Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 5 Kapellan í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Kapellan í Hafharfjarðar- kirkjugarði fær altariskiæði KVENFÉLAG Hafnarfjardarkirkju færði hinni klæðið úr hvítum hör með jafavefnaði. For- nýju kapellu kirkjugarðsins í Hafnarfirði ofið alt- maður kvenfélagsins, Jóhanna Andrésdóttir, arisklæði að gjöf fyrir skömmu. afhenti klæðið og Eggert ísaksson, formaður Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir óf kirkjugarðsstjórnar, veitti því viðtöku. Friðjón Sigurðs- son sjötugur í dag FRIÐJÓN Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, er sjötugur í dag. Hann fæddist í Vestmanneyjum 16. marz 1914, sonur hjónanna Sigurðar Ingimundarsonar, útgerðarmanns og skipstjóra, og Hólmfríðar Jóns- dóttur. Friðjón lauk stúdentsprófi frá MR 1934 og lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1941. Hann var sýslumaður í Strandasýslu 1941—1943, starfsmaður Skömmt- unarskrifstofu ríkisins 1943—1944 og fulltrúi í skrifstofu Alþingis 1944 til 1956. Þá varð hann skrif- stofustjóri Alþingis og hefur gegnt því starfi síðan. Jafnframt hefur Friðjón Sigurðsson verið framkvæmdastjóri íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Friðjón er kvæntur Áslaugu Siggeirsdóttur og eiga þau fimm sonu. Friðjón og frú Áslaug verða að heiman í dag. Bláfjallanefnd af- hent viðurkenning FYRIR hönd samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu afhenti Júlíus Sólnes Klínu Pálmadóttur, formanni Bláfjallanefndar, viðurkenningu fyr- ir unnin störf á sviði skipulagsmála á Bláfjallasvæðinu. Líður að lokum loðnu- vertíðar Nll dregur að endalokum loðnu- vertíðar fari svo sem horfir. Telja menn að vertíð gæti staðið í viku til viðbótar, þá verði hrygningu að mestu lokið, en loðnan drepst að henni lokinni. Síðdegis í gær höfðu engin skip tilkynnt um afla en miðvikudagsaflinn varð alls 6.500 lestir af 17 bátum. I gær tilkynntu eftirtalin skip Loðnunefnd um afla: Harpa RE, 400, Keflvíkingur KE, 450, Vík- ingur AK, 450, Gullberg VE, 580, Guðmundur Ólafur ÓF, 200, Sigurður RE, 1.400, Örn KE, 550, Grindvíkingur GK, 800, Rauðsey AK, 150, Heimaey VE, 200, Dagfari ÞH, 120, Júpít- er RE, 300, Óskar Halldórsson RE, 200, Erling KE, 250, Bergur VE, 170, Ljósfari RE, 280 og Skírnir ÁK 200 lestir. Við afhendinguna sagði Júlíus að samtök sveitarfélaga væru fé- lag níu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu sem samtals 53% landsmanna ættu aðild að. Það hefði verið samdóma álit skipu- lagsnefndar að veita Bláfjalla- nefnd þessa viðurkenningu sem var skúlptúr eftir Hallstein Sig- urðsson og ber nafnið „Veðurhöll". Af hálfu Bláfjallanefndar þakkaði Elín Pálmadóttir fyrir þennan heiður og sagði að um þessar mundir væri nefndin 10 ára. Á þessum tíma hefði tekist að gera Bláfjallasvæðið að fjölbreyttu úti- vistarsvæði, sérstaklega hentugu, einkum fyrir fjölskyldur sem þarna geta átt ánægjulegan dag eftir annasama vinnuviku. Bláfjallanefnd með Júlíusi Sólnes ásamt Veðurhöllinni eftir Hallstein Sigurðsson. Fjalakötturinn: Undirbúnings- nefnd um stofnun sam- taka um vernd- un hússins FIMMTÍU og níu manns, sem rituðu nöfn sín undir áskorun til yfirvalda um vcrndum hússins Aðalstrætis 8, Fjalakattarins, efndu 14. mars sl. til fundar á Hótel Ksju. Þar var sett á fót nefnd til Undirbúnings stofnunar sam- taka um verndun hússins, sem í eiga sæti þau Krlendur Kveinsson, Björg Kinarsdóttir, Finnur Björgvinsson, Helgi Þorláksson og Sigurður Tómas- son. Á fundinum skýrði Nanna Her- mannsson, borgarminjavörður frá sögu hússins og niðurstöðu Árbæj- arsafns um að það bæri að vernda, þegar safninu var falið að kanna ástand húsanna í Grjótaþorpi 1976-77. Vor í lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.