba við hana yf- ir kaffibolla. Einnig vegna þess hvað hún hafði góða kímnigáfu og skildi okkur vel. Við vorum mikið með ömmu á Þingvöllum í sumar- bústaðnum hennar, sem hún átti hugmyndina að í upphafi. Þarna fann hún sig, maður skynjaði sterklega gleði hennar og vellíðan. Hún dáði blóm og aðrar plöntur og var ötul við að rækta garðinn sinn. Jólin eru tími fjölskyldunnar og oft mikið um að vera. Á slíkum mannamótum sem og öðrum fyllti hún staðinn kyrrð og þægilegheit- um. Hún var þessi rólegi sólar- geisli sem lægði oft óróleikaöldur skapmikilla fjölskyldumeðlima. Hún var kona sem vissi hvað hún vildi, sem kom vilja sínum fram á rólegan en yfirvegaðan hátt. Hún fór I skóla sem ung stúlka og kom á fót ásamt manni sínum teppaframleiðslufyrirtæki. Hún var handlagin og munum við til dæmis eftir henni við viðgerðir á vélum og við matargerð. Okkur er minnisstætt þegar Þór Hjálmar, eitt barnabarnið, sagði við mömmu sína, að það væri merki- legt hvað maturinn hjá ömmu væri alltaf góður, jafnvel soðin ýsa var bragðbetri hjá henni held- ur en heima. Þann tíma sem amma hefur barist við sjúkdóminn, hefur hún barist við hann af hörku, stundum af svo mikilli hörku að við héldum að hún myndi ná yfirhöndinni. Það sem okkur fannst merki- legast, var að hún huggaði okkur og gerði að gamni sínu alveg fram í andlátið. Hvernig kveðjum við einhvern sem við höfum elskað svo mikið, einhvern sem gaf okkur hamingju og öryggi? Hvernig getum við kvatt hana sem studdi okkur, huggaði og nærði? Við getum í rauninni ekki kvatt hana, heldur geymum við minningu hennar í hjörtum okkar þangað til við hitt- umst aftur. Barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.